Vísir - 05.05.1971, Side 2

Vísir - 05.05.1971, Side 2
Fyrsti svarti flotaforinginn Maðurinn hér á myndinni heitir Sam Gravely. Hann er skipherra á freigátunni Jouett í bandaríska flotanum. Það út af fyrir sig mun vera ágaetisembætti, en engu að síður stendur fyrir dyrum að gera Gravely að flotaforingja. Flotaforingjar eru margir í bandaríska sjóhemum, en Grav- ely verður einstakur í sinni röð. Hann er þeldökkur, og verður þvi fyrsti negrinn til að hljóta flota- foringjastöðu I bandaríska sjó- hemum. QDDD Hnefaleika- maður eða forseti „Ég vil að hann hætti,“ sagði Florence Frazier, eiginkona heims meistarans i þungavigt í hnefa- leikum. En eiginmaðurinn, Joe Frazier, lðt sér nægja að yppta öxlum. Þau voru stödd í heim- boði hjá Nixon forseta og Joe sagði: „Allar eiginkonur eru svona — hættu að vera hnefa- leikari, hættu að vera forseti." Reiðir múrarar leggja hendur á forsætisráðherra Danmerkur Hilmar Baunsgaard, forsætis- ráðherra Danmerkur, komst í krappan dans nú fyrir skemmstu, þegar hann var ásamt konu sinni á leið inn á Hótel Marselis í Árósum, en þar ætlaði hann að ávarpa fund í danska blaðamanna félaginu. Fyrir utan hótelið biðu um 50 múrarar eftir forsætisráðherran- um, og þegar hann birtist vöm- uðu þeir honum vegarins, stjök- uðu við honum og þrifu í föt hans. Þeir reyndu að halda honum föstum, og nokkrir úr hópnum helltu úr skálum reiði sinnar með bölvi og formælingum. Hinir ráð settari af múrumnum reyndu án árangurs að halda aftur af hinum ofsareiðu félögum sinum. „Þetta var nú kannski fullmikið af svo góðu“, sagði Baunsgaard, ,,en ég slapp þó alténd heill á húfi í gegnum þvöguna, án þess að fá skrámu. En múrararnir hafa ekki ennþá leyft mér að segja mína meiningu, þrátt fyrir að ég hafi setið með þeim marga fundi. Formaður múrarafélagsins í Ár- ósum, Ole Peitersen, sagðj eftir þennan atburð, að múrarafélagið hefði engan þátt átt í að undir- búa átökin, en engu að síður yrði aldrei nógu hart að Bauns- gaard gengið. Meðal múrara í Árósum rtkir mikið atvinnuleysi. Þeir fá hvergi vinnu og um 22% múrara í Ár- ósum eru atvinnulausir og af því stafar reiðin í garð forsætis- ráðherrans. Dönsk blöð voru samtaka um að fordæma með öllu árásina á forsætisráðherrann, og sögðu, að með þessu tiltæki hefðu múrar- amir skaðað góðan málstað sinn. Geðveikir hjúkrunar- menn á geðveikrahæli Tveir hjúkrunarmenn á geð- veikrahæli í Preston í Englandi virðast naumast vera með full- um sönsum. Þeir eru nú ákærðir og bíða dóms fyrir að hafa reynt að brenna til bana tvo geðsjúkl- inga. Hjúkrunarmennirnir, Peter Maddison og Martin Georghean, höfðu ekki verið íengi starfsmenn sjúkrahússins, þegar mál þeirra kom upp, en Maddison hefur áð- ur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir grimmd við geðsjúklinga. Mál þeirra kom fram í dags- ljósið, þegar rannsóknarnefnd upplýsti, að sjúklingarnir á þessu sjúkrahúsi sættu illri meðferð. Maddison og Georghean voru að baða þá tvo geðsjúklinga, sem hér um ræðir, þegar þeir helltu spíritus í handklæði þeirra og kveiktu í. Skakkt símanúmer olli múlaferlum 1 Washington hefur veitinga- maður nokkur höfðað mál á hend ur vinstrisinnuðu blaði, sem nefn- ist „Avant Garde", og krefst 50 þúsund dala I skaðabætur. Veitingamaðurinn heitir Harald Giesinger, og hann uppástendur, að fyrmefnt blað eigi þátt í því, að honum hefur verið vamað svefns margar nætur. Þannig var, að blaðið hóf ,,her- ferð“ gegn