Vísir - 24.03.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 24.03.1971, Blaðsíða 8
V I S I R . Miðvikudagur 24. marz r9rt. Otgefandi: Reykjaprent öt. Pramkvætndastjðri • Sveinn R Eyjðlfsson Ritstjóri ■ Iðnas Kristjánsson Fréttastjðri: Jón Birgii Pétursson Ritstjómarfulltrúi Valdimar H. íöhannesson Auglýsinj astjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugðtu 3b Simi 11660 Ritstjðm • Laugavegi 178 Slmi 11660 ffi tinur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands f lausasðlu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiðja Vtsis — Edda ht. „Gakkfu hægt" Atvinnuleysingjar í Reykjavík voru aðeins 162 um síðustu mánaðamót. Sums staðar úti á landi eimdi enn eftir af samdrættinum í efnahagsmálum, en í heild var tala atvinnuleysingja nú aðeins helmingur þess, sem hún var fyrir ári. í skýrslu, sem Magnús Jónsson fjármálaráðherra hefur lagt fram á alþingi, er þess getið, að aukin fjár- munamvndun muni í ár kalla á stóraukna notkun vinnuafls. Allar líkur benda til, að byggingastarfsemi muni aukast verulega og þar muni þurfa meira en 1000 nýja starfsmenn Vænzt er verulegrar aukningar á öðrum sviðum atvinnulífsins. Fjármálaráðherra gat þess, að vandséð væri, hvern- ig þessari mannaflaþörf yrði fullnægt. Vinna skóla- fólks í sumar verður að koma til sem mestra nota, og full þörf verður fyrir vinnu þeirra íslenzku iðnaðar- manna, sem enn eru við störf erlendis. Þrátt fyrir þetta er augljóst, að íslendingar eru að komast aftur á það stig, sem áður var, að eftirspum eftir vinnu mun verða meiri en framboðið. Væntanlega munu menn nú lengja vinnutíma sinn til að auka tekjur. Efnahagsmálin eru þannig vaxin, að ávallt verður að sigla milli skers og báru. Meðan samdráttur var í atvinnulífinu, var vandamálið minni atvinna og verri afkoma almennings. Á þeim þenslutíma, sem nú er hafinn, verður vandamálið hins vegar að finna leiðir til að stemma stigu við verðbólgu. Vaxandi eftirspum eftir vinnu fylgir þrýstingur á kaup upp á við. Þá má búast við nýju skeiði yfirborg- ana. Aukinni atvinnu fylgja að sjálfsögðu auknar tekj- ur og þess vegna aukin eftirspurn eftir vörum og þjón- ustu og hærra verðlag á þeim. í kjölfar þess kemur meiri innflutningur til landsins af hvers konar gæð- um. Jafnframt er hætt við, að íslenzkir útflutningsat- vinnuvegir verði síður samkeppnisfærir á erlendum mörkuðum. í greinargerð sinni bendir fjármálaráðherra á hætt- una á því, að viðskiptajöfnuður við útlönd verði tæp- ur. Hins vegar sé gjaldeyrisstaðan sterk og þurfi ekki að óttast tvísýna gjaldeyrisafkomu, svo fremi, að ekki komi til skjalanna ný og sérstök tilefni, sem raski jafnvæginu. Aðalhættan er sú, að einstaklingar og stéttir kunni sér ekki hóf og taki til sín meiri tekjuaukningu en efnahagurinn stendur undir. Blómlegt atvinnulíf mun færa öllum almenningi bætt lífskjör, en hér gildir eins og endranær sú lífsspeki, að „menn skyldu ganga hægt um gleðinnar dyr“. Aukin hagsæld er okkur fengin til þess að við köst- um henjii eldci á glæ. (í Særðir Suður-Víetnamar fluttir frá Laos. „Innrásin hefur tryggt áfram- haldandi heimköllun hersins" )) —segir Nixon, sem telur, að S-Víetnamar muni Umsjón: Haukur Helgason geta varið land sitt sjálfir innan tiðar Nixon Bandaríkjaforseti full- yrðir, að innrásin í Laos hafi „tryggt það að unnt sé að halda áfram að fækka i banda- ríska hernum í Suður-Víetnam“. í útvarpsumræðu í f; sagöi forsetinn, áð innrásin hefði haft þrenns konar mark- mið. Nauðsynléfit hefði 'verlð að tryggja áframhaldandi heimköll un bandarískra hermanna frá Víetnam, tryggja varnir Banda rikjamannanna meðan fækkun- in væri framkvæmd og loks hefði þurft að tryggja, að Suður Víetnamar gætu sjálfir varið hendur sínar, eftir að bandaríski herinn værj farinn. Forsetinn taldi, að innrásin hefði náð til gangi sínum í þessum efn- um. Tilkynnir um heimköll- un í næsta mánuði Nixon kvaðst mundu tilkynna frekar um heimkvaðningu liðs frá Víetnam f næsta mánuði. Sú fækkun, sem þá yrði boðuð, mundi ekki verða minni en fyrri fækkun í hernum. Ekki værí unnt að dæma innrásina á venjulegan