Vísir - 04.01.1972, Side 9

Vísir - 04.01.1972, Side 9
y ISIR _ Priðjudagur 4. januar lsr/2. Páll Bergþórsson spáir talsverðum hafís við land, einkum fyrir norðan og austan, og muni sumarið verða svalt, en sólríkt Vangaveltur og spá um veðrið 7972; sumar — spáir Páll Bergþórsson H Hvemig munu veðurguðirnir koma fram við okkur ís- Iendinga á því herrans ári 1972? Það tjóar víst lítið að fara beint framan að þeim merku guðum og spyrja hreint út — en við röbbuðum við einn samstarfsmanna guðanna, Pál Bergþórsson, um horfur og útlit, því að hann kann að ráða í táknmál veðurguða. Líka flettum við fram og aftur í Þjóðsögum Jóns Áma- sonar, og könnuðum hvað þjóðtrúin hefur ráðið í veðurfar næstu framtíðar af ýmsum náttúrlegum ummerkjum _ og viðburðum. B „Ég gerði spá um hafís hér við land fyrir 1972 í byrjun desember s.l.“ sagði Páll, „og þá voru horfur á miklum hafís við Norður- og Austurland. Hér sunnanlands þarf ekki að verða eins kalt ... enn er engin sönnun komin fram um áreiðanleik spárinnar, nema það, að mikill ís er nú við Jan Mayen. Fjórða ísspá Páls „Spáin mín fyrir 1972 er fjórða ísspáin sem ég geri,“ sagði Páll „ég spáöi því fyrir 1969 að ís yrðj við land I 3—6 mánuði. Mánuðirnir urðu 5, þanniig að sú spá stóðst vei. Fyrir 1970 spáði ég ís f 1—3 mánuöi, en þeir urðu rúmir tveir. I fyrra, þ.e. fyrir 1971 bjóst ég við ís 1 um einn mánuð, en ísinn var við land f rúma tvo mánuði, ís- tfmabilið öllu lengra en ég spáði, en á móti.kom að fsinn var heid. ur óverulegur, auk þess var bú- izt við að veðrið yrði í mildara lagi sem kom líka fram Þetta var gott ár, þótt ekki væri hlýtt miðað við góðu árin frá 1931 til ’60. Síðastliðið ár var kaldara en í meðallagi". fs að landi í janúar — Þú ert þá kannski vissari nú en áður um áreiðan'leik ís- spárinnar fyrir 1972? „Það er síður en svo að ég sé viss, og vitanlega getur spáin brugðizt“. — Hvenær býstu við að íss fari að gæta við landið núna? „Mér þætti lfklegt að íss færi að gæta í janúar — mér finnst það raunar fjarska líklegt — annað óh'klegt. Og ég held að ís verði í ár sízt minni við Norðausturlandið en við Vest- firði. Ég býst hins vegar við að við fáum eitthvað nánarj mynd af þessu þegar fram í janúar kem- ur. Hafrannsóknastofnunin ætl- ar seinna í mánuðinum að senda leiðangur út á hafið milli Is- lands og Jan Mayen, og kann að vera að nánari upplýsingar fáist að þeim leiðan'gri loknum. Þær upplýsingar verða þá fengn ar af mælingum í sjónum — hitastigi sjávarins og seltu- magni". Verður kalt fyrir norðan og austan — en hlýtt fyrlr sunnan? Bf mikill ís veröur fyrir norð- an og austan — þarf það að hafa mjög mikil áhrif á Suður- og Vesturlandi? „Nei — áhrifin hingaö suður eftir þurfa ekkj aö verða svo mjög mikil. Annars býst ég við að sumarið verði almennt heldur T sólríkara lagi, og þannig ætti sólskinið að bæta fólki kuldann töluvert upp, þ.e. þeirn sem úti- vist vilja stunda Hins vegar mun sólfarið ekk; nægja til að bæta upp það tjón sem kuld- inn vinnur gróðri, heyöf'luin o. Þ. h. Það er mitt álit að vetrar- kuldar séu mjög þýðingarmiklir fyrir heyfenginn. Síðasta sumar var t.d sérlega hagstætt hvað heyfeng snertir, en veturinn á undan var líka mildur Þannig býst ég við minni heyfeng nú í sum‘ar en var í fyrra. Annars er það nú svo með þessa hitaspá að hún er áreið- anlegrj fyrir norðan og austan, við hér fyrir sunnan erum ekki eins háðir þessum Tsáhrifum, og fyrir heyfenginn á landinu skiptir veðráttan hér fyrir sunnan mestu máli. Hér er mest grasið og umfangsmestur búskapur", , „... mark skalt hafa á þessu“. Þótt kuldaskjálft'i fari um mann við að heyra ísspá Páls, þá vonar maður í lengstu lög, að þjóðtrúin sé ekkj algjörlega út í bláinn — og ef mark skal taka af veðurfar; fyrir og um þessi áramót, þá lítur út fyrir að voriö verð; fremur hlýtt, og veður T janúar a.m.k í betra lagi. „Eftir því fer veðrátta um sauðburð sem viðrar um fengi- tíma veturinn