Vísir - 07.11.1970, Qupperneq 16
VISIR
Laugardagur 7. nóvember 1970.
Víða leynast
hætturnar
Hætturnar leynast víða, jal'nvel
inni í miðjum bæjum. Um þess
ar mundir er víða ótraustur ís,
en börnin eru ærslafengln og
vilja gjarnan bjóða hættunni
byrginn, eins og þessi, sem
fara út á yztu nöf, þar sem ís-
inn brestur jafnvel undan allra
léttustu bömum. Ástæða er til
að foreldrar hvetji böm sin
dyggiiega til að sýna fulla að-
gátog leiði þau í allan sann-
leik um þær hættur, sem leik
sevn þessum eru samfara.
— JBP
Leggja „þjóðveg" fyrír eig
inn reikning
Verður skiðalyfta upp i Vindheimaj'ókul?
■ Glerárbræður svokallaðir
á Akureyri og Norðurverk
hf. eru um þessar mundir að
leggja veg upp í Hlíðarfjall,
til að auðvelda samgöngur
upp að skíðahótelinu vinsæla
sérstaklega að vorinu til,
þegar bleyta gerir ferðir upp
í fiallið mjög erfiðar.
Að því er Bjamj Einarsson,
bæjarstjóri á Akureyri sagði i
viðtali við Vísi i gær er Norður
verk með þessu að nýta véla-
kost, sem eliegar væri ónýttur,
en þessir aðilar leggja veginn
fyrir eiginn reikning, þó að þeir
setii að reyna að fá fé úr vega
sjóði síðar, en á þessu ári hef
ur aiis verið veitt hálfri miiljón
í þennan veg.
Akureyringa dreymir stóra
drauma í sambandi við skíða-
hótel á Akufeyri. Hefur verið
raett um að koma fvrir vetrar-
miðstöð við rætur Hiíðarfjalls
með lyftum upp í Vindheima-
iökul, þannig að unnt yrði að
stunda skíðafþróttina jafnt vet
ur sem sumar og í síðari til-
vikinu i ,,miðnætursólinni“ sem
ætti öldungis ekki að vera ónýtt
fyrir ferðamennina. Skýrsia um
uppbyggingu ferðamannaiðnað-
lar á íslandi gerir einmitt ráð
fyrir slíkri vetrarmiðstöð á Ak-
ureyri til aö lengja ferðamanna
tfmann, en innan tíðar verður
byrjaði á gerð ítarlegrar áætlun
ar um uppbyggingu ferðamanna
iðnaðarins fyrir fé frá St> og
hagkvæmni sl'fkrar miðstöðvar
þá sérstaklega könnuð. — Skíða
hótelið í Hlíðarfial'li er raunar
fyrsti vísirinn að slikri vetrar-
miðstöð og fyrra komu fyrstu
erlendu hóparnir þangað á veg-
um Loftieiða. — Að því er Sig-
urður Magnúcson blaðafuiltrúi
Loftleiða sagði Vísi í gær hefur
töluverð áherzla verið lögð á að
auglýsa skíðaferðimar fvrir vet-
urinn og er því vonazt eftir ein
hverjum straumi skíðamanna
þaðan í vetur. —VJ
Innflutningur notaðra
bifreiða gerður
erfiðari
Fjármálaráðuneyth5 auglýsti í
gær nýjar reglur á mati notaðra
innfluttra bifreiða. Samkvæmt upp
lýsingum, sem Vísir fékk hjá bif-
reiðasala virðast þessar reglur
miða að því að gera innflutning not
aðra bifreiða torveldari og óhag-
kvæmari. Reglan var áður sú að
bifreiðir voru afskrifaðar um 25%
eftir eitt ár, 35% eftir tvö ár og
45% eftir þrjú ár og tollað'ar sam-
kvæmt þvi, en nú verða tollgjöld
innheimt af raunverulegu kaup-
verði notaöra bifreiða eða mats-
verði, ef það reynist hærra. Þann
ig er sett fyrir þ'ann leka, sem áð
ur var, að mjög hagkvæmt gat ver
iö að kaupa góðar og lítið notaðar
þriggja ára Mfreiðir, þar sem 45%
hfsláttur fékkst á tollum af þeim
miðað við nýjar bifreiðir. —VJ
íslenzku stúlkurnar
töpuðu 11:12
ísland lé'k fyrsta leiik sinn í
Norðurlandakeppninni í handknatt-
leik í Moss { Noregi í gærkvöldi
íslenzku stúlkumar stóðu sig með
prýði og þurftu dönsku stúlkurnar
sem fyrirfram voru álitnar vissar
Fyrst sláturhús
trésmiðja
leikhús
síðan
um stórsígur, að hafa sig allar við
til að bjarga sigrinum. Fóru leikar |
svo eftir mjög harðan leik að Ðanir j
unnu 12:11. NTB segir í gær að 1
íslenzku stúlkumar hafi leikið mjög !
