Vísir - 17.08.1972, Blaðsíða 8
Visir Fimintudagur 17. ágúst 1972
Visir F'immtudagur 17. ágúst 1972
Marliu I’ctcirs hcfur skoraft iill ntörk Tottcnham i lcikjunum tveimur i I. deild. Hér fagnar hann (til
vinslri) fyrsta marki sinu á þcssu leiktimabili, sem hann skoraði eftir aðeins sem minútur gegn
('oventry. Marlin Chivers cr til hægri.
Stjörnulið Man. Utd.
veldur höfuðverk!
Þá er tveimur umferöum
lokiö i 1. deildinni ensku og
linur aðeins farnar að
skýrast og þaö, sem hefur
komið hvaö mest á óvart
er, aö hvorugt Manchester
liðið hefur hlotið stig. I
siðustu viku vannst
getraunapotturinn á ellefu
réttum og var þaö vel af sér
vikið. Fyrir það fengust
rúmlega hundrað þúsund
krónur.
Og þá er komið að öðrum
getraunaseðlinum og þar sem nú
er hægt að styðjast við tölur
úrslit tveggja l'yrstu umferðanna
— er hann mun viðráðanlegri en
sá fyrsti. Við skulum aðeins lita á
leikina á seðlinum og fyrir
framan þá er getraunaspá
blaðsins.
1 Arsenal-Stoke City
1 Coventry-Southampton
2 C.Falace-Liverpool
1 Derby-Chelsea
X Everton-Manch.Utd.
X Ipswich-Birmingham
1 Leeds-W.B.A.
1 Manch.City-Norwich
1 Sheff.Utd.-Newcastle
X West Ham-Leicester
2 Wolves-Tottenham
1 Hull-Nottm.Forest
Arsenal, Liverpool og Totten-
ham hala sigrað i báðum leikjum
sinum og a'ttu að hafa mikla
"■ i ■ -
................................................
Þarna hafði sá bláklæddi betur I viðureign tveggja skozkra landsliðs-
manna. Charlie Cooke sendir knöttinn i netið fyrir Cheisea si. laugar-
dag, þegar Chelsea sigraði Leeds 4-0. Þetta var annað mark leiksins og
það var Billy Bremner, sem varð aðeins of seinn.
möguleika að bæta við 3ja
sigrinum á laugardag. Að visu er
rétt að minnast þess, að Stoke
sigraði Arsenal i London á siðasta
leiktimabili, en eftir stórsigur
Arsenal nú i vikunni á heimavelli
gegn Wolves er óliklegt, að Stoke
hljóti stig þar. Liverpool vann
C.Palace i London og virðist mjög
sterkt lið nú — hefur ekki fengið á
sig mark. Sigrar Tottenham hafa
ekki verið eins sannfærandi, en þó
góðir og Tottenham hefur oftast
gengið vel i Wolverhampton.
An stiga eru Manchester-liðin
og Coventry, en við reiknum með
þvi að þau hljóti sin fyrstu stig á
laugardaginn — Manch.City og
Coventry ættu að ná að sigra, en
kannski vafasamt að setja jáfn-
tefli á Manch. Utd. gegn Everton i
Liverpool. Everton sigraði á
siðasta leiktimabili 1-0 einmitt,
þegar United gekk hvað bezt, en
hins vegar hafa þessi lið oft gert
jafntefli sin á milli. Og þó lið
Manch.Utd. valdi mönnum höfuð-
verki um þessar mundir höfum
við enn trú á þvi mikla „stjörnu-
liði " — ef það fer i gang er úti-
sigur alltaf fyrir hendi.
Einn erfiðasti leikurinn á
seðlinum er milli meistara Derby
County og Chelsea. Derby-liðið er
ekki virkilega komið I gang eins
og tvö jafntefli sýna — reyndar þó
bæði á útivöllum — en þetta
veröur fyrsti leikur liðsins á
heimavelli sem enskur meistari
og áreiðanlegt, að leikmenn vilja
láta aðdáendur sina sjá hvers
vegna liðið varð meistari. Það
ætti að nægja gegn Chelsea, þrátt
fyrir stórsigur London-liðsins
gegn Leeds sl. laugardag. Annar
þungur leikur er i Ipswich, þar
sem Birmingham kemur i heim-
sókn. Hið ágæta lið frá annarri '
stærstu borg Englands var jafn-
teflismeistari siðasta keppnis-
timabils og einhvern veginn
.finnst mér þessi Ieikur mjög
jafnteflislegur.
