Vísir - 17.08.1972, Page 4
4
Vísir Kimmtudagur 17. ágúst 1972
„Ef eiginkona mín
vill vinna úti,
þó mó hún það"
Mao Tse-tung stórkostlegur maður, segir Karl Gústaf Svíaprins
,,Ég set ekki nokkur
skil á milli þeirrar konu
sem ég mun koma til meö
aö giftast, og annarrar
konu. Ef konu mína
langar til þess að vinna
úti, held ég aö það sé rétt
að hún geri svo. Hún má
gjarna vera einkaritari,
og hversvegna ekki skrif-
stofustjóri. Hún verðurað
velja atvinnu sína sjálf,
en helzt í samráði við mig.
Staða sú sem kona min
mun velja, verður jú
.meira gagnrýnd, og
meira í sviðsljósinu, en
aðrar stöður og atvinnu-
greinar. En ég vil hafa
konu mína hjá mér við
hverja máltíð."
Svo segir Karl Gústaf Svia-
prins i viðtali við jafnaldra sinn,
blaðamanninn og 1 j ós-
myndarann, Clas Göran Carls-
son, sem hefur verið með hon-
um nú um nokkurn tima, bæði i
vinnu og i fritima.
Fyrir nokkru siðan birtist hér
i blaðinu viðtal við Karl Gústaf,
en þetta viðtal, sem við birtum
nú úrdrátt úr hér á Nú-siðunni,
er sagt eitt það opinskáasta sem
tekið hefur verið við hann. Við-
tal það sem birtist hér áður, tók
norskur blaðamaður, Einar
Lynge.
„Margir vilja halda þvi fram
að konan sé farin að fara of
mikið út i atvinnulifið”, heldur
Karl Gústaf áfram. „Það held
ég að sé ekki rétt. Ef hún á
annað borð vill vera úti i at-
vinnulifinu, þá má hún það. Það
á ekki að þvinga konuna. Þetta
gildir bæði fyrir drottningu og
hvaða konu sem er.”
„Ef barn bætist nú i hópinn er
ég á þeirri skoðun, að annað-
hvort foreldrið eigi að vera
heima. f minni stöðu verður
það sennilega heppilegra að
konan verði hjá barninu. En enn
einu sinni: Ef konan min vill
vinna úti, þá gerir hún það, en ef
við eignumst barn, verður hún
að vera hjá þvi.”
Þegar blaðamaðurinn spurði
Karl Gústaf að þvi, hvort ein-
hverjar sérstakar reglur giltu
um það hvaða konu hann kæmi
til með að giftast, svaraði hann:
„Ekki til i þvi. Ég get gifzt
hverri sem mig langar til, án
nokkurs tillits til þjóðfélags-
legrar stöðu hennar. En til-
vonandi drottningu i Sviþjóð er
kannski heppilegra að hafa alizt
upp á svipaðan hátt, i svipuðu
umhverfi og ég.”
Hvað segir Karl Gústaf um
það neikvæða, sem skrifað er
um hann i blöðum?
„Maður venst þvi. En i fyrsta
skipti sem ég las gagnrýni um
sjálfan mig, varð mér mjög illa
við. Ég segi kannski ekki að ég
hafi alveg brotnað niður, en ég
minnist þess að ég var hræddur
við að fara út daginn eftir. Nú er
ég vaxinn upp úr þessu, og ég
get nú tekið allri gagnrýni.
Maður verður að taka henni.”
Velur hann sér einhverja sér-
staka vini?
„Nei, raunverulega ekki: Ég
verð vinur hvers sem helzt. Þeir
sem koma fram við mig sem
vinir minir, verða vinir minir.”
Hvaða manneskja hefur haft
mest áhrif á hann?
„Mao Tse-tung. Ótrúlegur
maður. Hugsið ykkur þegar
hann og allir aðstoðarmenn
hans, gengu um dag og nótt i
Kina og börðust fyrir þvi að ná
fram málefni sinu. Þar fyrir
utan skrifar hann skemmti-
lega.”