fast O'g hafi brotið niður hinn góða
leik, sem dönsku stúlkurnar eru
þekktar fyrir.
Flest mörk Islands skoruðu Syl-
vía Hallsteinsdóttir og Sigrún
Guðmundsdóttir, 3 hvor, Björg Guð
mundsdóttir og Sigrún Ingóllfsdóttir
eitt hvor. Jónína Jónsdóttir, mark-
vörður fær mikið lof fyrir Ieik
sinn.
Framkvæmdir eru hafnar við gerð jarðganganna við Laxá, en
engin lausn hefur fengizt í deilunni. Myndin er tekin f öðrum
göngunum, þar sem stöðvarhúsið verður, en hagkvæmara þótti
að hafa stöðvarhúsið nokkra tugi metra inni í múlanum.
Verður sátta-
tillagan lögfest?
Litlar horfur munu vera á því
:ið sættir takist i Laxárdeilunni svo
kölluðu, en iðnaðarráðuneytið hef
ur boðað deiluaðila á sinn fund um
niiðjan mánuðinn til þess að ræða
við þá um tillögu sáttasemjara.
Stjórn Laxárvirkjunar lýsti því
yfir við blaðamenn í gær, að hún
gæti fallizt á tillögur sáttasemjara,
sem gera ráð fyrir verulegum
breytingum frá upphaiPlegum ráða-
gerðum Laxárvirkjunar. — Hins
vegar hefðu bændur í Fólagi land-
eigenda við Mývatn algjörlega hafn
að tililögunni og virtist því ekki
vera grundvöllur til samkomulags.
Því kynni svo að fara, að lögfésta
yrði s'áttatililögurnar, þ.e. leggja
þær fyrir alþingi ti'l únskurðar, en
samþykkja þarf lög frá aiþingi til
að gera kleift að gera annlan áfanga
virkjunarinnar. —VJ
nu
Leikfélag Sauðárkróks hefur geymslur, smíðaverkstæði og
nú keypt hús undir starfsemi tjaldageymsla leikhússins með
sina og er unnlð að því að inn meiru. en á efri hæð veröur leik
rétta þar leikhús. Húsið, sem ið.
hér um ræðir var upphaflega í vetur verður undirbúin hátíð
sláturhús, síðan trésmiBja. Nú á Króknum og verður hún hald
er sem sagt í bígerB að menn- in f júlí í sumar. Verður þar þá
ingin fái þar inni. minnzt 100 ára búsetu. —JH
Húsið er á tveimur hæðum,
Á neðri hæðinni verða búninga
FYRSTA FJÖLBYLIS-
HÚSIÐ Á KRÓKNUM
Framkvæmdir að hefjast þar á vegum bygginga*-
áætlunar — Um 60 einbýlishús i smiðum
Fyrsta fjölbýlishúsiö i Skaga-
l'irði er nú að rísa á Sauðárkróki.
Það er 16 ibúða „blokk“, tvö stiga-
hús. Byggingaféiagið Hlynur hf
reisir hús þetta og mun helmingur
af því, þ.e. annað stigahúsiö vera
♦okheldur. Annað fiölhýlishlis mun
innan tíðar rísa af grunni á Sauð
árkróki — á vegum Framkvæmda
nefndar byggingaráætlunar þar á
staðnura.
Annars búa flestir SauðkrækUa?
ar í einbýlishúsum eins og yflr-
leitt tiðkast í kauptúnum og bæj
um úti um land. Óvenjumikið hefur
verið byggt á Króknum að undan-
förnu og munu nú vera þar í smíð
um um það bii 60 hús, einbýlis-
hús.
—Jll