Vísir


Vísir - 13.05.1971, Qupperneq 9

Vísir - 13.05.1971, Qupperneq 9
VI SIR . Fimmtudagur 13. mai 1971. MBgWBBa 9 Viðtal við Reyni Örn Leósson, kraftakarl úr Keflavik TTann var búinn að aka vöru- bílnum sínum á stöðinni í ein sex ár, án þess að starfs- bræður hans létu sér til hugar koma, að hann væri nokkuö annað en venjulegur maður, enda bæði hlédrægur og af- skiptalítill um annarra hagi. Þar að auki var hann ekki mik- ill fyrir mann að sjá; undir meðallagi að hæð og fremur holdskarpur. Ekki var því nema eðlilegt þó að starfsbræður hans glottu, þegar einn þeirra sagðist hafa komizt á snoðir um að hann Reynir Örn Leósson, — en svo heitir hann fullu nafni, — væri gæddur slíkum kynngikröftum, að ofurmanniegt væri talið. Þetta hefði hann sannað fyrir mörgum árum, með aflraunum sínum, þótt ekki hefði það víða flogiö. Þessi tröllasaga um Reyni dró samt dilk á eftir sér. Vinnu- félagamir á Vörubílastöðinni V Keflavík fóm að tala utan aö þv.f. að hann sýndi þeim yfir hvaða mætti vöðvakerfi hans bvggi, enda sögðust þeir ekki draga sannleiksgildi sögunnar i efa. • — þótt svipurinn sýndi reyndar annað, en þá langaði aöeins til að sjá þetta í reynd. í fyrstunni lét Reynir slíka gamansemi ekkert á sig fá. Það var ekki fyrr en vörabfl- stjórarnir þóttust þess fullviss- ir, að aflraunasögurnar hefðu ekki við nein rök að styðjast, að Reynir sló til og bauð þeim að koma með snæri eöa tó, hvort heldur væri stutt eöa langt. Síðan væri þeim frjálst að binda hendur hans og fætur, á hvern hátt sem þeir kysu helzt, hnýta, flétta, splæsa eða bræða saman endana, ef um nælon væri að ræða. Aðeins eitt skilyrði setti hann, en þaðj var að hann fengi að leysa sig' úr viöjunum — í einrúmi. /\þarft er að orölengja það ^ frekar, að þessu boði var tekið með miklum fögnuði á stöðinni og þeir tveir b'ilstjórar, sem taldir voru flestum hnút- um kunnugastir, reyrðu hann í bak og fyrir, unz hann minnti einna helzt á vöndul. Síðan drösluðu þeir honum inn i myrkrakompu, hafandi orð um það, að muna nú eftir því að skera utan af honum böndin áður en stöðinni yrði lokað um kvöldið, — svona af mannúðar- ástæðum. Næturdvöl á köldu steingólfi væri ófjötruðum manni lftt fýsileg, hvaö þá fjötr uðum. — Þeir hefðu mátt spara sér vangaveltumar. Áöur en þeir höfðu þerrað af sér svit- ann eftir vafninginn, opnuðust dyrnar á dýflissunni og Reynir labbaði út, með uppgert tóið á öxlinni, og kímdi, þegar hann sá vinnufélagana næstum úr kjálkaliðnum svo gapandi voru þeir af undrun. En þetta var neistinn sem kveikti bálið. Efasemdirnar snerast í aðdáun og friðurinn var úti. Á næstu dögum lögðu þeir fyrir hann fleiri þrautir. Meðal annars hnýttu þeir sam- an nælontó og létu tvo vörubíia herða hnútana, eins og þeir höfðu vélarkraft til Ti'l frekara öryggis börðu þeir með slag- hamri á hvern hnút fyrir sig. Síðan reyndu þeir hver af öör- um að leysa hnútana, en fengu þeim ekki bifaö enda voru þeir orðnir stinnir sem stál. Að því búnu fékk Reynir þá tll at- hugunar. Án mikillar áreynslu leysti hann hvern hnútinn af öðrum, að öllum ásjáahdi: Þótt Revni sé miön la°ið að leysa hina erfiðustu hnúta, með glöðu geði, er honum mjög á móti skapi að leysa frá skjóð- unni, enda tók þrð m;rT hsilan dag að fá hann til að rabba svolítið við mig um þessa hæfi- leika sína. .... Ég man ekki til þess, að mig hafi nokkurn tíma skort afl, hins vegar veröur enginn sterkur nema hann reynj eitt- hvað á sig og þjálfi huga sinn og líkama til átaka. Þegar ég var í sveit á Kjalamesi sem stráklingur, hjá miklu ágætis fólki, sem veitti mér alveg sér- Reynir Örn Leósson hefur ekki mikið fyrir því að brjóta af sér ein handjám — jafnvel tvenn nægja ekki til að halda honum. staklega góða aðhlynningu, fór ég að spreyta mig á því að lyfta steinum, svona þegar enginn sá til, en alla tíð hef ég reynt að fara með þetta K felur. enda einrænn að eðlisfari.“ Kom þér aldrei til hugar að sýna almenningi krafta þína? „Ekki neita ég því alveg. Þegar ég kom til Reykjavikur fór ég að vinna hjá PÓLAR og uppgötvaði þá að mér veittist létt að bera 290 kílóa blýdufts- tunnu, sem þótti hæfilegur burður fyrir fjóra menn; ég fékk þó ekki meira kaup þrátt fyrir það. Þá skaut þeirri hug- mynd upp í mínum kolli, að fara að æfa markvisst fyrir sýn- ingar. Ég smíðaði mér sérstak- an stól eða öllu heldur pall og læddist síðan eins og köttur að nóttu til suður í Fossvog og æfði mig þegar enginn sá til.