Vísir - 17.08.1972, Qupperneq 7
7
Visir Fimmtudagur 17. ágúst 1972
■■■■■■■■■^■■■■■■■■■i^^^^^Hi
IINJIM
SIÐA im
Urnsjón:
Edda Andrésdóttir
Peysusettin eru farin að sjást
aftur. Þetta er i ljósum lit, og til
skrauts er látlaus hálsfesti.
Pliserað ljósblátt pils.
Bonny og Clidg tizkan aftur?
Grá dragt úr flannelefni. Alpa-
húfa notuð við úr svipuðum lit,
og stór rauölituö sólgleraugu.
Og hér kemur slæöan aftur.
Ekki eru þær þó hafðar einlitar,
heidur með skrautiegu munstri,
helzt hinu svokailaða franska
munstri.
Sýnishorn
hausttízku
Karlmenn stuttklipptir
og með brillantln í hóri
Það er óneitanlega
farið að verða hálf
haustlegt hér í Reykja-
vikog nágrenni. Rigning
hefur dunið á okkur nú
um nokkurn tima» og
sólin sem hefur nú ósköp
sjaldan látið sjá sig í
sumar, er enn í felum.
En ekki er enn komið
haust, og það er vonandi
að það láti ekki sjá sig
fyrr en einhvern tima i
septembermánuði. Að
minnsta kosti búumst
við ekkert við þvi fyrr.
En þeir hugsa fljótt fyrir
haustinu, tizkuteiknarar og
tizkukonungar i útlandinu.
Það er nokkur timi liðinn frá
þvi að þeir komu með fatnað
sinn á markaðinn, þann er til-
heyrir aðeins haustinu, og
engri árstið annarri. En sjálf-
sagt láta allir það sem vind
um eyru þjóta, þó þeir segi að
þessi klæðnaður verði aðeins i
haust, en svo komi eitthvað
annað með vetrinum. Þeir eru
eflaust fáir sem klæða sig
alveg eftir kolli þessara ágætu
manna. Enda væri það
kostnaðarsamt fram úr hófi.
En þó að þessir tizkumenn
komi fram með nýjar og nýjar
hugmyndir varðandi tizkuna
og klæðnaðinn hverju sinni,
mynda margar stúlkur i Paris
sér sjálfar hugmyndir um það
hvernig þær klæða sig. Þær
búa til sina eigin tizku, og
margar skemmtilegar myndir
hafa birzt af þeim á götum, i
skemmtilegum og sérkenni-
legum búningi. Þetta á sér
reyndar ekki aðeins stað i
þeirri borg, Paris heldur
annars staðar, og einnig hérna
uppi á Islandi.
Flauelsbuxur og peysur er
þó alltaf vinsælastur klæðn-
aðurinn hjá meirihluta stúlkn-
anna i Reykjavik, og sömu-
leiðis piltunum. Enda er þaö
óneitanlega frjálslegasti og
heppilegasti klæðnaðurinn. En
þó að við viljum reyna að
skapa okkar eigin tizku, erum
við alltaf meira og minna háð
duttlungum konunganna.
1 Innsiðunni i dag birtum við
nokkur sýnishorn hausttizk-
unnar, og það kemur i ljós að
mikið af þessum klæðnaði
hefur verið áður rikjandi sem
tizkuklæðnaður, og ekki fyrir
ýkja löngu.
Það má til dæmis nefna
peysusettin. Stutterma peysa
og siðerma, hneppt peysa utan
yfir. Þessi klæðnaður virðist
eftir öllu að dæma að vera að
koma aftur, og á einni mynd-
inni sjáum við stúlku iklædda
peysusetti, i pliseruðu pilsi og
meðeinfalda hálsfesti. Þannig
klæddar stúlkur mátti lita i
Reykjavik fyrir nokkru.
Ekki virðist Bonny og Clide
tizkan alveg dottin upp fyrir,
ef marka má myndina af
stúlkunni með sólgleraugun og
alpahúfuna. Og slæður um
höfuðið sem margir hverjir
fussuðu við, og gátu ekki
hugsað sér að nota, eru nú að
koma aftur. Og i Paris
þrammar kvenfólkið um göt-
urnar með slæðuna rigbundna
undir hökunni.
Föt sem bera mjög sterkan
svip af kinverskum búningum
skipa einnig nokkuð háan sess
i haust tizkunni. Það eru þá
yfirleitt siðir kjólar, mjög lát-
lausir i sniði, en oft úr
skræpóttu efni. Skórnir sem
látnir eru fylgja með, eru
frumlegir og skemmtilegir.
Klæðnaður, sem stjörnur
eins og Marlene Dietrich,
Greta Garbo, Marlyn Monroe
og Ginger Rogers, báru i
gömlu kvikmyndunum sinum,
eru að koma aftur. Skór með
mjög háum hælum, hattar,
langar hálsfestar, glingur á
höndum og eyrnalokkar, allt
saman á þetta við haustið.
Og þaö eru ekki aðeins
kvenmennirnir sem skulu lita
út eins og þessar gömlu
stjörnur, heldur einnig karl-
mennirnir. Axlapúðar eru i
jakkafötunum, kraginn er
hafður stór, og buxurnar eru
viðar. Hárið er mjög stutt-
klippt Jjvi er skipt i hliðinni og
helzt sett i það brillantin, svo
það gljái.
Skemmtileg og skrautleg
tizka, en hvort hún nær svo
fram að ganga, er ekki enn
vitað. -EA
Þessi klæönaður ber svip af hinum kinverska. Kjólarnir eru i
skræpóttum litum. Græni liturinn skipar háan sess í þessum
klæönaði, og sérkennilegir skór fylgja með.
Gömlu stjörnurnar aftur. Skrautlegur þlæðnaður, og allir karlmenn
með stuttklippt hár, skipt i hliðinni og meö brilljantin.