Vísir - 24.03.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 24.03.1971, Blaðsíða 1
Súmmarar opna i Si-edePtjke i Amsterdamc 61. árg. Miðvikudagur 24. marz 1971. — 69. tbl. KOMA í KJÖLFARIÐ Á MATISSE OG PICASSO Ríkið í barnsfaðernismál við konur? — sjá bls. 9 12 ára börn í Hvassaleitisskóla skoðuðu Þjóðminjasafnið í gær með kennara og skólastjóra sín- um. Spjall við skólastjórann og myndir af börnunum er á bls. 13. Við athugun kom í Ijós, að matvælin höfðu mennirnir tekið ófrjálsri hendi úr matarbúrinu í skipi sfnu. Auraleysi hafði sorfið að þeim, og höfðu þeir gripið til þess ráðs til að afla sér skotsilfurs. — GP Enn verið nð veiðn úr fyrstu göngunni — og ekkert bólar á nýrri göngu Nokkur skip fengu loðnu í nótt NV af Skaga og komu þrír bátar inn til Reykjavíkur í morgun: Helga II. með 130 tonn, Gísli Árni með 120 og Súlan með 40 tonn. Þrír bátar komu til Keflavíkur, allir með smáslatta Yfirleitt var veiðin held- ur rýr miðað við það sem var, enda virðist loðnan vera að ganga til þurrðar og ekkert bólar á nýrri göngu. Lóðningar fundust um helgina í Jökuldjúpi og fóru nokkur skip þangað og voru að snúast þar um tíma, en þegar til kom, fannst engin loðna þar. — JiH Dr. Sigurður til Jun Muyen Sigurður Þórarinsson tjáði blað- inu í morgun, að Norðmenn hefðu beðið sig að fara og lita á nýbyrjað eldgos á Jan Mayen. Veður hefði hamlað flugi í morgun, en hann og Björn Pálsson væru tilbúnir að fljúga þangað, hvenær sem færi gæfist. „Goshattur" var i morgun yfir fjallinu Beerenberg. Báturinn Salvator reynir að komast þangað, Talsverður jarð- skjálfti var á eyjunnj í gær. Norð- menn á Jan Mayen eru sagði ótta- lausir, og munu einhverjir þeirra reyna aö komast til fjallsins. Engir visindamenn hafa farið út í eyna ennþá eftjr að gjósa tók á ný. — — HiH Miklar líkur eru á því, að sýn-. gestum í Fodor-deild Borgar- ingin SÚM IV, sem var opnuð | listasafnsins í Amsterdam á Ung kona fannst stungin til bana á Seyðisfirði í morgun — lá v/ð útidyrnar á heimili sinu — eigin- maðurinn handtekinn grunaður um morðið Ung kona var í morgun um tíuleytið myrt á heimili sínu á Seyðis- firði. Fannst hún stung- in með hníf við útidyrn- ar á húsi sínu um klukk- an tíu. Grunur leikur á að eiginmaður konunnar hafi framið verknaðinn, en hann var handtekinn í morgun og virtist viti sínu fjær. — Engin vitni voru að atburði þessum, en böm konunnar komu að móður sinni og hlupu þegar í næsta hús. Þau hjónin áttu mörg börn, bæði ung og uppkomin. Ekki var vitað til þess að neitt mis sætti hafi verið í hjónabandi þeirra, en það heyrðist á kon- unni, þegar hún lcom í hús á Seyöisifirði í gærkvöldi, að ekki væri allt með felldu. Að ööru leyti er ekki vitað um aödrag anda að þessum hroðalega at-' burði. Eiginmaöur konunnarhief ur ekki verið viðmælandi. — Hann hafði ekki bragðað á- fengi enda reglumaður í flesta staöi. Ibúar á Seyðisfirði voru að von slegnir öhug, þegar þessi frétt barst um bæinn. — En rannsókn stendur yfir hjá bæj arfógetanum. Nafn konunnar fæst eklki birt að svo komnu máli. — JIH Stálu úr búri skipsins og ætluðu að selja Fjórir brezkir sjómenn af tog- aranum Ross Valiant gengu hús úr húsi í gærkvöldi og buðu fólki matvörur, niðursuðudósir og fleira til sölu. Þótti þetta kynlegt og athygli lögreglunnar var vakin á þessn, en hún stöðvaði sölugöngu Bretanna, •þar sem þeir voru að berja á dyr húsa á Njálsgötu. : föstudaginn verði farandsýning og haldin í öðrum viðurkennd- * um söfnum í Evrópu. 1 tilefni sýningarinnar var gefin út glæsíleg sýningarskrá í þrjú þúsund eintökum. Þessum eintök um veröur dreift að hluta til ann arra safna og sýningasala. Þeir félagar í SÚM, sem taka þátt í sýningunni vom allir mætt ir við opnun sýningarinnar, auk yifiimanns borgarlistasafnsins, starfsfólfcs og fleiri gesta. Fengu þeir mjög góða fyrirgreiðslu við aö koma sýningunni upp. Síðustu daga fyirir opnun sýningarinnar vann starfsfólk borgarlistasafnsins fram á nætur við þaö í samvinnu viö þá. „Sýningin er ekki haldin vegna þess, að hún sé sérfyrirbrigðii frá íslandi, heldur sem framlag til alþjóðlegrar listar", sagði hollenzki listfræðingurinn Gijs van Tuyl, sem starfar við borgarlistasafnið Stedelijk Museum, við Vísi sikömmu fyrir opnunina á sýning unni. Van Tuyl, sem hefur unn- ið mest lisfcfræðinga borgarlista- safnsins við íslenzku sýninguna sagðist ekki geta gert sér grein fyrir þwí hvernig sýningin myndi falla hollenzkum áhorfendum i geð eða hivemig aðsókn yrði. Hann ,sagði, að ekki heföi verið mikið um aö vera í Fodordeild borgar- listasafnsins fyrr en á síðastaári. Meðal þeirra sýninga, sem þá voru í Podor var sýning á verk- um „sígildra listamanna 20. ald- ar” meöal annars Chagall, Picasso og Matisse, þeim verkum þeirra, sem eru í eigju safnsins. Hlaut sú sýning mikla aðsókn. í sambandi við íslenzku sýning una hafa holenzkum fjölmiðlum verið sendar upplýsingar um sýn inguna og önnur kynning á sýn- ingunni hefur farið fram. — SB /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.