Vísir - 04.10.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 04.10.1972, Blaðsíða 2
2 Visir Miðvikudagur 4. október 1972. rismspra-- Ilafið þér einhvern tima verið húsnæðislaus? (iuómundur Arason, verkstjóri. Nei, húsnæðislaus hef ég aldrei verið, en hef alltaf haft þak yfir höfuðið. Um húsnæðisleysið i Reykjavik veit ég litið og hef litið fylgzt með þeim málum, þvi að ég dvel mjög sjaldan hér i bænum. Krlendur Magnússon. sjómaður. Nei, það get ég ekki sagt að ég hafi veriö. Ég hef alltaf haft eitt- hvað íyrir mig. En það virðist mjög mikið um erfiðleika hjá fólki núna. Árni .lónalansson. Já, ég hef verið i húsnæðisvandræðum. Reyndar ekki mjög miklum, og það eru komin nokkur ár siðan. En það hefur olt verið ákaflega erfitt að fá pláss, og við vorum til dæmis einu sinni i vandræðum með hjón sem vantaði mjög ibúð, en við leyfðum þeim að búa hjá okkur þar til úr þeirra málum rættist. llafsteinn Sigurðsson, vélstjóri. Nei, ég hef aldrei verið i hús- næðisleysi, en svo virðist sem það sé rnjög mikið um það núna. Reyndar bý ég ekki i eigin ibúð, heldur leigi ég. Anna Jónsdóttir, húsmóðir. Já, það hel'ur komið fyrir mig, og var það fyrir nokkuð mörgum árum. Ég var á götunni með fatlaðan mann og fimm ára barn. Fyrir kunningsskap komumst við i ibúð hjá kunningja okkar. En þegar endirinn er góður er allt i lagi. Björgvin Alcxandersson, af- greiðslumaður. Nei, nei, ég hef aldrei lent i húsnæðisvandræðum. Ég á sjálfur ibúð og hef átt lengi, og ég hef heldur ekki þurft að hýsa nokkurn i húsnæðisvand- ræðum. Hestapóstur og landnámseldar margar hugmyndir á lofti varðandi undirbúning þjóðhátíðarinnar 1974 „Undirbúningurinn er hafinn að fullu. Okkar nefnd hefur starfað að visu siðan 1966, en núna eru/hver heima i sinu héraði, þjóðhátiðar- nefndir sýslnanna byrj- aðar að undirbúa há- tiðahöldin fyrir þjóðhá- tiðarárið ’74”, sagði Jndriði G. Þorsteinsson, einn nefndarmanna þjóðhátiðarnefndar að- spurður um framvindu undirbúnings. ,,t>að er ætlunin, að hver sýsla haldi sína hátið um sumarið, en siðan verði eitt eða tvö atriði úr hverri sýsluhátið tekin til sam- setningar á hátiðardagskránni á J->ingvöllum — auk annars. Við höfum verið i stöðugum við- ræðum við sýslunefndirnar til þess að samræma aðgerðir og skipuleggja, og það er greinilega mikill hugur i mönnum að láta þetta takast sem bezt. — En eitt al' þvi, sem ég hef heyrt á nefndarmönnum úr sýsl- unum, er það, að þeir munu ætla að láta standast m jög á — þjóðhá- tiðina og svo ýmsa merka við- burði sinna sveitarfélaga. Á ein- um staðnum ætla menn að ljúka byggginu menningarmiðstöðvar á þvi sumri, á öðrum staðnum að Ijúka byggingu skólahúss. Og svo áfram i svipuðum dúr. Uannig ætla menn sér að gera sitthvaö það til hátiðarbrigða, sem staðið getur eins og varan- legur minnisvarði — en ekki bara að standa fyrir einhverju skemmtanahaldi. Og jafnhliða slikum meirihátt- ar fyrirtektum þá hafa menn á prjónunum ýmsar ráðagerðir til þess að snyrta umhverfið og fegra til. Uannig hef ég heyrt, að Eyfirðingar séu i sameiningu að undirbúa það, að allir sveitabæir i þeirra