Vísir - 04.09.1971, Blaðsíða 9
V í S I R . Laugardagur 4. september 1971.
r ........ ..........................
Skiptar skoðanir um hundahaldsmálið:
álið er ekki átrætt
Með lögum skul lund byggju
Það er staðreynri, að hundahald er bannað í Reykja
vík. Það hefur lengi verið bannað, en hundaeigend-
ur fengu um tíma undanþágu frá þessu banni.
Sjónarmið hundaeigenda og þeirra, sem banna
vilja hundahaldið, eru ákaflega ólík og líta næstum
því út fyrir að vera ósættanleg. Vísir hefur að und-
anförhu reynt að kynna þessi sjónarmið, og í dag
er skýrt frá sjónarmiðum nokkurra aðila er hafa
mjög ákveðnar skoðanir á málinu. Allir eru þeir
sannfærðir um réttmæti skoðana sinna, og sann-
færðir um, að þær séu á rökum reistar.
Takob Jónasson, læknir og for-
" maður Hundavinafélagsins,
er þeirrar skoðunar, að hunda-
haldsmálinu sé síður en svo lok-
ið:
„Nei, við munum berjast, þar
til yfir lýkur. Næsta skreíið í
baráttunni er að senda bréf til
Alþjóða dýraverndunarsam-
bandsins í Ziirich. Alþjóðadýra-
Jakob Jónasson ásamt hund-
inum sínum.
verndunarsambandið er ráðgjafi
ýmissa menningarsamtaka á
vegum Evrópuráðsins og Sam-
einuðu þjóöanna og álit þess
ætti að vera einhvers virði“.
„Hundavinafélagið litur svo á,
að ákvörðun borgarstjómar sé
óréttlát?"
„Já, við lítum svo á, að málið
hafi ekki verið tekið föstum og
Skynsamlegum tökum, heldur sé
afstaðan byggð á hleypidómum.
Heilbrigðismáiaráð leggur fram
álit, þar sem ekki er tekið
minnsta tillit til fraegustu
manna á sviði dýralækninga, —
svo sem Singletons, sem er for-
seti Royal Coliege of Vetenary
Surgeons.
Áróðurinn gegn hundahaldi
er byggður á kjánalegri hræðslu.
Það er talað um, aö spóluormur
sé í hundum. Spóluormur er líka
f köttum og músum og fleiri dýr
um. Mér er tjáð, að hér á landi
þekkist eitt dæmi um spóluorm
f auga manns, og það tilfelli er
svo einstakt. að skrifa mætti
um það doktorsritgerð.“
„Hefur Hundavinafélagiö
kynnt málið erlendis á heiðar-
legan hátt, án þess að draga
neitt undan?“
„Við höfum ekkj dregið neitt
undan þegar við höfum kynnt
þetta mál erlendis. Hitt er svo
annað mál, að erlendum blaða-
mönnum hefur tekizt misjafn-
lega vel að skrifa satt og rétt
um þetta mál Um það er við
blaðamennina aö sakast — en
ekki Hundavinafélagið.“
„Er það rétt', að Tíun'dávihá-’
félagið hafi beinlfnis spantað"
mótmæli frá erlendum aðilum?"
„Við höfum engin mótmæli
„pantað". Við höfum kynnt
málið eftir föngum. og erlendir
aðilar hafa lýst y'ir stuðningi
við málstaö okkar og scnt okkur
álitsgerðir."
„Telja hundavinir, að með
þessu banni sé gengið á almenn
mannréttindi?“
„Hundavinir líta svo á. að
bannið sé vægast sagt furöu-
legt frá mannréttindasjónarmiði.
Það er sagt, að hundahald skapi
sambýlisvandamál, en ég er sann
færður um, að bannið á eftir að
skapa ekki síður alvarleg sam
býlisvandamál. Ég veit aðeins
eitt dæmi til þess að hundahald
hafi verið bannað. Það var i
Kína, þar sem hundahald var
bannað í nokkrum borgum
vegna matarskorts um tíma.
Hundahald í Reykjavik er stað
reynd, og hiö eina skynsamleg'a
er að horfast í augu viö þessá
sta'ðreynd og setja ákveðftar
reglur um hundahaldið — til
hagsbóta fyrir alla aðila.“
TZ' ristín Bjarnadóttir er ein úr
^ hópi þeirra Reykvfkinga,
sem er ákaflega mótfallin hunda
haldi hér í borg.
„Ég er þeirrar skoðunar," seg
ir Kristín, „að ófært sé að leyfa
hundahald í borgum. Mér finnst,
að hundar eigi að vera úti f
sveit, þar sem þeir geta veriö
frjálsir og óþvingaðir, í stað
þess að þurfa að hírast inni í
fbúðum fólks.
Ég er á móti hundahaldi f
borgum, ef því að ég óttast
ýmis vandamál, sem hundahald
skapar. Við höfum að vfsu losn-
að við sullaveikina, en hún getur
skotið upp kollinum á ný, ef
ekki er varlega farið.
Hundahald í fjölbýli er væg-
ast sagt ákaflega óþægilegt fyrir
alla aðila. Fólk verður að sætta
Kristín Bjarnadóttir: „Með
lögum skal land byggja.“
sig við að laga sig eftir að-
stæðum og gangast undir ýms-
ar reglur til að gera sér og
öðrum lífið bærilegt."
