Vísir - 07.07.1970, Síða 5

Vísir - 07.07.1970, Síða 5
( V'ftSWKR . ÞrKtjadagur 7. j6K 1070. Loksins hinii langþráði sigur': Tíundi iundsleikurinn við Duni í knuttspyrnu í kvöld í kvöld verður leikurinn háður, sem allir íslending- ar hafa beðið eftir — lands leikurinn í knattspyrnu við Dani. Þetta verður tí- undi landsleikurinn milli þ’óðanna — og enn eigum við eftir að hljóta sigur gegn Dönum í landsleik í knattspyrnu. Og kemur sá langþráði sigur á Laugar- dalsvellinum í kvöld? — Líkurnar eru kannski ekki miklar — en ef ísl. liðinu tekst upp — leikur aðeins betur, en það hefur gert áður — og hefur heppnina með sér, er ekki að vita hvernig fer, en alla vega gætu áhorfendur veitt því mikinn stuðning með kröft ugum hrópum — og ef til vill vinnst þá „erkifjand- inn“ í þessari grein íþrótta. Fyrsti landsleikur þjóðanna var í Reykjavík 1946 og sigruðu Danir með 3—0, en það er eitthvert fremsta lið Dana, sem hingað hefur komið — og hlaut þriðja sæti á Ólympíuleikunum í London 1948. Og næstu fimm leiki unnu Danir einnig með miklum mun — 5—1, 4—0, 4—0, 6—2 — og það var Þorsteinn Einarsson útskýrir sýninguna fyrir dr. Rjarna Benediktssyni og fleiri gestum. Sögusýning í Laugardalshöll í gær opnaði Gísli Hall- dórsson, forseti ÍSÍ, sögu- sýningu, sem haldin er í anddyri íþróttahallarinnar í tilefni íþróttahátíðar. Meðal viðstaddra voru forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson og borgarstjóri Geir Hall- grímsson, fulltrúar á íþróttaþingi og fíeiri. Þorsteinn Einarsson, íþróttafull- trúi, sem er formaður sögusýning- amefndar, útskýrði atriði á sýning- unni fyrir gestum — en þar eru ýmsar upplýsinga í máli og mynd- um, og teikningar, sem unnar eru af Sigrid Valtingojer. Einnig eru þar ýmsir verðlaunagripir og í heild virðist sýningin hin fróðlegasta. Ef drepið er á örfá atriði, sem þar koma fram, þá hófst kennsla í fimleikum í skólum hér á landi 1857; flestir iðkendur eru í knatt- spyrnu eða 8000 — íslenzkir körfu- knattleiksmenn hafa leikið 32 landsleiki — unnið 16 og tapað 16, og sýnd eru skíði sem Páll heit- inn Einarsson borgarstjóri átti. ekki fyrr en í sjötta leiknum, sem þokkaleg úrslit fengust 4—2 fyrir Dani. Og í þeim sjöunda — á Idrætsparken í Kaupmannahöfn 1959 — komust íslendingar næst því að sigra Dani. Jafntefli varð 1 — 1 og tókst danska liðinu aö jafna á lokamínútunum í æsispenn- andi leik, sem ávallt verður einn minnisstæðasti leikur, sem undir- ritaður hefur séð. En síðan seig á ógæfuhlið aftur. Næsta leik unnu Danir með 3—1 og svo komu ó- sköpin 1967 — Danir unnu 14 — 2 á Idrætsparken. Og nú þarf að hefna þeirra ófara. Danir hafa skor- að 44 mörk í þessum leikjum gegn níu. fslenzka liöið í kvöld veröur þannig skipað; Þorbergur Atlason, Fram, Jóhannes Atlason, Fram, Einar Gunnarsson Keflavík, Ellert Sohram, KR fyriríiði, Guðni Kjart- ansson, Keflavík, Haraldur Stur- laugsson, Akranesi Matthías Hall- grímsson, Akranesi, Eyleifur Haf- steinsson, 'Akranesi, Hermann Gunnarsson, Akureyri, Elmar