Vísir - 27.09.1971, Page 8
3
V 1 S I R . Mánudagur 27. september 1971,
Qtgefancn: KeyKlaprenr öt.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjölfsson
Ritstjóri: Jónas Rristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulitrúi: Valdimar H. Jóhannesson
AuglýMngastjóri: Skúli G. Jóhanneswnn
Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660
Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660
Ritstjðrn: Laugavegi 178. Slmi 11660 f6 llnur)
Askriftargjald kr. 195.00 ð mðnuöi innanlands
i lausasöiu kT. 12.00 eintakið
Prentsmiöia Vtsis — Edda hf.
Hughvarf til heilla
JVúverandi ríkisstjórn vinstri flokkanna hefur lagt
niður hina upphaflegu stefnu Magnúsar Kjartansson-
ar orkuráðherra um smávirkjun í Brúará og tekið upp
stefnu fyrrverandi ríkisstjómar um stórvirkjun við
Sigöldu í tengslum við orkufrekan iðnað. Þessari
stefnubreytingu ber að fagna sérstaklega.
Fráfarandi alþingi tók raunar í vor ákvörðun um
þessa stórvirkjun. Á grundvelli þeirrar ákvörðunar
hefur stjórn Landsvirkjunar lagt tii við hina nýju
stjórn, að ráðizt verði í virkjun við Sigöldu. Ríkis-
stjórnin hefur fallizt á þessa tillögu, og má búast
við, að framkvæmdir geti hafizt síðari hluta næsta
árs.
Jafnframt hefur verið tekin ákvörðun um að leggja
raflínu norður í land og tengja þar með orkusvæði
Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar. Sú lípa verður
áreiðanlega til mikils gagns. Öll samtenging orku-
svæða veldur bættri nýtingu orkunnar og auknu ör-
yggi í rekstri. 1 framhaldi af þessári líriu þarf að
Ieggja línu til Austurlands og síðan til annarra orku-
svæða landsins.
Ríkisstjórnin gengur hins vegar að þessum fram-
kvæmdum í vissri sjálfsblekkingu. Sú blekking felst
í því að telja mögulegt að byggja Sigölduvirkjun á
almennum innanlandsmarkaði. Stækkun Laxárvirkj-
unar og gerð Lagarfossvirkjunar valda því, að um
langt skeið verður lítið hægt að selja norður og austur
á land af rafmagni virkjunarinnar við Sigöldu, þrátt
fyrir samtengingu orkusvæðanna.
Ekki verður heldur hægt að selja neitt verulegt
magn til húsahitunar. Rafmagnið er ekki samkeppn-
isfært gagnvart hitaveitum, þar sem þær eru fram-
kvæmanlegar, svo sem á öllu Reykjavíliursvcoðinu
og á töluverðum hluta annarra þéttbýlissvæða lands-
ins. Þr.o verð”r bví fyrst og fremst strjálbýlið, sem
vill kaupa rafmagn ' ' vahifcf verðið vcrCur
nógu lágt. Rafmagn er þegar notað á þann hátt sums
staðar í strjálbýli. Möguleikamir á aukningu em svo
takmarkaðir, að það mun ekki koma Sigölduvirkjun
að verulegu gagni á fyrstu árunum, þegar hún þarf
mest á viðskiptum að halda.
Sigölduvirkjun á að kosta 3460 milljónir króna
og gefa 35 aura orkuverð á kílówattstund, ef hún
verður reist í einum áfanga. Verði hún hins vegar
byggð í þremur áföngum, verður hún 300 milljón
krónum dýrari og orkuverðið verður miklum mun
hærra og jafnvel margfalt hærra fyrstu árin.
Ljóst er af greinargerðum stjórnar Landsvirkjunar,
að hagkvæmnin við Sigöldu felst í því, að unnt verði
að semja við einn stóran orkukaupanda, eitthvert
stóriðjuver. Fyrir þvi hefur ríkisstjómin enn ekki séð.
Viðræður hafa þó farið fram við erlenda fjámagns-
eigendur um stóriðju hér á landi og samningar við ein-
nverja þeirra kunna að takast. Á þann hátt yrði hug-
h'.-ai-I : ^ómarinnar til mestra Iieilla.
Ofhitnar jö
Alþjóðaþing jarðefnafræðinga fjallar um
mengun, súrefnisskort, ryk og aðrar hættur,
sem að mannkyni steðja
UN
Maðurinn skóp siömcnniny-
una, en tortímlr ekki siðmenn-
ingi manninum? Þetta vanda-
mál reyndar öðru vísi orðaö
(maður og lífhvolf), var efni sér
staks umræðufundar á Alþjóða-
þingi jarðefnafræðinga, sem hald
ið var f Moskvu.