Leeds náði sér vel á strik i
Sheffield i vikunni og ætti að
vinna WBA heima, en erfiður er
leikur Sheff.Utd. og Newcastle.
Þar ætti þó heimavöllurinn að
ráða úrslitum. Sama ætti að ske
aðeins austar i Y.orkshire, þar
sem fallliðið frá i vor, Notting-
ham Forest, leikur gegn „tigris-
dýrum" Hullborgar. Einhver ró
hvilir hins vegar yfir tiunda
leiknum á seðlinum, West Ham-
Leicester, og spáin er jafntefli
þar. — hsim.
Umsjón Hallur Símonarson
Verður aftur
gullstraumur
til U.S.A.?
sSSSSBI
aHi
■
JæO&'" ''S'" '
; a-. '■ * '
i fyrsta skipti síðan 1956,
þegar ástralska sundfólkið
lagði undir sig sundlaug
Olympiuleikanna, er
reiknað með, að yfirburðum
Bandarikjanna sé nú veru-
lega ógnað. Það er varla
hægt að benda á sundgrein
þar sem bandariska sund-
fólkið er öruggt um gull-
verðlaun á ieikunum í
Munchen — þrátt fyrir
Mark Spitz og að bandarísku
stúlkurnar eru sigurstrang-
legastar í þremur greinum
af fjórum í bak- og flug-
sundi og virðist ósigrandi í
boðsundunum.
Þó kæmi engum á óvart, að gull-
straumurinn verði aftur til Banda-
rikjanna. Á leiknum i Mexikó unnu
bandarisku strákarnir 11 gullverð-
laun af 15 mögulegum, átta silfur-
verðlaun og átta bronzverðlaun —
eða 26 verðlaun af 39. Nú eru veikir
punktar i bandariska liðinu — þó,
stúlkurnar virðist sterkar eru þær
óreyndará alþjóðlegum vettvangi.
A leikunum i Mexíkó unnu þær 11
gullverðlaun, sjö silfur- og átta
bronzverðlaun eða 26 verðlaun eins
og strákarnir.
Enn nú á Ástralia Shane Gould —
hina 15 ára stúlku sem syndir niu
milur daglega og sú æfing hefur
gert hana að heimsmethafa á einu
ári i öllum skriðsundunum frá 100
m. upp i 1500 metra.
Þrátt fyrir óvissuna , sem rikir i
sambandi við sundkeppni
Milnchen-leikana ættu bandarisku
sundmennirnir að sigra i helming
greinanna, jafnvel fleirum. Eins og
áður verða Ástraliumenn helztu
keppinautar þeirra — en' engin
þjóð nema Austur-Þýzkaland getur
státað af „súperstjörnum” eins
og Mark Spitz og Gary Hall. Roland
Matthes er langbezti baksund-
maður heims.
Mark Spitz, sem er 22já ára,
heimsmethafi i fjórum sundum, er
ekki nýliði á Olympiuleikum. 1968
var hann kallaður „undrasund-
maðurinn”, sem gæti unnið sex
gullverðlaun. Hann vann aðeins til
tveggja i boðsundum, og hlaut
silfur- og bronzverðlaun, I dag er
hann reynslunni rikari og talinn
mesti sundmaður heims. Hann fær
tækifærið i MQnchen — hann gæti
hlotið sjö gullpeninga.
Hall, félagi Spitz i háskólanum i
Indiana, á heimsmetið i 400 m. fjór-
sundi og ásamt Svianum Gunnari
Larsson i 200 m. fjórsundi. Þessir
tveir sundmenn gætu gefið Banda-
rikjunum yfirburði i sundkeppninni
— en gullpeningar eru ekki unnir á
pappirnum. Hinn skeggjaði Spitz
og ljóshærði Hall verða að taka á
öllu sinu i hvert skipti sem þeir
stinga sér i sundlaugina. I 100. m.
skriðsundi setti Spitz heimsmet á
bandariska úrtökumótinu, synti á
51,47 sek„ og félagar hans i keppn-
inni, Jerry Heidenreich og Fred
Tyler, eru með betri tima en aðrir
sundmenn 52.40 og 52.42 sek.
t 200 m. skriðsundi er Spitz
bandariska karlaliðsins, sigraði þá
"* '4, •« í'* . ' V&í
• * ■ \ » --i
" ■ ■ ’ . -'V..
