Vísir - 29.08.1972, Blaðsíða 16
Brezka stjórnin undir-
býr nýjar tillögur
-Brezka stjórnin
undirbýr nú nýjar til
lögur til að koma i veg
fyrir nýtt þorskastrið á
sjónum umhverfis
ísland. Munu þær
verða lagðar fram
innan tveggja sólar-
hringa svo hægt verði
að hef ja viðræður á ný
og þá á grundvelli álits
alþjóðadómstólsins,
sagði talsmaður brezku
stjórnarinnar i gær.
Þessi frétt er samkvæmt'
skeyti frá AP en þegar blaðið
hafði samband við Pétur Thor-
steinson ráðuneytisstjóra i
morgun kvaðst hann ekki hafa
heyrt um ákveðnar tillögur frá
Bretum. Hins vegar væri ekki
óliklegt að þær væru i undir-
búningi. t gær afhenti brezki
sendiherrann i Reykjavík
Einari Ágústssyni orösendingu.
Segir þar að brezka stjórnin sé
reiðubúin að hefja viöræður við
islenzku stjórnina um viðhorfin
i landhelgismálinu svo fljótt
sem báðum aðilum hentar. Hafa
V-Þjóðverjar einnig sent sams
konar skilaboð.
Rikisstjórnin kom saman til
fundar i morgun til að ræða
efni þessara orðsendinga. Hvort
ákvörðun verður tekin um
áframhaldandi viðræður við
Breta var ekki vitaö fyrir
fundinn.
—SG
lceland Review:
NEITAR AÐ BIRTA AUGLÝSING
AR BRETA UM LANDHELGINA
Þriðjudagur 29. ágúst 1972
VÆTUTÍÐ
ÁFRAM
Þvi var fagnað vel, sólskininu
og bliðviðrinu um helgina, hér i
höfuðborginni sem annars staðar.
En ekki stóð það lengi við, og
sennilega hafa veðurguðir aðeins
ætiaö sér að minna á, að sólin er
enn á sinum stað. Ýmsir stóðu
fastir á þvi að sunnudagurinn
hefði vcrið einn heitasti dagur
mánaðarins. Svo var þó ekki, að
þvi er veöurfræðingar sögðu
okkur.
Heitasti og eini heiti dagurinn i
mánuðinum varl2. ágúst. Þá var
15 stiga hiti, en hiti á sunnudag
var 11 stig. En ef litiö er á veðrið á
landinu i heild, er það bezta
veðrið sem komið hefur i langan
tima.
I gærdag rigndi nokkuð mikið,
en mest var rigningin á Kefla-
vikurflugvelli, 21 mm. Hiti i
Reykjavik varl2 stig.
t dag er sunnanátt um allt land,
og talsverö rigning á Suðurlandi,
en fyrir norðan er þurrt og hlýtt.
Hlýjast er á Akureyri og Egils-
stöðum, 15 stig. Hiti á Suðurlandi
er um 10 stig.
Búizt er við suðlægri átt áfram,
aö þvi er veðurfræðingar segja
og skúraveöur verður áfram á
Suðurlandi. — EA
,,Þar sem blaðið cr fyrst og
frcinsl gefið út til að kynna island
og islen/.kan málslað þótti okkur
rctt að hafna birtingu auglýsing-
anna. Kkki sizt vegna þess að þar
var að finna stórkostlegar rang-
færslur um störf islenzkra
visindamanna viðvikjandi varð-
veizlu fiskistofna.”
Svo sagði Heimir Hannesson
annar af útgefendum timaritsins
Iceland Review i samtali við
Visi . Auglýsingafyrirtæki það i
Sviss, sem tekið hefur að sér að
auglýsa málstað brezkra
útgerðarmanna i landhelgis-
málinu, vildi fá inni með
auglýsingar sinar i timaritinu.
Áttu þær að birtast i næstu
blöðum fyrir upphæð sem nemur
60 — 70 þúsundum króna.
Útgefendur Iceland Review,
Heimir Hannesson og Haraldur J.
Hamar neituðu að birta
auglýsingarnar. 1 þeim var m.a.
sagt aö íslendingar hefðu fátt eitt
til málanna lagt varðandi
visindalegar rannsóknir til
verndar fiskistofnum.