Staðreyndir fyrst. í deseinber
1952 voru dauösföll V London
þrefalt fleiri en venjcílega
nokkra daga í röö: „smog"1 —
eitruð þoka — krafðist fjögur
þúsund mannslifa. í júnV 1970
iagð) sams konar smog 8 þús-
und manns á sjúkrahús I
Tókíö, höfuðborg Japatis. Á
fjölfömum götum eykst stöðugt
notkun súrefnissjálfsala. Þann
16. oktðber 1969 runnu 600
tonn af svartolíu tij sjávar við
strendur Massaohusetts í Banda
ríkjunum. Nær allur fiskur, sem
upp var dreginn á þessu svæði
þremur dögum sVðar, var dauð
ur . . .
Tala jarðarbúa hefur tvöfald
azt á siðustu 35 árum aðeins.
Með sama hraða vex iðnaður,
landbúnaður og flutningar. Mað
urinn hefur rofið hið hefð-
bundna samræmi í náttúrunni
með þvi að þröngva upp á hana
tilfærslu gifurlegs efnismagns
og gjörbylta allri orkudreifingu.
Allt va'r þetta gert í góðum
tilgahgi, en við uppbyggingar-
starf sift 'ef manninuih það^
_ekki ljóst, hve mikið hann rífur
niður, Þessi vandamáj gerði
varaforsetj Visindaaka'demfu
Sovétríkjanna, A.vP. Vinógrad-
ov, að umtalsefni í ræðu sinni
á fundinum.
Súrefnissvelgjum fjölgar
óðfluga
Hverju öndum við að okkur í
dag og hverju munum við anda
að okkur á morgun? Sú spuming
er ekki út í bláinn. Dæmið sjálf:
Eini framleiðandi súrefnis á jörð
inni er eftir sem áöur blað-
græna jurtanna. Flatarmál það,
sem grængróðurinn þekur breyt-
ist ekkj að ráði, en „súrefnis-
svelgjum" fjölgar óðfluga, sér
staklega vex vinnsla mestu súr
efnisætunnar, eldsneytis úr iðr
um jarðar. Aðeins á síðustu 20
árum hafa veriö unnin úr jöröu
70 prósent af allri oft'u. 35 pró-
sent r"ra kola og eiginlega allt
ljósagas, sem unnið hefur verið
frá upphafj vega. Til brennslu
á eldsneyti fóru 300 milljarðar
tonna af súrefni, Vísindamenn
telja, a,ð á jarðmælikvarða sé
þetta ekk; ýkjá mikið enn, en
ekki má gleyma, hve eldsneytis
neyzla fer hraðvaxandi, Auk
þess getur dregiö úr súrefnis
mettun andrúmsloftsins vegns
uppblásturs, rányrkiu skóga og
stundum vegna villimannlegrar
eyöingar á gróðri með eitureín
um eins og á sér t. d. stað f
Vítenam. Það er ekki að ófyrir
synju, að súrefnisforði jarðar
er þegar á dagskrá
Svo er önnur hlið á þessum
sama vanda. Við eldsneytisnotk
un sína „fleygir“ máðurinn út í
andrúmsloftið á ári hverju n,iu
milljörðum tonna af kolsúru
gasi (CO'J). Þetta þýðir, að heild
armagn kolsýru 5 loftinu eykst
um eitt prósent á hverjum fimm
árum. Ekkj óveruleg tala, eink
um er hugsað er til framtíðar
innar. Við vitum. að I gufu
hvolfinu verkar kolsúra gasið
eins og glerþak í gróðurhúsi:
Hleypir sólargeislunum f gegn til
jarðarinnar, en slepplr ekki út
aftur hitanum, sem myndast
(innrauð útgeislun yfirborðsins).
Vísindamenn álíta, að einmitt
þetta sé orsök hins ofsalega hita
á yfirborði Venusar (500° C).
Jörðin hitnar
Þannig stillir kolsúra gasið
meðalhitann á plánetu okkar,
sem er nú sem stendur 14°C.
Frá 1900 til 1945 jókst meðal-
hitinn á jörðinni um 0,8 gráö-
ur. Þetta reyndist nóg til þess,
að jöklar tóku að hörfa irni heim
allan. Nú er magn CO’ 1 andrúms
loftinu aðeins þrír af hundraði.
Tvöfaldist þáð. vex meðalhitinn
um 2 stig. Þá fara jöklar og
tsar almenn að bráðna og yfir
borð heimshafanna að hækka
með öllum ]peim afleiðingum,
sem því myndu fylgja.