„Telur þú, að lögreglan ei'gi
nú að fara á stúfana til að fram-
fylgja banninu við hundahaldi,
eða á að leyía þeim hundum,
sem þegar eru í Reykjavík að
verá í'lriði;"'
„Ég-.þeld.. aðf1f}au^ynlegt|rsén
að taka þegar til við að frarft-
fylgja banninu smám saman.
Þaö er ófært að leyfa hér ein-
hverjar undanþágur frá banninu.
Or því verður eintómt svindl og
leiðindi.
Ég er líka þeirrar skoðunar,
að þetta sé bezt fyrir dýrin.
Það er illa farið með dýr, aö
iáta þau kúldrast inni allan lið-
langan daginn í misjafnlega rúm
góðum fbúðum. Það er auövitað
sárt, aö sjá á eftir hundunum,
en ég hugsa, að bændum þyki
ekki alltaf gaman að verða aö
láta drepa kindurnar sfnar eða
kýr eða hesta.
Við verðum að sætta okkur
við að taka tillit til annarra.
Ef 'fólk' getur ekki hugsað sér
annað en hafa hund, veröur það
að búa einhvers staðar annars
staöar, þar sem hundahald er
leyft.
Lögum og reglum verður að
fylgja. Með lögum skal land
byggja, eins og þar stendur."
Tj’inn borgarfulltrúa var Albert
Guðmundsson hlynntur
húttdahaldi. Hann segir:
„Frá mínum bæjardyrum séð
er þetta mál iangt frá þvf að
vera útrætt. Meðan svona er í
pottinn búiö veröur þetta alltaf
vandamál. Að sjálfsögöu mun
ég sjálfur beygja mig undir á-
kvörðun meirihlutans, en engu
aö síöur er ég þeirrar skoðunar,
að hundavinir hafi unnið stór-
sigur, þar sem lögreglan neitar
aö framfylgja þessu banni.
Ég spurði fulitrúa lögreglu-
stjóra, hvort lögreglan mundi
taka til viö að útrýma hundum
í Reykjavík, þann 1. sept., að
frestinum útrunnum.
Hann sagði að lögreglan
mundi fara rólega' f sakirnar, og
ekki verða aðrir hundar teknir
en þeir, sem kvartað hefur verið
yfir, og þá mun lögreglan reyna
að kynna sér réttmæti kvartan-
anna, svo að hundaeigendur
þurfa ekki að óttast, að hundar
þeirra verði teknir, hvar sem til
þeirra næst.“
„Telur þú að hundavinir hafi
kynnt sitt mál á óheiðariegan
hátt?“
„Ég vil taka það skýrt fram,
að ég hef á engan hátt staðið í
samvinnu við Hundavinafélagið.
Það hefur ekki haft samband við
mig, og ég ekki við það. Mín
afstaða í borgarstjöm var ein-
göngu byggð á mínu persónulega
maju og reynslú''.' '1
Hvað hefur þú um núverandi
' ásíánd að rsegja?" . • ,.
„Mér finnst núverandi ástand
ákaflega ómannúðiegt. Það er
ómannúðlegt að dýrin skuli fá að
vera svona með hálfgerðu leyfi
borgarráðs. Þetta skapar hunda-
vinum ótta og gerir dýrin að
föngum innanhúss. Fóik þorir
ekki að íara með þau út úr húsi
af ótta við lögreglu, og dýrin
eru jafnvel út.ilokuö frá dýra-
læknum af sömu ástæðu“.
„Þú sagðir, að afstaöa þín til
hundahalds væri byggð á per-
sónuiegri reynslu."
„Já, hún er byggð á eigin
reynslu. Ég hef átt hunda bæði
hér og erlendis. og reynsla mín
er sú, að ég hlýt að vera hlynnt
ur bví.-að hundahald sé ]eyft.“
„Og að lokum?“
„Að lokum langar mig áð taka
fram að gefnu tilefni, að fyrir
hundavini er engin ástæða til aö
ætla, að þeir sem eru á móti
hundahaldi séu vont fólk. Því
fer fjarri. Þótt til dæmis aðrir
fulitrúar í borgarstjórn hafi
lagzt á móti hundahaldi sannar
það ekkj annað en að þeir halda
á málum, hver eftir sinni sann-
færingu“. — ÞB
Þessi mynd af Albert Guðmyndssyni og hundinum hans blrt-
ist í danska blaðinu BT.
vísír m-
— Eruð þér samþykkur
eða andvígur hunda-
banninu?
Jósep Sigurðsson, sendibflstjóri:
— Hundabanninu er ég sam-
þvkkur. Hundar finnast mér
nefnilega elcki eiga rétt á sér
í þéttbýlinu.
fS
'f i'.ém-
j ... imm
Öm ísleifsson, gagnfræðaskóla-
nemi: — Ég er á móti hundum
og þar af leiðandi fylgjandi
hundabanninu.
Margrét Guðmundsdóttir, hús-
móðir: — Ég hef ekkert á móti
hundum í sjálfu sér. Mér finnast
þeir bara ekki eiga við í Reykja
vík, allra hluta vegna. Þeir eiga
t.d alls ekki heima f sambýlis
húsum. Öðru máli skiptir um
hunda í eigu fólks 1 einbýlishús
um.
•MK.
Rannveig Stefánsdóttir, gagn-
fræöaskólanfemi. — Ég er tví-
mælalaust andvíg hundabann-
inu. Sjáif átti ég einu sinni hund.
Ég missti hann fyrir bíl.
Hrúfn Magnússon, kennari. —
Ætli ég sé nú ekki frekar á
móti hundahaldi í Reykjavík. —
Hundar eiga jú fyrst og fremst
heima í sveitum landsins.