Vísir - 07.01.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 07.01.1971, Blaðsíða 2
„Sólin, bróðir minn...“ Óþekkt 16 ára fegurðardís hef- ur verið valin til að leika hlut- verk Klöru dýrlings í kvikmynd ítalska leikstjórans, Francó Zeffirellis, „Bróðir sól, systir máni". Zeffirelli segist hafa val- ið stelpuna sem er ljóshærð og bláeygð að nafni Judy Bowker frá London eftir að hafa rekizt á mynd af henni í brezku tímariti. Ungfrú Bowker hafði aldrei lát- ið sér leikferil til hugar koma. Mynd Zeffirellis fjallar annars inn líf dýrlingsins Frans frá Assisi. □□□□ Vonbrigði lögreglustjóra Og svo kom bara venjulegt ný- árskort, stílað til Eileen Newell og á kortið var skrifað „Gleðileg jól og gleðilegt nýár“, og reyndar var þetta ekki einu sinni almenni legt kórt, þvi að 'kveðjumar voru bara krassaðar aftan á notaðan flugfarseðil, en undirskriftin var ekta, Leila Khaled, hin arabíska drottning flugvélaræningjanna. Sú sem jólakveöjuna fékk er hins vegar 53 ára gömul kvinna, sem er lögreglustjóri eða varö- stjóri við Ealing lögreglustöðina í London, þar sem Leilu var hald ið fanginni, meðan á kreppunni stóð í Mið-Austurlöndum í sept- ember s.l. Auðvitað þótti frú Newell vænt um að fá kveðjuna, en eins og hún sjálf sagði, „þá bjóst ég við að fá handsprengju og Leila var reyndar búin að lofa því að senda mér eina til að hengja á jóla- tréð. Þegar Leila kom fyrst á stöð Leila Khaled. ina til mín, var hún köld og af- undin“, sagði lögreglustjórinn, „en eftir stuttan tíma byrjaði hún að spjalla við okkur og við héld- um henni í góöu skapi með því að spila viö hana og stundum spil- uðum við jafnvel við hana badminton. Þegar hún fór, sagöi hún okkur, að sér hefði fundizt skemmtilegt að vera hjá okkur. Hún var bara aölaðandi, geðþekk stúlka. Auðvitað hafði hún heim- þrá“. STEUBENVILLE Eitraðasta borg — jbar er loftmengun á svo háu stigi, oð grasib er blátt að lit Verksmiðjumar á bakka Ohio- fljótsins ausa óþverranum yfir íbúa borgarinnar. ► Húsin og götumar I Steuben- ville em blakkar af mengun- inni. 'f Loftmengun í borginni Steub- enville í Ohio er orðin svo mikil að gras er þar víða blátt á lit- inn og tennur dýra, einkum kúa grotna niður og detta úr þeim. Hús sem einhvem tíma voru mál- uð í skærum litum eru nú blökk. Mannfólk þjáist þar stöðugt meir af Iungnasjúkdómum og annars konar kvillar færast æ meir í vöxt. Þessi verksmiðjuborg á bökkum Ohio-fljótsins er hin mengaðasta í öllum Bandaríkjun- um. Stofnun sú í Bandaríkjunum sem hefur með eftirlit með meng- un og úrræði í mengunarmálum aö gera (NAPCA = National Air Pollution Control Administration) skipaði nýlega Steubenville í það sætið á sínum svarta lista, sem einungis þær borgir eru í þar sem mengunarvandinn er hrollvekj- andi — og fleiri borgir eru ekki enn komnar í þaö sætið. Þessi úrskurður kom flestum íbúum borgarinnar næsta lítið á óvart, og hafa þeir sagt frétta- mönnum sem borgina hafa heim- sótt, að hjá þeim verði gras oftast blátt með vorinu, og tenn- ur hrynji úr nautgripum — borg- arlæknirihn hefur og gefið skýrsju urn.fjplguti þrálátra sjúk- dómstíifeíla. Patsy déLdca heitir maður sá, sem í Steubenville hefur það verk með höndum að fylgjast daglega með mengun í lofti — reyna aö mæla hana og ef hann getur, benda á einhver ráð til úrlausn- ar. Hann segir að daglega spúi verksmiðjurnar úr sér 50>/2 tonni af úrgangsefnum, s. s. sóti og olíureyk á hverja fermilu í borg- inni og 8 sýslur sem umhverfis hana eru. Helzt eru það hinar risavöxnu stálverksmiöjur sem auka á mengunarvandann, en þær teygja sig 60 mílur meðfram Ohio-ánni. Segir deLuca, að í sum um hverfum sé mengunin 127 tonn á hverja fermílu daglega. Borgarstjórinn í Steubenville rsegir, að hann sé bæði reiður og hræddur vegna þessarar meng- unar, og segir hann, aö það sorg- lega í málinu sé, aö mengunin sé borgurunum, íbúum Steuben- ville ekki að kenna, heldur séu þaö verksmiðjumar, sem aðkomu- menn hafi reist, sem skuldina beri að gjalda. Mengunareftirlitsmaðurinn, de Luca, segir að veröi ekki gripið til einhverra ráðstafana, „hverjar sem þær verða, þá verðum við öll dauð í þessu helvíti innan /fárra ára. Þeir gera ekkert þess- ir góðu menn“, segir deLuca, „þetta er hér eins og annars stað- ar, að mennirnir halda fundi og aftur fundi f öllum borgarhverf- um og sýslum hér í kring og samþykkja að þetta sé voðalegt en ekkert er gert“. ALAIN DELON sló sig tii riddara Franska kvikmyndahetjan, Alain Delon hefur nú sveipað sjálfan sig dýrðarljóma i augum frönsku þjóðarinnar. Hann vann það afrek að bjarga frægu, sagn- fræðilegu plaggi úr höndum út- lendings. Þannig var, að er fréttamenn og sagnfræðingar fóru eftir lát de Gulle að grauta 1 heimildum um ævi háns, komust þeir að þvi, að ávarp er hann flutti árið 1940 frá London, er Frakkland hafði fallið í hendur Þjóðverjum, var týnt. Þetta ávarp las hann í júní 1940 og hefst þannig: „Frakkland hefur tapað orrustu! En Frakkland hefur ekki tapað stríðinu! Frakk- land mun ná aftur frelsi sinu og glæsileik. Það er markmið mitt, mitt eina markmið!" AUs er þetta ávarp 131 orð, vélritað á eina síðu. 4 dögum eftir að de Gautle lézt, kom ónafngreindur Frakki og bauð það uppboðshaldara ti! sölu fyrir 100.000 dollara. Var það uppboðshaldaranum Pierre de St. Cyr sem bauðst handritið og var honum tjáð, að því aðeins fengi hann handritið, að hann héldi söl- unni leyndri og að hann seldi þaö aðeins útlendingi. De Cyr varð felmtri sleginn við þetta boð og sá ekkert ráð vænna en að setja sig í samband við Delon, sem sendi vin sinn frá Buenos Aires með erlendan passa sinn og 54.545 dollara af fé Delons og keypti vinurinn hand ritið. Delon fékk þaö síðan f hendur og afhenti það varnar- málaráðherranum, Michel Debré, sem fékk það Frelsishreyfingu de Gaulle, sem stofnað var til heið- urs hetjum úr mótspyrnuhreyf- ingunni. Alain Delon í hlutverki sínu i „The Cicilian Clan“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.