Vísir - 27.09.1971, Blaðsíða 1
,Erfítt að vinna með kommúnistum'
,Glaumgosa'-
milljánir
gera innrás
í Evrópu
Bandaríska tímaritið Playboy
er dæmigert um „great succ-
ess“ á ameríska vísu og hefur
faert eigandanum Hugh Hefner,
sem sjálfur er mikill glaumgosi,
ótáldar milljónir. 1 þau 20 ár,
sem blaðið hefur komið út hafa
menn velt því fyrir sér, hvað
þessi frægasti glaumgosi heims
fær í aðra hönd úr Playboy-
stórveldinu. — Það varð ljóst
í síðustu viku að hann hefur rúm
ar L5 millj. dollara á áriúrfyr
irtaekinu eða sem samsvarar 150
milljónum íslenzkum. — En mik
ið vill meira og þess vegna er
nú áætlunin að ráðast inn á
Evrópumarkaðinn á næstunni og
gefa blaðið út á þýzku, frönsku
og ítölsku.
Sjá bls. 2
,Héraðslækn-
irinn er eins
og i fangelsi'
„Héraðslæknirinn má ekki ýf
irgefa umdæmi sitt lengur en J
tvo sólarhringa án þess að fá
staðgengil. Hvar ætti hann að
fá staðgengil? Héraðslæknirinn
er eins og í fangelsi." — „Yfir
sumarmánuðina sér maður
stráka frá Landsímanum aka
upp um fjöll og firnindi á rán-
dýrum sænskum fjallabilum til
að gera við símastaura. Fyrir
héraðslækninn þykir snjóbíll
nógu gott farartæki." — „Hugs
aðu þér t. d. hjón með veikt
ungbarn og enginn læknir nær
en 100 km. Hvernig heldur þú
að þeim líði?“
Þetta eru glefsur úr viðtali
við ungan héraðslækni, Skúla
Johnsen, sem lýsir því, að lækna
mál dreifbýlisins séu hreinlega
komin í strand.
Sjá bls. 9
Ofhitnar
jörðin?
Þó að við íslendingar vildum
kannski gjarnan oft, að hitastig
ið hér á landi væri örlítið hærra,
höfum við jafnmikla ástæðu til
að fylgjast með þeirri óheilla-
þróun, sem er að verða í heim-
inum og getur leitt til, að jörð
in ofhitni. Eina lausnin á súr
efnisskorti jarðar, mengun, ryki
og öðrum hættum, sem að okk
ur steðja, virðist nú vera víð-
tækt alþjóðlegt samstarf,
Sjá bls. 8
Áheyrendur klöppuðu oft á
fundinum í Austurbæjarbíói I
gær, enda voru stjómmálaskör-
ungamir hressir og léttir í skapi.
— Frá vinstri norski blaðamað-
urinn Heradstveit, Gerhardsen
og Erlander. ^
— sagði Tage Erlander um Alþýðubandalagið
— vill sameina krata og Hannibalista —
Framsókn er miðflokkur
Tage Erlander fyrrum
forsætisráðherra Svía
hefur áhuga á, að flokk-
ur Hannibals sæki um
, inngöngu í alþjóðasam-
band jafnaðarmanna og
íslenzkir jafnaðarmenn
sameinist.
„Ástandið í íslenzkum
sósíalisma er svipað á
íslandi og það var á
Ítalíu.
Sænskir jafnaðarmenn vinna
með öllum flokkum, sem ganga
í alþjóðasamband jafnaðar-
manna, en í það samband eru aö
eins teknir jafnaðarmannaflokk-
ar.
Árið 1953 var samþykkt, að
bæði sósíaldemókrataflokkur
Saragats og sósíalistaflokkur
Nennís skyldu teknir í samband
ið. Þetta væri svipaö og bæði
Alþýðuflokkurinn, sem lengi hef
ur verið í alþjóðasambandinu og
flokkur Hannibals fengju aðild
að alþjóðasambandinu.“
Þetta sagði Erlander, þegar
blaðamaður Vísis ræddi við
hann í morgun. Hann taldi, aö
reyna ætti að sameina þessa tvo
flokka. Um Framsóknarflokk-
inn sagði Erlander, að hann
væri sams konar og sænski
Miðflokkurinn. Hann vildi lítið
segja um Alþýöubandalagið ann
að en það, „að mjög erfitt væri
að vinna með kommúnistum."
Afstaðan til lýðræðisins skildi að
jafnaðarmenn og kommúnista.
Hann viðurkenndi, að sænskir
jafnaðarmenn hefðu samvinnu
við kommúnista, þar sem ríkis-
stjórn jafnaðarmanna hefur ekki
þingmeirihluta. Hins vegar
heföi ríkisstjórnin i 95% mála
einnig samvinnu við borgara-
flokkana, sagði hann.
