Vísir - 30.08.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 30.08.1971, Blaðsíða 6
BreiSablik úr fallhættu — eftir jafntefli á Akranesi 3-3 Breiðablik tryggði sér áframhald andi setu í I. deild, þegar liðið náði jafntefli á Akranesi í gær í skemmti legum baráttuleik, þar sem mikið var skorað og lokatölur urðu 3—3. Lengi vel leit út fyrir sigur Breiða- bliks í Ieiknum, og það var ekki fyrr en rétt fyrir leikslok, að Skaga mönnum tókst að jafna f 3—3. Það fer ekki milli mála, aö lið Akraness var betra knattspymu- lega séð í leiknum, en baráttuvilji þeirra Kópavogsm'anna var mikill. Þeir börðust eins og ljón allan tím- ann og verðskulduðu annað stigið. Breiðabliki tókst að skora strax á þriðju mín. og var hinn sækni mið herji liðsins. Guðmundur Þórðarson vár að verki eftir góða sendingu frá Steinþóri Steinþórssyni bak- veröi. Þrátt fyrir margar sóknartilraunir tókst Skagamönnum ekki að jafna fyr en á 19. mín, og skoraöi Bjöm Lárusson markið eftir sendingu frá Eyleifi. Sex mín. síðar náðu þeir forustu með marki Matthíasar Hall grfmssonar. Það var laglega skorað. Þá var mikill bægslagangur innan vftateigs Breiöabliks og Matthías náði knettinum úr þvögunni — lék út úr henni og vippaði síðan knett inum yfir alla og f mark. Rétt fyrir hlé jafnaði svo Hinrik Þórhallsson fyrir Breiðablik eftir hornspyrnu. Á 5. mín. í síöari hálfleik tók Steinþór aukaspyrnu fyrir Breiða- blik á miöjum vellinum og spyrnti beint í átt að marki Akranes. — Jón Alfreösson stökk upp og ætlaði að skalla knöttinn, en hann fór yfir hann og beint í markiö, án þess Davíö markvörður geröi nokkra til raun til að verja. Akumesingar reyndi mjög að jafna og sóttu stíft mest allan hálf leikinn, en leikmenn Breiðabliks lögöu áherzlu á vamarleikinn, og svo virtist sem þeim ætlaöi að heppnast að ná sigri. En rétt fyrir leikslok fékk Matthías knöttinn, þar sem hann var draghaltur og var reyndar á leið út af vellinum. en einhver aukakraftur kom allt í einu í Matthfas. Hann snarlék á nokkra vamarmenn og skoraði jöfnunar- mark Akraness. í liði heimamanna voru þeir Jón Alfreösson og Matthíast beztir, en hjá Breiðabliki varnarleikmennimir Guðm. H. Jónsson og Steinþór á- samt Ölafi Hákonarsyni markverði.; Breiðabliksmenn úr Kópavogi, nýliðarnir í 1. deild eru öruggir um að fá áframhaldandi vist I deildinni. Hér eru þeir eftir leikinn í gær á Akranesi. Á hinni myndinni skorar Enar Þórhallsson 3. mark Breiðabliks í gær, framlengir aukaspyrnu frá Steinþóri Steinþórssyni. (Ljósm. Gunnar Steinn) Skotar unnu landskeppn- ina á síSustu greinunum — Unnu abeins með 10 sf. mun en 48 i fyrra íslenzka sundfólkið stóð sig mjög vel í landskeppn íþróttir — »»)->- af Pls. 5. lokamínútumar Þegar hálftími var af leik tók Hermann Gunn- arsson aukaspymu rétt utan vítateigs. Hann spyrnti miklum snúningsknetti á markið — Þorsteinn varði en hélt ekki knettinum og eftir mikinn at- gang í vítateig Keflvikinga tókst Inga Birni að skora. Eftir þetta mark Valsmanna lögðu Keflvíkingar aða'.áherzluna á vörnina, sem skiljanlegt var og tókst að halda hreinu. Þeir léku þó tfu síðustu mínútumar, því Birgi Einarssyni var vísað af leik- velli, þegar hann sparkaði viljandi í Jóhannes EÖvaldsson, Ljótt brot það og ekkert annað að gera en Vísa Birgi af vellinum, enda var Steinn sem stóð rétt hjá þeim, fljótur að gera það. En litlu mun- aði að Val tækist að jafna — eftir mikil mistök Þorsteins markvarðar — en Einari Gunnarssyni tókst að spyma frá á marklínu. Keflvíkingar voru betra liöið i þessari viðureign og sigur þeirra sanngjarn þó svo vítaspyman hafi verið meira en lítið vafasöm. Keflavfkurliðið hefur brevtzt mjö" frá þvi i sumar - og allt á betri veg. Það er einkum stórgóður fram- varðaleikur Karls Hermannssonar og Gísla Torfasonar, sem breytt hefur leik liðsins tif hins betra, en þeir voru ekki f liðinu framan af í sumar. Þá er vörnin sterk, þó Þorsteinn sé ekki sannfærandi í marki. og flestir framlínumennimir sprækir og fljótir. Steinar stór- hættulegur, þótt Siguröur Dagsson reyndist ofjarl hans í þessum leik, utan Vitisins sem þó litlu munaði að Sigurði tækist að verja Vörnih'hjá Val var talsvert opin í þessum leik og Sigurður Jónsson langt frá sínu bezta. Sennilega hefur hann saknað Bergsveins Al- fonssonar, en hann gat ekki leikiö að þessu sinni, og var það auðvitað mjög slæmt fyrir Val. En höfuð- verkur Valsliðsins