hátt. Hér væri ekki um að ræða þá spurningu, hver hefði sigrað og hver hefði tapað. Suður-Víet- namar hefðu haft það hlutverk í Laos að eyðileggja flutninga- leiðir og birgðastöðvar, sem Norður-Víetnamar hafa notað við flutninga sína suður á bóg- inn. Forsetinn var ánægður með frammistöðu Suður-Víetnama í herferðinni. Hann viðurkenndi, aö sumar hersveitirnar hefðu ekki staðið sig nógu vei, en hann taldi, að af 22 herfylkjum hefðu 18 náð góðum árangri. Bardagamir í Laos hefðu aukið kjark og sjálfstraust hersins. Suður-Víetnamar mundu geta staöið á eigin fótum, þegar að því kæmi. að Bandaríkjamenn færu frá Víetnam. Frammistaða Suður-Víetnama i herferðinni hefði sýnt góðan árangur „vfetnamiseringarinn. ar“ Með því að Bandaríkja- menn hafa smám saman fengið Suður-Víetnömum aukna ábvrcð á stríðsrekstrinum og þjálfað og styrkt her þeirra hafa Banda- ríkjamenn sjálfir getað dregið úr eigin þátttöku. h'etnamar tvöfalt Nauðsynlegt væri að hafa f huga, að hinir tuttugu þúsund innrásarmenn Suður-Víetnama í Laos hefðu átt í höggi við tvö- falt lið Norður-Víetnama þar. Þess vegna, sagði Nixon, hefði verið nauðsynlegt, að Banda- ríkjamenn veittu innrásarmönn- um mikinn stuðning flughers. Með þessu var forsetinn að svara gagnrýni, sem Suður- Víetnamar hafa orðið fyrir und- anfarna daga, þegar her S-Víet- nama í Laos hefur sfðan fyrir helgi virzt vera á villtum flótta suður fyrir landamærin, og fréttir hafa stöðugt bonzt af miklu mannfalli þeirra og ósigr- um. Nixon benti á. að Suður-Víet- namár hefðu í Laos barizt á ó- kunnugri grund. Þeir mundu verða margfalt skæðari, þegar þeir tækjust á við Norður-Víet- nama f Suður-Víetnam sjálfu. Margir hafa gagnrýnt það, að Suður-Víetnamár skuli nú hörfa út úr Laos mánuði áður en regn- tfminn gengur í garð. Telja menn þetta hafa verið óráðiegt, þar sem nú gefist kommúnist- um tækifæri til að endurbæta flutningaleiðir sínar og birgða- stöðvar í Laos, áður en regn- tíminn stöðvar flutninga að mestu. Nixon sagði, að 75 pró- sent af birgðum kommúnista sunnan bæjarins Sepone hefðu verið evðiiöigö. Suður-Víet- namar heföu bundið beztu her- sveitir Norður-Víetnama í sex vikur, svo að þær hefðu ekki eetað aðhafzt annað á meðan. N-Víetnamar hefðu orðiö fvrir miklu manntjóni, og beir hefðu eytt miklum skotfærum. „TilkynmnR nm að kalla '’úa heim í ár“ Nixon sagðist hafa haft til- hneigingu til að vera sammála sumum þingmönnum, sem vðdo láta lýsa því yfir, að allir banda- rískir hermenn skyldu farnir frá Víetnamt áður en árið vteri á enda. „Þetta mundi þð veröa tU þess, að kommúnistar mundn taka Suður-Vfetnam,*' sa*W hann, „og það væri mikið áfaB fyrir Bandarfldn í hhitverki þeirra sem varðveitendur friðar f Asíu og Mið-Austurlöndum“. Það væri Bandarfkjunum ekki í hag að birta ákveðna tíma- töflu fyrir heimköllun liðsins. Yrði það gert, mundi það skaða samningaviðræðumar f Faris og gefa kommúnistum tromp. Þegar tilkynnt yrði f næsta mánuði um næstu þrep í fækk- un herliðsins, mundi það gefa nokkra hugmynd um hvenær þátttöku Bandarikjanna í Víet- namstríðinu lyki, sagði for- setinn. Bandarísk stjómvöld segja, að herferðinnj í Laos sé lokið. Þau segja, að ummæli um hugsan- lega innrás Suður-VIetnama í Norður-Víetnam hafi einungis verið „áróðursbragð" Suður- Víetnama til þess eins gert, að Norður-Víetnamar byndu her- sveitir viö suðurlandamæri rik- is síns og þær kæmu þvf ekki i gagnið í bardögum f Laos. Enn fremur hafi þessum ummælum verið ætlað að telja kjarik f her menn Suður-Víetnam. Undanhald samkvsemt áætlun Stjórnvöldin halda þvf fram, að undanhald Suður-Víetnama úr Laos undanfama daga hafi verið samkvæmt áætlun. Norð- ur-Víetnamar sóttu að Suður- Víetnömum, þeear hinir síðar- nefndu voru að fara burt úr Laos, og þess veqna hafi getað sýnzt svo. að Suður-Víetnamar fæ«t hel'ioka < Hardögum, hefði ekki verið. Nixon mun hafa talið ró*' prS Vr*rna frnrn fvfif '1~'' hjóðina um bessr mundir vegna hocs riiolintjsileet undanhoH Suður-Víetnama úr Laos hefur aukið gagnrýn; á forsetanum of stefnu hans f Vfetnam.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.