þeim, sem eru „hauk- ar“ eöa forsvarsmenn stríðsins í Víetnam, og í blaðinu var birt- ur listi yfir slíka menn og síma- númer þeirra. Síðan voru lesend- ur hvattir til að hringja í ein- hvem haukanna til að benda á hversu óvinsæll styrjaldarrekstur inn er. Meðal þessara símanúmera var eitt sem sagt var, að væri núm- erið hjá Henry Kissinger, aðal- ráðgjafa Nixons forseta. Þetta númer var svo alls ekki númer Kissingers heldur símanúmer vesalings Giesingers. Fyrir þetta mátti hann þola að vera vakinn upp um miðjar nætur af fólki, sem spurði hann blíðlega, „hvort hann hefðj sérstaka ánægju af því að láta myrða konur og böm". Annar hjúkrunarmaður bjarg- aði sjúklingunum tveimur frá bana, en hjúkrunarmennirnir, sem nú eru ákærðir, gengu út úr baðherberginu meö bros á vör. DDDD Ekki á biðils- buxunum Gifting? Nei, aldeilis ekki, sagði Mick Jagger litli úr Rolling Ston- es, og Bianca stóð við hlið hans í gagnsæju blússunni sinni og brosti. Jú, víst var tizkuhús St. Laur- ent að sauma kjól á hana, og jú, víst bjuggu þau saman á Hótel Byblos og víst höfðu þau búið þar saman í nokkrar vikur. „Ég hef ekkj gert neinar áætl- anir um að gifta mig,“ sagði Mick Jagger og Bianca Peres Mórena de Masías frá Nikaragúa hélt áfram að brosa, og Miok bætti við þessari torráðnu setn- ingu: „Ég er ekkj þess konar fugl, sem mundi gera mikið veður út af einhverju fram í tímann." Manson fær heilræða- brét frá samfanga s'mum Einn fanganna f dauðadeild San Quentin fangelsisins hefur skrifað Charles Manson bréf, þar sem hann gefur honum ýmis holl ráð, varðandi hvernig hann skuli haga sér meöan hann dvelst í dauöadeildinni og bíður þess að taka út sinn dóm. Bréfið var ekki stílað til Man- sons heldur til Paul Fitzgerald verjanda hans, senv jafnframt var beöinn um að halda nafni send- andans leyndu og gefa ekki ann- að upp, en að hann hefðj verið dæmdur til dauða 1969. Manson, en hann var ásamt þremur stúlkum sakfelldur fyrir morðið á leikkonunni Sharon Tate og fleira fólki, fékk aðvörun í bréfinu um, að honum verði kuldalega tekið, því aö hippar séu ekki sérlega vel séðir af föng- unum i dauðadeildinni. „Félagsskapurinn hérna er ó- sköp svipaöur þjóðfélaginu fyrir utan. Við höfum okkar fordóma, samúð og andúð... og við erum spegilmynd samfélagsins utan múranna. Við lítum hippa horn- auga og negra sömuleiðis". Refsifanginn lýsir stéttaskipt- ingunni í fangelsinu, þar sem hinir gamalreyndu reyna þolrifin í nýliðunum. „Þaö getur verið að Manson spjari sig, ef hann þykist ekki vera harðsoðinn, en hann má held ur ekki láta neinn bilbug á sér finna. Ef hann sýnir, að hann getur forðazt öfgar á báða bóga, fer að líkindum ekki illa fyrir honum meðan hann dvelst í dauðadeildinni." Fanginn gefur Manson það ráð, að hlíta settum reglum í fang- elsinu. „Ef einhver varðmaður krefst þess, að hann yfirgefi klefa sinn, er hollast fyrir hann að hlýða. Annars taka verðirnir sig til og kasta táragassprengju inn i klefann hans. Við það yrði hann í meira lagi óvinsæll meðal samfanga sinna, þvf að gasið smýgur víða, þar sem rimlahurðir eru fyrir klefunum. Það er því heillaráð að vera snar í snúning- um við að hlýða skipunum til að forðast vandræöi." Ekki er gott að segja um hversu lengi Manson gistir dauða deildina, því að með góðri lög- fræðiaðstoö tekst hinum dauða- dæmdu oft að fá aftökum frest- að og mál sín tekin upp að nýju.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.