Vísir - 04.05.1970, Síða 12

Vísir - 04.05.1970, Síða 12
Búrfellsvirkjun vigð á laugardag þrettán! — en Rússinn tók sætið Þaö vakti kát/nu ferðalanga á vígsluhátíðina við Búrfell að hinir miklu baráttumenn tækninnar virt ust ekkj lausir við hjátrú. í hinni löngu bílaiest LandSvirkjunar, þar sem bifréiöarnar voru númeraðar, bar enginn bíll númerið þrettán. Hins vegar kom kom rússneski ambassadorinn til skjalanna í þessu i'fni, en Rússar fóru í eigin bíl, og tók Rússinn þrettánda sætið í aílalestinni og lét sig engu varða slík hindurvitni. — HH — „ÞJÓÐIN hefur endurheimt Þjórsárdal, ekki sem bænda- byggð, það mun hann líklega aldrei aftur verða, heldur sem griðastað og friðland á góð- um sumardögum ... Aftur er risin mannabyggð í Þjórsár- dal, snotur hús með grænum gróðurblettum, sem stinga einkennilega í stúf við hvít- an vikursandinn, og þar hjá mannvirki meira en önnur á landi hér, orkustöð, sem beizl ar heljaraflið í jökulvatni Þjórsár, lífgjafi, sem er stór- Itækari til eflingar iffi og gróðri í landinu en Hekla sjálf nokkru sinni var til eyð- ingar.“ Þannig mælti forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, við vígslu Búrfellsvirkjunar í fyrradag. Að því búnu ræsti hann vélar virkj unarinnar. Um 600 manna hóp- ur hélt um morguninn frá Reykjavík austur til þes að vera viðstaddur þessa abhöfn. Fyrir tuttugu árum tvöfaldað ist virkjað vatnsmagn í landinu með 31 þúsund kw írafossvirkj un og nú tvöfaldast vatnsafl ið með 105 þúsund kw Búrfells virkjun. Mun Búrfellsvirkjun þegar á þessu fyrsta ár; fram- leiða jafnmikla raforku og öll orkuver landsins gerðu á árinu 1968 og enn mun orkufram- leiðsla hennar eiga eltir að tvö- faldast á næstu 2 árum. „Hún mun“, sagðj dr. Jóhannes Nor- dal, formaður stjórnar Lands- virkjunar „ekki aðeins sjá fyr ir sívaxandi orkuþörfum alls suðvesturhluta landsins, þar sem búa nærri þrír af hverjum fjórum I’slendingum, heldur skapa grundvöll stórbrotins iðn aðar, er renna mun nýjum stoð um undir afkomu þjóðarinnar" I ræðu Eríks Briem fram- kvæmdastjóra Landsvirkjunar, kom fram, að fyrsta áætlunin um virkjun Þjórsár við Búrfell var dagsett í júní 1918. Áætlun in var gerð að beiðni fossafélags ins Titan, sem stofnað var árið 1914 að tilhlutan Einars Bene- diktssonar skálds. Af fram- kvæmdum gat ekki. orðið og árið 1959 fól Ingólfur Jónssori ráðherra þáverandi raforkumála stjóra Jakobi Gíslasyni að gera mynsturáætlanir og í framhaldi af þvi áætlun um virkjun Þjórs ár við Búrfell. Með Landsvirkj- unarlögum frá 20. máí 1965 var Landsvirkjun veitt heimild ti! að virkja allt að 210 þúsund kfló wött í Þjórsá við Búrfell. Fyrsta stig Búrfellsvirkjunar kostar 3400 miMjónir króna.