er baráttuleysi og næstum óskiljanleg leikaðferð. Og svo hefur ekkert lið efni á þvi að hafa 3—4 framherja áhorfendur að leiknum stóra kafla hans. — hsím. Meistararnir heíðu ekki sigrað vara- lið Darlinton Það er eitthvað alvarlegt að ske með meistara Arsenal. Þeir töpuðu fyrir Stoke á heimavelli á laugar- daginn og „hefðu ekki unnið vara- ’iö Darlinton“ eins og einn frétta- maður BBC komst a ðorði. Sökum þrengsla verður grein hsím um ensku knattspymuna að bíða til morguns. Víða vom óvænt úrslit, en hér era leikimir, sem voru á getraunaseölinum: Arsenal—Stoke 0—1 Coventry—Newcastle 1—0 G. Palace—Nottm For. 1—1 Derby—Southampton 2—2 Huddersfield—Chelsea 1—2 Ipswich —Leeds 0 — 2 Liverpool—Leicester 3—2 Manch City —Tottenham 4—0 Sheff. Utd.—W.B.A 0—0 West Ham —Everton 1 — 0 Wolves—Manch. Utd. 1—1 Cardiff—Huli City 1-1 inni við Skota í Edinborg á f östudag og laugardag — miklu betur er reiknað hafði verið með fyrirfram — og skozka landsliðið sigraði aðeins með tíu stiga mun, 125 stigum gegn 115. Tvær síðustu greinar keppninnar höfðu úrslita- áhrif, en skozku sveitirnar sigruðu í báðum boðsunds greinunum, sem voru síð- ustu keppnisgreinar á laug ardag. Eftir fyrri daginn var stigatalan jöfn 60—60 og kom þá einkum á óvart hve íslenzku stúlkurnar stóöu sig vel og sigraðu þær yfir- 'eitt hina skozku keppinauta sína. Og góður árangur náðist. Vilborg Júl’iusdóttir setti nýtt Islandsmet í 400 m skriðsundi og bætti tíma sinn mjög — sytni á 4:57.0 mín. sem var árangur í heimsklassa fyrir um það bil áratug. Þá jafnaði Finnur Garðarsson íslandsmet sitt í 100 m skriðsundi í þriðia sinn, synti á 58.8 sek. Þau sigraðu bæði ’i greinum sfnum. Salóme Þórisdótt- ir jafnaði íslandsmet sitt f 100 m baksundi synti á 1:13.7 mfn. og Guðmundur Gíslason einnig í 200 m f'uesundi á 2:18.6 mín., en bessi góði árangur hans næaði aðeins í hriöia sæti. þar sem skozku flug- sundsmennirnir vora mjög góðir. Á laueardag hófst kennnin á 400 m skriðsundi og bar unnu Skotar tvöfaldan sigur en Friðrik Guð- mundsson var nokkuð frá s’inu bezta. svnti aðeins á 4:36.3 mfn. enda hefur betta verið brevtandi kenpni undanfarið fvrir bennan 16 4ra pilt á lönau veaalen"dnnum Helga Gunnarsdóttir siaraði í 200 m brinsusundi á 3.01.0 mín. og Guðjón Guömunds’jf'n í 100 m 'n-insusundi á 1:12.5 mín fbetri Bkotinn fékk ssnu tfma> en T.fiíVn- !r Jóns'on var brlð;i svo konnnin kíizt enn f iafnvægi 89 — 87 fyrir 'ikota. Lfsa litla Ronson Pétursdóttir. sem er 13 ára kom á óvart i 100 m skriðsundinu, náði ágætum tíma 1:05.4 mín. og sigraði eftir hörku- keppni við skozku stúlkurnar. Önnur þeirra var sjónarmun á eftir. Vilborg synti á 1:06.7 mín. sem er hennar bezti árangur á þessari vegalengd. 1 100 m baksundi karla unnu Skotar tvöfaldan sigur og dró þá aöeins í sundur, og einnig eftir 100 m flugsund kvenna. Þar varð Guðmunda Guðmundsd. önnur á 1:13.2 mfn. Hins vegar sigraði Salóme Þórisdóttir f 200 m bak- sundi og setti nýtt Islandsmet 2:39.6 m’in. og var sigur hennar óvæntur Þegar Guðmundur Gísla- son sigraði svo meö yfirburður f 400 m fjórsundi var munurinn aft- ur tvö stig 105 gegn 103 fyrir Skota. Tvær síðustu greinamar vora boðsund og þurftu íslenzku sveitirnar að sigra í báðum til að vinna keppnina. Það tókst auðvitað ekki, og skozku sveitirnar reyndust betri í báðum. 1 4x100 m skrið- sundi setti Islenzka kvennasveitin enn met — sennilega það fimmta á vegalengdinní á skömmum tíma — synti á 4:29.5 mín. og bætti eldra metið um 1.2 sek Skotar sigraðu því með tíu stiga mun í keppninni, en í landskeppni þess- ara aðila í fyrrasumar vann skozka ’andsliðið með 48 stiga mun og er bv*i mikil framför hjá fslenzka sundfólkinu þótt það geti nú ekki veitt hvaða Þjóð sem er keppni á Norðurlöndum f landskeppni eins og formaður SSÍ sagði eftir þessa keppni f Edinborg. — hsfm. Fram tapabi á Möltu Fram lék fyrri leik sinn við Hibernian á Möltu á laugardag og gekk illa. Hibernian sigraði 3 — 0. Jafnt var f hálfleik, en strax í byrjun sfðari hálfleik skoraði Fram sjálfsmark — og sfðan bætti Möltu-liöið fljótt tveimur mörkum viö. Sfðari leik- ur liöanna í Evrópukeppni bikar- hafa verður á miövikudag á sama leikvelli. Þess má geta, aö þeir bræður Jóhannes og Þor- bergur Atlasvnir gátu ekki farið með Fram til Möltu. og hefur það að sjálfsögðu veikt liðið tals vert.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.