Vísir - 13.08.1971, Síða 5

Vísir - 13.08.1971, Síða 5
5 VlSIR . Föstudagur 1S. ágúst 1971. L andsleikur — Erum mj'óg ánægðir með keppnisf'órina ab undanförnu, sagbi þjálfari libsins i gær — Hvildu sina beztu menn i Grimsby Japanska landsliðið í knattspyrnu, liðið, sem langmest kom á óvart á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968 og náði þar þriðfa sæti, er komið til íslands. Og í kvöld fer fram á Laugardalsvellin- um fyrsti landsleikur ís- lands og Japans í knatt- spyrnu — vissulega merkur atburður í ís- lenzkri knattspyrnusögu og í fyrsta skipti, sem við fáum að sjá leikmenn frá Asíu í keppni hér á Laugardalsvellinum. ísland hefúr áöur leikið gegn •Tapan í fiokkakeppni og flestir muna eftir úrsiitum frá síðustu heimsmeistarakeppni í hand- knattleik, þegar japanska liðið vann það íslenzka óvænt. Nú fá knattspyrnumenn okkar tæki færi tií að hefna fyrir það tap, þó . svo að átta af þeim leik- mönnum sem hlutu bronzverð- launin í Mexíkó leiki hér í kvöld. Japanska liðið kom hingað um miðjan dag í gær eftir langa keppnisför um nokkur Evrópu- lönd og við náöum talj af einum þjálfara liðsins, Hirahaki við komuna. Hann sagði: — Þetta hefur verið mjög lærdómsrík för fyrir japönsku leikmennina en erfið. Viö erum ánægðir með landsleikinn við Dani og eftir spennandi leik tókst Dönum að sigra með odda- markinu af fimm og við höfðum möguleika á jafntefli fram á síðustu mínútu. Síðan lékum við í Þýzkalandi og leikur okkar við Þýzkalandsmeistarana var góð- ur, þó svo að við töpuðum 2—0 fyrir þýzku atvinnumönnunum. I leikjum okkar á Englandi kom vel í ljós munurinn á á- hugamönnum og atvinnumönn- um í knattspyrnu. Þar lékum við þrjá leiki og töpuðum alltaf með nokkrum mun — gegn Hull City, einu bezta liði 2. deildar, Southampton sem keppir fyrir England í EUFA-keppninni, og Grimsby. En lítið er þó að marka úrslitin 'i siðasta leiknum. Þá var komið svo náláegt iands- leiknum við ykkpr fslendinga — leikið var á þriðjudag — að við spöruðum alla okkar beztu 'eik- menn, svo þeir fengju að hvílast fyrir landsleikinn í dag. Flestir þeirra leikmanna, sem leika í kvöld, eru því sæmilega hvíldir — hafa ekki leikið síðan á laug- ardag. við Japan í kvöld mikil, en þeir eru ekki beint sterkir. Leikaðferð þeirra er svipuð og Norður-Kóreu og flestir muna eftir leikjum þeirra í HM 1966, sem hér voru sýnd- ir í sjónvarpinu. Og fyrir nokkr- um árum sá undirritaður lið frá Japan i keppni og hafði mikla ánægju af, þó svo það lið tap- aði með miklum mun. Leikurinn í kvöld hefst kl. átta á Laugardalsvellinum og 'is- lenzkir áhugamenn eiga þar vissulega von á góðri skemmt- un. Dómari í ieiknum verður T. Marshall frá Skotiandi, en línu- verðir þeir Guðmundur Haralds- son og Valur Benediktsson. — hsím. Japönsku knattspyrnumennirnir koma á leikvanginn. ' Þetta sagði Hiráhaki, en þess má geta, aö hingaö er kominn 21 leikmaður og fjögurra manna fararstjórn. Liðið verður ekki valið fyrr en > kvöld, en núm- er japönsku leikmannanna og nöfn eru þessi: 1. K. Yokoyama, markmaður;|; 2. H. Katayama* 3. A. Ogi 4. K. Yamaguchr11 5. T. Ono 6. Y. Kikukawa 7 N. Kawakami 8. C. Izawa 9. A. Furuta 10. K. Arai 11. T. Miyamoto* 12. T. Mori* 13. E. Yuguchi 14. N. Yoshimura 15. M. Ashikaga 16. R. Sugiyama* 17. K. Kamamoto* 18. T. Kimura* 19. T. Ueda 20. Y. Nagai 21. T. Seta. markmaöur. * Þeir léku í Óiympíuliöinu 1968 í MexTkflk Það er mjög skemmtilegt að sjá hina litlu en snöggu Japani í keppni, eftir þvi sem skrifað hefur verið í blöð í Danmörku og Englandi. Leikrii þeirra er SICRUDU I KCPPNI 105 IIDA — Rætt við Kristleif Magnússon um keppnisf'ór FH-stúlkna í gær komu heim þreytt- ar en ánægðar F.H.-stúlk- ur úr velheppnaðri keppnis för til Gautaborgar og víð- ar, þar sem þær unnu það mikla afrek, að verða efst- ar í keppni 105 liða á 300 ára afmæli Gautaborgar. Þær léku þar í öðrum ald- ursflokki. fþróttas'íða Vísis náði tali af far- arstjóranum, Kristleifi Magnússyni, í gærkvöldi og innti hann eftir nánari fréttum af förinni, Hann sagði: — Þetta var sérlega ánægjuleg för. Okkur barst boð um að keppa á þessari afmælishátíð í Gautaborg og æfðum vel fyrir það. Þetta var keppni í 2. aldursflokki, stúlkur á aldrinum 14—16 ára, sem FH tók þátt í og voru alls 105 lið, sem kepptu í þeim flokki (ekki 48 eins og kom fram í fiestum blöðum hér). Fyrst var skipt i riöla, fjögur lið í hverjum riðli og riðiarnir alls 26 og þvT fimm lið í einum. Siguriiðin í hverjum riðli héldu svo áfram keppni. Þá var úts'.áttarkeppni og að lokum stóðu aðeins tvö ósigruð lið eftir — FH og danska liðið Fredriksberg. Og í úrslitaleiknum sigruðu svo FH-stúlkurnar með 4 — 3. Þær gerðu alls 48 mörk í Téikjum sínum óg fengu á sig 27. í riðli FH upphaf'ega voru lið frá öllum NorðuHöndunum. nema Finn- landi, og auk þess Þýzkalandi. Þetta var m.iög umgangsmikil keppni og tóku þátt í henni — í öllum flokkum — 588 iið frá sjö löndum, svo sjá rná, að þeir í Gautaborg máttu halda vel á spöð- unum, eins og beir líka gerðu. Ég var einn með FH-stúikunum og var það talsvert erfitt meðan á mótinu >- á bls. 10 Hinar sigursælu FHI-stúlkur við heimkomuna í gær.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.