Vísir - 14.09.1970, Page 5
AKRANÍS ISLANDSMEISTAR!
Skemmtflegur leikur i Keflavik á laugardaginn
Spurninguiini um það hver
ynni ísfendsmeistaratitilinn í
knattspymn, hefur verið svarað
á Keffevíkurvellinum, undanfrtr-
in tvö ár. I hittiðfyrra, voru
KR’ingar orðnir sigurvegarar,
eftir jafnteflisleik við ÍBK, sem
þá var á botninum. í fyrra höfðu
Keflviki-ngar endaskipti á hlut-
unum og tryggðu séfr efsta sæt-
ið, með sigri yfir Val og í ár
voru það svo Akurnesingar, sem
váma titSRnn af heimamönnum,
á þessum sama velli, með því
að sigra ÍBK, á Iaugardaginn
með 2:1, í að flestra áliti,
skemmtilegasta leik, sem fram
hefur farið til þessa í Keflavík.
Auðséð var á hinum fjöimenna
áhorfendaskara, sem lagði leið
sína á völlinn, aö miikið hlaut að
vera í húfi fyrir bæði iiðin, enda
var staðan þannig fyrir ieikinn, að
lítil líkindi voru til þess að Kefl-
víkingum tækist að verja titiiinn,
með öðru móti en sigri í leiknum,
þar sem Akurnesingar höfðu 2ja
stiga forskot, sem ekki yröi eftir
látið fyrr en í fulla hnefana. Á
undanförnum tíu árum, hafa Skaga
menn mátt þola margt súrt hjá
l»ði sínu, en fátt sætt. Oft hafa þeir
verið á mörkum þess að sigra í
1. deiid, en ávallt hefur vantað
herzlumuninn, síðast i fyrra, er
þeir hlutu annað sæti. Eftir þenn
an leik mætti kannski orða það
svo að þá hafi Eyleif vantað, en
hann lék þá sem kunnugt er meö
KR. Þáttur hans í leiknum á iaug
ardaginn, mun seint líða úr minni.
trax á fyrstu mínútu brauzt hann
frarm að endamörkum og sendi
knöttinn úr þröngri stöðu fyrir
mark Keflvíkinga, en Þorsteini
tókst ekki að góma hann, svo Teit
ur miðherji, sem virðist hafa feng
ið aö erfðum hæfijeika og stöðu
föður síns Þórðar Þórðarsonar, átti
auðvelt með að koma knettinum
yfir marklínuna.
Þetta óvænta mark kom eins og
ískalt steypibað yfir aðdáendur
ÍBK, sem óspart voru byrjaðir að
hvetja sína menn, en magnaði að
sama skapi ÍA-kórinn, sem kyrjaði
hvatningarsöngva linnuiítiö allan
leikinn, og virtist hafa góö áhrif.
Skiljanlega fór ÍBK-liðið nokkuð
úr jafnvægi við markið, svo að
fyrstu minúturnar virtist sem ail-
ar dyr ætluðu að opnast sóknar-
mönnum ÍA, en smám saman réttu
Keflvíkingar úr kútnum og leystu
úr læðingi þann máitf sem hefur
blundað í sumar, samleikinn og
byggöu upp hverja sóknarlotuna,
annarri failegri, þar sem Magnús
Torfason, sem varla hefur í annan
tíma leikið betur, var potturinn og
pannan í, og árangurinn lét ekki á
sér standa. Á 15. mín. fær hann
knöttinn frá Grétari Magnússyni
og skorar af um 16—17 metra
færi, 1:1.
Þrátt fyrir öllu meiri sókn IBK
til hlés tókst þeim ekki að fdtma
smugu á hinni þéttu vörn Akur-
nesinga, sem í engu virðist gefa
eftir hinni margrómuðu vörn Kefl
víkinga.
Með öllu meiri kalda í bakið, en
Keflvíkingar í fyrri hálfleik, mátti
ætla að Akurnesingar ættu auð-
veldara með að þjarma að mótherj-
unum. Sú varð þó ekki raunin á.
Framan af hélzt leiikurinn í jafn-
vægi. Það var ekki fyrr en á 22.
til 25. mínútu að aðdáendur beggja
Mða tóku andköf af spenningi. Tví-
vegis virtist markið blasa við, þeg
ar Jón Ólafur, sem sannarlega var
kominn í essið sitt, átti tvö hörku
skot á markið, annað snilldarlega
varið af Einari Guðleifssyni og hitt
sem lenti í varnarleikmanni.
