Vísir - 25.07.1970, Side 1
VÍSIR
„J. árg. — Laugardagur 25. júlí 1970. — 166. tbl.
GOTT VEÐUR
UM HELGINA
— hlýnar fyrir norðan, austan og inn til
landsins, segir Veburstofan
FERÐALANGAR og sóldýrk-
endur ættu að fá ósk sína um
gott veður uppfyllta um helgina.
Veðurstofan spáir hægviðri og
léttskýjuðu um allt iand.
„Norðanáttin er nú dottin niður
I bili,“ sagði Jónas Jakobsson veð-
urfræðingur, þegar hann var spurð-
ur um veðurútlit helgarinnar, „og
ekki ó.nögulegt, að það geti hald-
izt svo um helgina."
Góðviðrið á að ná um allt landið.
{ gær var fyrsti góði dagurinn um
langt skeið á Norður- og Austur-
landi. Þar var sólskin eins og ann-
ars staðar. Hitinn komst upp í 12
stig á Akureyri og á Egilsstöðum
og 14 stig á Staðarhóli í Aðaldal.
Einnig hlýnaði til muna inn til
landsins og mældist hitinn hvorki
meira né minna en 13 stig á Hvera-
völlum, en þar hefur jafnvel snjó-
að nú í mánuðinum.
1 Reykjavík komst hitinn hæst
upp í 12 stig. Mældist þessi hiti á
flugvellinum, og ekki ólíklegt að
hafgola hafi komið hitastiginu nið-
ur, en hlýrra hafj verið á skjólsælii
stöðum í borginni. — SB
Nánar er rætt um umferðina
úr höfuöborginni í blaðinu í
dag — Sjá bls. 16.
Það fer ekki milli mála, að okkur Reykvíkingum hafa veitzt nokkrir sólskinsdagar í sumar, þegar
Iitið er hið kaffibrúna hörund hárgreiðslukonunn ar, en hún er hér með vinkonu sina Margréti í
greiðslu. — Eins og sjá má er garðurinn ekki einungis notaður sem „hárgreiðslustofa“, heldur
einnig sem endurhæfingarstöð, þvi Eiríkur Krist insson fallhlífarstökkvari er á myndinni lengst til
vinstri með reifaðan fót.
Úthaf kaupir tve nýja skuttogara
glæpurinn —
Algengasti
umferðarbrotin
— Gætu komið til landsins strax i sumar —
Voru smiöaðir fyrir veiðar við Kanarieyjar
ÚTHAF h.f. hefur fest
kaup á tveimur þúsund
lesta skuttogurum frá
Spáni. Skip þessi eru
byggð hjá hinni þekktu
Barreras skipasmíðastöð
í Vigo á Spáni. Þau hafa
aðeins farið eina veiði-
ferð og eru tilbúin til af-
hendingar hvenær sem
er.
Að sögn Henrys Hálfdánar-
sonar, er meðal annarra fór utj
an til Spánar til þess að skoða
þessi skip á vegum Úthafs,
stendur ekki á öðru en endan-
legu svari frá ríki og Reykja-
víkurborg um lánsaðstoð til
kaupanna, en tithaf hf. hefur
fengið ádrátt um lán, sem nem-
ur ^y2% af andviröi skinanna
frá hvorum þessum aðila. —
Skipin eiga að geta siglt inn
í Reykjavíkurhöfn 10 dögum eft
ir að hinir opinberu aðilar hafa
greitt sín iframlög. Skipin kosta
90 milljónir hvort, eða 50 millj-
ónum minna en lægsta tilboðið
í sambærilega togara, sem ver-
ið er að semja um að smíða.
Stjórn Othafs hf. fékk stuðn-
ing Fiskveiðasjóðs til þess að
fara utan til Spánar og skoða
þessi sk'p með kaup fyrir aug-
um og hún nýkomin úr þeirri
för. Sagði Henry að skipin
hefðú verið grandskoðuð af
mörgum aðilum, hverjum með
sína sérþekkingu, meðal annars
voru í förinni þrír gamalreynd-
ir togaraskipstjórar, vélstjóri,
loftskeytamaður og skipaverk-
fræðingur og að áliti þeirra
reyndust skipin mjög vönduö aö
útbúnaði.
Skip þessi voru upphaflega
smíðuð til, veiða í Kanaríhafi,
en um það leyti, sem kjölur var
lagður að þeim var mikil veiöi
á þeim slóðum. Það var eitt
stærsta togaraútgerðarfyrirtæki
Spánar, sem lét smíða skipin
og átti að gera þau út frá St.
Sebastian á N-Spáni. Þegar svo
skipin voru tilbúin tók fiskinn
undan við Kanaríeyjar.
Skipin eru búin til saltfisk-
verkunar og eru um borð í þeim
hraðvirkar haus- og flatnings-
vélar af fullkomnustu gerð.
