Vísir - 07.07.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 07.07.1970, Blaðsíða 16
D-listanum bættist atkvæði á Bolungarvík • Félagsmálaráðuneytið hefur nú fjallað um og kveðið upp úr- skurð vegna kæru sem barst frá Bolungarvík út af kosningunum þar. Var D-listanum úrskurðað eitt atkvæði af 3 vafaatkvæðum, en tvö höfðu verið úrskurðuð gild og e.tt ógilt. Breytir þetta engu um fulltrúatölu flokkanna, en hins vegar hefði ekki þurft aö varpa hlutkesti eins og gert var. Hefðu hin vafaatkvæðin veriö ó- gilduð, þá hefði H-listinn fengið einn fulltrúa en D-listinn aðeins 4, samkvæmt upplýsingum Hjálm- ars Vilhjálmssonar, ráðuneytis- stjóra í Félagsmálaráðuneytinu. Eru úrslit á Bolungarvík því end anleg þannig: D-Iistinn 5. B-list- inn 1, I-listinn 1 og H-listinn eng- an. Tvær aðrar kærur bárust vegna kosninganna, og er nú unnið af kappi í þeim málum og úrskurðar að vænta innan skamms. Kærur þessar, sem bárust frá Norðfirði og Seyðisifrði, eru mjög flóknar, samkvæmt upplýsingum Hjálmars, einkum á Seyðisfirði. Hefur mikil vinna verið lögð í að rannsaka Seyðisfjarðarkæruna og gert ráð fyrir að úrslit liggi fyrir næstu dagana. — ÞS Iðnaðarmem á fíátta undan gestum] — Þegar dönsku landsliðsmennirnir fóru upp einn stigann i Esju, gengu iðnaðarmennirnir niður annan Hálfgerður skollaleikur varð í Hótel Esju í gær, þegar fyrstu gestir hót- elsins komu um hálf tíma á undan áætlun. í óláni, aö 2ryggiseftiriitið hafði þá ekki skoðaö lyftuna í húsinu. Hún er nú komin í gang og þreyta sig um of á göngu fyrir 10. landsleikinn við íslendinga í kvöld. Iönaðarmennirnir munu í dag keppast við að ganga frá 7. hæð hótelsins, en í kvöld koma búa þar. Meira svigrúm verður i dag til að ganga frá þvi nauð- synlegasta, því ekki er búizt við gestunum fyrr en undir mið nætti. Er vonandi, að Flugfé- lagið verði ekki á undan áætlun Þegar danska landsliðið renndi upp að hótelinu voru á annað hundrað iðnaðarmenn í óða önn við að ganga frá anddyri hótelsins og 8. hæð þess, þar sem landsliðsmenn- irnir áttu að gista. Uppi varö fótur og fit, iðnað- armennirnir flúðu út úr anddyr inu og meðan landsliöið var að skrá sig inn og ganga upp á 8. hæðina kepptust iönaöarmenn- imir uppi á 8. hæöinni við. Þegar landsliðsmennirnir voru komnir langleiðina upp einn stigann í hótelinu laum- uðust iðnaðarmennirnir niður annan. Það var því hálfgert lán Danska landsliðið. Nú reynir á þjóðhollustu íslenzku iðnaðarmannanna að halda fyrir því vöku með hamarshöggum. Iðnaðarmennirnir unnu fram á síðustu stundu við að ganga frá anddyrinu og urðu að koma sér út þegar fyrstu gestimir komu. 14 skip vanræktu arskylduna á 1 tilkynning- sófarhring — óvanalega mikill trassaskapur undanfarna daga við að j -k Útvarpshlustendur hafa margir furðað sig á því, hversu marg- ir bátar hafa vanrækt að tilkynna sig til strandstöðva Landssimans undanfarið. Hafa verið lesnir upp allt að fjórtán bátar, sem á einum sólarhring hafa vanrækt tilkynning- arskylduna. Vekur þetta ugg meöal att'.i ci/imannanna. en oft- tilkynna báta ast eru þetta sömu bátamir aftur og aftur. Þorvaldur Ingibergsson hjá Slysavarna'félaginu sagði í viðtali við blaðið í morgun, að oft væru þetta litlir bátar, sem ekki hlustuðu á senditækin og þvi væri ómögu- legt að ná til þeirra nema í gegn- um útvarpið. Sagöi Þorvaldur að hann minntist þess ekki að það hefði komið fyrir, að 14 bátar van- ræktu tilkynningarskylduna á ein- um sólarhring, en