Vísir - 13.05.1971, Side 4

Vísir - 13.05.1971, Side 4
V1SIR . Fimmtudagur 13. maí 1971. Fyrsti Víkingur Nýliðarnir í íslenzka landsliðinu, sem voru heiðraðir í gætt kvöldi. Taiið frá vinstri Ingi Björa Albertsson, Val, Jóhannea Eðvaldsson, Val, Þröstur Stefánsson, Akranesi og Guðgeir Leifsson, Víking. LjósmyndariVísis BB. Vona að þeir þjóni landi sínu lengi í knattspyrnu — fjórir nýliðar islenzka landsliðsins heiðrabir í fjölmennu hófi, sem Knatt- spyrnusamband íslands hélt í gaerkvöldi í Sigtúni fyrir ís- lenzku og frönsku landsliðs- mennina, voru fjórir nýliðar í íslenzka landsliðinu, sem léku sinn fyrsta landsleik í knatt- spyrnu, heiðraðir af KSÍ — fengu landsliðsnælu sambandis- ins. Albert Guðmundsson, for- maður KSÍ, hélt þá stutta ræðu og sagði meðal annars: — Ég vil sérstaklega þakka íslenzku landsliðsmönnum fyr- ir frammistöðu þeirra í leiknum, þar sem þeir gerðu iafntefli við franska landsliðið, afrek, sem fáum hefur tekizt undanfarin tvö ár og ástæða er til að vera ánægður með. í landsliðinu léku Markajafntefli í París og Island kemst áfram Eftir landsleikinn á Laugardals- vellinum í gærkvöldi náöi blaðið tali af Hafsteini Guðmundssyni, lands- liðseinvaldi, og hann sagði: — Ég er sæmilega ánægður með úrslitin — iafntefli var nokkuð gott fyrir okkur, því við verðum að taka tillit til, að þetta var í fyrsta skipti f ár, sem íslenzku landsliðs- mennirnir leika á grasvelli, en frönsku leikmennirnir eru hins veg- ar að Ijúka keDpnistímabili sínu. Sé þetta tekið til greina er iafntefl- ið nokkuð góð úrslit fvrir okkur. — Vörn íslenzka liðsins var góð — já, lék ágætlega, en liðið í heild kannski ekki nóeu vel. N'éliðarn- ir? — Ég vil nú ekki segja álit mitt á einsitökum 'leikmönnum liðsins og af nýliðunum í liðinu var ekki hægt að búast við miklu meira á hinum erfiða velli. Við Ríkharður Jónsson vorum sammála ura, að nauðsynlegt væri að gera breytingar á liðinu í leiknum — það var auðvitað nokk uð djarft að setja bæði Guðgeir Le:fsson og Baldvin Baldvinsson betta snemma inn í síðari hálfleik en við vorum að vona að Baldvin gæti brotizt í gegn um frönsku vörnina vegna hraða síns. Það ’ienpnaðist að vísu ekki, en Baldvin cékk helriur e'rki þá boHa fram, sem hann þurftj, Og annað — ég var ekki ánægður með dómgæzluna í bessum leik. — Og hvað skeður ef jafntefli verður nú í leiknum við Frakka i París? — Lf jafntefli verður og mörk skorðu kemst íslenzka liðið áfram í næstu umferð undankeppni Ólym píuleikanna, en verði jafntefli án marka ræður hlutkesti því hvort liö ið heldur áfram. —hsím fjórir nýliðar, þeir Jóhannes Eðvaldsson. Ingi Bjöm Alberts- son, Guðgeir Leifsson og Þröst- ur Stefánsson og vil ég biðja þá að koma hér upp.og taka á móti landsliðsnælu Knattspyrnu sambandsins ti! minningar um leikinn — en hað er venja KSÍ ^að heiðra knattspyrnumenn okkar þegar þeir leika sinn fyrst landsleik. Ég óska þessum piltum sérstaklega til hamingju imeð að hafa verið valdir í ilandsliðið og vona, að þeir eigi eftir að þjóna landi sínu vel í framtíðinni á knattspyrnu- sviðinu. — Og síðan bað Albert við- stadda að hylla hina ungu ný- liða landsliðsins með ferföldu húrrahrópi og var hraustlega tekið undir. Upp á sviðið til hans kom einnig Romier, sem lék sinn fyrsta landsleik fyrir Frakkland í gærkvöldi sem fram vörður (nr. 6 í Iiðinu) og var hann einnig hylltur af viðstödd- óum. — hsím. í 18 ár Guðgeir Leifsson, Vikingi, einn efnilegasti Ieikmaður, sem fram hefur komið í íslenzkri knatt- spyrnu að undanförnu, lék sinn fyrsta landsleik f knattspymu í gærkvöldi, þegar hann kom inn sem varamaður, þegar 15. mínútur voru af leik í síðarj hálfleik og hann á áreiðanlega eftir að Ieika marga landsleiki. í sambandi við þetta má geta þess, að 18 ár em nú síðan