Vísir - 05.05.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 05.05.1971, Blaðsíða 6
6 V 1 S I R . Miðvikudagur a. mai i»n. Króntsk tæknivandræði íslenzkra símamanna 31 Hafið þökk, Vísismenn, fyrir að hreyfa máli sem ég tel vera höfuðborginni til skammar, neyðar- símanum. Eins og sýnt er fram á í grein ykkar 15. þ. m. eru síma- númer slökkviliðs og lögreglu þann- ig, að sárafáir muna þau, í stað þess að þessar stofnanir ættu að hafa eitt símanúmer, sérstætt, stutt og auð-munað, eins og flestar stór- borgir nágrannaíandanna. Og þar sem völ er á jafnstuttu númeri og 02 er, ætti neyðarsíminn að hafa það. Það er alveg út f hött að deild- ir innan símans, þar á meðal klukk- an, skuli hafa þessi sérstæðu núm- er, sem allir geta munað, en maður í brennandi húsi þarf á örlagastund að fletta upp f símaskrá, kannski sjóndapur og gleraugnalaus. Mér er mikið áhugamál að þið látið nú ekki deigan síga eftir fyrstu atrennuna. Svo oft hef ég árangurslaust stungið niður penna um nauðsyn neyðarsímans, að mér er það kappsmál að ykkur, ungum mönnum seint á tuttugustu öld- inni, takist nú betur. Um þetta mál skrifaði ég 14/11 1934, 18/2 1944, 6/3 1949 10/6 1956, 11/1 1957, 9/1 1959 og 17/2 1959, oftast í Morgunblaðið. Á þessum árum ræddi ég um þetta mál við slökkviliðsstjóra og lög- reglustjóra og slvsavarnamenn. Alls staöar fullkominn skilningur á því að tveggja stafa neyðarnúmer yrði til mikils öryggis. En alltaf strandaði á símamönnunum, það væru syo miklir tæknilegir örðug- leikar á þessu og það yröi svo dýrt. En ég skil það ekki frekar í dag en fyrir fjörutíu árum, að það sé dýrara að tengia 02 eða t. d. 04 handa neyðarstofnun heldur en klukku-gerpinu. Og í dag, eftir að menn hafa spígsporaö fram og aft- ur á tunglinu, botna ég ekkert í þessum krónisku tækni-vandræðum símamannanna íslenzku. Jón Helgason. 1 - x - 2 Leikir 1. maí 1971 i X 2 Arsenal — Stoke / / - 0 Blackpool — Man. Utd. • X / - 1 Coventry— Newcastle I 2 - o C. Palace — Everton I 2 - 0 Derby — W.B.A. i 2 - 0 Ipswich — Chelsca X O - o Lceds — Nott’m For. i 2 - 0 Livcrpool — South’pton i / •- 0 Man. City — Tottenham 2 0 - / Wcst Ham — Iluddcrsnd 2 0 - / Wolvcs Burnley / 1 - 0 Charlton ■— Birminghnm. X / - / BaBaaximfan- -i ... Lem^tdur ÁYmfffl J © Vilja ekki ölmusu- l tóninn • J. K. hringdi og vildi gera • eftirfarandi athuí'asemd við aug J lýsingu, sem birtíist í Vísi frá • Blindravinafélaginu: J „Það eru flíeiri samtök • blindra, sem vinna að bursta- J gerð og bólstrun en bara ® Blindravinafélagiö f Ingólfs- • stræti. T. d. er f jolmennur fé- J lagsskapur blindra í Hamrahlíð • 17 — Blindrafélagið — sem J rekur þar gríðarniikla bursta- J gerð og plastpokagerð. Þar er • einnig blindur maciur með körfu J gerðarréttindi og annar blindur • maður bólstrari. F.Lnnig veit ég J til þess, að burstagerð er J rekin af blindum manni á Akur • eyri, og bólstrun af öðrum J blindum manni á Blönduósi — • og svona mun þaði vera víöar o um land, að blindir vinni að J sérstökum störfum í þessum • dúr. Mér og fleiri þj'áir því ekki J rétt, að auglýst sé á svipuðum • forsendum og Blindravinafélag- • ið gerði. Okkur bíindu fólki og J . fleiri er ákaflegg. illa við • þann betlitón, sem kom fram í J auglýsingunni. Við viljum vinna • og taka þátt í samkeppni at- • hafnalífsins eins og sjáandi J fólk.“ J © Skák og bridge • í sjónvarpi. J Skák og bridgeunnandi skrifar: J „Það er trúa mín, að margir • hafi haft góða skecnmtun af því að fylgjast með skákeinvígi Friðriks og Larsens f sjónvarp inu og hlakki til þess að sjá næstu þætti. Menn hafa verið býsna örlátir á að hrevta ónot um 1 sjónvarpið, þegar þeim þykir dagskráin léleg, en spar ari hins vegar á hrósyrðin og engan hef ég séö hrósa þessu framtaki ennþá, sem þó er vel þess vert. Mér þykja þeir hafa gert vel þama að koma í kring þessu einvígi og þeir eiga gott hrós skilið fyrir það hjá sjónvarpinu. Þeir em margir, sem hafa gam an af skák, og þetta er matur fyrir þá. Um leið kemur mér í faug, að ekki munu færri hafa áfauga á bridge, og margir hafa áhuga á hvoru tveggja. Mig langar til að vekja athyglisjón varpsmanna á því f leiðinni, að þaö yrði áreiðanlega feikivin- sælt, ef þeir næðu sér einfavers staðar í bridgeþætti. Þegar sem mest var faorft á Keflavikursjónvarpið fyrir daga þess íslenzka, þá var bridgeþátt ur Charles Goren á laugardög um með vinsælasta dagskrár- efni þess. Og ég hef haft spurnir af bridgesjónvarpsþátt- um, sem taka Goran-'þáttunum mikið fram. Það væri ekki ó- nýtt, ef maöur ætti einfavem tíma eftir að sjá héma f fs- lenzka sjónvarpinu keppnina, sem kvikmyndaleikarinn Omar Sfaarif, með ítölsku heimsmeist arana sér við hlið háði við fremstu spilamenn Breta í Lon don, en úr henni vom gerðir s j ónvarpsþættir.** HRINGIDÍ SÍMA1-16-60 KL13-15 Laus staða Staða hjúkrunarmenntaðs fulltrúa í heil- brigðisráðuneytinu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist ráðuneytinu fyrir 20. maí n. k. Heilbrigðis- og tryggingúmálaráðuneytið, 25. apríl 1971. VISIR I VIKULOKIN er orðin 360 síðna litprentuð bók í fallegri möppu, sem inniheldur allt sem viðkemur konunni og heimilinu. VISIR I VIKULOKIN VISIR I VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda, Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrra áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin) VISI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.