“ Og hvemig var árangurinn? „1 fyrstunni gekk þetta held- ur hægt, enda æfði ég alltaf þreyttur eftir strit dagsins. Hægt og b’itandi jókst mér afl, en þvi miður get ég ekki sagt þér þyngdina sem ég lyfti, því ég vó aldrei steinana. Það eina sem getur gefiö einhverja vfs- bendingu um þungann er aö ég sleit einu sinni bönd, sem áttu að þola 1900 kílóa átaka. En af sýningunnj varð aldrei.“ Hvers vegna? „Persónulegar ástæður. Ætli forlögin hafi ekki gripið í taum- ana, ja, eða öllu heldur ástin. Ég varð eins og títt er um unga menn ástfanginn af stúlku, en það slitnað; upp úr öllu saman. Þá hét ég sjálfum mér að leggja öll aflraunaáform á hilluna og ekki líta við slíku framar, og það heit hef ég haldið í næst- um áratug, þar til til ég álpaðist út >i þetta fyrir skömmu.“ Njöröur Snæhólm lögreglumaður og Örlygur Richter hjálpast að því að binda Reyni í sjón- varpsþætti, sem nýlega var tekinn upp og verður sendur út á laugardag. A/roru einhver sérstök atvik ’ sem urðu þess valdandi, að þú ákvaðst að verða aflmikill? „Þegar ég var 12 ára gerðist leiðindaatvik í lífi mínu. Ég kom úr fámenninu, í fyrsta sinn í kaupstað. Þar hitti ég þrjá ókunna pilta, sem ólmir vildu að ég keypti með þeim brenni- vínsflösku. Ég neitaði, en þeir réðust á mig- al'lir saman oz lúskruðu svo illilega á mér, að ég ber þess men;ar, alla æ"'i“. og Reynir bendir kraftalegri hendi á ljótt ör á efri vörinni, „en peningana mína höfðu þeir á brott meö sér. Ég hét því þá, að ég skyldi einhvern tíma verða svo sterkur, að ég gæti komið fram hefndum, þótt seinna yrði.“ Tókst þér þaö? „Að vissu leyti. Þegar ég var 19 ára gamall, og búinn að afla mér þjálfunar 'i júdó og fleiri brögðum, hitti ég einn árásar- mannanna og hugðist launa hon- um lambið gráa, en hann lagði á flótta. Ég náði samt taki á honum og reif hnefafylli mína úr fötum hans. Þegar ég sá að eitthvað fylgdi með af skinni, opnuðust augu mín, og ég á- kvað að láta það aldrei henda mig að leggja hendur á nokkum mann og við það mun ég standa.“ Hefur þjálfun þín verið ein- göngu f einhvers konar lyftinga æfingum? „Ekki eingöngu. Sem ungl- ingur æfði ég mig mikið með því að fljúgast á við ótamda hesta og ólmast við naut. Ég hafði t. d. tvo hesta og hélt um makkann á þeim, og lét þá bera mig langar leiðir, án þess ég tylltj niður fótum. Þetta var geysilega góð þjálfun fyrir hand leggina. Á nautunum æfði ég mig með því að snúa þau niður á homunum. en það veitti mér mjög alhliða átök á líkamann." Hvemig tóku skepnumar slíku ati? ;,Ágætlega. Eitt- sinn tók ég UPP á því að lyfta .þglakálfi og gerði það næstum daglega 1' tvö ár, unz hann var drepinn, þá næstum 200 kg aö þyngd. Við vorum miklir mátar. Ég gat næstum talað við hann og við skildum hvorn annan. Ýg held svei mér þá, að hann hafj fylgt mér síðan, og vilji mér vel. Á ökuferðum hefur hann birtzt mér og fengið mig til að hægja ferðina. Ekki hefur það brugðizt, að þá hefur leynzt hætta fram undan.“ Ertu mikill dýravinur Reyn- ir? „Ég hef ávallt átt gott með aö hæna að mér dýr og hef mikið yndi af að bregða mér á hestbak. Ég get einnig snúið dæminu við og tekið hestinn á bakið, ef svo ber undir. Það hef ég oft leikið, þótt ég geti kannski ekki gengið langt með hann." 'E’r þér nákvæmlega sama ■Ll hvemig böndum þú ert bundinn? „Alveg sama. Nú er búið að reyna á mér alls konar bönd, allt frá tvinna upp f gilda kaðla, sem hafa verið hnýttir splæstír og jafnvel bræddir saman, en allt hefur komið fyrir ekki. Oft- ast tekur það mig skemmri tíma að levsa mig en binda. sem lengst hefur tekið fjóra tíma. Þá var ég ekki nema þrjú korter að losna.“ Losaröu þig eíngöngu af kröftum eða eru þetta einhver töfrabrögö? „Ekkert hefst án átaka, þótt mismunandi mikil séu. En það get ég fullvissað þig um, að ég hef engin brögð í tafli, Mönn- um er frjálst að binda mig, hver sem vill, og hvernig sem vill. Mitt er aðeins að leysa mig úr fjötranum." m-> bls. 10. I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.