Það er vitað að CO1 leysist
betur upp í köldu vatni en
heitu. Þar af leiðir, eins og
vísindamenn hafa sýnt frám á
að á jörðinni er 1' gangi tröllauk
in sogdæla: Hafið gleypir kol-
sýruna á háum breiddargráðum
og flytur hana með botnstraum
um tíl hitabeltisins (í kalsium-
og vetnissambandi) Þar leitar
CO’ að nýju út í gufuhvolfið,
en kalkið sem áður var í sam
bandj við það, nota lífverur i
sjónum til aö byggja „beina--
grind áina. Þannig myndast kró-
aleyjar og rif. Kolsúra gasið
hefur sem sagt afar mikla þýð
ingu fyrir samræmið í ýmsum
ferlum náttúrunnar Breyting á
gasmagninu gætj raskaö þessu
samræmj.
Er Hekla ábyrg eða
maðurinn?
En það, sem að áliti Vino
gradovs hlýtur að valda jarðar
búum mestum áhyggjum er .. .
ryk. Það mettar loftið f æ
ríkara mæli og hótar að breyta
loftslagi á plánetunni. Hvað
veldur þessu ryki? í náttúrunni
eru þaö helzt eldgos og eyði
merkurfok. En á sfðustu tímum
llllllllllll
m impm
Umsjón: Haukur Helgason
stuðlar maðurinn sjálfur að
uppblæstri jarövegs, og vindar
þyrla upp eins og skýjaþykkni
moldinni sem svipt hefur verið
sinni grænu hlVf. Rykið ryöst
upp um reykháfa verksmiðja og
iðjuvera, sem þjóta upp eins og
gorkúlur. Skammt er slðan atóm
sprengjur þyrluðu feikna magni
upp í stratosferuna, Rykið svífur
í loftinu eftir skógarelda og elds
neytisbrennslu flugvéla. Rann-
sóknir Sýna, a'ð rykmengun hef
ur einkum farið vaxandi á sfð
ustu tímum: Ár hvert þyrlast
milljónir tonna af fðstum ögn
um urm f lofthjúp jarðar.
Sumir vísindamenn telja, að
gruggun gufuhvolfsins megi að
nokkru leyti rekja tfl magnaðra
eldgosa (Hekla 1947 og Agung
1963), aðrir skella allri sknld
r*...."
mni
manninn.
New York séð úr lofti. — Þann
ig lýsir teiknarlnn menguninni
yfir New York-borg. — Ekkert
sézt utan toppurinn á Emjire
State byggingunni.
Vinnst sigur með alþjóð-
legu samstarfi?
Loks var enn eitt vandamál,
sem áhugi þátttakenda Alþjóða
þings jarðefnafræðinga beindist
að: Hætta á ofhitun jarðarinnaY.
Mannkynið „leyfir sér þann mim
að“ að veita út f andrúmsloftið
sívaxandi hitamagn; frá iðnað
inurn. Við verðum vissulega auð
ugri að orku með hverjum degin
um sem lfður. Rafstöðvar heims
ins tvöfalda afköst sín á aðeins
7—10 árum. Á þremur sVðustu
áratugiun hefur verið brennt
meira eldsneyti en f allri sögu
mannkynsins þar á undan.
Kjarnorku fleygir mjög fram:
samkvæmt útreikningum á hún
að hafa náð öllum vatnsafls-
stöðvum samanlagt f hitafram
leiðslu árið 1980. Leiðir ekki
þessi orkugerð til nýrra óþæg-
inda, „hitamei>gunar“ hnattar-
ins?
Hingað til höfum við kynnzt
aðeins staðbundnum óþægindum
af þessu tagi. Þannig veldur
heitt úrgangsvatn, sem veitter
í tjamir, vötn og annað straum
laúst vatn . gífurlegum vexti
blágrænna vatnaiurta. Fylgi frá
rennslisvatninu líka „fóður“ t.
d. fosfórsambönd. köfnunarefni
o. þ. h., þá má heita. að maður
sjái beinlfnis gróðurinn þenja
sig út. Síðustu rannsöknir vís-
indamanna sýna, að aukinn
straumur hita út f lífhvolfið get
ur að lokum truflað eðlilega
rás náttúrunnar um allan heim.
Einkum gætí betta haft alvar
leg áhrif á veðurfar.
Nú hlýtur lesandinn að spyrja:
„Hvert stefnum vér? Er engin
leið út úr ógöngunum?" Jú, að
áliti þátttakenda umræðufund
arins er ekk; ástæða til að
örvænta um ástandið. Mönnum
tðkst að ná samkomulagi um
bann við flestum tegundum
kjamorkutilrauna. þegar þeir
gerðu sér grein fyrir þeirri
hættu, sem þær höföu f för
með sér fyrir plánetuna. „Við
álítum, að varðandj aðra, hlið-
stæða erfiðleika' muni mannkyn
ið meö sameiginlegum. alþjóðleg
um átökum sjá fótum sínum
forráð", sagði varaformaður Vís
indaakadem*iu Sovétrikjanna,
Vínogradov, í lok ræðu sinnar.
(Grein eftir Sovétmanntnn
O. Borisov — nokkuð 9tytt.)