fyrir", segir í þjóðsögum Jóns Árnasonar — og allir vita hve milt og hlýtt var f veðri nú um jólin, en þá er einmitt fengitími sauðkindar hér á landi. Hins vegar vill svo til að þessi staðhæfing kemur ekki alveg heim við það sem segir T „Jólaskrá Beda prests“, sem Jón Árnason birtir í þjóðsögum sínum því þar segir að komi nýársdagur upp á laugardag, eins og nú var, þá „... verður . ft S ' ö'' ! Veðurspá morgundagsins samin. vetur ... svo að sauðfé farast .. þá deyja gamlir menn“. (Pun'ktalínan er fyrir það sem fallið hefur af einhverjum or- sö'kum niður f handriti.) Sérstakir merkidagar eru I hverjum mánuði, og mörkuðu menn af þeim veörið fyrir þann mánuö. Um janúar sagir: „Svo sem viðrar til miðdegis á nýárs dag mun oftast viðra janúar, en frá miðdegi skal febrúar marka ... Ef á nýársdag er morgun- roöi er gott merki. (Fiskafli næsta sumar fer eftir stjömu- sýni á nýársnótt. Sömu nótt er sagt aö allt vatn veröi snöggvast að víni, einnig sé þá óska- stund)“. Þetta með vinið get,ur vel ver- ið rétt —■ ef marka á almennt fyllirí landsmanna þessa nótt. „Afneita varia Páls- messu“ Páll Bergþórsson var hrifinn að heyra þetta með fengitímann og sauðburðinn, og kvað ósk- andi að þjóðtrúin hefði meira tiil síns máls en hans spá þar sem það væri visisulega meira virði. „Ánnars hef ég ekkj svo mjög stúderað þjóðtrúna T sambandi við veðurfar — mér finnst hins vegar hastarlegt að afneita Pálsmessu". Um Pálsmessu ségir þjóðtrú- in nefniilega, að „sólskin og heiðríkt veður á Pálsmessu (hún er 25 jan.) boöar friósama tíma“. Sé hins vegar dögg og þykkviðri eða sniókoma þá merki það harða veðráttu. Um Pálsmessu hefur þetta ver ið kveðið: „Ef heiðbiart er og himinn klár á helga Pálusmessu, mun þá verða miög gott ár, mark skalt hafa á þessu. Ef að boka Óðins kvon á þeim degj byrgir, fjármissi og fellisvon forsjáll bóndi syrgir". Og nú er að athuga, hvort þeir hjá HafrannsóknastO'fnuninni verði komnir úr leiðangrj sínum norðan úr hafj á næstu Páls- messu. Kann að vera að veðrið þá og trú sú sem v:ð þann 25. er bundin komi he:-i og saman við fssni Páls (Bereþórssonar) — en ef spárnar. sú nýja og hin forna, stangast illa á, þá er að fara T gang með veðmálin - GG — Hvernig kvödduð þér gamla árið? Katrín Valentínusdóttir, hús- móðir: — Ég var nú bara heima, og horfði á sjónvarpið með mínum bónda. Við komumst ekkj almenniilega út vegna barn anna. En Cmar var líka það góður í sjónvarpinu, að við vor um harðánægð með gamlárs- kvöldið — otg áramótin. Hinrik Hansen, kjötiðnaöarmað ur: — Efftir mikinn starfa í kjötieu síðustu dagana fyrir jól. og eins dagana á milli jóla og nýárs var ég því fegnastur, að geta bara veriö í rólegheit um heima meö minni fjöl- skyldu og horft á sjónvarpið. Þetta var alveg ágætt hjá hon um Ómari, en samt hefði ég nú heldur kosið Flo-sa með ára- mótaskaupið sitt. — Nú, eftir aö gamlársgleði sjónvarpsins var lokið fór ég með strákana mína og leit á stærstu brennumar hér í Hafnarfirði. n Óskar Ámason, bensínafgreiðs'Iu maður: — Vegna veikinda eig inkonu minnar hé'lt ég mig heimavið á gamlárskvö'ld, nema hvað ég borðaði kvöildverð hjá dóttur minni. Við hjónin horffð um svo bara á sjónvarpið. Það var bara gaman að þessu gríni hjá Ómari. Mér líkaði það bara vel. Valur Helgason, í þriðja befck Flensborgarskó'Ians í Haffnarf.: — Ég komst því miður ekki heim til Tálknafjarðar yfir há- tíðimar eins og ég hefði helzt kosið. Þesis vegna eyddj ég „ bara gamlárskvöldi hjá bróður mínum sem býr hér í Hafnar- firði. Hefði ég verið heima á Tálknafirði hefði ég verið við brennurnar. Það var ekkert var- iö í þessar í Firðinum miiðað við þaö, sem þær em heima. Hafdís Atladóttir, 7 ára: — Ég var bara heima hjá mömmu. — Ha, jú, jú, jú, það var vpðs gaman. — Nei. ég fór ekki &5 skoða neinar brennur. Mér var alveg sama um þær. Mér er líka alveg sama, þó að það sé byrjað nýtt ár.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.