Hvað hefur verið honum
erfiðast um ævina?
„Að finna sjálfan mig. Það
hefur mér ekki tekizt, fyrr en nú
á seinustu árum.”
—Hvers óskar hann sér helzt?
„Meira frjálsræðis, og frjáls-
ara lifs. Að sjá mig um, skoða
nýja staði, og kanna staði sem
kannski hafa ekki enn verið
kannaðir.”
„Hassmúlið hin
bezta auglýsing"
- segir bítillinn Poul McCartney
Umsjón:
Edda Andrésdóftir
Paul og Linda
McCartney yfirgefa
iögreglustöðina i
Gautaborg.
Þetta sagði bitillinn fyrrverandi, Paul
McCartney, eftir aö honum hafði verið
sleppt af lögreglustöðinni i Gautaborg en
hann var eins og kunnugt er akærour lyrir
hasssmygl, og sat i yfirheyrslum i marga
tima.
Lögreglan hafði þegar fengiö nasaþefinn
um hassið sem talið var að hann hefði i
fórum sinum, en ákveðið var að beðið
skyldi með handtöku þar til hljómleikum
Wings og McCartenys lyki i Gautaborg.
Hljómsveitarmeðlimirnir neituðu þegar
ákærunni, en Paul sjálfur þóttist mjög
undrandi. Um 20 manns sem voru i fylgd
með Paul og hljómsveit hans voru færðir til
yfirheyrslu einnig. Hass fannst i strætis-
vagninum og i klæðaskápnum haföi veriö
falið hass.
Eftir margra tima yfirheyrslur játaði
Paul loks að hafa haft meðferðis hass.
Hann viðurkenndi að hafa smyglað þvi inn i
Sviþjóð og ráðlagði konu sinni og með-
limum Wings að gera slikt hið sama. Lög-
reglan hafði þegar góðar sannanir, þvi við
komu félaganna til Sviþjóðar fann einn af
tollþjónunum 200 grömm af hassi i fórum
trommuleikarans, Seiville. Hassið var
geymt i kassa undan segulbandsspólu.
„Hvorki ég né Linda fáum séð hvað er að
þessu, eða hvað fólk sér merkilegt við
þetta. Við reykjum hass upp á hvern
einasta dag”, sagði Paul eftir að honum
hafði verið sleppt lausum. Þau voru látin
borga 9000 krónur sænskar, eða 153.000
krónur islenzkar. Siðan fengu þau að fara
aftur á hótel sitt.
Bamlaus hjón
heilbrigðari og
hamingjusamari?
Barnlaus hjón og þeir sem eiga
uppkomin börn, sem farin eru að
heiman, eru hamingjusamari og
heilbrigðari en þeir foreldrar sem
eru að ala upp börn, segir i
skýrslu sem félagsfræðingur i
Kaliforniu, Mrs. Karen S. Renne
hefur gert, eftir að hafa rannsak-
að þetta.
„Barnlaus hjón eru i langflest-
um tilfellum hamingjusamari og
heilbrigðari bæði andlega og lik-
amlega”, segir Karen. Rann-
sóknirnar segir hún hafa sýnt, að
sú ábyrgð að ala upp börn sé völd
að stressi og oft hálfgeröu rifrildi
milli hjóna.
1 rannsókninni voru 2.480 hjón
beðin að segja frá þvi hvort þau
væru hamingjusöm i hjóna-
bandinu eða ekki. 61 prósent af
þeim áttu börn, 14 prósent voru
barnlaus og 25 prósent áttu upp-
komin börn, sem farin voru að
heiman. Aðeins þriðjungur af
þeim sem eiga börn og eru að ala
þau upp sögðust vera hamingju-
samlega gift, en aftur á móti
helmingur þeirra barnlausu og
þeirra sem eiga uppkomin börn
sögðu hjónaband sitt mjög
hamingjusamt. Aldur skipti ekki
neinu máli.