■
Mark Spitz á ferðinni — myndin var tekin, þegar hann setti nýtt heimsmet í 200 m flugsundi 2. ágúst, synti
-á ,2:03.89 min. i Chicago. ,
Y’
irnmxSwmams
á 4:01120 min. og Genter varð annar
á 4:02.30 min. Þar mun og Vestur-
Þjóðverjinn Fassnacht berjast um
gullið.
t 1500 m. skriðsundinu mun Mike
Burton, elzti maður bandariska
liðsins,25 ára, verja gullverðlaun
sin frá Mexikó, en það verður erfitt:
gegn Demont, sem nýlega bætti
heimsmetið á vegalengdinni um
fjórar sekúndur og Cooper, sem
synti á 15:57.7 min. á ástralska
meistaramótinu — fimmti bezti
heimstiminn. Burtonáiár 16:00.31.
min.
t baksundunum virðist Roland
beztur og heimsmet hans þar er
1:53.5 min„ en þeir Steve Genter,
21 árs, og Tyler sem er 19 ára,
verða erfiðir keppinautar fyrir
hann —■ og Ástraliumaðurinn
Wenden.
t 400 m. skriðsundinu er hinn 17
ára Brad Cooper frá Ástraliu frá-
bær . Heimsmet hans 4:01.7 min.
var bætt af Kurt Krumpfogz i riðla-
keppni úrtökumótsins i USA i
4:00.11 min„ en Kurt tókst ekki að
endurtaka þann árangur i úrslitum
og komst ekki á Olympiuliðið.
Demont, 16 ára yngsti maður
Matthes ósigrandi — hann á
-
.
: ‘ '•; .
Tvö stærstu tromp Astralíu Michael Wenden og Shane Gould á æfingu i sundlauginni i MUnchen.
tveimur sekúndu betri tima en
næsti maður i 100 m. baksundinu,
56.3 sek„ og sama sagan er i 200 m.
Þar hefur Matthes synt á 2:02.8
min. Ivey, sá næstbezti, er tveimur
sek. lakari. Tim McKee, einnig
USA, er með 2:06.76 min. og þriðji
maður USA i sundinu Stamm með
2:07.45 min.
Keppnin i bringusundinu virðist
mjög opin. Walter Kusch, Vestur-
Þýzkalandi, er talinn mjög sigur-
stranglegur og timi hans 1:05.9
min. er aðeins sekúndubroti lakari,
en heimsmetið og sá bezti i heimi i
ár. Nobutaka Taguchi frá Japan
hefur synt á 1:06.0 min. og sovézki
heimsmethafinn Nikolai Pankin á
1:06.1 min. t 200 m. bringusundi
eiga Bandarikjamenn þrjá beztu
heimstimana, Henchen setti
heimsmet 2:22.8 min i riðlakeppni
úrtökumótsins, en Brian Job
fyrrum heimsmethafi, tvitugur
sigraði i úrslitum á 2:23.27 min.
Rick Colella, en systir hans keppir
i 200 m. flugsundi i Miinchen komst
i leikana með 2:24.17 min. i úrslita-^
sundinu og þriðja sæti Þjóð
verjinn verður þeim þó erfiður
keppinautur og nýlega synti Kusch
á 2:24.5 min. i sundlauginni i
Miinchen. Ef bandariskur sund-
maður vinnur 200 m bringusundið
er það i fyrsta skipti siðan 1960. t
flugsundinu eiga Bandarikin Mark
Spitz og hann bætir heimsmet i
næstum hvert sinn sem hann sting-
ur sér til sunds i keppni — nær tima
i 100 metrum, sem flestir eiga erfitt
með að ná i skriðsundi. En landar_
hans Dave Edgar og Heidenreich
eru einnig mjög góðir — þó aðal-
keppinautur hans verði sennilega
Roland Matthes.-Bezti timi Spitz er
54.56 sek„ en Roland á 56.3 sek. og
keppnismaður er hann i fremstu
röð.
