Vísir - 29.09.1970, Blaðsíða 3
VÍSIR . Þriðjudagur 29. september 1970.
3
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
Umsjón: Haukur Helgason.
Róm er eins og herbækistöð'
athygli vakti, er forsetinn brá sér
í flugvél tíl að tala við bandaríska
gísla, sém arabískir skæruliðar
höfðu leyst úr haldi skömmu fyrr
og höfðu viðkomu á ítah'u.
Forsetinn mun næst halda til
Btílgrad í Júgóslavíu og heilsa upp
— Nixon Bandarikjaforsefi sá minnst
af mótmælunum
Tólf þúsund lögreglu-
þjónar gættu Nixons við
komu hans til Rómar, og
varð hann lítið var við þau
miklu mótmæli við komu
hans, sem gætti víðs vegar
um Ítalíu. Mörg hundruð
manna hafa slasazt í átök-
um, bæði lögregluþjónar
og mótmælamenn. Ekki er
vitað um að neinn hafi beð
ið bana. Fréttamenn sögðu
í gær, að „Róm væri eins
og herbækistöð“ vegna
hins mikla viðbúnaðar.
Forsetína sá sjálfur minnst af
þessum mótmælum. Hann ræddi í
gær í rúma klukkustund við Pál
páifa. sem er óvenjulangur fimdur
stjórnmálamanns með páfa. Mesta
á Tító. Mun Nixon tekið þar með
kostum og kynjum og hann búa
í glæstum höllum Tátós. Nixon
hyggst með Júgóslavíuferðinni
„vinna hinn sama sigur“ og hann
vann um árið með heimsókn sinni
til annars kommúnistaríkis, Rúm-
eníu. För Nixons ti’l Rúmeníu hef-
ur verið í minnum höfð vegna
augsýnilegrar ánægju almennings
þar í landi með heimsókn Nixans.
Nixon og Pat kona hans kveöja landa sína, áður en þau leggja
í Evrópureisuna.
8 þingmanna sósíalist-
ískur meirihluti
Endanleg úrslit sænsku
>sninganna urðu átta
þSngmanna meiríhluti só-
síalistísku flokkanna.
Sldpting þingsæta er
þessi: Jafnaðarmenn 162,
miðflokkurinn 71, þjóðar-
flokkurinn 58, hægri flokk
urínn 42, kommúnistar 17.
Mikil spenna var við tatoingu
utankjörstaöaatkvæðanna, atkvæða
greiddra á pðsthúsum.
Jafnaðarmenn geta því ekki
stjómað án stuönings einhvers
annars flokfcs á þingi. Sumir leið-
togar borgaraflokkanna hafa varaö
við því, að jafnaðarmenn verði al-
gerlega háðir kommúnistum. Vitað
er, aö ekki getur verið samvinna
miMi jafnaðarmanna og kommún-
ista í málum efnahagsbamdalags-
ins, en þar segjast þeir þá geta
unnið með öðrum.
Stjóm jafnaðarmannaflokksins
kemur saman í dag til að ræða
stefhu flokksins efitir kosninga-
ósigurinn. í aðeins þrjú skipti eftir
strið hafa jafnaðarmenn fengiö
minna fylgi og tap þeirra síðan
1968 er 4,5%. Kommúnistar juku
fylgi sitt á sama tíma um 1,8%,
en aðra kjósendur hafa jafnaðar-
menn misst til þjóöarflobksins og
miðflokksins.
Hægri menn fengu minna fylgi
en nokkm sinni fyrr. Em nú mikl-
ar umræður í flokknum, hvort
Yngve Holmberg skuli vera áfram
formaður.
Ovissa
um sex
gísla
■ Enn er óvissa um afdritf sex
gíslanna sem araba'skir, skæru-
liðar tóku í Plugvélaránunum. Sagt
var f gærmorgun, að þeir væm
komnir í sendiráð Egypta og mætftu
þeir fara, hvent sem þeir kysu.
