Vísir - 05.05.1972, Blaðsíða 1
62.árg. Föstudagur 5. mai 1972. 101 tbl.
Alvarleg sýki herjar
á kartöflustofmnn
Alvarleg sýki hefur gripiö um
sig i islenzkum kartöflum,
þurrotnun, sem stafar af
s v eppa gróðri. Grænmetis-
verzlunin hefur oröiö aö fleygja
heilu sendingunum frá bændum
vegna sjúkdómsins, en eitthvaö
hefur sloppiö á markaöinn.
Myndin sýnir handupptekiö
gullauga, óskemmt og svo aftur
kartöflur teknar upp meö vél,
meö skemmd, sent leynist illi-
lega, þar til kartaflan er komin á
matarboröiö. _ Sja BI.S 3
í feluleik með
sannleikann
Athygli hefur vakiö hvern
ig stjórnvöld hafa brugöizt
viö fréttum af dreifingu
bæklingsins tsland og haf-
rétturinn og þeirri gagnrýni,
sem hann hefur hlotiö. Þarna
hefur verið leikinn broslegur
feluleikur meö sannleikann.
t ritstjórnargrein I dag er
fjallaö um feluleikinn.
Sjá bls.6
★
Seðlabankinn
og tíeyringur
„Rikið þaö er ég” er sagt
að Lúðvík XIV . hafi sagt á
oflátungsárum sinum.
Bankastjórn Seðlabankans
gat sagt eins viö þingið. Viö
eigum aö ráöa þessu, hjá
okkur er valdiö og vizkan.
Þetta segir Björn Pálsson,
aiþingismaöur i grein, sem
hann skrifar i blaöiö i dag
um tiföldun á verögildi
islenzkrar krónu, — eöa aö
klippa núll aftan af, eins og
það hefur verið kallaö.
Sjá bls. 8
★
Þeir hafa vaðið
fyrir neðan sig
Veðriö hjá okkur er heidur
karlranalegt þessa dagana
en vonandi setur ekki neinn
auka-hroll aö fólki, þótt viö
segjum örlitiö frá vetrar-
tizkunni fyrir næsta vetur, en
hinir forsjálu tizkukóngar
eru þegar farnir aö hyggja
aö þeim málum. — SJA INN-
siðuna A BLS 9
★
• •
Oskuhaugar á
fögrum stað
Hrauniö I Hafnarfirði er
aftur á dagskrá i blaöinu i
dag. Blaðamaöur heimsótti
m.a. Kapelluhraun, þar sem
það er hvaö fallegast. En þar
eru reyndar öskuhaugar
fyrir Hafnarfjörð. Viöskota-
illur varömaður bandaöi
gestunum burtu og kvaö
„bannað aö taka myndir af
haugunum”.
S.IA RI S •>
Fragtflug
þegaflug
hefur far-
til SA-Asíu
Reglubundnar ferðir milli Bankok og Keflavíkur. - Verða ekki í IATA. -Um helmingur
mannkyns býr í nœsta nágrenni Bangkok
islendingar standa nú á
þröskuldi aukinnar innrás-
ar á alþjóölegan flugfar-
þegamarkað með því að
Fragtflug h.f. hefur nú
fengið leyfi til að hefja
ÞAÐ HAFÐIST!
Þaö stóö allt i járnum, en 1R tókst aö fara meö bikarinn, — þaö
var f fjóröa skiptið I röö, en aðalstjarna KR I Bandarikjunum.
Þaö vantaöi ekkert upp á þessa ekta urslitastemmngu i Iþrótta-
húsinu á Seltjarnarnesi I gærkvöldi, þegar IR og KR böröust þar
grimmilegri baráttu um tslandsmeistaratignina f körfuknatt-
leik.
Myndin sýnir tvo leikmenn fagna, þegar dómarar höföu gefiö
merki um aö leik, og tslandsmóti, væri lokiö. — SJA IÞRÓTTIR t
OPNU
reglubundið flug á milli
Keflavíkur og Bangkok í
Thailandi. Félagið, sem
mun fljúga undir nafninu
ISAVIA ICELAND erlend-
is, erekki og ætlar ekki að
verða meðlimur i IATA.
Félagið hefur því í hyggju
að bjóða upp á lægri far-
gjöld milli SA-Asiu og
Vesturálfu en flugfélög
þau, sem fyrir eru á
markaðinum.
Þess er vert aö geta, aö i næsta
nágrenni viö Thailand býr um
helmingur mannkyns, ef Indland
og Kina eru talin meö. Mögu-
leikarnir eru þvi óneitanlega
miklir, ef félaginu tekst aö koma ‘
sér inn á markaðinn. Auk Bang-
kok stefnir félagið að þvi að fá
lendingarleyfi i Kuela Lumpur og
Singapore i Malasiu, sem liggur
vel við farþegum frá Indónesiu og
jafnvel frá Astraliu.
1 viðtali viö Visi i morgun sagði
Hannibal Valdimarsson, sam-
gönguráðherra, aö Fragtflug h.f.
hefði um nokkuð langan tima ver-
ið með flugstarfsemi og mest er-
lendis upp á siðkastið. Félagið
hefði sótt um i nóv. sl. að fá að
ganga inn i loftferðasamning,
sem gerður var á milli Thailands
og Islands 22. janúar 1957 Hanni-
balkvaðst ekki hafa séð neitt þvi
til fyrirstöðu að félagið fengi
þetta leyfi, sem legið hefur ónýtt i
15 ár, en leitað hefði verið um-
sagnar Flugráðs um umsóknina
og var Flugráð meðmælt já-
kvæðri afgreiðslu málsins gegn
þvi að Fragtflugi h.f. yrði sett
ákveðin skilyrði, svo sem eins og
að auka hlutafé og fljúga ekki
áætlunarflug á leiðum Loftleiða
og Flugfélags Islands.
Ráðherrann kvaðst vænta þess
að forráömenn félagsins gerðu
samninga við Thailand á næst-
unni um upphæöfargjalda og ann-
að fyrirkomulag flugsins.
Arni Guðjónsson, stjórnarfor-
maður Fragtflugs, sagði i viðtali
við Visi, að hann og Loftur
Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Fragtflugs myndu um helgina
halda til Bangkok til að ræða þar
við forráðamenn Air Siam um
samvinnu. Þá væri ætlunin að
reyna að semja við Loftleiðir um
að félagið annist farþegana
áfram milli Keflavikur og New
York.
Fragtflug hefur i hyggju að
leigja 1-2 DC-8 þotur i fyrstu, ef
þessi starfsemi kemst i gang.
VJ
Ekkert samið
við Loftleiðir
um framhaldsflug
Loftleiðir mœltu gegn umsókninni
í flugráði
Flugráö óskaöi eftir umsögn
Loftleiða á umsókn Fragtflug og
Air Siams um farþegaflugiö á
leiöinni Bangkok-Keflavik.
Að sögn Siguröar Magnússonar,
blaöafulltrúa Loftleiöa, sendu
Loftleiöir flugráöi bréf 3. marz
s.l. og taldi stjórn Loftleiöa sér
ekki fært aö mæla með aö leyfiö
yrði veitt.
SiguröUr kvaö enga samninga
hafa verið gerða milli Loftleiöa
og Fragtflugs um áframhalds-
flutninga á farþegum milli
Keflavikur og New York.
—JBP—
Enn engin niðurstaða í
einvígismálunum.
Erindi Freysteins óljóst
segir Skáksambandið
- Sjá baksíðu