Vísir - 13.08.1971, Síða 16

Vísir - 13.08.1971, Síða 16
FBstudagar 13. ágúst 1<S71. Islenzk þáfttaka í vörusýningu i Færeyjum í september Islendingar taka þátt í vörusým ingu, sem haldin verður í Færeyj um 2.-5. september. Þetta verður almenn eða „alþjóðleg" vörusýning, allstór, og hafa íslendingar sýn- ingardeild á 40 fermetra gólfplássi. Islenzka sýningardeildin verður mjög blönduð. Þama verða sýndar vörur frá SÍS, bæöi landbúnaðar- og iðnaðarvörur, en SÍS selur tals vert til Fasreyja af ýmsum vörum. önnur islenzk fyrirtaeki. sem þátt taka, eru Belgjagerðin, Vélaverk- stæði J. Hinrikssonar, Hampiðjan og Elliði Norðdahl sýnir rafmagns handfæravindu sína. Auk þess munu nokkrir fær- eyski-r umboðsmenn fyrir íslenzkar vörur sýna í ísienzku deildinni. Otflutningsmiðstöð iðnaðarins stendur að þátttöku íslendinga i sýningunni, og mun maður á veg utn hennar verða forstöðumaður deildarinnar. Otflutningsmiðstöð iðnaöarins tók við af Útflutningsskrifstofu Félags ísl. iðnrekenda 1. júlí. Eitt fyrsta verkefni Útflutningsmiðstöðvarinn- ar var að semja stofnskrá sam- kvæmt lögum, og hún hefur fyrir skömmu verið staðfest af ráðherra. Otflutningsmiðstöðin er { sama húsnaeði og útflutningsskrifstofan var áður, að Lækjargötu 12. — HH Vinnuslys við Höfnina Skðmmu eftir hádegið í gær varð s'ys, þar sem unnið var að upp- skipun úr ms. Langá í Reykjavíkur- höfn. Verkamaður, sem var þar við uppskipunarvinnu, lenti með hönd- ina undir lestarlúgu. Maðurinn var "'uttur á slysavarðstofuna, en hann hafði ekki slasazt alvarlega. — ÞB Hver er stærð fískstofna? Umfongsmiklum rannsóknarleiðangri að Ijúka við Norður- og Austurland — Fimm skip róku l>ótt i r<tnnsókn á stærð og þróun fiski- stofnanna hér við land í næstu viku lýkur um f imm rannsóknarskip fangsmikilli rannsókn á viðkomu fiskistofnanna hér við land. AIis hafa tekið þátt í þessari rann sókn sem mestan part hefur farið fram norðan og austan lands. 'V Tvö teienzk sk»p, Bja>mi Sæ- mundsson og Arni Friðriksson hafa verið við þessar athuganir og svo nors-kt skip, G. O. Sars, en norsku og íslenzku vísinda- mennirnir se-m tekið bafa þátt í þessum leiðangri mureu hi-ttast á ráðstefnu á Ak-ureyr; þann 1*8. til þess að bera saman bæk-ur sínar. Eit-t brezkt og eitt þýzkt skip voru við sams konar athug anir í jú-lí og senda skýrsiu um athuganir sínar. Hér er um að ræða rrejög þýíi- ingarmiklair athuganir varðandi viðgang fískjsfeofana. AAuganir enu gerðar -á þwí, hvemig ldaki físksios hefar reifst af í vor og rraá þannig þegar fram 1' sækir og þessa-r athuganh- hafe verið gerðar áriiega urn nokkrerí skeið, lesa mlkinn lærdóm af þeim tim stærð og horfur fiskistofnasna. Hjálmar Vi-l-hjálmsson stjó*nar þessum teiöangri af Istends háffiu. Sams konar ieiðangur var gerður í fíytrra, þó ek-ki eins um- fangsmikiH og þessi. en sWkar athuganir verða gerðar með jQÉreu rreiiiibih hér eftter. — JH Veskis- bjófnaður Starfsstúlka ein í Sæl-akafifi varð bess vör f gærkvc.’di um tíuJleytið, að veski hennar var horfið af þeim 'tað, j>ar sem hún hafði lagt það ‘rá sér. Þetta þótti stúlkunni að vonum óhagstætt, með því að í veskinu voru átta þúsund krónur í reiðufé og ávísanahefti auk persónulegra muna og skilrikja. Lögreglunni var tilkynnt um veskishvarfið, og þar með var rann- "ókn má-lsins hafin. Ekki leið á 'öngu, unz ti-lkynning barst frá veitingastað í nágrenninu, að þar væri staddur maðu-r, sem vel gæti vitað eitfchvað um ves-kishvaifið. Var maðurinn hinn reffilegasti og virtkt ekki skorta fé. Gamanið var bð endasleppt, því að lögreglan kom og sótti hann og dreif hann úr manjimergðinni og glaumnum í ■'nverun-a f svart-holinu. Aðspurður kvaðst maðurinn lít- ið þekkja til kvenveskja, og ais ekki neitt til þess, sem hvarf í Sæ-lakaffi I gærkvöldi. Það mál er í rannsókn. — ÞB Þeir voru úti undir flugvelli að tína bláber i gær, HjaM Þea*k-eJsh son sá sem bograr og Magnús Iregi sá stærri, báðir úr HBðasköfe. „Fulit af berjum hér inn með Öskjuhlíðinní*, sögðu Iþeir,, og munduðu tínumar. Nóg af biáberjum] í Öskjuhlíðinni „Það er þó nokkuð komið af berjum hér í Öskjuhlíðina — meira að segja höfum við fundið hér bláber“, sögðu 2 pottormar, sem Vísir hitti fyrir úti undir Nauthólsvík. Þeir voru þar á ferð með berjatínur, og voru bjartsýnir að geta fyllt aliar sínar krús- ir af stórum berjum áður en skólinn byrjar 1. september. „Það er ekki sérlega mikið hér úti undir Nauthólsvíkinni," — sögðu þeir Hjalti Þorkelsson, bráðum 10 ára, og Magnús Ingi Magnússon, 11 ára, „við ætlum að fara hér inn með Fossvogin um og út undir kapelluna, þar er miklu meira af berjum." — H'.akkið þið ekki til að byrja í skólanum? „Æ, nei. Það er svo leiðin legt að vera í þessum Hlíða- skóla- — kennararnir þar eru svo frekir.“ —GG Grálúða á fjórða hverjum öngR Vélskipið Hafþór hefur verfð á grálúðuveiðum að undanfömu í rannsóknarskyni og þar um borö hafa nú verið merktar nær 1600 grálúður, en það er í fyrsta ^kipti,%ém Hafrannsóknarstofn- unin lætur merkja þennan fisfc. Aðalsteinn Sigurðsson, fiskifræð ingur, sem stjómaði þessum leið angri á Hafþóri, sagði að útlit- ið fyrir grálúðuvélði hefði verið nokkuð gott. Eins og kunnugt er veiðist lúðan norður af Kol- beinsey, þar hafá um 15 skip stundað veiðar í sumar, að sögn Aðalsteins. — Við fengum, þegar bezt lét, sagði Aðalsteinn, lúöu á fjórða hvern öngul, sem er mjög gott. Ýmist er beitt síld eða loðnu. Loönan reyndist þó öllu betri, auk þess mun hún vera ódýrari. — Hefur slík merking ekki fari ið fram hér áður? — R-ússar hafa merkt grálúðu -hér við Land, en þeir hafa merkt hana úr botnvörpu, v-iö merkjum hana af lóð. — Eru ekki fieiri svæði ný-tan- ieg. en þetta viö Kolbeinsey. — Veiðisvæðið við Ko’jbeinsey reynist nokkuð takmarkað. En hún er víðar hér við land og hefur meðal annars verið veidd út af Austfjörðum en þar gáfust þeir upp á að leggja lóöir fyrir hana, því að hákarlinn át lúðuna af lóð inni jafnöðum o-g hún beit á. Hafiþór mun halda áfram at- hugunum norðanlands'og er Guðni -Þorsteinsson, f-iskrfræðingur nú >kominn am borð og nrun hann meðal annars athu-ga rækju á Gnimseyjarsvæði og sfðan géra veiðarfærati'liraun-ir —JH Hælf vlð gullleitiiui „Skeiðará rennur ekfci f nein- um farvegi, dreifist um allan Skeiðarársandinn — það þýðir ekkert að leita að gullinu við slfkar aðstæður, er enda ekki hægt“, sagði Bergur Lárusson, er Vísir innti hann f morgun eftir því, hvemig gengi að leita að skipi því, er fyrir löngn fðrst við Skeiðarársand. — „Við fórum þarna austur fyrr ■í sumar, en komumst þá að raun um, að f>að þýðir eklti að vera þarna nema þegar fjarar, þar sem við verðrem að lerta á ak vföáfctu- miklu svæði. HeimHdir segja okkur að skipið hafi strandaö við Skeiðarárósa. Það er um 20 km vegatengd að ræða.“ — Hvemig búnað hafíð þið við leitfna? „Við erum með sænsk málmteit artæki. Þau eru auðveld í meðfor um, enda til þessa ætiuö.'“ — Hvenær farið þið þá á stúí ana að leita að guili aftrar? „Kannski næsta vor — það er ekki ákveðið." —GG Hangikjöt, brennivin og islenzk pop-hljómsveit á Islandskynningu á Spáni Með hangikjöti, brennivínj og íslenzkri pop-hljómsveit heildur eitt stærsta hótelið á Costa del Sol Islandskynningu n.k. mánu- dagskvöld. Er það hótelið Las Piramidas og heldur það kynn- inguna í samvinnu við Ferða- skrifstofuna Otsýn, en á vegum þeirrar ferðaskrifstofa dvelja nú um 250 íslendingar í sólinni á Spáni. Hljómsveitin sem leikur fyrir dansi er frá Vestmannaeyjum og ^engur undir nafninu Logar. Nýtur sú hljómsveit mikilla vin- sælda í Eyjum og seint gleyma unglingarnir þar t.d. útihljóm- leikunum sem hljómsveiitin hék þeim úti í Klauf forðum daga og nefndi „Costa del KIauf“ En nú er það sem sé á Costa del Sol. sem Logar leika og syngja en þar munu þeir koma fram á ýmsum næturklúbbum og skemtistöðum næstu þrjár vik- urnar. Þar á meðal á hinummarg fræga unglingaskemmtistað Bar- barella, þar sem víðfrægar hljómsveitir hafa troðið upp. Auk Loga mun háðfuglinn ,, Karl Einarsson koma fram og ‘ skemmta á Íslandskynningunni-í Las Piramidas. — ÞJM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.