Hins vegar var ekki víst í rnorgun,
hvemig raunveru'lega er ástatt um
þessa gfsia.
Þessar blómarósir voru meðal
þeirra gísla skæmliða, sem komu
til New York í gær. Þær em Bar-
bara Menscli, Miriam Beeber og
Sarah Malka, bandarískar stúlkur
5gfrá New York og New Jersey.
Prestskosning
í Grensásprestakalli i Reykjavik
Prestskosning fer fram í Grensásprestakalli sunnudag-
inn 4. október n.k.
Kosið verður í hinu væntanlega safnaðarheimili sókn
arinnar (nýbygging á Háaleitishæð) og hefst kosning
kl. 10 árdegis og lýkur kl. 7 síðdegis.
Innan Grensárprestakalls eru eftirtaldar götur:
Ármúli, Brekkugerði, Bústaðavegur, Bústaðabl. 3, 7
og 23, Bústaöavegur, Fossvogsbl. 30—31 og 39—55,
Bústaðavegur, Sogamýrarblettir, Fellsmúii, Fossvogs-
vegur, Fossvogsbl. 2—5 og 12—14, Grensásvegur 3—
44 og 52—60, Háaleitisbr., Háaleitisvegur, Sogamýrar-
bl., Heiöargerði, Hvammsgerði, Hvassaleiti, Klifvegur,
Fossvogsbl., Reykjanesbraut, Garöshorn, Hjarðarholt,
Kirkjuhvoll, Leynimýri, Rauðahús, Sólbakki, Sólland
og Stapar, Safamýri, öll stök númer, Seljalandsvegur,
Síðumúli, Skálagerði, Sléttuvegur, Fossvogsbl., Soga-
vegur 15, Stóragerði, Suðurlandsbraut: Herskólakamp,
Hús nr. 57—123 og Múlakamp, Vogaland.
Það eru eindregin tilmæli sóknamefndar, að þátttaka
í kosningunni verði sem mest og almennust.
Safnaðarheimilið verður til sýnis þennan dag og merki
seld ti! ágóða fyrir bygginguna.
Reykjavik, 28. sept. 1970.
Sóknamefnd Grensásprestakalls
Reykjavík.
Frá gagnfræða-
skólum Reykjavíkur
Skólarnir verða settir fimmtudaginn 1. októ
, ber sem hér segir:
%
Gagnfræðaskóli Austurbæjar: Skólasetning
kl. 10.
Hagaskóli: Skólasetning 1. bekkjar kl. 9, II.
bekkjar kl. 10, III. og IV. bekkjar kl. 11.
Lindargötuskóli: Skólasetning kl. 10.
■<
Ármúlaskóli: Skólasetning verknámsdeilda
III. bekkjar kl. 9.45, landsprófsdeilda kl.
10.30, verzlunar- og almennra deilda III. bekkj
í- ar kl. 11.15 og IV. bekkjar kl. 9.
Réttarholtsskóli: Skólasetning I. bekkjar kl.
14, II., III. og IV. bekkjar kl. 15.
Vogaskóli: Skólasetning í Safnaðarheimilinu
við Sólheima: III. og IV bekkur kl. 14, I. og
II. bekkur kl. 16.
Laugalækjarskóli: Skólasetning í Laugarás-
bíói kl. 14.
Gagnfræðadeildir Austurbæjarskóla, Lang-
holtsskóla, Hlíðaskóla og Álftamýrarskóla:
Skólasetning I. bekkjar kl. 9, II. bekkjar kl.
10.
Gagnfræðadeildir Árbæjarskóla og Breið-
holtsskóla: Skólasetning II. bekkjar kl. 3, I.
bekkjar kl. 4.
Gagnfræðadeild Hvassaleitisskóla: Skólasetn
ing I. bekkjar kl. 9.
SKÓLASTJÓRAR