Hann kvaðst aldrei hafa orðið
var við neinn mun á stefnu is-
lenzka Alþýðuflokksins og
sænska' jafnaðarmannafl., að
minnsta kosti ekki i félagsmál-
um, og Erlander vitnaði til sam
staifs síns við Emil Jónsson.
Hins vegar kvað hann erfitt að
gera sér fulla grein fyrir póli-
tík í öðru landi, menn hefðu
nóg með sitt eigið.
Hann vildi ekkert segja um
stefnu íslenzku þjóðarinnar í
varnarmálum. Hann kvaðst ekki
geta tekið opinbera afstöðu til
hennar, hvorki með né móti.
—HH
6V2 milljón kr. í innistæðulausum ávísunum
61. árg. — Mánudagur 27. september 1971. — 219. tbl.
— „bjartsýni virðist rikja i viðskiptum — menn
kræfir að skrifa ávisanir án innistæðu
NÓG HEFUR verið að gera í Seðla
bankanum um helgina við að at-
huga innistæðulausar ávísanir.
Við og við fer bankinn á stúfana
og kannar í öllum bönkum spari-
sjóðum og bankaútibúum, og að
því er Björn Tryggvason hjá Seðla-
bankanum sagði Vísi í morgun, var
„afraksturinn" mjög verul. núna.
Alls voru í umferð 620 innistæðu
lausar ávísanir, samtals upp á tæp
Iega sex og hálfa milljón kr.
„Flestar ávísanirnar eru upp á
fáein hundruð — en sumir eru
kræfir og gefa út 200.000 króna
ávísun svona rétt fyrir helgi“.
— Það hljóta þá að vera fyrir-
tæki?
SÍLDARSKIPIN
GEFAST UPP Á
HEIMAMIÐUM
Menn voru í óðaönn í morgun að
lesta fs um vorð f sfldarskipin til
þess að ísa Norðursjávarsíldina.
Stærstu síldveiðiskipin eru nú
aftur á leið í Norðursjó til veiða.
Mörg skipanna munu halda utan í
dag og á morgun og fáein eru þeg-
ar farin. Talsverður ys og þys var
því í kringum skípin vestur við
Grandagarð í morgun, bar sem ver-
ið var að láta ís um borð í þau.
Það hefur hins vegar lítið umstang
verið við síldveiðarnar hér á heima-
miðum, bví veiðin hefur verið sára-
lítil sem engin.
Og þótt sjómenn verði að dvelja
mánuðum saman fjarri heimilum
sínu ytra, kjósa þeir það heldur en
þaö litla snap, sem er að hafa á
heimamiðunum, auk þess hefur
verö fyrir síldina verið'mjög gott
f Danmörku og Þýzkalandi og há-
„Já, — reyndar eru sumir ein-
staklingar duglegir við svona út-
gáfu líka — ávísanaviðskipti fara
mjög mikið í vöxt hér á landi, og
þetta fer mikið eftir því hvemig
viðskiptin standa hverju sinni, —
hvort bjartsýni rfkir eða ekki. —
Menn eru bjartsýnir núna“. — GG
/wvwvwwwwwvw
setahlutur á efstu skipunum, sem
stundað hafa veiðarnar í Norðursjó
mun vera kominn yfir hálfa milljón
síðan á áramótum.
í nótt urðu nokkur skip vör við
síld á Selvogsbankahrauni, svipuö-
um slóðum og síldin veiddist fyrir
helgi. Þar fengu nokkur skip 15
lestir hvert, Helga II. Reykjavík,
Kap II. Vestmannaeyjum, Hrafn
Sveinbjarnarson. Grindav’ik. Og
Ljósfari fékk 4 tonn. Einhver meiri
veiðj mun hafa verið á þessum slóð
um, en fréttjr höfðu ekki borizt um
hana f morgun. Síldinni var landað
í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn,
en þaðan er henni ekið hingáð til
Reykjavíkur, þar sem reynt er að
salta sem mest af henni. Hér mun
um aö ræöa fallega sfld. — JH
„Hindrum
islenzku út-
færsluna
með öllum
löglegum
ráðum"
segir þýzkur ráðherra
Ríkisstjóm Vestur-Þýzka
lands sættir sig ekki við
stækkun landhelgi Islands í
50 milur og mun beita sér af
alefli gegn hennj.
Landbúnaðarráðherra Vestur-
Þýzkalands Joseph Ertl sagði á
flokksfundi í Bremenhaven í
gær, að þýzka stjórnin hefði
gert hinni íslenzku grein fyrir
því, aö „öllum löglegum ráð-
um verði beitt til að hindra
þessa stækkun".
Hann sagði að um það bil
þriðjungur af ferskfiskfram-
leiðslu V-Þýzkalands mundi
verða fyrir áhrifum af ráðgerðri
stækkun fslenzku landhelginnar.
Ertl kvaöst vona, að íslenzka
rfkisstjórnin mundi sjá aö sér.
— HH