Vísir


Vísir - 06.04.1972, Qupperneq 6

Vísir - 06.04.1972, Qupperneq 6
6 VÍSIR. Fimmtudagur 6. april 1972. vísm Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjóm: Siðumúla 14. Simi 86611 15 línun Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands i lausasöiu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Eitt starf er œrið Við myndun vinstri stjórnarinnar i fyrrasumar hélt Visir þvi fram, að grundvallarstefnumál stjórnarinnar væri að halda út allt kjörtimabilið, minnug ófaranna i kjölfar uppgjafar næstu vinstri stjórnar þar á undan. Þetta hefur nú komið fram i afgreiðslu stjórnarinnar á tilboði Bandarikja- stjórnar um lengingu þverbrautarinnar á Kefla- vikurvelli. Það hvarflar jafnvel að mönnum, að setan út kjörtimabilið sé eina grundvallarstefnumál rikis- V stjórnarinnar. Alþýðubandalagsmenn virðast að 11 minnsta kosti geta kyngt áframhaldandi aðild að rikisstjórn, sem rekur ósjálfstæða utanrikisstefnu að þeirra mati. 1 bókun ráðherra Alþýðubanda- lagsins um málið segir, að „forsenda þess að við getum i verki framkvæmt sjálfstæða utanrikis- , stefnu” sé að hafna tilboði Bandarikjastjórnar. Dularfullt og loðið orðalag á kaflanum um varn armálin i málefnasamningi rikisstjórnarinnar hefur valdið miklum umræðum. Stjórnarflokkarnir hafa hver túlkað kaflann á sinn hátt, og utanrikis- ráðherra hefur sjálfur flutt að minnsta kosti fjórar mismunandi túlkanir á honum. En vitanlega eru þessar mörgu túlkanir nauð- synlegar til að stjórnin geti haldið áfram setu sinni. Og utanrikisráðherra, sem situr i miðri súpunni, þarf af sömu ástæðum að nota ýmsar túlkanir eftir viðmælendum sinum hverju sinni. Almennt er nú talið, að rikisstjórnin muni ekki láta herinn fara á kjörtimabilinu. Ráðherrar lýð- ræðisflokkanna i stjórninni virðast hafa sannfærzt um, að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji hafa varnarliðið áfram. Og nú hefur málið skýrzt, er tekið hefur verið tilboði Bandarikjastjórnar, þótt i þvi væri tekið fram, að lenging flugbrautarinnar væri „hagsmunamál bæði hvað snertir flugöryggi og varnarmátt Atlantshafsbandalagsins”. í samþykkt tilboðsins reynir meirihluti rikis- stjórnarinnar að sýna fram á, að ekki sé um að ræða neina breytingu á stefnu hennar i varnarmálum. Nú veit satt að segja enginn, hver þessi stefna er. En hitt er ljóst, að engum ábyrgum ráðherra dettur i hug að samþykkja fyrst, að Bandarikjastjóm leggi á sinn kostnað þverbrautina til að auka varnarmátt Atlantshafsbandalagsins, og samþykkja siðan, að vamarliðið verði lagt niður. Slikt væri bæði órökrétt og ósiðlegt. Ef við vildum láta varnarliðið fara, mundum við að sjálfsögðu lengja brautina á eigin kostnað. Þetta sjá ráðherrar Alþýðubandalagsins og láta þvi bóka mótmæli nú, eins og þeir munu gera, þegar rikisstjórnin samþykkir að óska eftir áframhald- andi dvöl varnarliðsins. Þeir geta huggað sig við, að valdaskortinn i varnarmálunum geti þeir bætt upp með hinum ótviræðu völdum i efnahagslifinu. Þeir sætta sig einfaldlega við að geta ekki ráðið öllu, úr þvi að þeir geta þó ráðið öllum atvinnumálunum utan málefna landbúnaðarins. Þannig gengur kaup og sala innan rikisstjórn- arinnar. Hver stjórnarflokkur fer sinu fram eftir hentugleikum hverju sinni. Sameiginleg grund- vallarstefria er raunverulega engin nema sú að sitja við völd út kjörtimabilið. En það eitt er lika ærið starf. „Tíu litlir negrastrákar" Sprungnir á „limminu" McGovern komst einn demókrata úr prófkosningunum í Wisconsin Wisconsinfylki hefur veriö kallaö ..kirkjugaröur forseta- efnanna”. Margir framagjarnir stjórnmáiamenn hafa séð vonir sínar grafnar i prófkosningum i þessu fylki, og þetta