— Þar af eru erlendar lántökur 3000 milljónir, en 400 milljónir eru fengnar með framlögum eig enda, ríkissjóðslánum og fé úr rekstri. Fjölmargir erlendir aðilar hafa lagt hönd á plóginn, og bentu ræöumenn á laugardaginn á það, að vissulega væri um al- þjóölegt framtak að ræða. Ný átök eru framundan í virxjunarmálum. Á þessu sumri verður byrjað á byggingu mik- illa miðlunarmannvirkja við Þórisvatn og hafin vinna við þær þrjár vélasamstæður, sem ráð er fyrir gert til viðbótar við Búrfell. Unnt ættj að reynast, að Ijúka þremur nýjum stórvirkjun um oifan Búrfells, áður en næsti áratugur er liðinn og verður væntanlega haifizt handa um hina fyrstu þeirra, Sigöldu- virkjun í Tungnaá, á næsta ári. —HH— I I orseti ísiands ræsir vélar Búrfellsvirkjunar. Talið frá vinstri: Jóhann Hafstein iðnaðarmáiaráðherra, Geir'Hallgt,iínáscm‘ib»rgar-' tjóri, frú Halldóra Ingólfsdóttir, forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, og Eiríkur Briem, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar. ---------------------------------------------------—;-------------------------------------------------------------<S> u„; ’ ffc „Aldrei verið ið bókað fyrir eins mik- sumarið44 segja ferðaskrifstofur Cþ Allt útlit er fyrir að ferða- niannastraumurinn til Islands í sumar verði meiri en nokkru sinni fyrr, samkvæmt upplýsingum sem þrjár ferðaskrifstofur í Reykja vík gáfu blaðinu i morgun. Öll hótel í Reykjavík eru nú að verða fullbókuð, og er nær útilokað að fá herbergi í júlí og ágúst. Einka- heimili, sem leigja út gistirými leysa þó vandann að nokkru, og er urðið mjög mikið um að fólk bjóði gistirými á heimilum sínum fyrir utlenda ferðamenn. Ennþá er hægt að útvega slíkt húsnæði fyrir ferða- nienn i Reykjavik yfir sumarmán- uöina. Það voru ferðaskrifstofurnar Út- sýn, Sunna og Ferðaskrifstofa rík- isins, sem gáfu blaðinu þessar upp- lýsingar í morgun, en í ferðir innan lands í sumar á vegum þessara að- ila er nú orðið mjög mikið bókað og margar ferðirnar löngu fullbók- aðar. Ennþá eru erlendir ferða- menn þó fremur fáséðir á götum borgarinnar, fyrir utan stop-over farþega Loftleiða, sem koma hér allt árið. Fyrstu höparnir eru vænt anlegir i maílok. en aðalferða- mannatíminn hefst í júní. Nokkuö Tveir menn finnast drukknaðir 51 árs gamali verkamaður úr Keflavík fannst drukknaður á floti í sjónum framan við klettana fyrir neðan Hraðfrystihús Keflavíkur. — Maður þessi var einhleypur, hét Jó- hannes Jóelsson og var búsettur að Austurbraut 3. Annar maður, Sigurður Árnason, 41 árs gamall vélstjóri á mb Skarðs vík SH-205, fannst drukknaður í höfninni í Njarðvík, þar sem bátur hans lá. Talið var, að hann hefði fallið milli skips og bryggju. —GP verður um ráðstefnuhald í Reykja- vík í sumar, og verður fyrsta ráð- | stefnan haldin 24.—30. mai, en það | er FAO-ráöstefna á vegum Sam- | einuðu þjóðanna. Selá í árekstri t í niðssþoku á Eyrursundi í JELÁ, eitt af flutningaskip- um Hafskips h.f., lenti í á- rekstri norður af Eyrarsundi nú fyrir skemmstu og skemmdist lítillega á stefni. Skipið var að koma frá Kaup- mannahöfn og átti eftir tveggja tima su'm til Gauta- borgar, þegar áreksturinn varð. Niðaþoka var og mjög mikil skipaumferð á þessum slóðum. Skipið, sem Selá rakst á, er þýzkt, svípaö Selá á stærð. Rifn- uðu skipin dálítiö ofan við sjó- línu og skemmdist Seláin nokk- uð ofarlega á frammastri. Skipið | gat þó haldið áfram ferðum sín- um og þarf ekki að fara í slipp til viðgerðar. Seláin er nú kom- in til Reykjavíkur. —JH— Frá vígsluhátíðinni við Búrfell.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.