Miínútu síðar snúa Skagamenn
vörn í sókn og þjarma svo ákaft
að marki ÍBK, að þrívegis bjarga
þeir á línu og að síðustu verður
Ástráður bakvörður að spyrna í
horn, sá knöttur hefði alveg eins
getaö lent í markinu, en hamingj-
an var honum hliöhoil í það skipt
ið.
Menn voru farnir að tala um
jafntefli og nokkrir unglingar,
sýnilega við ská'I, famir að takast
á um þaS hivort liðið væri betra,
eins og að þeir gætu skorið úr um
það þegar Steinar Jóhannsson á
hörkuskot af löngu fær; á mark-
ið, en Einar ver, og spyrnir knett-
inum fram völlinn. Hann berst til
Vilhjálms Ketiilssonar, sem ætlar
að senda hann um hæl, en þá ger-
ist það sem Keflvíkingar höfðu
óttazt en aðdáendur Skagamanna,
ekki sízt þeir eldrj, sem aftur em
farnir að koma, í von um nýtt gull-
aldarlið, höfðu þráð. Vdndurinn ber
knöttinn af leið og tili Eyieifs, sem
er staðsettur rétt innan við miðju-
hringinn og tekur á rás fram völl-
inn. Leiðin virðist greið að marki,
en Ástráður og Guðni reyna að
löka henni en við það losnar um
Guðjón Guðmundsson, vinstri út-
herja, en Eyiieiifi sésit ekki yfir þamn
möguleika og sendir knöttinn, á
hárréttu augnalbliki, út til Guðjóns,
sem þrumar svo ekkj festi auga
á, í netið þar sem knötturinn fest-
ist bak við jármsiiámia, við óhemju
fagnaðarketi áhorfenda. Þar með
var sigurinn innsiglaður, þótit Kefl-
víkingar gerðu örvæntinigarfuilar
tilraunir tiil að jafna, sem mistóbst,
unz dómarinn Óli ÓÍsien, sem slapp
þolaniliega frá Mutverkj sínu, fiaut-
aði af, og leikmenn tókust I hendur
eftir drengiliegan og steemmtiilegan
leik.
Allir þeir sem ég heyrði tiill eru
á einu máli um, að Alkumesdngar
séu vel að sigrinum komnir. Hvergi
er veikan hllekk að finnia, en mjög
komu á óvart þeir Rúnar Hjáfen-
týsson bakvöröur og Jón Gunn-
laugsson, miðvörður, sem báðir eru
fyrrverandi framlínuspilarar. Ó-
þarft er að geta hinna sérstaklega.
Alilir hafa þeir staðið si'g með mdkl-
um ágætuim í sumar og gerðu enga
undantefcniingu á þvd núna. Liðið
leikur léttan og hraðan samleik,
enda hefur það tekiniskum 'leik-
mönnum á að s'kipa, sem hafa feng-
ið góða meðhöndlun hins gamla
garps giulal'darliðsins Ríkfaarðs
Jónssonar, sem á vafalaust sinn
stóra failut í veilgengnj hins unga
lið's frá mdnnsta bænum sem á
ful'ltrúa í 1. deild.
Þrátt fyrir ósigurinn í leiknum
geta Keflvíkingar verið ánægðir, —
að vissu leyti. Liðið sýndi nú hvað
í því bjó O'g með örlftillj heppni
hefði sigurinn geta orðið þedrra.
fþróttafréttamenn haía fengið oró
í eyra frá þeim, fynir að gagnrýna
l'eiikaðferð þeirra í sumar, en ég
fæ ekk; betur séð en að einmitt
þessd ieikur sannj otakar mál um
aö það sem vantaði væri spilið. Og
áreiðanilega hafa Keflvíkingar ekki
í hyggju að l'áta biikarinn verða
mosavaxinn uppi á Skaga. — emm.
Hér eru Éyíeifur Hafsteinsson og Guðjón Guðmundsson búnir að „ptrjóna sig“ gegnum vöm
Keflavíkur í sáðari hálfleiknum, og Guðjón hefur skorað sigurmarkið, 2:1.