gamli, góði Víkingur hef- ur átt landsliðsmann í knattspymu, eða ekki síðan þeir Bjami Guðna- son og Reynir Þórðarson léku f fslenzka landsliðinu gegn Austur- ríki 1953 í tvísýnum leik, sem Aust urríki vann með 4—3. Og hvernig fannst þér leiburinn spurðum við Guðgeir sem er aðeins nítján ára, eftir leikinn í gær. — Það var gaman að fá þetta taaká- færi og ég held að leikaðferðin hjá okkur hafi verið rétt — Frakk amir eru það fljótir að við hefð- um ekki mátt við þvl aö opna vörnina mikið. Þú komst inn sem framvörður, hefur þú æft þá stöðu með Iiðinu? — Ég hef oftast leikið sem aft- urliggjandi miðherji á æfingum, svo þetta var nú ekki svo mikill | munur — og með Víkingi leik ég oft þessa stöðu. Þess má geta að Guðgeir Leifs- son hóf að leika með meistara- flokki Víkings í fyrrasumar, svo frami hans hefur verið mikill á knattspyrnusviðinu. Hann á eftir að verða(. fastur maður í íslenzka landsliöinu f mörg ár, sagði Albert Guðmundsson, formaður KSf, á fundi með blaðamönnum fyrir nokkrum dögum. — hsím. England sigraðj Möltu 5—0 1 Evrópukeppni landsliðsins f gær- kvöldi. Martin Chivers skoraöi tvö af mörkunum, en Lee, Lawler og Clarke — úr víti — eitt hver. Celtic sigraði Rangers í úrslita- leik skozku bikarkeppninnar í gær- kvöldi 2—1. í faléi var staðan 2—0. Þetta er í 21. skipti sem Celtic sigrar í keppninni. VÖRNIN EINS OG STEINVEGGUR Það var erfitt að komast í gegn hjá íslenzku vöminni f landsleikn um, sagðj einn frönsku leikmann- anna, Le Roux, framvörður, eftir leikinn. Það var eins og steinvegg ur að brjótast í gegnum á hinum litla og slæma velli ykkar. En ég verð að viðurkenna að vörnin var sterk — en ég lék hér líka í lands leiknum í fyrrasumar — kom inn sem varamaður — og mér fannst fslenzka liðiö sem þá lék, betra en pað, sem við mættum í kvöld. Þegar löndin mætast aftur í París verðum við með sterkara lið. en nú. Tveir af beztu leik- mönnum okkar voru meiddir nú og gátu ekkj tekið þátt í lands- leiknum af þeim sökum, og tveiir aðrir komust ekki í íslandsförina. í liðinu okkar nú lék reyndar að- eins einn nýliði, en hins vegar þrír aðrir, sem aðeins hafa komið inn sem varamenn f landsleiki. — Það verður erfiöara fyrir Islenzku leikmennina gegn okkur f París. Beztir fslenzku leikmannanna? Markvörðurinn (Þorbergur Atla- son) var mjög góður og varnarleik mennirnir sterkir. En mér fannst nr. 11 (Ásgeir Elíasson) skemmti- legastur. — hsím. Kannski ekki skemmti- legt, en nauðsynlegt" — sagði Rikharður Jónsson um varnartaktik landsliðsins — Ég er ánægður með úrslit- in, en óánægöur meö leikinn, sagði Rífehnrður Jónsson lands- liðsþjálfari, eftir landsleikinn í gærkvöldi og hann hélt áfram: — Liðið lék varnartaktik og það er sterkari hlið leiksins hjá íslenzka landsliðinu ’i dag. Og meðan ég fæ aö ráða læt ég ’on " vt:') tis' -'i -fe ]e:' " sterkan varnarleik — þaö verð- ur kannski ekki skemmtilegur leikur. en við verðum að bíða og una úrslitum þó leikurinn sé le'ðinlegur. Það er tilgangslaust að ætla sér að fara að leika einhvern sóknarleik eins og mál um er háttað. Ég er búinn að ná upp vörninni hjá liðinu, en það er eftir aö laga ýmisl. með sóknarleikinn. Meðan svo er held ég þessu áfram. — það kemur í veg fyrir, að íslenzka liðið fái á sig einhverja marka- súpu. Ef til dæmis Frakkar hefðu skorað eitt til tvö mörk fljótlega f gær og ís’enzka liðið hefð; þá orðiö aö reyna að sækja meira. þá er ég viss um, að það hefði aðeins kostað fleiri mörk. — En við veröum líka aö taka til greina, að íslenzka liðið lék nú í fyrsta skipti á grasi í ár ’i leiknum og það á bungu grasi Laugardalsval’arins — völlurinn var mjög þungur og erfiöur fyrir leikmenn. — hsím. I & aiaiAAiA**aa**aa**** Ríkharður Jónsson

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.