Vísir - 25.07.1970, Qupperneq 16
Garðar Gíslason bankamaður: „1
laxveiði í Grímsá i Borgarfirði
— ef allar áætianir standast."
húsmóðir: „Til Akurevrar í heim
sókn til venzíafólks míns.“
Guðrún Bjamadóttir meina-
tækninemi: „Helzt ekki fetið,
því að sumarfríið mitt byrjar á
mánudag og ég ætla að safna
kröftúm um helgina."
Magnús Guðmundsson bakara-
nemi: „Ég fer austur á hesta-
mannamót."
Garðar Siggeirsson verzlunar-
stjóri: „Liklega austur að Laug-
arvatni, ef veður helzt áfram
svona gott.“
• Flestir ætla sér víst aö
halda eitthvað út úr borg-
inni um helgina, verði veðrið
eins gott og Veðurstofan ger-
ir ráð fyrir. Við spurðum
vegfarendur í gær:
Hvert skal halda um
helgina?
Laugardagur 25. júlí 1370.
• Miklar annir eru nú á
bifreiðaverkstæðum í Reykja
vik. Sumarleyfi standa nú
fyrir dyrum og menn reyna
að fá dyttað að bílum sinum
áður en lagt er upp. Þá kem-
ur og til hin árlega bifreiða-
skoðun, en vegna verkfallsins
í júni urðu margir er áttu að
koma með bíia sína til skoð-
unar þá, að fá frest þar til um
boðin gátu útvegað nauðsyn-
lega varahluti.
Þá hefur einnig verið anna-
samt á smurstöðvum olíufélag-
anna því vissara er að leggja
ekki í langferð á ósmurðum bíl
og olíuiitlum.
Visir hafði samband við mörg
bílaverkstæði borgarinnar og
var alls staðar sömu söguna að
hafa: „Við erum á kafi i önn-
um og getum ekki bætt við
okkur fyrr en i næstu viku“ —
„hér er bókað mánuð fram í
tímann, og varla hægt að sinna
þeim skyndiviðgerðum sem ósk
að er eftir“.
Sögðu verkstæðismennirnir
að greinilegt væri að fjöldinn
allur af fóiki myndi ætla að
ferðast út úr borginni um þessa
helgi, en margir væru og farn-
ir að búa sig undir ferðalag um
verzlunarmannahelgina. Þá eru
og annir við bílaviðgerðir
végná'skoðunarinnar.
Við smurstöðvar voru í gær
langar biðraðir og unnið eitt-
hvað fram á kvöld, en smur-
stöðvar eru lokaðar i dag Sögðu
starfsmenn á smurstöðvum að
sjaldan hefði verið eins mikið
að gera og nú, einkum vegna
þess að allir þeir nýju bilar er
fluttir hafa verið til landsins
upp á síðkastið, séu nú að
koma til smurningar i viðbót
við þau ökutæki sem fólk ætlar
að fara á út úr bænum.
Að sögn Arnþörs Ingólfsson-
ar varðstjóra í umferðardeild
Reykjavikurlögreglunnar, býst
lögreglan við þungri umferð út
úr Reykjavík í dag, en einkum
bó upp úr hádeginu.
Lögreglan verður að sjálf-
sögðu með talsverðan viðbúnað,
þ. e. fleirj menn á vöktum og
eftirlitsbifreiðir verða nokkrar á
vegum auk lögreglumanna á vél
hjólum.
Ekki er búizt við að umferðin
beinist í neina sérstaka átt,
„Það verður þessi hefðbundni
akstur hér í nágrenni borgarinn
ar" sagði Arnþór.
Núna á um helmingur allra
bifreiða i Reykjavík að vera
kominn til skoðunar og nefur
lögreglan gert nokkrar skyndi-
kannanir á ásigkomulagi bif-
reiða. Sagði Arnþór að ekki væri
annað hægt að segja en að bíl-
ar væru í góðu lagi væri á
heildina litið, þó vissulega væri
ætíð að finna innan um bíla í
lélegu ástandi. —GG
• Það er vissara að leggja ekki upp í lang ferð á ósmurðum bfl. Miklð hefur verið að gera
á bílaverkstæðum og smurstöðvum undanfarið— búizt við þungri umferð út frá Rvík í dag.