Vörnin var sjaldnast
heima — Fram vann 7:1
Einn lélegasti leikur, sem Akureyringar
hafa sýnt i mörg ár, daginn áÖur en haldið
er i Evrópukeppnina i Ziirich
Það allra lélegasta, sem sézt
hefur til 1. deildarliðs í sumar,
var sá leikur, sem Akureyring-
amir höfðu se>” nokkurs konar
kveðjuleik, áíi 4 en þeir héldu
til Sviss til að leika í Evrópu-
keppni bikarmeistara. Með 7:1
gegn Fram á bakinu, héldu þeir
í morgun til Ziirich.
Vöm Akureyrar var leikin af á-
líka skilningi og um væri að ræða
4. eöa 5. flokks lið, drengi, sem
enn hafa ekki iært hernaðarfræði-
iegar kúnstir knattspymunnar. —
Vörn þeirra var hvað eftir annað
svo fflöt, að fengj Fratnarj boilt-
ann fyrir innan varnarmann, var
allt opið, en enginn annar varnar-
maður hafði tök á aö koma til
hjálpar, eins og gert er ráð fyrir
í venjulegum vamarleik.
Belgi Númason var á ný með
Framliðinu. Hafði þetta örugg-
lega mikið að segja fyrir framlín-
una. Hann skoraði strax með á-
gætum skalla 1:0.
Á 28. mínútu brauzt Snorri inn-
herji skemmtilega í gegn, og Krist
inn Jörundsson þurfti aðeins að
ýta knettinum í netið fyrir hann,
2:0.
Einni mínútu síðar skorar ný-
iiðinn Gunnar Guðmundsson, efni
legur ieikmaður, 3:0 af vítateig.
Á 32. mínútu átti Helgi Núma-
son gott skot af löngu færi, sem
lenti í hominu án þess að Samúel
virtist eiga tök á að verja.
Á 40. mínútu skorar Kári loks
fyrir Akureyri, eftir að l'iðið átti
fjölmörg tækifæri, 4:1.
Á 42. mínútu bætir Kristinn Jör
undsson enn við, skorar 5:1 með
geysifaliegum skalla.
Ekki var Kristinn ánægður með
þetta, heldur bætti hann við 6:1
I á 44. mínútu, — þniðja mark hans
1 hálfleiknum.
í semni hálfleik var haldið uppi
, emhverju leiðinlegasta þófi í
manna minnum í deildinni. Helgi
Númason skoraði þama sitt þriðja
mark f leiknum á 15. mínútu, 7:1,
og sú varð lokastaðan.
Framarar voru ákveðnir og á-
gengir, og notuðu sér út í æsar
hina slælegu vörn Akureyringa.
Liðið er gott, og ef allt hefði verið
eðlilegt hjá liðinu í sumar, hefði
það átt að geta blandað sér meira
í lokaátökin í deildinni en varð.
Akureyringar áttu að geta skor-
að meira í leiknum, — og þeir áttu
líka að geta varizt mun betur. —
Staðan 6:3 eða 6:4 hefði verið sann
gjörn í hálfleik, en 2 — 3 marka
sigur Fram hefði verið sanngjarn,
7:1 var e.t.v. fullmikið.
Einar Hjartarson dæmdi leikinn,
og satt að segja fannst mér hann
alls ekki sjá nógu mikið af brotun
um, og sum atriðin virtust mér
hrein mistúlkun. Eflaust gerir Ein
ar mun betur á leikvanpi Celtic,
en þangað heldur bann og ásanit
Magnúsi Péturssyni og Guðjöni
Finnbogasyni i vikunni. —JBP
GangstéttarheSIur sendur heb
Stórar pantanir ókeypis og minni gegn vægu gjaldi.
Fyrirliggjandi: Sexkantar, brotsteinar og hellur 50x50
og 25x50.
Ennfremur útlitsgallaðar hellur meö mikium afslætti. Tilvaliö
á baklóðir og önnur stór svæði.
Greiðsluskilmálar til húsfélaga og fvrirtækja.
Opið virka daga frá kl. 8 til 19.
SÍMI 42715. HELLUVAL SL.
Hafnarbraut 15, Kópavagi.
(Ekið Kópavogs- eða Borgarholtsýraut og
beygt niður að sjónum vestast á Kársnesinu).