Vísir - 27.09.1971, Qupperneq 2
PLA YBOY
vex eg vex
Hugh M. Hefner, Playboy-kóngur,
stígur út úr einkaþotu sinni.
— hefur útgáfu /
Allt frá því bandaríska
mánaðarritið „Playboy“
hóf sína sigurgöngu um
hinn vestræna heim, árið
1950, hafa reikningslistar
menn setið við og reynt
að gera sér í hugarlund,
hverjar tekjur Playboy-
kóngsins, Hugh M. Hefn-
ers myndu vera — eink-
um eftir að Playboy varð,
að stórveldi, með margs
konar hótelum og klúbb-
um kringum sig.
Svariö við þessari áleitnu spum
ingu kom I síðustu viku, þegar
„Playboy Enterprises, Inc.“ bjó
sig undir að bjóða hluti til sölu í
fyrirtækinu.
Playboy setlar sér að selja
1.159,562 hluti, og þar af em
300.000 hluti.r beint frá Hefner
sjálfum. Eftir sem áður ætlar
hann sér að halda eftir 6.700,00
hlutum, eða 71,9% af heildinni.
Það sem eftir er, 11% eða þar
um, tryggir svo Hefner 800.000
dollara á ári til viöbótar ansi ríf-
Evrópu næsta ár
legum iaunum sem hann hefur
fyrir þ. e. 303.924 dollurum. Sem
stjómarformaður, ritstjóri og út-
gefandi fær hann til viðbótar
372.924 dollara.
Playboy, þ. e. tímaritiö, er sá
partur af 'allri staifsemi Hefners,
sem langmestum gróða skilar, og
fer því fjarri að aðrar deildir fyr-
irtækisins skili öðum eins hagn-
aði — hótelreksturinn hefur ekki
gengiö sérlega vei, sýndi s. 1.
ár tap upp á 1.700.000 dollara.
í síðasta mánuði byrjaði Play-
boy Enterprises að reka hljóm-
skífuútgáfu og upptökustúdíó og
einnig hefur Hefner áform uppi
um kvikmyndaframleiðslu. í fyrra
greiddi hann leikstjóranum Rom-
an Polanski þrjár milljónir doll-
ara til að gera kvikmynd eftir
Shakespeare-leikritinu Machbeth
og svipast nú um eftir fleiri kvik-
myndaáformum að leggja pen-
inga í.
Næsta ár ætlar Playboy sér að
hefja alþjóðlega útgáfu þess
merka tímarits, sem ber nafn fyr-
irtækisins og verður blaðið þá
gefiö út f Þýzkalandi, Fakklandi
og Italíu auk Bandaríkjanna. Til
aðstoðar við það réð Hefner tll
sín blaðamann af vikuritinu Time,
Michaei nokkum Demarest.
Verður þá um mikinn banda-
rískan innflutning að ræða í Evr-
ópu, því allt starfslið þessara
blaða verður bandarískt eða að
langmestu leyti, og einnig verða
þær nöktu fegurðardísir, sem
gera blaðið að því uppáhaldi karl-
manna, sem þaö er, flestar banda-
rískar, þótt Hefner hafi lofað les-
endum sínum þvf að Htast einnig
um á evrópskum markaði eftir
hæfileikaríkum stúlkum til að
mynda.
!•••■•••••••••••••••■••••••••••••••••••••••••••<•••••••••••••••■••••••••«
IÐNSKOLINN I
REYKJAVÍK
Nemendum, sem stunda eiga nám í 3. bekk
á yfirstandandi skólaári (annarri námsönn),
en hafa ekki lokið námi í einstökum náms-
greinum 2. bekkjar með fullnægjandi árangri,
gefst kostur á að sækja námskeið í reikningi,
efnafræði, dönsku og-ensku, ef næg þátttaka
fæst. — Innritun fer fram í skrifstofu skólans
29. sept. til 1. okt. á skrifstofutíma.
Námskeiðsgjöld verða kr. 600,— fyrir hverja
grein. — Námskeiðin munu hefjast 4. okt. og
próf standa 25.—27. sama mánaðar.
Nemendur, sem þurfa að endurtaka próf í
öðrum námsgreinum 2. bekkjar skulu koma
til prófs sömu daga og láta innrita sig í þau
dagana 18.—22. október.
Skólastjóri
ípo S m u r b ra u ðstof a n
M -.......
BJORIMIIMN
Njálsgata 49 Sími 15105
MGMéghvili ' fc, SJfi
með gleraugum frá SrljfiBF
Austurstræti 20. Slmi 14566.
HEILAÞYOTTUR
Rússar hrifnir af Elling-
ton
Ellington, jasskóngur stormar
nú um Sovétríkin með hljómsveit
sína og ef marka á fregnir af för
hans, þá er það mikil frægðar-
för og rússneskir karlar og kon-
ur, hníga stundum út af I jass-
sveiflu, einkum þegar Ellington
leikur á amerískunni „I love You
Madly".
Rússarnir voru sagðir ofsahrifn
ir af gömlum og góðum amerísk-
um lummum svo sem „Take The
A Tráin“, „Satin Doll“, „Perdi-
do“ og „I Can’t Get Started With
You“ — og Dukinn sjálfur sagði
„Þetta eru þeir hrifningargjörn-
ustu áheyrendur sem ég hef
npkkru sinnj leikið fyrir".
Dótturdóttir Stalíns
Hvem skyldi hafa grunað það
fyrir svona’ 20 árum, að dóttir
Stalíns og dótturdóttir hans, væru
daglega blaðamatur í bandarfsk-
um blöðum, og dóttir hans meira
að segja gift bandarískum manni
og búsett vestra?
Svetlana Alliuyeva Stalín heit-
ir ekki lengur Stalín heldur Pet-
ers og þessi 45 ára kona eignaðist
fyrir fjórum mánuðum dóttur sem
Olga heitir.
Faðir hennar er William Wesley
Peters, 59 ára gamall maður og
arkitekt aö mennt.
Fréttist af fólki....
Eigi alls fyrir löngu voru hjón
in á myndinni þessari mjög svo
umtöluð í .blöðum — aðeins hef
ur hljóðnað um þau síðan, enda
hafa þau lifað kyrrlátu fjölskyldu
lífj undanfarið.
Hann er Serge Gainsbourg. 43
ára maður, sem vann sér þaö
til frægðar að semja „texta“ cða
hljóð fyrir hljómskífuna „Je
t‘aime“ — en hljóð þessi voru
stunur og hvæs frá pari að iðka
ástarleik. Hún er svo Jane Birk-
in sú kona í Frakklandi sem
hvað frægust hefur orðið fyrir
ófeimni við að sýna kropp sinn.
Hún er 24 ára, og dóttir þeirra,
sem þau hafa þama á möH sln
í poka er Charlotte-Lucy og ekki
nerrja þriggja vikna að aldri.