Vísir - 22.11.1971, Side 9
VÍSIR. Mf.nudagur 28. nóvember 1971.
Orðumar hlaðast upp.
Verður tíðara, að
menn neiti
Um allan heim eru menn
,,krossaðir“, innlendir og út-
lenzkir, ef þeir eru álitnir hafa
orðið tij sérstakrar nytsemdar
landi og lýð. Hér þótti sjálf-
sagt aö fara eins að. Orðunefnd
velur Þá, er hún telur verð-
skulda, og einstaklingar og
hópar skjóta að hennj tillögum
um kandidata. Margir eru kall-
aðir en fáir útvaldir.
Annaö veifið háfa íslendingar,
sem orðunefnd hefur útvaljð,
hafnað orðunni. Erlepdis verður
æ tíðara, að menn neiti orðum,
einkum á vinstri kantj stjóm-
málanna. Gagnrýnj beinist að
því hér að margir hljótj fálka-
orður án sérstakrar afburða
verðleika. Um þetta er deiit.
Allir viðurkenna, að mikili
fjöldi þejrra, sem hafa hlotiö
77. skoðanak'ónnun Visis: Viljið jbér láta leggja niður fálkaorðuna?
eð eitthvert gfíngur
hangandi á brjóstinu
u
„Fálkaorðan er ekkert annað en hégómi, og þvl
er sjálfsagt að afnema hana.“ — „Leggja niður fyr-
ir íslendinga en láta útléndinga hafa hana áfram.“
— „Það má hafa hana og takmarka eitthvað.“ —
„Það væri vanvirða að leggja hana niður. Margt
gott fólk hefur fengið hana.“ — „Enginn verður
meiri, þótt hann hafi eitthvert glingur hangandi á
brjóstinu“ -— — — — —
Vísir lagði i 77. skoðanakönn-
un sinnj þá spumingu fyrir al-
menning hvort leggja ætti
fálkaorðuna niður. Meirihlutinn
sagði já. Af 200 sem spuröir
voru, yildu 90 leggja hana niður,
60 halda henni áfram og 50 voru
óvissir (Þessar tölur eru ekki
„afrúnnaöar" heldur þóknaðist
þeim að koma út í heilum tug-
um) Bæði meðal karla og
kvenna, Stór-Reykv’ikinga og ut-
anborgaramanna var meirihluti
fylgjandi því, að lífdagar fálka-
orðunnar yrðu ekki lengri.
Meðal þeirra sem vildu halda
henni var auk þess stór höpur,
sem vildi hætta að veita orðuna
íslenzkum mönnum.
„LJtveguð gegnum
klíkur“
Menn voru harðir í afstöð-
unni. Mjög algeng voru svör eins
og þetta: „Ég sé ekki, að nein
sæmd sé I hennj Veit ekki,
hvaða tilgangi þet'ta prjál á að
þjóna. Mín vegna mætti leggja
þetta dót niður.“ ,,Það ætti að
vera óhætt að leggja þetta
glingur á hilluna," sagði karl-
maður úti á landi. „Hún má
fara, það eru engin not fyrir
hana “ sagði kona í Keflavík.
„Burt með þetta prangl og
drasl,“ sagðj einn Reykvíking-
urinn. „Við verðum bara hlægi-
Iegir ef við erum að spranga
með þetta.“ „Jú burt með svo-
leiðis hismi,“ sagði annar.
„Fá’kaorðan er útveguð I gegn-
um klíkur og ánnað,“ taldi kona
í Reykjavík. „Óttalegt húm-
búgg,“ sagð; önnur. „Þetta er
bara snobb,“ sagði karlmaður
i borginni. „Erlend eftiröpun,"
sagði karlmaður útj á landi
Kvenfólkið var heldur tregara
en karlkynið til að leggja orðuna
niður. Um 40 prósent kvenn-
anna vildu það, en um 30%
vildu halda henni. Tæp 30%
voru óákveönar.
„Hafa þetta dót fyrir
útlendinga“
Fálkaorðan á líka einarða
stuðningsmenn sem telja frá-
leitt að fara að leggja hana nið-
ur. Mjög margir af þeim sem
létu skýringar fylgja svarinu,
höfðu hins vegar ýmislegt út á
orðuveitingarnar að setja, þótt
þeir vildu halda þeim. „Jú, það
væri allt i lagi að hafa þetta
dót fyrir útlendinga,“ sagði
einn, og svör af því tagi voru
nokkuð tíð Aðrir sögðust vilja,
að orðunni yrði úth’utað á ann-
an hátt en verið hefði. „Þaö
þarf að endurskoða þær ástæð-
ur, sem farið er eftir," sagði
ein konan. „Það er sjálfsagt að
veita þeim, sem skarar fram úr
í þjóðfélaginu, viðurkenningu,
en kannski mætti nota hana
eitthvað sparlegar en gert hefur
verið,“ var annað svar.
„Sé ekki, að það skaði
neinn“
Meðal jákvæöra svara var
til dæmis: „Hvt skyldj ég vera
á mótj fálkaorðu? ég sé ekki,
— að það skaðj neinn, þótt þetta
sé hengt á fólk, sem hefur gam-
an af því.“ „Ég veit varla,"
sagði ein konan. „Afi minn fékk
fáíkaorðu. og ég held, að þaö
sé rétt að halda þessari viður-
kenningu.“
Margir aðrir sögöu, að ekki
mætti kasta rýrð á margt fram-
úrskarandi fólk, sem hefði feng-
ið orður á fyrri tfð.
