Vísir - 01.12.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 01.12.1971, Blaðsíða 6
é V1SIR . Miðvikudagur 1. desember 1971, Atriði úr „Sandkassanum“, Ámi Blandon í „Sandkassanum“. sýnmcnuéiRR ! Sportval Hlemmtoígi ^ „Sondksssnn" í banknnym Krakkarnir í „Leikfrum- unni“ hafa mikinn áhuga á leiklist, þau fá hins vegtar hvergi innj í leiklistarskól- um, vegna þess að Iðnó hef ur hætt starfrælcslu síns skóla og Þjóðleikhúsið hefur ekki tekið inn leiklistamema f 2 ár. Beðið er eftir að nýr ríkisleiklistarskóli taki til starfa. y Þau nenntu ekki að bíða eftir þvi, og fóru bara að leika — leika sér i „Sand- kassanum“ eftir Kent And- ers. Þau bjóða fyrirtækjum að koma í heimsókn á vinnu- staði og sýna starfsfólkinu „Sandkassann“. Fyrsta sýn- ingin verður fyrir starfsfólk Útvegsbankans í kafpstof- unni bar á föstudaginn. Hlýt ur að verða skemmtilegur kaffitímj það. Stefán Bald- ursson býddi betta leikrit fyr L. A. í fyrra. og hann er Ieikstjóri þessarar symngar. Leikendur eru 12 og til við- bótar tveir undirleikarar. Hvoð er eldhús- dagur? Stúlka hringdi fyrir nokkru og Spuröi: „Það er hér hópur fó'Lks, sem langar að vita hvaö orðið eldhús dagsumræöur þýði. Er átt við, að konumar séu í eldhúsinu og talusti á þingmennina eða hvað? Það hefur nokkuö dregizt, að við birtum svariö, en þegar við spurðum starfsmenn alþingis, töldu þeir, að hugsunin á bak við nafnið lægi í því, að á „eld- húsdaginn" færi fram allsherjar hreingeming í eldhúsinu — og f þessu tilviki stjómareldhúsinu. Hjá Orðabók Háskólans sagði okkur dr. Jakob Benediktsson að á 19. öld hefðj verið til orðið „eldhúsdagur“ í fleiri en einni merkingu. Ein merkingin hefði verið sérstakur annadagur í eld húsinu f sláturtíðinni. Önniu merking laut að því, að á heim- i'.inu hefði fólkið gert sér glað- an dag meðal annars með mat- fagnaði, sem auðvitað hefur leitt af sér annir f eldhúsinu. Dr. Jakob sagði okkur, að framhald af fyrstu umræðu fjár laga hefði fenglð þetta heiti, — senniL einhvem tíma um alda- mótin. En hér áður var það ein kenni á þeim umræðum, að þær voru frjálsar og óbundnar. Gátu þá þingm. látið gamminn geisa um hvaðeina, sem þeim lá á hjarta — og líka það, sem var gjöróskylt þvf umræðuefni, sem á dagskrá var. Enda einkenndust þessar um ræður mjög af gagnrýni á rfkis- stjórnina hverju sinni, og nú eru þær ekki lengur bimdnar við umræður um fjárlögin, heldur snúast aðallega og eingöngu um stjómarstefnuna hverju sirini. Hjálpa Rússar upp á sakirnar? K. Ben skrifar: „Jæja, nú hafa þeir kosið í Tékkóslóvakiu og öllum komu úr slitin væntanlega á óvart. Og ekki vantaði þátttökuna þar. En eitt dettur mér í hug í framhaldi af þessum kosningum þarna í Tékkó. Hvers vegna ætli Tékk ar láti ekki herinn fara? Og þá Pólverjar líka, því láta þeir ekki al'lan erlendan her fara úr landi sínu? Kannski íslenzkir komm- únistar geti frætt okkur um þetta eöa eru austur-evrópskir kommúnistar svona miklu verr að sér í alþj'óðapó’.itík en islenzk ir? Sennilega hafa íslenzkir kommúnistar meira vit á varnar málum en Rússarnir. Utanríkis- ráðherrann okkar v'isar mikið tk " þess í ræðum og riti, að Willy Brandt hinn vestur-þýzki hafi hlotið fr'öarveröltun Nóbels fyr ir stefnu sina í utanríkismálum, og þá sérstaklepa fyrir að brúa bilið miili Austur- og Vestur- Evrópu. Lét hann ekki allan er- lendan her fara frá Vestur- Þýzkalandi? Nei, ekki alcrefflts. Hann bauðst meira að segja tvl að Þjóðverjar greiddu alten kostnað af dvöl heriiðs Banda- rikjamanna í Vestur-Þýzkalandi, bara að herinn færi ekki. Enda hafa Rússar hvergi fækkað f her- liðum sínum f Evrópu og því skyldu lýðræðisríkin þá láta sér detta það í htig. Annars geta íslenzkir kommúnistar lært fleira af Tékkum en í sambandi við utanríkismál sbr. ofanritað. Þeir geta lflca fylgt f fótsþor þeirra með því að láta rússmeski herliö hjálpa til að jafna „ágrein ing vinstri aflanna í landinu“. Kannski Rússar eigi eftir að hjálpa okkur við að jafna ágrein ing vinstri aflanna á fslandi. — Hver veit hvað kemur næst?“ Leiðinda- kallar stjórna Ég fer úr lamdi fyrir jól. — Fer til einhvers lands þar sem leiðindakallarnir hafa fyrir löngu verið reknir úr áhrifastöð um. Ég ætla tll einhvets lands þar sem skemmtilegu mennimir ' ráða. Ég ætla aö horfa á ára- mótaskaup t.d. f Svíþjóð eða Danmörku. Þar eru ailir Jónar Þórarinssynir sem banna fólki að hlæja komnir á sérstakan stað. Stað fyrir leiðindakarla. — Ég segi ekki hvaða staður það er. Kannski kem ég afftur þegar fréttist af þvf til útlanda, að skemmtilegu mennimir séu komnir til valda á íslandi. Burt með þessa gamaldags, forpok- uöu embættiskurfa. Sigurgeir. Þvogluleg skrif um samninga- málin Gunnar Haraldsson skrifar: Þið megið nú eiga það, Vfsis menn, að ykkar skrif um verka- lýðsmálin eru aðeins skiljan- legri en skrif annarra blaða. — Hins vegar þurfið þið mikiö að bæta ykkur, ef þið hafiö ein- hvem áhuga á að skrifa um þessi mál, þannig að almenning ur skilji. Hvers vegna er aldrei sagt frá þyí, hver kauphækkun- in verður, ef gengið verður að öllum kröfum verkalýðsfélaga. Hver hún verður ef atvinnurek- endur ráöa? Fólk vill vita hvað það fær f veskið Fólki er sama hvað Guð- mundur Guðmundsson eða Jón Jónsson segja um gang viðræðn- anna. HRINGIÐ í SÍMA1-13-60 \<\. 1R-1R i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.