„Við höfum i nánast eitt og
hálft ár haldið uppi áróðri fyrir
málstað Islands i landhelgis-
málinu og það hefði þvi skotið
skökku við ef við hefðum birt
þetta, jafnvel þótt aðeins væri um
auglýsingu að ræða. En ég vil
taka það fram að þessi ákvörðun
var tekin áf útgefendum ritsins
eingöngu og kom þar ekki til
neinn þrýstingur frá stjórn-
völdum” sagði Heimir aö lokum.
- SG
„Við stöndum allir
með ykkur gegn
Bretum"
— segir Kjartan Mohr
lögþingsmaðurí Fœreyjum
„Ilér i Færeyjum standa allir
sem einn gegn þvi að veita brezk-
um togurum á leið til islands
nokkra þjónustu ef þeir hafa ekki
grcinileg einkennismerki. Enda
liafa brezkir útgerðarmenn nú
bannað skipstjórum sinum að
koma hér við ef þeir cru búnir að
mála yfir nafn og númer” sagði
Kjartan Mohr lögþingsniaður i
Færeyjum þegar Visir haföi sam-
band við hann i gær.
Kjartan Mohr sagði að mikil og
almenn ánægja væri rikjandi i
Færeyjum með samkomulag það
sem gert var við Islendinga um
veiðiheimildir Færeyinga innan
50 milna markanna. Hefðu þessir
samningar gengið betur og orðið
hagstæðari Færeyingum en al-
mennt hefði verið búizt við fyrir
fram. Sum blöð i Færeyjum hefðu
jafnvel haldið þvi fram að til-
gangslaust væri að reyna samn-
inga við Islendinga fyrst Færey-
ingar færðu sina landhelgi ekki út
um leið.
„Það verður sjálfsagt eitthvað
sprell þarna á miðunum um mán-
aðamótin. En timinn vinnur með
ykkur og þá okkur umleið og ég er
sannfærður um að sigur vinnst.
Við hér i Færeyjum fylgjumst af
athygli með framvindu mála og
stöndum einhuga með ykkur”
sagði Kjartan Mohr að lokum.
— SG
Breto-floti Ijósmyndaður
„Vitanlega reynum viö að
nynda þessa brezku togara. Við
inyndum þá bara meö venju-
legum Ijósmyndavélum. Fljúgum
yfir þá og reynum að inynda þá
sem mest frá hlið”, sagði Pétur
Sigurðsson, forstjóri Landhelgis-
gæzlunnar, er Visir forvitnaðist
um það hjá honum, hvernig hægt
væri aö þekkja væntanlega land-
hel'gisbrjóta úr „flotanum ósigr
andi”, þegar þeir fara að sjást
hér á grunnmiðum meö málað
yfir nöfn og númer.
Það segir sig sjálft, að Land-
helgisgæzlan þarf að eiga sem
mest og bezt gögn um togara
Breta, og skipta ljósmyndir
mestu. Ef ljósmyndari er kræfur,
verður hugsanlega mögulegt að
eignast andlitsmynd af vel-
flestum áhafnarmönnum i
togurunum — nema Bretarnir
taki upp á þvi að haga sér eins og
útsjónarsamir þjófar og setji upp
grimur, þá er þeir reyna að toga
eftir þorskinum hér á
landgrunninu. — GG
Fischer fœr tilboð
upp á 200 milljónir
Fischer hafa verið boðnar nær
200 milljónir króna fyrir að koma
fram og tefla á mótum næsta
hálfa árið, scgir i frétt frá AP.
Þetta er himinhá fjárhæð fyrir
skákmann.
Ekki er aðeins um að ræða að
taka þátt i mótum, heldur ekki
siður að koma fram i mannfagn-
aði, að þvi er virðist. Var sagt, að
óvist væri, að Fischer tæki til-
boðunum, þvi að hann væri litið
gefinn fyrir að koma fram i
mannfagnaði.
Tilboðin eru háð þvi, að Fischer
sigri i heimsmeistaraeinviginu,
sem allar likur eru til að hann
geri.
Hann var i gær einangraður,
segir AP, meðan fulltrúar hans
kynntu sér nánar þau tilboð sem
höfðu borizt. —HH