Geirs- son, Fram og Guðjón Guðmunds- son, Akranesi. Dómari í leiknum verður skozkur, en línuverðir ís- lenzkir Fjölmermi á fimleikunum Laugardalshöllin var þéttskipuð áhorfendum i gaeritvðíöi'lf' fiHK léikétfetý-ningörriisýhStf': kaH-'' menn áhaldaleikfimi undic stjóm Inga Sigurðssonar og dr. Ingimars Jónssonar við mikla hrifningu og síðar sýndi frúarflokkur undir stjórn Ástbjargar Gunnarsdóttur og Margrétar Bjarnadóttur og var hon- um einnig vel fagnað. Að lokum sýndi drengjaflokkur frá Vest- mannaeyjum og var Gisli Magnús- son stjómandi — bráðefnilegir fimleikamenn. Verftlaunagripir á sýningunni Leikið á 8 völlum Hátíðarmót Badmintonsambands I'slands hófst í Laugardalshöll i gær og var þátttaka geysimikil. Keppt var á átta völlum samtímis (og meðal keppenda eru tveir af beztu badminton-leikurum Finna. í dag kl. þrjú hefst keppnin á ný og verður þá leikið til úrslita. Danir með sitt bezta lið Danska landsliðið í kvöld verður skipað þessum leikmönn- um: 1. Kaj Poulsen, AAB, — 29 ára, hefur leikið 5 A-landsleiki. ruggur og traustur markmaður, sem stóð sig sérstaklega vel i landsleiknum við Svia á dögun- um. 2. Jan Larsen, AB — 25 ára, hefur leikið 22 A-Iandsleiki. Bakvöróur sem oft tekur þátt í sókninni. 3. Erik Nielsen, B1901 - 32 ára, hefur leikið 6 A-lands- leiki, fyrrverandj atvinnuleik- maður í Þýzkalandi. Hann er fyrirliði á leikvelli. 4. Jens Jörgen Hansen, Es- bjerg — 31 árs, hefur leikið 33 landsleiki. Einn af burðarásum liðsins. 5. Jörgen Christensen, AAB 30 ára, en leikur nú sinn fyrsta A-landsIeik. Fljótur og öruggur bakvörður. 6. Birger Petersen, Hvidovre — 22 ára og er einnig nýliði í A-Iandsliðinu, og talinn einn efnilegastj leikmaður Dana. 7. Jörn Rasmussen, Hors- ens — 30 ára, hefur leikið 3 A-landsleiki. Mjög skemmtilegm og leikinn knattspyrnumaður. 8. Per Röntved, Brönshöi — 22 ára, hefur leikið einn A- landsleik, er hann var settur inn á móti Svíum um daginn. 9. Jörgen Marcussen, Vejle — 23 ára. Hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Svíum í síðustu viku og var einn aif beztu mönn- um vallarins. 10. Johnny Petersen, AB — 24 ára, hefur leikið 2 A-lands- leiki. Marksækinn og baráttu- maður mikill 11. Ove Flindt-Bjerg, AAB — 22 ára, og nýliði í landsliðinu. Hann er lágur vexti, en leikinn vel með knöttinn. Umsjón Hallur Símonarson. Hvernig fer landsleikur inn í kvöld? Guðrún Jóhannesdóttir: — vona að landinn vinni 3—1, en líklega verður það öfugt. Ámi Ágústsson: — ísland vinnur 3—1. íslenzka liðið er vel valið góður andi hjá liðs- mönnum og ef þeir ná eitthvað svipuðum leik og gegn Arsena! í fyrravor, þá sigrar ísland 3—1. Anna Pálmadóttir: — Við höfum alltaf átt erfitt með Dani — þeir sigra í kvöld með 3—1. Jens Sumarliðason: — Von- andi sigrum við — en spá mín er þessi: Tveggia marka mun Dönum í vil. Hanna Elíasdóttir: — Ég vona, að islenzka liðið sigri — en ég er hrædd uni, að danska liðið sigri með scx marka mur

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.