Vísir - 04.09.1970, Side 2

Vísir - 04.09.1970, Side 2
 'k W" m * Maó formaður hefur boðað tízkubreytingu. Myndir sem birzt hafa í kinverska Alþýðu- biaðinu sýna hann á gljáandi nýj um leðurskóm í stað gömlu striga skónna. Chou-En-Lai, forsætis- ráðherra og Huang Yung-Shen, hershöfðingi sem nú virðist eiga frama vísan, hafa að nokkru fet- að í spor formannsins með því að vera í leður-sandölum — vit- urlegt ráð, því þannig viður- kenna þeir yfirburði formanns- ins, og jafnframt skera þeir sig ekki um of frá Lin-Piao sem geng ur enn í strigaskóm, en striga- skómir eru eins konar vörumerki fyrir tengsl flokksins við alþýð- una. Þrátt fyrir greinilega viðleitni, þá hefur Maó ekki enn tekizt að láta tízkusérfræðinga í Hong Kong kjósa sig „bezt klædda mann ársins“, segir sagan að þeir muni ekki gera það fyrr en hann styttir jakkaermamar. □□□DODDDDD „Ég er að flýta mér“ Stóm mótorhjóli var ekiö með 140 km hraöa eftir hraðbraut utan við Jóhannesarborg I Suð- ur-Afríku. Er hjólið geystist fram hjá hliðargötu einni, kom þar út lögreglubíll og hóf þegar aö eita hjólið. Eftir 10 km æsi- hraðan kappakstur náði lög- reglubíllinn vélhjólinu, stöövaði bað og tók manninn til bæna. Er lögregrumennimir höfðu skoð að ökuskírteini ökuþórsins spurðu þeir hann hvort hann ef- aðist um niðurstöðu hraðamæl- ingar þeirra sem var gerð með rafeindatæki. „Nei“, svaraði mað urinn, „má efcki vera að þvi að athuga málið, sjáið þið ekki að ég er að flýta mér?“ Svo lengi sem sveifían er á lofti — t>á spilum við saman — segir Mick Jagger i Rolling Stones „Rolling Stones", pop-hljóm- sveitin brezka kom til Danmerk- ur um helgina og ætlar að halda hljómleika víða um Danmörku næstu daga. Þetta er fyrsta hljóm leikaferð hljómsveitarinnar um nokkra hríð, en þeir hafa veriö f 6 mánaða fríi. Mick Jagger er sem fyrr for- ingi hljómsveitarinnar og jafn framt skærasta stjaman. Er hann kom til Kaupmannahafnar kom í ljós, að hann var ekki alveg far- angurslaus. Hafði hann meöal annars með sér litrík teppi og eitthvað fleira úr íbúð sinni í Chelsea í London. „Það hefur mikið að segja að hafa eitthvað af persónulegum hlutum í hótelherberginu — það verður til muna vistlegra", segir Jagger, „þannig finnst manni að maður sé næstum því heima hjá sér, en ég hætti aldrei hljóm- leikaferðum. Ég held að tónlistar menn eigi að „búa í koforti", en ekki í einangruðu húsi úti í sveit.“ „Bítlarnir hefðu átt að halda áfram...“ „Auðvitað gengur þetta upp og niður fyrir manni, en ef maður kappkostar að hafa ætíð eitthvað nýtt fyrir stafni, þá gengur þetta allt saman. Þegar maður hefur ekki komið fram á sviðið lengi, þá getur maður naumast beðið með að koma aftur ..." Jagger segir að þeir piltamir í Rolling Stones hafi varið frí- inu í að lesa og hvifla sig og seg ir hann að ástæða þess að þeir haldi enn hópinn sé sú, að þeir komi ennþá fram og haldi kon- serta stöku sinnum. „Bítlamir hefðu átt að halda áfram að halda konserta", segir hann, „þá hefðu þeir haldið sam- an enn þann dag í dag. Nú eru þeir ekki lengur til og ég held að þeir muni ekki byrja aftur, það er nefnilega aðeins hægt að leysa hljómsveit upp einu sinni. Ég vona bara að þeir stofni nýj- ar hljómsveitir — hver fyrir sig. Hvað okkur viðvfkur, þá verð- um við saman svo lengi sem sveiflan helzt." Breytingar nauðsynlegar Jagger segist hafa mikinn á- huga á öllu því tónræna sem ger •••oraso•••••••••■••••••••••••••••••••••••••••■••! KARLMENN ! Strandljón — hvað er það? Jú, því ætti Sisse Jamer aö geta svarað. í sumar hefur hún dund að við að taka myndir af strand Ijónum. Hún er búin að taka lið- lega 40 myndir og selur þær dag blöðum og ýmsum annars konar blööum. Og strandljónin — þau voru auðvitað harla kát að kom- ast í blöðin, aðeins þrjú sögöu nei, er Sisse bað um að fá að taka mynd, enda er Sisse falleg kona og kann sitt fag. „Ég varð að smjaðra fyrir þeim, svo mikiö að stúlkur heföu í þeirra sporum skammazt sín ofan f tær. Það þurfti að segja þeim öllum hve stórkostlega vel þeir litu út — og þessir þrír sem sögðu nei! — ég sá það svo greinilega á þeim, að þá dauölangaði til að ég smellti mynd af þeim. Já, þetta var sannarlega skemmtilegt sum Sisse Jamer ljósmyndari. ar. I byrjun fannst mér þetta svo fyndið, að ég varð að gæta mín af öllum lffs og sálarkröftum að skella ekki upp úr framan í þá — stundum var ég svo gleið glottandi framan f vesalings mennina, að ég varð að ganga að þeim næsta áður en ég gæti borið upp erindið.“ Og nú ættu allir að vita hvað strandljón er — Sisse Jarner var að taka myndir af „diskótek-mann gerðinni", og þó ekki beinlínis diskótek-gerðinni, mínir menn voru alHir með svolítið skegg -- og ekki eins þvengmjóir og þessir tízkuherrar." Og hvaða álit hefur Sisse á karlkyninu eftir reynslu sumars ins? „Jú, karlmenn eru miklu hé- gómlegri en konur." Strandljón. HÉGÓMLEGRI EN KONUR ist í umhverfinu. Þó hann haldi mikið kyrru fyrir heirr.a í Lon- don, þá segist hann flakka mikið um borgir þegar hann er á feröa lögum — og hann segist örugg- lega hafa þörf fyrir þau áhrif sem hann verður ætíð fyrir, er Rolling Stones hleypa af stokk- unum sínu eigin plötufyrirtaeki. „Það er mál á breytingum núna**, segir Jagger, „maður á að breyc- ast stöðugt — þróast. Það við- kemur öll í lífi manns — kyin- lífsvenjur — lífsskoðanir — tón list, annars lifir maður bara á- fram i óhugnanlegu tómarúmi.‘‘ Mick Jagger: Breytingar eru lífsnauðsyn hverjum manni — eigi maður ekki að líða áfram í tómarúmi. LENGSTA REIÐ- HJÓLAFERÐALAG FRÁ UPPHAFI VEGA Á laugardaginn var hjóluðu þessir kappar inn í Kaupmanna- höfn, og var þá lokið löngum á- fanga í ferðalagi þeirra — eftir er aðeins að rúlla aftur heim til Calkútta — og áður en þangað verður komið munu þeir hafa bætt 86.000 km við töluna sem nú stendur á kílómetramælinum. Mennirnir eru Sakti Potader, sem er 35 ára, Banshi Mukherji, 26 ára o-g Pentakota Appa Rao sem er þeirra yngstur, 22 ára. Þeir dældu dekkin hörö af lofti þann 22. febrúar sl. og lögðu upp i hjólreiðaferð sem þeir halda að sé hin lengsta í veröldinni frá því sögur hófust. Þeir fara að minnsta kosti um hundrað iönd og búast ekki við að koma heim til Calkútta fyrr en eftir 5 ár. Þeir eru allir meðlimir „Explor ers Club of India“ — enda verða menn að vera svolítið ævintýra- gjamir til að leggja upp f ferð sem þessa. Þeir áttu aðeins um 12 þúsund krónur í fórum sín um er þeir lögðu upp, en segja þó ekki hafa skort fé, því svo margir hafa orðið til að rétta þeim hjálparhönd — núna vonast þeir t.d. til að einhver góður reið hjólaviðgerðarmaður nenni að gera ókeypis við hjólið hjá Banshi, en það er eitthvað laskað. Frá Kaupmannahöfn fara þeii um Fjón og Jótland. Síðan um Hol land, Belgíu og England. En áðui en þeir setja stefnuna á Indlami fara þeir um S- og N-Amerftni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.