Vísir - 06.04.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 06.04.1972, Blaðsíða 16
Drengurinn látinn UtH drengurinn, sem fannst á botni Sundlaugar Vesturbæjar fyrir páska, lézt á Borgar- spítalanum i fyrrakvöld. Hann komst aldrei til meövitundar, en hann hafði legið á gjörgæzlu- deildinni i rúma viku þegar hann lézt. Ilann hét Kristinn Jón Bennysson og var 9 ára. -VJ- Barn fyrir bíl Þriggja ára drengur varð fyrir bil á Háaleitisbraut við Suðurver siðdegis i gær. Drengurinn mun hafa hlaupið út á götuna i veg fyrir bilinn, og náöi bilstjórinn ekki að stanza i tæka tið. Drengurinn kastaðist i götuna og brotnaði á vinstra fæti. —GG Kvenmannsleysi hindrar þátttöku íslendingar liafa afþakkað boð um þátttöku I landskeppni í skák vegna „kvenmannsleysis". I.andskeppni (> landa átti að fara fram i Þýzkalandi og var is- lendinguni boöiö að senda sveit, en á einu borðanna skyldi vera kona. Þvi átti nú i fyrsta sinn að fara fram islandsmót kvenna I skák, en engin kona kom til lciks, þegar til átti að taka. Kéll sú keppni niöur og með því þátt- takan i landskcppninni. -HII. „Mega meiða sig mín vegna" — segir einneigandinn Nú er næstum lokiö við að rifa niöur Særúnu, skipsflakið, sem sjö ára drengur slasaði sig i fyrir skömmu. Sömuleiðis hafa eigendur annarra skipsflaka inni . ið Vatnagarða byrgt flökin, pannig, að engin bætta á að vera lengur á þvl, að þau valdi slysum. Skipsflökin átti raunar að vera búið að rifa eða fjarlægja fyrir siðustu mánaðamót. En eigendur þeirra bera ýmsu við, er þeir eru spurðir hversvegna svo hefur ekki verið gert. BLIÐFARI er i eigu stálverk- smiðjunnar Sindra. Liggur skips- flakið fyrir neðan brotajárns- geymslur verksmiðjunnar, en þar veröur hann rifinn i brotajárn I vor. Bliðfari hefur engum slysum valdið til þessa, enda i augsýn starfsmanna Sindra, sem stugga frá börnunum sem i flakið leita. LEO er i eigu Björgunar hf. og á það fyrir sér að verða jafnvel geröur upp að nýju. 1 honum er — að sögn Björgunar-manna — prýðisgóð sanddæla, sem gerði það gott á meðan Leó var upp á sitt bezta, og gæti vel komið að góöum notum enn um sinn verði Leo gerður upp að nýju. A meðan örlög Leós eru ekki ráðin fær hann að dúsa inni við Vatnagarða. Eigendur hans hafa margoft byrgt flakið, en börn og/eöa fullorðnir hafa jafnharðan brotið allt upp aftur. Nú hafa verið soðnir hlerar yfir öl! lestar- op. ÍSLENDINGUR er i eigu Baldurs Guðmundssonar, en hann á einnig Laxfoss, sem liggur fyrir utan Vatnagarða. Baldur hefur byrgt Islending, en ekki kveðst hann sjá ástæðu til að byrgja Laxfoss. „I hann komast engir nema á bátum eöa flekum. Það eru þá einhverjir spjátrungar að sperra sig og þeir mega þá meiða sig min vegna,” sagði Baldur i viðtali við Visi i morgun. Aðspurður, hvort skipsflökin væru ekki á förum, svaraðí hann: „Það verður nú ekki gert með þvi einu að smella fingri. Það tók til að mynda hafnaryfirvöld nokkrar ur að hreyfa Laxfoss úr stað á inum tima”. -ÞJM ' NÝBAKAÐUR MIIIINN FÓR BEINT A SJÓINN Kokkur á Gullborginni í Eyjum fékk DAS-húsið í gœr Jú, það er víst betra að halda miðanum til haga. Þessi blaösnepill er vist orðinn þriggja milljóna króna virði a.m.k., sagði kokkurinn á Gullborginni hans Binna i Gröf, Bald- vin Nielsen, við umboðs- mann DAS i Vestmanna- eyjum i gærkvöldi. — Hann var þá nýbakaður milljóner á íslenzka vísu, þegar DAS-húsið að Reynilundi 4 i Garða- hreppi kom á miðann hans númer 16112. Hann tók þessu