byggðarlagi verði nýmál- aðir á þjóðhátiðarárinu. svo að maöur nefni eitt litið dæmi”. Skipulag Þingvalla ,,Það hefur verið unnið að þvi að skipuleggja hátiðarsvæðið á Sorpari og fjósapúkinn ,,Iíg var spurður um það i spjalli við Visi, hvort til væri hlið- sta-ða orðsins ..náttúrusvin", sem notað er á Norðurlöndum, að sögn. Gat ég þess til gamans. að mér hefði dottið i hug orðið ..sorpari", sem rimar við ,,þorp- ari". og er hvort tveggja mann- gerð, sem er öðru fólki til ama og armæðu. Ekki er ég að mæla með þvi að fólk sé yfirleitt að velja öðrum skammaryrði. Þessutan grunar mig að við höfum l'lest einhvern tima gert okkur meira og minna sek um sorparahátt og höfum þvi engin efni á þvi að uppnefna aðra. Það eru nefnilega aðeins fimm ár, siðan vakin var athygli á þess- ari þjóðarmeinsemd með her- ferðinni Hreint land fagurt land. Þó mikið hafi með henni áunnizt, eigum við enn langt i land og þurfum sifellda áminningu, ef ekki á að sækja aftur i sama farið. Nú sýnist mér að orðið sorpari geti átt eins betur við þennan demon i okkur öllum, sem gerir okkur sek um sóðaskap, þegar við Þingvöllum. Þar verður útihátið- in haldið á Efrivöllum, en tjald- samkomurnar niðri á leirum, þar sem reist verða 5 stór þúsund- manna tjöld”, hélt Indriði áfram. ,,Þvi verður þannig fyrir kom- ið, að aðalþunginn af hátiðinni verði utan þjóðgarðsins, eins og t.d. bilastæði og tjöld hátiðagesta. — Tjaldsvæðin verða skipulögð með tilliti til þess, að hver sýsla hafi sinn tjaldreit, þar sem sýsl- ungar verða með sin tjöld. Sér- stakur leikvöllur verður fyrir börn. Það er þegar byrjað á þvi að malbika vegina á Þingvöllum fyrir hátiðina, en til þess að flytja gestina á milli hátiðarsvæðanna verður að gera ráð fyrir al- menningsvögnum — sérstökum strætisvögnum. En með aðflutningi manna á hátiðina á Þingvöllum, þá hafur sú hugmund sprottið upp, að utan af landi muni fólk úr hverri sýslu hafa samflot og fara i flokkum um hinar fornu þingleiðir, svo sem eins og Kjalveg, Sprengi- sand, Uxahryggi, Kjósarskarðs- veg". Það hefur frétzt utan af landi að áhugi sé fyrir þvi að skipuleggja slikar ferðir á þann veg, að hóparnir verði með eldhúsbila i ferðinni og gefi sér góðan tima á leiöinni — verði sumir kannski lengur en einn dag á feröinni.” Hestapóstur „Annað það, sem er i bigerð, stendur i sambandi við það, að póststjórnin mun gefa út 11 fri- merki á þjóðhátiðarárinu. Það hefur vaknað áhugi fyrir þvi, að hestamannafélög endur- veki gamla hestapóstinn og skipuleggi póstferðir með hestum hringinn um landið. Bréf, sem þannig yrðu flutt, væru merkt sérstökum stimplum, og hugsan- legt, að menn gætu póstlagt bréf heima i héraði og fengið það i hendurnar, þegar þeir kæmu á þjóðhátiðina á Þingvöllum — flutt á hestum alla leið". Áramótabrennur eins og landnámseldar ,,Ein af þeim fjölmörgu hug- myndum, sem fram hafa komið i umræðum um þjóðhátiðarhaldið, er sú, að við áramótin — bæði fyr- ir og eftir þjóðhátiðarárið — verði gamlárskvöldsbrennurnar kveiktar á hæstu stöðum hver i sinu héraði. Mönnum er þá ofarlega i huga aðferð fornmanna við að