hefur einnig gerzt nú . Upphlaupi John Lind- says borgarstjóra lauk i gær meö úrsiitum i Visconsin, Edmund Muskie beiö ósigur, sem kann að tákna hans endalok. Hubert Humprey iaut i iægra haldi i þvi fylki þar sem hann hefur stund um veriö kallaöur „þriöji öld ungardeildarþingmaöurinn”, þvi aö Humprey er þingmaöur nágrannafylkisins Minnesota og hefur oft veriö þeim i Wisconsin innan handar. Eftir prófkosningarnar i Wisconsin eru demókratar höfuð- laus her. Eftir prófkosningar i fjórum fylkjum, New Ham- phshire, Flórida, Illinois og Wisconsin, er niðurstaöan núll. Muskie hefur sýnt, aö hann er enginn spámaður. Maður, sem fær aðeins rúm tiu prósent at- kvæöa i flokki sinum i Wisconsin, er ekki liklegur til stórræöa. Framboð hans væri neyðarbrauö ef það yrði ofan á á flokksþingi demókrata. Hann gæti aðeins sigrað Nixon, ef honum væri réttur sigurinn á silfurfati vegna vandræða i innanlandsmálum eða Vietnam. Humprey tók forystuna af Muskie. Fyrir prófkosningarnar i Wisconsin sögðu bandariskir útvarpsmenn, að þær mundu ráða úrslitum um framtið McGoverns sem frambjóðanda, skera úr um hvor þeirra Muskie eða Hum- phrey væri i fararbroddi og sýna hvort suðurrikjamaðurinn George Wallace hefðu verulega möguleika á landsvisu. Þær mundu einnig ráða úrslitum um framtið John Lindsays sem fram- bjóðanda. Þær hafa gert allt þetta. Framboði Lindsays er lokið. McGovern er nú talinn hafa raun- verulega möguleika á að verða frambjóðandi flokksins. Humprey hefur tekið forystu af Muskie. Hann fékk rúm 20% atkvæða, nærri tvöfalt fylgi Muskies. Suðurrikja- maðurinn Wallace reyndist geta fengið rúm 20% atkvæða i svo norðlægu fylki. Jafnvel þar kemur fram andstaða við þá aðferð að aka skólabörnum milli svæða til að blanda kynþáttum saman i skólunum. Vallace naut þvi einnig þar góðs af þeirri „gagnhreyfingu” sem vill ekki gefa eftir af hlut sinum til að veita svertingjum meira jafnrétti. Frambjóðandinn með „eina málið". Sigurvegarinn i Wisconsin, McGovern, hefur komið á óvart i prófkosningunum, Hann fór vel af stað með „siðferðislegum” kosningasigri i New Hamphshire, þar sem hann fékk um þriðjung atkvæöa, þótt Muskie fengi meira. En McGovern hefur ekki verið i fyrsta sæti I neinu fylki fyrr en nú. Hann hefur fyrst og fremst verið „frambjóðandinn með eina málið”. Andstaða hans við striösrekstur i Vietnam hefur veriðhans eina mál i augum kjós- enda, þótt það sé vissulega ekki alveg réttmætt. Brezka timaritið Economist lýsir McGovern til dæmis þannig: „Liklega er enginn hæfari þing- maöur i öldungadeild bandariska þingsins en George McGovern frá Suður Dakóta. Hann er ihugull, fróður, upplýstur, með skarpa og skipulega hugsun og ræðu, elju- samur, ekki of uppveðraður af sjálfum sér, sjálfum sér sam- kvæmur i hugsun og siðferðis- legri breytni, en þó gæddur hóf- semd, sem stjórnmálamaður þarf að hafa til að bera, eigi hann að þrifast I kerfi, sem byggist á samningum og málamiðlun.” Þótt þessi lýsing Economist i stil íslendingasagna sé töluvert björt, fer þvi fjarri, að George McGovern hafi haft mikið fyigi með þjóðinni, og hefur þó mikið til hans heyrzt á undanförnum árum. McGovern var fyrstur allra til að lýsa yfir framboði og hefja kosningabaráttu um gervöll Bandarikin. Þrátt fyrir það sýna skoðanakannanir aðeins fylgis- aukningu frá þvi að hafa haft 3-4 prósent i byrjun til 5-6 prósenta af kjósendum demókrata nú. Ekki fyrirgefin uppreisnin Meðal skýringa á þessu fremur litla fylgi i samanburði við Muskie, Humprey og Kennedy, sem skoðanakannanir hafa leitt i ljós mánuð eftir mánuð i meira en ár, er peningaskortur og lltill stuðningur áhrifamanna. En umfram annað er það, að