ósköp rólega og sagði litið, sagði Asta ólafs- dóttir, sem ásamt eiginmanni sinum Eyjólfi Pálssyni, skóla- stjóra i Eyjum, umboðsmanni DAS, tilkynnti Baldvini um hans lukkunar velstand. Þegar við fréttum að Baldvin hefði hreppt húsið um kvöldmatarleytið i gærkvöldi var verið að landa úr bátnum. Það tók okkur nokkurn tima að finna hann og við þurft- um ekki aldejlis að gefa honum neitt róandi, sagöi Asta. — Auð- vitað komu fréttirnar svolitið flatt upp á hann, en höfíu þó ekki þó ekki meiri áhrif á hann en svo að hann hélt i róöur með bátnum kl. 11. i gærkvöldi eins og til hafði staðið. Baldvin er einhleypur, 36 ára, fæddur Reykvikingur, en hefur dvalið undanfarin 6-8 ár i Eyj- um og hefur siðustu £r»róið á hinu fræga aflaskipi hans Binna i Gröf. Að þvi er Asta sagði var ekki á Baldvini að heyra, að þessi happadráttur mundi mikið breyta framtiðaráformunum. Allir þeir, sem eiga miða hjá DAS og hafa kannski látiö sig dreyma um húsið að Reynilundi geta nú látið sig dreyma um næsta DAS-húsið að Vogalandi 11 i Reykjavik. Þaö verður dregið út i lok næsta happa- drættisárs, sem hefst núna. -VJ Er Sugar Ray fyr- irmynd Fischers? Hleypur hann aftur út undan sér? Iieimspressan fjallar utn „kúnstir” Bobby Fischers, og komast menn helzt að þeirri niðurstööu, að hann hafi tekiö sér hnefaleikakappann Sugar Ray Robinson að fyrirmynd I þeim. Sugar Ray var á sinum tima heimsmeistari og löngum ósigrandi. En hann átti það gjarnan til að hafa i hótunum um að mæta ekki til leiks, þótt búið væri að ganga frá öllum samningum. Sugar Ray mót- mælti fyrirkomulagi á greiðsl- um fyrir keppni, en hann kom þó jafnan til keppninnar, þegar til átti að táka. Það hefur lengi verið vitað, að Bobby Fischer hugsar sér skák- ina i flestu likasta „boxi”. A þeim forsendum byggir hann kröfur og „drauma” sina um auölegð. Vissulega hefur þróunin veriö Fischer i hag i þessum efnum. Nú veröa greidd margfalt hærri verðlaun en nokkru sinni fyrr. Fischer hefur lýst þvi yfir, aö hann vilji taka áskorunum fljót- lega eftir að hann yrði heims- meistari og þá aö sjálfsögöu i hagnaöarskyni.SHkterþó ekki i samræmi viö þær reglur sem hafa tiðkazt i skákinni. Fréttaskýrendur túlka kröfur Fischers um meiri greiðslur eitthvað á þessa leiö. Þótt tslendingar túlki yfirlýsingu bandariska skáksambandsins i fyrrakvöld á þann veg, að kröfurnarséu úr sögunni, ganga þeir ekki aö þvi gruflandi, að Fischer getur enn hlaupið út undan sér, áöur en lýkur. Samn- ingar höfðu verið löglega undir- ritaðir i Amsterdam. Samt gat Fischer mótmælt þeim og gert kröfur. Yfirlýsingin frá i fyrra- dag er á þá leið, aö við samn- ingana i Amsterdam verði staðiö. En engum kæmi á óvart, þótt Bobby Fischer tæki sig aftur til og léti i sér heyra. Það væri ekki meira upphlaup en hansfyrra. -HH Eðlisfrœði úti í sólinni „Þú verður alveg ágætis verkfræðingur! ” Setningar sem þessi glumdu við á tjarnarbakkanum i gær- dag, en þar var saman kominn heill bekkur nemenda úr Menntaskólanum við Tjörnina i eölisfræöitima. Já, þau voru i eölisfræðitlma, og æföu mælingar og fleira þvi- umlikt upp á kraft, og sá litli sem viö sjáum á myndinni mændi stórum augum á þessar græjur. Sólin og góða veörið hafa ef- laust átt sinn þátt i þvi að draga nemendurna út, enda engin furða. > Það er ekki svo gott að þurfa að sitja yfir skólabókum lokaöur inni i kennslustofu meðan sólin skin glattúti fyrir.- EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.