Af þeim, sem voru óákveönir,
sögðu margir einfaldlega: „Mér
er rétt sama“.
Fólk hefur stundum fálkaorð-
una f flimtingum, svo sem vegna
nafnsins. Nú vilja sumjr þing-
menn afnema hana með öllu, og
málið kemur til kasta þings í
vetur. Tvær tiilögur liggja þar
fyrir Önnur frá Bjarna Guðna-
syn; (SF) um að leggja orðuna
niður hin frá Þórami Þórarins-
syni (F) um að hætta að veita
hana Isíendingum en veita verð-
ugum útlendingum eftir sem
áður Enn hefur ekki komið
fram, hver afstaða þingmanna
yfirleitt er til þessa máls.
Niðurstöður úr skoöanakönnuninni uröu þessar:
Lsggjo niður . • • • 90 eðu 45%
Huflda ........ 60 eda 30%
Óúflcveðnir. • .... 50 eða 25%
Ef aðeins eru taldir þeir, sem afstööu tóku,
lítur taflan þannig út:
Haflda fálflcaorðunni. 40%
Leggja orðuna niður 60%
orður, hafa fyllilega unnið tH
sæmdar fyrir góð störf í þágu
þjóðarinnar
Niðurstöðumar eru greinilega
þær, að tillögur um afnám
fálkaorðunnar hafa vakið mitóa
athyglj og þær eiga töluverðan
stuðning. Þótt stór hópur hafi
fengið fálkaorður, mur,j fleiri
landsmenn telja ,úti.lokað. að
þeir fái þær nokferú sinhi sjáíf1
ir.„Qft hefur- heyrzt- á. tali fólks,
að menn hafa eitt O’g annað út
á þá nafnalista að setja, sem
sjást f biöðum eða heyrast 1
útvarpi þegar orðum er úthlut-
að. Hins vegar er það alls ekki
víst að þeir, sem hæst gagn-
rýna, gætu betur gert. Orðu-
nefnd er mikil] vandi á höndum.
Það er kannski vafasamt.
hversu mikill heiður það er í
reyndinni að verða i hópi hinna
kölluðu, Fæstir munu fKka þeim
að ráði. Stundum enda þær i
reiðileysi og jafnvel „á haug-
unum“
Eitt af „skemmtilegum“
þingmálum
Víst gagnrýna margir hvers
konar verðlaunaveitingar, í
bókmenntum og listum, jafnvel
íþróttum. Sínum augum lítur
hver á slifrið. Flestir virðast
sammála um að eitt það hvim-
ieiðasta eru fréttir um alls kon-
ar „þrýsting", sem einstakjing-
ar og hagsmunahópar beita ti]
að ota fram sínum mönnum.
Þetta atriöi nefndu margir i
svörunum I könnuninni með
ýmsum hætti. Yfirgnæfandi í
svörum þeirra, sem vildu hætta
orðuveitingunum voru þó orð
eins og „snobb", „tildur“,
„prjál" og þar fram eftir götun
um. Islendingseðlið hefur aldrei
kunnað slfku vel og líklega
gera aðrar þjóðir það betur.
Málið er I höndum þing-
manna. Almenningur mun greini
lega fylgjast vel roeð fram-
vindunnj. til þess hefur málið
öll einkenni að vera eitt af fá-
um „skemmtilegum“ þingmál-
um. Þar rpúnu menn væntan-
lega ekkj skiptast eftir flokks-
böndum sem enn eykur á
„spennuna“ og skemmtilegheit-
ip. HH
VÍSIR m
— Viljið þér láta leggja
niður fálkaorðuna?
Bárður Bárðarson, fiskvinnslu-
maður, Keflavík: Nei, það
vil ég ekki. Ég vil ekk; heldur
láta breyta regjunum henni við-
komandi á nokkum hátt.
Guðmundur Axelsson, fram-
reiðslumaður: — Mér stendur
sko alveg nákvæmlega á sama
um þessa fálkaorðu. Sé heldur
ekki fram á ég eigj eftir að fá
hana, svo að þess vegna mætti
mér vera sama. hvort hún er
eða fer.
Ólafur Kristjánsson, verkstjóri,
Ólafsvík: — Ég hef nú ekki
beinlínis myndað mér neinar
skoðanir þar að lútandi. Hitt
er annað mál, að mér finnst
sjálfsagt, að þeir, sem stancla
framarlega á einhvem hátt séu
heiöraðir En hvort það þurfi
endilega að vera með fá’kaorð-
unnj skal ég ekki segja. Og mér
finnst heldur ekki svo bráðnauö
synlegt, að það sé forsetinn
sjálfur sem veiti viðkomandi
viðurkenninguna.
Jón Sigurðsson, bankastarfsmað-
ur: — Nei, ég sé ekki ástæðu
tilþess. Finnst að þeir sem unniö
hafa land og þjóð eitthvert gagn
eigj aö fá að skreyta sig með
fálkaorðunni — ef þeir kæra
sig um Annars finnst mér
sjá'.fsagt, aö þeir geti afþakkaö
hana.
Margrét; Björnsdóttir, fram-
reiðslukona: — Er þessi fálka-
orða til nd’-kurs ...7 Ég fæ
ekki séð það. En ég þekki nú
llka svo litið til þessara hluta