það kom fyrir nú fyrir skemmstu. Er það cinkum þegar gott er veður, að bátarnir gleyma þessu. Þeir eru skyldugir til að tilkynna sig einu sinni á sólar- hring, og alltaf er þeir fara í höfn eða úr. Ekki hefur þessi trassaskap- ur þó mikinn aukakostnað í för með sér þar sem útvarpið les nöfn bát- anna ókeypis. — ÞS Mikil aðsókn á myndlistar- sýningarnar á Lisfahátíð Af 'ikn að myndlistarsýningun- um, sem haldnar voru á Listahá- tíðinni var nokkuð misiöfn. Sýn- ingunum lauk um helgina. Höfðu þá 1500 manns séð yfirlitssýning- una á nútíma íslenzkri mvndlist á Miklatúni, 2500 manns séð Munch- sýninguna en aðeins 250 manns séð brezku grafíksýninguna, sem var komið upp í Asmundarsal. Valtýr Pétursson formaður Fé- lags íslenzkra myndlistarmanna veitti blaðinu, þessar upplýsingar í morgun. Sagði hann ennfremur, að aðsókn hefði verið mikil á högg- myndasýninguna á Skólavörðuholti en engar tölur eru til um aðsókn að henni, en vitað að margir hafa Iagt leið sína um „holtið“ til að skoða sýninguna. Einnig munu margir hafa séð sýningarnar, sem komið var upp í söfnunum í tengsl- um við Listahátíðina. „Ég er sæmilega ánægður með þessa aðsókn“ sagöi Valtýr „það var ósköp þokkaleg aðsókn að sýn- ingunni á Miklatúni, 1 en það var ekki eins gott með sýninguna á Munch. Því miður var ekki hægt að hafa hana opna lengur vegna þess að það þurfti að fara að smíða í húsnæðinu fyrir skólann, en að- sóknin var langmesí núna síðustu helgina. Svo urðu Bretarnir útund- an, en sú sýning var opnuð seinna en hinar vegna verkfalbins. — SB Fiölmenniir ráð- sfefnyr næsfa ór Tvær fjölmennar læknaráðstefn- ur verða baldnar hér í júní næsta ár. Um bOO manns taka þátt i hvorri ráðstefnu, sem Ferðaskrif- stafan Útsýn annast um. Fleiri feröaskrifstofur eru þegar farnar að undirbúa ráöstefnuhald. Allt út- lit er þvi fyrir, að ráðstefnur hér veröi sízt minni næsta ár en nú. - SB Leigir meira en 10 veiðiár l og vötn á Norðausturiandi — Svavar i Hábæ umsvifamikill ? ■ Svavar Kristjánsson, veit ingamaður I Hábæ er að hleypa af stokkunum ærið forvitnilegri starfsemi. Hann leigir nokkrar veiði- ár og vötn á Norðausturlandi, allt frá Raufarhöfn að Breiíi- dal. Síðan gefur hann mönn- um kost á að kaupa veiði- leyfi, „og þau ekki dýr“, seg- ir hann sjálfur — verðið mið- í að við að það séu íslending- ? ar sem veiðileyfin kaupi. — J Svæðið er annars alþjóðlegt. ^ Svavar hefir gistirými fyrir t 20 manns á Rv.ufarhöfn, Á Þórs / höfn á Langanesi verður gist- / ing í húsi einu er Svavar tekur \ á leigu, en síðar meir hyggst ^ hann koma sér upp rýnpi að- •j stöðu þar. Hægt er að veiða Íþar austurfrá að vild hvers og eins. Svavar útvegar bifreiðir til að flytja veiðimenn á milli I veiðistaðanna, og einnig hefur hann tök á að bjóða mönnum að fljúga í lítilli einkaflugvél, sem staðsett er á Egilsstöðum. Fyrirhugað er að byggja lítil veiöiskýli á árbökkunum eða við vötnin, þar sem veiðimenn geti skotið sér inn og hresst sig á kaffi, eða þ. h. Þegar eru pantanir teknar að streyma inn, að sögn Svavars veitingamanns og er ekki fvrir- sjáanlegt annað en fjörugt verði á norðausturhorninu i ( sumar — og þá aö líkindum / næstu sumur. Munu vera tök á ) aö a-nna talsverðri eftirspurn, \ en sennilega verður gistingin i mesta vandamálið. í Breiðdal í munu veiðimenn hafa aðgang að / hótel Staðarborg og ágæt að- 1 staða mun vera á Eiöum. — GG |j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.