SJÖTÍU Á IÐNÞINGI
Ars afmæli
tunglferðar
Á SIGLUFIRÐI
í þann mund sem fólk fer að | ir til Siglufjarðar. Sjötiu iðnaðar-
axla sína bagga fyrir verzlunar- menn munu setjast þar á bekki i
mannahelgina og þeysa af stað út samkomusal bamaskólans, þar
í náttúruna, koma óvenjulegir gest-' sem haldið veröur 32. iðnþing ís-
Lagadeild í nýtt
'lendinga. Búizt er við að þingiö
standi fram á laugardag.
Þau málefni, sem tekin verða fyr-
ir á þinginu, eru meðal annars
fræðslumál iðnaðarmanna og skipu
lagsmál Landssambands iðnaðar-
manna. Búast rriá hins vegar við
að ýmis málefni dagsins verði
þarna ofarlega á baugi svo sem
sókn íslenzkra iðnaðarmanna á er-
lendan vinnumarkað.
Þingið verður sett klukkan 10,30
á miðvikudaginn af forseta Lands-
sambands iðnaðarmanna. Þingið
munu sækja fulltrúar af öllu land-
inu. — JH
— Mynd um ferðina
sýnd i Nýja biói i dag
Eitt ár er nú liðiö, síðan geim
fararnir, Neil Armstrong og Ed-
win Aldrin, stigu fyrstir manna
fæti á tunglið, en það var 21.' júlí
í fyrra. I Nýja bíói verður sýnd í
dag 1% klukkustundar kvikmynd,
sem fjallar um ferö þeirra og und-
irbúninginn að henni. Þulur mynd
arinnar er hinn frægi leikari Gre-
gory Peck.
Myndin hér var tekin. þegar Nix
on forseti tók á móti geimiförun-
um þrem, er þeir komu heim úr
fyrstu mönnuðu ferðinn; til tungls-
ins.
húsnæði 1971
— Likur ó þvi, oð byrjað verði á húsi yfir
verkfræðideild á þessu ári
ELDRA FÓLKIÐ í
ÁRBÆ UM HELGINA
Byggingarframkvæmdir við hús
lagadeildar Háskóla íslands
munu hefjast í sumar, en útboðs
auglýsing hefur verið send út.
Er stefnt að því að hægt verði
að taka húsið i notkun haustið
1971.
Hús lagadeildar verður fjögurra
hæða bygging, staðsett milli Há-
skólans og Nýja Garðs. 1 henni
verða kennslustofur, vinnuherb.
kennara, bókasafn og lestrarstaf-
ur. Húsið er teiknað hjá húsameist-
ara ríkisins.
Jóhannes L. L. Helgason hásköla
ritarj skýrði blaðinu frá þessu i
gærmorgun og sagði ennfremur, að
vonir stæðu til að hægt verði að
hefja byggingaframkvæmdir við
hús verkfræðideildar á þessu ári.
Verður því húsi væntanlega ætl-
aður staður á horni Suðurgötu og
Hjarðarhaga. Teikningar að hús-
inu eru langt komnar. Að öllum
líkindum verður það hús byggt í
áföngum, og byrjað á 1. áfanga á
þessu ári. —SB
Eldra fólki í Reykjavik er til-
einkuð skemmtun í Árbæjarsafni
um helgina. Á sunnudag mun
„nikku“leikari skemmta þarna nieð
„gömlum og góðum lögum“, en
þjóðdansaflokkar frá Færeyjum og
Skotlandi skemmta á pall milli kl.
14 og 15, auk þess sem gti'mu-
kappar sýna íþrótt sína.
Fararstjórar verða til taks og
munu fara með gamla fólkið í skoð
unarferðir um safnhúsin. í Dillons-
húsi verða þjóöíegar veitingar á
boðstólum eins og fyrr, en ungar
] stúlkur á þjóðbúningum ganga um
beina.
Að sögn Hafliða Jónssonar hef-
ur aðsókn að safninu verið jöfn
og góð i sumar, útlendingar e. t. v.
i talsverðum meirihluta gesta, og
hafa þeir kunnað vel að meta það
sem fyrir augu ber, og 1 Dillons-
húsi hefur uppáhaldsréttur þeirra
verið skyr með rjóma.
Ferðir í Árbæjarsafn eru með leið
10 af Hlemmtorgi, en bezta leiðin
með einkabílum er undir nýju
Elliðaárbrúna og suður Rafstöðvar-
veg.