McGovern varð fyrst frægur sem uppreisnarmaöur gegn Johnson og gegn Vietnamstriðinu árið 1968, og féll hann þá i skugga Eugene MacCarthys I þeim efn um, McGovern var fyrstur til að stiga á stokk i þann tið, þegar Johnson var forseti og leiðtogi demókrata og Hubert Humphrey var varaforseti. McGovern varö Economist. uppreisnarmaður og klofnings- maður i augum foringja demókrata allt til formanna kvenfélaga i sveitarþorpum. Hann sagði að visu fátt, sem Humphrey, Muskie eða Kennedy segja ekki dagsdaglega nú, en það er önnur saga. McGovern hefur „ofspilað” Vietnamstriðið á undanförnum árum, þegar hann hefur alltaf verið fyrstur til að lllillllllll m ifffl Umsjón: Haukur Helgason ráðast gegn stjórnarstefnu I öllu, sem viðkom striðsþátttöku Bandarikjamanna i Indó-Kina. Með þvi hefur hann vakið athygli sem aðalandstæðingur sinosma, sem er vinsælt og verður vin- sælla, ef Noröur-Vietnamar ætla nú að kollvarpa stefnu Nixons, áöur en hann kemst með lið sitt burt frá Vietnam. En kjósendur spyrja enn, hvort McGovern hafi eitthvað annað til að bera og hvort hann sé ekki öfgamaður og „vinstri”. Með þvi vinnur enginn kosningar i Bandarikjunum annó 1972. McGovern hefur oft lýst þvi yfir, að hann sé tilbúinn að segja af sér, verði hann kjörinn forseti, ef honum takist ekki að binda enda á striðið i Vietnam á fáum mánuðum. Fær fylgi Lindsays. McGovern hefur lagt fram áætlanir um umbætur i skatta- og tryggingarkerfi, sem eru nokkurs nýtar. Hann stendur yzt til „vinstri” i kynþáttamálum og styður meðal annars opinskátt akstur skólabarna til að blanda skólana en það hafa Muskie og Humphrey ekki þorað að gera nema stundum, og Humphrey siður. Stefna McGoverns i utan- rikismálum almennt ber mjög keim af gömlu „einangrunar- stefnunni”, sem beinist að þvi, að Bandarikjamenn búi að sinu og skipti sér litið af öðrum til góðs eða ills, en einangrunarstefnan hefur lifnað við að undanförnu. McGovern er þvi „meira en Vietnam”, en deilurnar i demókrataflokknum frá 1968 eru ekki úr sögunni. Auk þess hefur „frjálslyndi” eða ,,vinstri”arm urinn„.ekki..i enn saméinast um McGovern, en hann mun þó væntanlega nú fá það fylgi, sem John Lindsay hefði ella haft. Humphrey getur engu fagnað. McGovern fékk um 30% at- kvæða i Wisconsin, sem var töluvert meira en Humphrey og Wallace, sem næstir komu. Humphrey hefur ekki ástæðu til að fagna, þótt hann fengi meira en Muskie. Wisconsin er hag- stæður jarðvegur fyrir Hum- phrey. Skoðanakannanir nokkrum dögum fyrir kosn- ingarnar- sýndu, að Humphrey var töluvert á undan öðrum, einnig McGovern. Margir kjósendur i fylkinu njóta sjón- varpssendinga frá stöðvum i Minnesota, og þar er Humphrey þingmaöur, og hann hefur þvi haft greiöan aðgang að hjörtum Wisconsinmanna um langan aldur. Fréttaskýrendur sögðu fyrir kosningar, að það yrði mikið áfall fyrir Humphrey, ef McGovern laumaöist fram úr, en til þess væru þó litlar likur. Humphrey var spáð sigri i átta af niu kjör- dæmum fylkisins. Hann tapaði. George Wallace heldur áfram að undirbúa framboð sitt fyrir sinn eigin flokk með þvi að bjóða sig fram sem demókrata i próf- kosningum, Margir repúblikanar munu hafa kosið hann i Wisconsin, en þar gátu kjósendur kosið i demókrataflokknum, hvort sem þeir teldu sig fylgja honum eöa ekki. Wallace á fylgi i báðum flokkunum, óvist hvar og mest, og kjósendur gátu i Wisconsin lýst andstöðu við auknum réttindum svertingja með þvi að kjósa Wallace. Frambjóðendur demókrata standa á núlli eftir kosningarnar, en George McGovern hefur beint athyglinni að sér. „McGovern er hæfasti þingmaöurinn i öldungadeildinni,” sagði

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.