Þessi eina veiðiferð, sem
þau hafa fariö í, var til Labra-
dor eftir árangurslitlar tilraun-
ir við Kanaríeyjar. I þessari
veiðiferð voru skipin í 5 mán-
uði. Sagöi Henry að Spánverj-
unum þættu skipin full lítil til
þess að stunda eingöngu veiðar
á fjarlægum miðum.
Islendingarnir, sem fóru utan
til þess að skoða skipin fóru
í „prufutúr" á öðru þeirra út á
Biscayflóa og einnig var ann-
ar togarinn tekinn í þurrkvi til
botnsskoðunar.
Öll tækj í báðum skipunum
voru sett í gang og reynd með
úmsum hætti, jafnvel voru tekn
ir upp stimplar i aðalvél til
athugunar.
Að sögn Henrys er stjórn
tithafs h'f. tilbúin að afhenda
skipin innlendum aðilum til
rekstrar, þar sem aðalmarkmið
félagsins er eftir sem áður að
kaupa fullkomið verksmiðjuskip.
Stiórn félagsins á þvf eftir að
athuga hvort það gerir sjálft
út skipin. eins og vel kemur
til greina eða afhendir það öðr
um aðila, ef slíkt gætj flýtt fyr-
ir kaupum á verksmiðjuskut.tog-
ara sem er aðalmarkmið félaes-
ins. —JH
Nokkrir þeirra, sem fóru utan til þess að skoða skipin, f. v.: Ing-
ólfur Stefánsson. eism af stjórnarnaönnum Úthafs, Guðmundur
Pétursson véiaeftirlitsmaður, Loftur Júliusson.skipstjóri og Sig-
urður Guðjónsson skipstjóri. Að baki þeim sést „Rafagil1-annar
skuttogaranna, er, rafaga þýðir andvari. Hitt skipið heitir „Gicot-
on ', sem þýðir stormnr.
Umferöarbrot eru algengustu
glæpirnir i samféiagi okkar. „Af-
brotamenn eru ekki aðeins þeir,
sem venjulega er litiö á sem úr-
hrök þjóðfélagsins“, segir ung,
reykvísk stúlka, Hildigunnur Ólafs
dóttir í viðtali í blaöinu f dag.
Hún nemur allsérkennilrga grein
í Osló, afbrotafræöi.
Raunverulega er enginn afbrota-
fræðingur til með embættispróf
enn sem komið er, en hinir fyrstu
verða útskrifaðir frá Oslóarháskóla
næsta vor.
1 viðtalinu, sem er á bls. 9 er
rætt við Hildigunni um nám henn-
ar og um afbrot almennt.
HárgreiðsEustofan
flutt út í góða veðrið
Hún kann að nota góða veðrið,
hún Anna Kristinsdóttir, en hún
er hárgreiðslumeistari á stofu í
Kópavogi, Þegar hún er ekki aö
vinna á stofunni þar suðurfrá, tek-
ur hún stundum vinkonur sfnar og
frænkur f hárgreiðslu á heimili
sínu við Vesturvallagötu í Reykja-
vík og oft hefur hún svo mikið að
gera þar, að öll sól mundi fara
fyrir ofan garð og neðan hjá henni
ef hún gerði ekki einhverjar
ráðstafanir. Og það sem henni hug
kvæmdist að gera, var einfaldlega
það, að taka viðskiptavinina bara
með sér úr í garð og snyrta hár
þeirra þar. Er Ijósmyndara Vísis
bar að garði hjá henni £ góða
veðrinu í gærmorgun var hún með
eina vinkonu sína f greiðslu og
voru þær báðar ákveðnar í að nota
sólskinið sem allra bezt á meðan
og voru því bara á undirkjólunum.
Systir og mágkona sem biðu þarna
í garðinum eftir að komast í
stólinn gerðu samt enn betur, því
þær voru báðar f bikini. — ÞJM
Um húrgreiðslu
má lesa nánar í blaðinu í dag, f
þættinum Fjölskyldan og heimilið
er fjallað um nýja tizku í hár-
greiðslu. — Sjá bls. 13.
Um sólskinið
má lesa meira á bls. 3 í blaðinu í
dag í grein, sem fjallar um Heið-
mörk, en þangað leita hundruð
manna á hverjum sólskinsdegi,
einkum þeir, sem eru á móti þvf
að Ieita langt vfir skammt að fag-
urri náttúru.
Um sumarmót
í Húsafellsskógi er að nokkru fjall-
að f þættinum Með á nótunum, þar
greinir Benedikt Viggósson frá
miklu „þjóðlagafestivali", sem þar
verður haldiö um verzlunarmanna-
helgina...
... og ef svo fer sem horfði f gær-
kvöldi, þegar Vfsir fór í prentun,
að sólskin og blíðviðri verði, þá
munu víst flestir geyma sér kross-
gátuna til betri tfma. Hana.er ann-
ars að finna á bls. 6.
V