Vísir - 07.11.1970, Page 4

Vísir - 07.11.1970, Page 4
4 v I s i r . Laugaraagur 7. novemner nm). Vilborg Dagbjartsdóttir, barnakennari og Rauðsokkaliði litur yfir sjónvarpsdagskrá næstu viku: ÞETTfl VI b É6 Sd-A „ÞaB er tiltölulega stutt sið- an viö hjónin fengum okkur sjónvarp, en samt er allt nýja brum farið af þvf í okkar aug- um. Það eru kannsld helzt is- lenzku þættirnir, sem ég get ekki enn sætt mig við að missa af. Fréttirnar læt ég heldur aldrei fara fram hjá mér. j\6 sjálfsögðu horfi ég samt á annað efni, veki það fbrvitni mína, eða virðist á einhvem hátt geta orðið skemmtilegt að sjá — annars sit ég alls ekki yf- ir því. Það af efni sjónvarpsins í nsestu viku, sem ég gaeti hugs að mér að horfa á er svo til að byrja með Helgistund á sunnu dag. Mér hefur raunar þótt þær heldur uppburöartlitíar, allar nema kannski að undanskilinni þeirri, sem var í umsjá sr. Jak- obs Jónssonar, hann gerði heið virða tilraun til að troða nýjar brautir í sinni helgistund og ber að fagna því. Á Stundina okkar horfi ég allltaf með drengiun- um mínum. Ég er lfka bama- kennari og hef því mikinn áhuga á því, sem fyrir bömin er lagt. Þaer mættu ef til viM lagast, — Stundimar okkar, en eru samt ekki ilila úr garði gerðar. — Ég aetía að reyna að sjá umræðuþáttinn um norræn verkalýðssamtök á mánudaginn en hins vegar læt ég það vera, að hlusta á einsönginn fyrr um kvöldið. Mér hefur nefnilega alltaf leiðzt söng- og tónlistar- flutningur í sjónvarpinu. Kýs heldur, að hlýða á sifkt í út- varpinu. Á Churchillættina horfi •ég tæpast heldur fremur en vant er. — Ég set mig ekki úr færi að horfa á umræðuþáttinn Setiö fyrir svörum á þriðjudaginn. — Mér hefur nefnilega alitaf þófct sjónvarpinu takast vel upp með slíka þætti. Einkum þykir mér gaman að fyigjast með þeim, þegar umsjónin er I höndum Ólafs Ragnars Grímssonar. — Hann er sérstaklega hnvttinn i spumingum sínum. — Það get- ur orðið spennandi að sjá hvem ig þessi nýi myndaiflokkur Fljúg andi furðuhiutir er, en það er fyrirsjáamlegt að ég verð að missa af þeim fyrsta. Ég verð nefni'Iega á rauðso’kkaifundi með an hann er í sjónvarpinu. Á miðvikudaginn horfi ég alla vega ekki á Denna dæmalaus3 mér finnst hann vera svo óskap lega leiðintegur. Hins vegar horfi ég áreiðamlega á þáttinn Munir og minjar, Það em a'Mtaf ein'kar skemmtilegir þæfctir og mjög svo frambæritega úr garði gerðir. Miðvikudagsmyndina gæti ég vel huigsað mér að sjá, ef vel stendur á fyrir mér. Ann ars er það um þes'sar bíómyndir sjónvarpsins að segja, að þær fá sjaldnast notið siín aö gagni í sjónvarpi. Þessar myndir, sem fllestar eru gerðar fyrir stórt sýn ingartja'ld, missa alltaf mikiö af sínu listræna giJdi, þegar þær koma á sjónvarpssikerminn. Því er það, sem ég kýs heldur, að sjá góða mynd í kvikmynda- húsi, en þessar bíómyndir í sjón varpinu. Erlend málefni verður líklega það eina sem ég horfi á, af efni sjónvarpsins á föstudaginn. Þeir þættir em í miklu uppáhaldi hjá mér sökum vandaðrar vinnslu þeirra. Sérstakfega er mér minn isstæður sá þáttur er tók banda rís’ku rauðsokkah'reyfinguna ti<l meðferðar. Það var stuttur en vel gerður þáttur. Gaman að sjá þar og heyra Bette Fridan tala. Þá þótti mér einnig gaman að þættinum, bar sem rætt var við unglinga í ísrael. Ég hef nefni lega mikinn áhuga á málefnum Gyðinaa. Þess vegna hef ég líka hugsað mér að horfa á myndina Aldingarður í eyðimörk á laug- ardaginn. Þar verður nefnilega fjallað um samyrk.iubú í ísrael og lifnaðarhætti fólksins þar. Meira var það ekki á laugardag inn sem ég vi’l sjá Ég horfi þá ekkj' einu sinni á Smart spæjara, mér leiðist hann nefnilega svo óskaplega. — Að lokum vil ég taka það fram, að ég hlakka mjög til að sjá næsta ís'lenzka