Real Madrid ó Laugardalsvelli
Þá er þaö orðið staðreynd.
Frægasta knattspy rnu lið
heims, Real Madrid, leikur hér
á Laugarda Isvellínum 27.
september við Keflvikinga i
Evrópubikarkeppni meistara-
liða. iBK hefur fengið leyfi hjá
Iþróttabandalagi Reykjavíkur
til að nota Laugardalsvöllinn
27. september og fáum við því
tækifæri til að sjá einhverja
fremstu knattspyrnumenn
heims í leik þar. Leikurinn
hefst kl. 17.30.
Fyrri leikur liðanna i keppninni
verður i Madrid 13. september og efna
Keflvikingar til hópferðar á leikinn.
Farið verður 10. september beint til
Malaga, þar sem dvalið verður á Costa
del Sol til 21. september, en sérstök
hópferð verður til Madrid leikdaginn
fyrir þátttakendur hópferðarinnar.
Það er ferðaskrifstofan Útsýn, sem
hefur skipulagt förina, og geta þeir,
sem hafa hug á að vera með, snúið sér
til hennar eða Hafsteins Guðmunds-
sonar, formanns tBK.
Dómari i leiknum i Madrid verður
frá Portúgal og linuvörður einnig, en
hér heima verða trar við dómgæzluna.
Þá hefur verið ákveðið, að leikur
Vestmannaeyinga i UEFA-bikar-
keppni E vrópusambandsins við
norska liðið Viking frá Stafangri verði
hér á Laugardalsvellinum 24. septem-
ber — en eins og Keflvikingar munu
Vestmannaeyingar leika fyrri leikinn
úti. Hann verður 13. september i Staf-
angri.
t Evrópubikarkeppni bikarhafa leik-
ur Vikingur gegn pólska liðinu Legia —
og eiga Vikingar fyrri leikinn hér
heima eða 13. september.
Fimm sinnum yfir sautján metrana
Þristökkvarinn kunni frá Sovétrikj-
unum, Victor Sanejev, náði frábærum
árangri i keppni i Mlinchen, þegar
hann stökk fimm sinnum yfir 17 metra
á æfingamóti þar — lengst 17.25 metra.
Sanejev, sem varð olympiumeistari í
þristökki i Mexikó 1968, hefur aldrei
verið betri en einmitt nú og er talið
nær útilokað, að einhverjum takist að
sigra hann i MUnchen eftir tvær vikur.
Bandariski kúluvarparinn Wood
náði á sama æfingamóti mjög góðum
árangri — varpaði lengst 21.16 metra.
Hins vegar telja flestir sérfræðingar,
að tandi hans Feuerback sigri i kúlu-
varpi i Múnchen.
Þá bárust þær fréttir i gær frá
Helsinki, að finnski spjótkastarinn
Siitonen, sem er 23ja ára, hefði kastað
spjóti 88.58 metra á móti þar. Það er
annar bezti árangur i heimi i ár — að
eins Lusis, Sovétrikjunum, er betri
með nýja heimsmetið sitt.
Finnar hafa nú ákveðið, að nýi stór-
hlauparinn þeirra, Lasse Viren, keppi
bæði i 5000 og 10000 m hlaupum á
Olympiuleikunum, og er talið að hann
hafi mikla sigurmöguleika á báðum
vegalengdum. Finnska metið, sem
hann setti nýlega i 5000 m. 13:18.0 min.
er þriðji bezti timi, sem náðst hefur á
vegalengdinni frá upphafi. Heimsmet
Clarke er betra og svo timi Bretans
Bedford frá i sumar 13:17.2 min. t
10000 m. á Viren einnig þriðja bezta
heimstimann frá upphafi 27:54.2 min.
— einnig náð fyrr á þessu ári. Evrópu-
meistarinn, finnski, Juha Vaatainen,
sem varð beinlinis þjóðhetja i Finn-
landi i fyrrasumar, þegar hann
sigraði bæði i 5000 og 10000 m. i EM I
Helsinki, mun einnig keppa á báðum
vegalengdunum, þó hann hafi átt við
meiðsli að striða i sumar.