helga sér land. En þeir kveiktu sér eld við árósa, og áttu þá landsvæðið allt að upptökum árinnar, en á breiddina ákvarðaðist landsvæðið af þvi, hve langt sé á milli elda. Þá hafa menn mikinn áhuga fyrir þvi, að á árinu 1974 verði hafizt handavið merkingu sögu- staða. Þar sem sett yrðu upp merki á sögustöðunum sjálfum með upplýsingum um fyrir hvaða sakir þeir eru merkilegir. Það eru mörg ár siðan þessi hugmynd kom upp, en alltaf hefur skort framtakið”. — GP. Póstvagnar á fjallvegí. gætum ekki að okkur. Sorparinn lifir þannig eftir sömu lögmálum og fjóspúkinn forðum, sem fitnaði á ljótu orðbragði húskarlsins, nema hvað hann dafnar við sóða- skap og rýrnar við hreinlæti. Sorpara þessum verður tæpast útrýmt með öllu á vorum dögum, til þess erum við sjálfsagt of langt leidd. Von okkar er hins vegar sú, að með árvekni við umhverfis- vernd og góðu uppeldi barna okk- ar verði sorparinn útdauður, þegar upp^er komin fyrsta kyn- slóð Islendinga, sem innrætt er hreinlæti sem sjálfsögð, sjálf- krafa, jafnvel ómeðvituð athöfn.” Arni Reynisson. Hvers vegna lokuð réttarhöld? S.G.R. siinar: ..Hvernig stendur á þvi að dóm- arar hér á landi leyfa sér að loka hurðum á nefið á blaðamönnum i hvert skipti sem þeir reyna að fá að hlýða á gang málaferlanna. Ég var að lesa i Visi um það hvernig yfirsakadómarinn i Reykjavik fetar i fótspor kollega sinna i Sovétinu og lokar að sér i hvert skipti sem einhver ætlar að nota sér þann rétt að hlýða á málflutn- ing. Það hafa þótt heimsfréttir, þegar sovézkir eru að loka þannig að sér, en við hér á tslandi virð- umst ekki búa við meira frelsi eða lýðræði en i þeim löndum sem fram til þessa hafa verið sögð kúguð og bæld.” Eru skákfrímerkin að seljast upp? Frimerkjasafnari skrifar: „Orðrómur gengur um það i bænum, að skákfrimerkin, sem gefin voru út i tilefni af heims- meistarakeppninni i sumar, séu svo til uppseld hjá póstþjónust- unni. Fyrir stuttu kom maður nokkur á pósthúsið i Reykjavik og vildi kaupa nokkúrt magn af merkinu. Hann fékk það að visu afgreitt, en með hálfgerðri tregðu. Séu póst- afgreiðslumenn spurðir hversu mikið magn sé enn óselt af merkjunum sem. eru mjög eftir- sótt, verjast þeir allra frétta. Gildir það einu hvort um hátt- setta eða venjulega afgreiðslu- menn er að ræða. Ekki er mönnum ljóst, hvaða tilgangi þessi leynd á að þjóna, og væri fróðlegt að fá svar við þeirri spurningu." Hlaupastelpuna vantaði á rokkinn Elin Gunnarsdóttir skrifar: „Þann 27. sept. birtist i Visi á forsiðu mynd af tveim fegurðar- disum með rokk á milli sin. Sjald- an hef ég séð jafnömurlega mynd og þá. Hvað eru þessi aum- ingja fórnardýr að sýna öfugan rokk sem vantar bæði fótafjöl og hlaupastelpu? Hvers vegna hafa þær ekki bara hjólið á milli sin? Hjól er þó alltaf hjól, en svona ömurlegur rokkur skilar engu hlutverki. Það hefði þó alltaf verið skárra að hafa belju á milli þeirra, jafn- vel þótt aðeins hefði verið um leikfang að ræða. Vonandi skila þessar stúlkur meira hlutverki en hlaupastelpulausi rokkurinn.” HRINGIÐ í síma 86611 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.