leikrit sjónvarpsins. Ég vil held ur lélegt leikrit heidur en ek'k- ert." Símritaranám Póst- og símamálastjórnin óskar eftir nokkr- um loftskeytamönnum til náms í símritun. Umsóknir á eyöublöðum stofnunarinnar send- ist póst- og símamálastjórninni fyrir 21. nóv- ember n.k. Nánar: upplýsingar hjá yfirdeildarstjóra rit- símans í Reykjavík, sími 16411 og stöðvar- stjóranum í Gufunesi, sími 33033. Reykjavík, 5. nóvember 1970 Póst- og símamálastjómin. Úrval úr dagskrá næstu viku ! SJDNVARP • Mánudagur 9. nóvember 20.30 Er bíllinn í lagi? 3. þáttur — Hjólastilling. Þýðandi og þulur Bjami Kristjánsson. 20.35 íslenzkir einsöngvadar. Sigurður Bjömsson syngur lög eftir Emil Thoroddsen. Við hljóðfærið Ólafur Vignir Al- bertsson. 21.00 Upphaf Ohurchill-ættarinn- ar. Framhaldsmyndaflokkur í tólf þáttum, gerður af BBC um ævi Johns Ohurchills, her- toga af Mari'borough (1650 — 1722) og Söru, konu hans. — 5. þáttur — Uppreisn. Leikstjóri Iýavid Giles. Aðal- hlutverk: John Neville og Sus- an Hampshire. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.45 Norræn verkalýðssamtök. Umræðuþáttur, gerður af danska sjónvarpinu, um verka lýðsmál á Norðurlöndum, en þátttakendur eru frá Dan- mörku, Noregi, SVfþjóð og Finn landi. Þátturinn er fluttur ó- þýddur, en inngangsorð flytur Eðvhrð Sigurðsson, formaður Verkamannasambands íslands. Þriðjudagur 10. nóv. 20.30 Er bíllinn í lagi? 4. þáttur — Otsýni ökumanns. Þýðandi og þulur Bjami Kristjánsson. 20.40 Dýralíf. Fræðslumynda- flokikur í 16 þáttum um nor- ræn dýr og fugla. 1. og 2. þáttur — Vængir haustsins. Músin. Þýðhndi og þulur Gunnar Jónasson. 21.10 Setið fyrir svörum. Ólafur Jóhannesspn, formaður Fram- sóknarflokksins. Spyrjendur Magnús Bjarnfreðsson og, Eið- ur Guðnason sem jafnframt stýrir umræðum. 21.45 Fljúgandi furðuhlutir. Nýr, brezkur myndaflokkur, sem greinir frá ævintýralegum hugmyndum um geimf. fram- fcíðarinnar. Atburðir þeir, sem hér greinir frá, eiga að gerast á níunda áratug þessarar aldar, og koma þar jafnt við sögu jlarðarbúar og vemr utan úr geimnum. Þessi þáttur heitir „Upphafið". Leikstjóri Gerry Anderson. Aðalhlutverk Edward Bishop og George Sawell. Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir. Miðvikudagur 11. nóv.. 18.00 Doddi. Þýðandi og þulur Helga Jónsdóttir. 18.10 Abbott og Costello. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 18.20 Denni dæmalausi. Þýðandi Jón Thor Harhldsson. 18.50 Skólasjónvarp. 20.30 Er bfllinn í lagi? 5. þáttur — Stýrið. Þýðandi og þulur Bjami Kristjánsson. 20.35 Munir og minjar. Bertel Thorvaldsen. Umsjónarmaður Þór Magnússon, þjóðminjavörð ur. 21.05 Miðvikudagsmyndin. Tandurhreinir t(annlæknar. Brezk gamanmynd. Leikstjóri: C. M. Pennington-Richards. Aöalhlutverk: Bob Monkhouse, Shirley Eaton og Kenneth Connor. Þýðandi Bjöm Matthi asson. Tannkremsframleiðanda nokkr- um gengur treglega hð selja nýja tannkremstegund og bregð ur á það ráð að leigja tann- lækni til að auglýsa vöruna. Föstudagur 13. nóvember 20.30 Er bíllinn f lagi? 5. þáfctur — Hjól og legur. Þýðandi og þulur Bjami Kristjánsson. 20.35 Tatarar. Hljómsveitina skipa: Jón Ólafsson, Gestur Guðnason, Janis Carol, Magn- ús S. Magnússon og Þorsteinn Hauksson. 21.00 Búskapur 1 Sviþjóð. Sænsk mynd um búskaparhætti og sveitastörf þar 1 landi. Þýðfendi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.20 Mannix. Sakamálamynda- flokkur. Þessi þáttur nefhist „Draumurinn“. Aðalhlutverk Mi'ke Connors. 22.10 Erlend málefni. Umsjónar- maður Ásgeir Ingólfsson. Laugardagur 14. nóv. 15.30 Myndin og mannkyaið. Fræðslumyndaflokkur um myndir og notkun þeirra. 7. þáttur — Viðsjárverð upp- götvun. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 16.00 Endurtekið efni. Fertugasti og fyrsti. Sovézk bíómynd, gerð árið 1956. Leikstjóri Grigo Tsjúkhræ. Aðalhlutverk: Izvitzkaja og M. Strizhenov. Þýðandi Reynir Bjamason. 17.30 Enska knattspyman 2. deild: Birminghhm City — Swindon Town. 18.15 Iþróttir. M.a. úrslit Evrópu bikarkeppni í frjáísum fþrótt- um. 20.30 Er bíílinn í lagi? 6. þáttur — Höggdeyfar. Þýðandi og þulur Bjami Kristjánsson. 20.35 Smart spæjari. Þýðandi Jón Thor Haraídsson. 21.00 Aldrngarður í eyðimörkinni Mynd mn samyrkjubú í ísrael og lífnaðariiætti fólksins þar. Þýðandi Óskar Ingimaisson. 21.35 Juarez. Bandanísk bfómynd, gerð árið 1949, eftir ledferiti Austurríkismannsins Franz Werfeil. Aðslhfabveifc Paul Muni, Brian Aheme og Betbe Davies. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Myndin gerist laust eiför mfflSa síðustu öld, þegar Mexfkaoar háðu sjálfstæðisloarátttt sfaa og vörðust ásælni Napöleons þriðja, Frakkhkeisara. ÚTVARP • Mánudagur 9. nóvember 19.35 Um daginn og veginn. Óli Þ. Guöbjartsson skólastjóri á Selfossi talar. 19.55 Stundarbil. Freyr Þórarins- son kynnir popptónlist. 20.25 Leit að krabbameini, rann- sóknir og varnir. Bjhrni Bjama son flytur erindi. 21.25 Iönaðarmál. Sveinn Björns son verkfræðingur ræðir við Pétur Pétursson framkvæmda- stjóra um vandamál útflutnings iðnaðarins. Þriðjudagur 10. nóv. 19.30 Frá útlöndum. Umsjónar- menn Magnús Torfi Ólafsson, Magnús Þórð’arson og Tómas Karlsson. 20.15 Lög unga fólksins. .Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind kvnnir. 21.05 Íþróttalíf. Öm Eiðsson seg ir frá afreksmönnum. 22 30 nías'íKáttur í umsjá Ólafs Stephensen f»!»t-rilj;n->a<nir 11. nÓV. 19 35 Á vettvangi dómsmálanna. Sifurður I.'ndal hæstaréttar- rit'ari segir frá. 20.10 Framhaldsleikritið ..Blind- ingsleikur“ eftir Guðmund Danielsson. Síðari flutningur annars þáttar. Leikstjóri Klem- enz Jónsson. 21.45 Þáttur um uppeldismál. Margrét Margeirsdóttir félags ráðgjafi talar um útivist bamh. 22.35 Á elleftu stund. Leifur Þórarinsson kynnir tón- list af ýmsu tagi. Fimmtudagur 12. nóv. 19.45 Leikrit „Androkles og ljón- ið“ eftir G. B. Shaw. Þýðandi Árni Guðnason. Leikstjóri Helgi Skúlason. 22.15 Veðurfregnir. Velferðarrik- ið. Jónatan Þórmundsson pró- fessor og Arnljótur Bjömsson hdl. byrjh nýjan útvarpsþátt um lögfræðileg efni og svara spurningum hlustenda. Föstudagur 13. nóvember 19.30 ABC. Ásdis Skúladóttir og Inga Huld Hákonardóttir sjá um þátt úr daglega lífinu. 19.55 Kvöldvaka. a. Islenzk einsöngslög. Guðrún Tómasdóttir syngur við undir- leik Magnúsar Bl. Jóhhnnsson ar. b. „Sköfnungur“ Þorsteinn frá Hamri tekur saman þátt og flyt ur ásamt Guðrúnu Svövu Svav arsdóttur. c. Tvö kvæði um Gretti og Glám Sigríður Schriötih tes. d. Haustflæsa. Sigttrðar Páte- son skólastjóri i Borgarfír® eystra les frumslamda sögn. e. Kvæðalaga’þáttm' f wnsjá Margrétar Hjálmarsdóttttr. f. Þjóðfræðaspjall Ámi Bjöms- son cand. mag. flyfcor. g. Alþýðulög. Tryggvi Tryggva- son og félagar hhns syngja. Laugardagur 14. nóv. 15.15 Þetta vil ég heyra. Jbo Stefánsson leikur lög sam- kvæmt óskum Mustenda. 16.15 Veðurfregnir. Litazt um á eynni Luing. Jökull Jafeobsson segir frá dvöl sinrn á skozku eyjunni Luing og ttnrr tfl fSein þjóðlög. 19.30 Um litla stund. Jórtas Jón- asson ræðir við Signrð O. Bjömsson prerntsmiðjttstjóra og bókaútgófanda á ASsnreyri 20.55 Smáshga vikunnan „Óreyndi draugurinn" eftir H. G. Wels. Guðjón Guðfómsson íslenzkaði. Sigrún Guðjónsdótt ir les. 21.25 Nikkan á ný. Harmoníku- þáttur f umsjá Henrýs J. Ey- lands (Áður útv. 1963). Herbergi óskast Lítið forstofuherbergi óskast í vesturbænum fyrir reglusaman mann. BAKARÍ JÓNS SÍMONARSONAR Símar 12273 og 10900

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.