Enn sigrar
Tottenham!
Tottenham skauzt upp
að lilið Arsenal og Liver-
pool i 1. deildinni ensku i
gærkvöldi með fjögur
stig eftir tvær umferðir,
þegar liðið sigraði WBA
i West Bromwich með 1-
0. Það var Martin
Peters, enski landsliðs-
maðurinn kunni, sem
skoraði sigurmark
Tottenham i gærkvöldi
og hefur hann skorað öll
mörk liðsins i keppninni
hingað til eða þr jú og þó
misnotaði hann vita-
spyrnu i leiknum gegn
Coventry á laugardag.
Tveir leikir aðrir voru háðir i 1.
deild i gærkvöldi og kom þar
mjög á óvart, að Manch. City
tapaði á heimavelli fyrir Ever-
ton. Eitt mark var skorað i
leiknum og skoraði Conolly það
fyrir Liverpool-liðið. Þessi
Conolly var keyptur frá skozka
liðinu St. Johnstone i vor fyrir 70
þúsund sterlingspund og þetta er
fyrsta markið, sem hann skorar
fyrir Everton. Þá gerðu Leicester
og Chelsea jafntefli 1-1. t 2. deild
var einn leikur. Sheff. Wed,
sigraði Swindon í Sheffield 2-1.
Fjölmargir leikir vour háðir i
deildabikarnum enska og þar
vann Aston Villa stórsigur gegn
nýja deildaliðinu, Hereford
United eða 4-0. Helztu úrslit urðu
þessi.
Bolton-Oldham 3-0
Brentford-Cambridge 1-0
Brighton-Exter 2-1
Cardiff-Bristol Rov. 2-2
Gillingham-Colchester 1-0
Hartlepool-Doncaster 1-0
Mansfield-Lincoln 3-1
Notts County-York 3-1
Orient-Watford 2-2
Reading-Fulham 1-1
Southend-Aldershot 2-1
Torquay-Portsmouth 1-2
Tranmere-Port Vale 0-1
Workington-Preston 1-0
Wrexham-Crewe 4-0
Þá var heil umferð háð i skozka
deildabikarnum. úrslit urðu
meðal annars þau, aö Aberdeen
sigraði Hibernian 4-0, Celtic uáði
aðeins jafntefli á heimavelli gegn
East Fife 1-1, en St. Mirren tapaði
illa á Love Street, heimavelli
sinum, fyrir Glasgow Rangers 0-
4. Þá tapaði Kilmarnock einnig á
heimavelli fyrir Dundee Utd. 2-3,
og Patrick og Morton gerðu jafn-
tefli án þess mark væri skorað —
einnig Hearts og Airdrie.
Selfoss
sigraði
Einn lcikur var liáður i 2. deild
i gærkvöldi. Þá iéku Armann og
Sdfoss á Melavclli og urðu úrslit
þau, að Seifoss sigraði með
tveimur mörkum gegn engu. Leik
Fylkis og Njarðvikur, sem vera
átti i gærkvöldi á Háskólavelli,
var frestað þar til i kvöld.
KR varð
meistari
KR varð islandsmeistari i
sundknattleik eftir aukaleik
við Armann 4. ágúst. KK
sigraði þá með 5-4 — cn leik
liðanna i mótinu lauk með
jafntcfli 2-2. Ilins vcgar vann
KR þá Ægi með 5-4, og
Armann vann Ægi einnig
tneð sömu stigatöiu. A
myndinni hér að neðan eru
hinir nýju íslandsmeistarar
KR. Frcmri röð frá vinstri.
Erlingur Þ. Jóhannsson,
Sigmar Björnsson, Sigþór
Magnússon, fyrirliðij
Benedikt R. Jóhannsson og
Kinar Þorbcrgsson. Aftari
riið. Guðmundur E. Páisson,
Logi Jónsson, Hafþór B.
Guðmundsson, Valdimar ,
Valdimarsson, ólafur Þ.
Gunnlaugsson og Þórður i
Ingason. Þjálfari liðsins er 1
Iiörður Iiárðdal, og tók hann
myndina.