Vísir - 04.10.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 04.10.1972, Blaðsíða 7
Visir Miðvikudagur 4. október 1972. Umsjón: Edda Andrésdóttir Það getur komið fyrir hverja einustu húsmóður aö lenda ein- hvern tima i svo miklum vand- ræðum með annaðhvort matar- tilbúninginn, innkaupin eða annaö, að hún telur sig þurfa að leita hjálpar. Það er ekki alltaf sem vinkonan, mamma eða ein- hver annar er við hliðina til þess að gefa góð ráð. Það hlýtur þvi að vera fagnaðarefni hverri húsmóöur, þegar komiö var upp hér i Reykjavik Leiðbeiningar- stöð húsmæðra, sem hægt er að leita til með kvers kyns vand- ræði og efasemdir. Leiðbeiningarstöð húsmæðra er starfandi á vegum Kven- félagasambands Islands, en hún hóf starfsemi sina 1963. Var það þá Sigriður Kristjánsdóttir, sem svaraði öllum simahringingum á þeim tima, sem leiðbeiningar eru gefnar. Starfaði hún við það i tvö ár, en þá tók við hennar starfi Sigriður Haraldsdóttir húsmæðrakennari og hefur leiðbeint mörgum húsmæðrum siðan. En það eru ekki aðeins hús- mæður sem hringja, ýmsir aðrir þurfa að fá gagnlegar upp- lýsingar um hitt og þetta varð- andi heimilið, og þá er ekki annað en að taka upp tólið og hringja. Það er til dæmis ekki amalegt fyrir húsbóndann, ef hann tekur einhvern tima við stjórn innan fjögurra veggja heimilisins, að hafa þessa hjálp sér við hlið. En þrátt fyrir það að þessi leiðbeiningarstöð hefur verið starfandi nú i næstum tiu ár, virðist helzt sem töluverður fjöldi fólks hafi ekki einu sinni heyrt á hana minnzt. Þvi hefur verið fleygt fram, að nafni leið- Hríngt ó öllum tímum, jofnvel á hótíðum, og leitað róða" Rœtt við Sigríði Haraldsdóttur um Leiðbeiningarstöð húsmœðra beiningarstöðvarinnar þurfi að breyta. þvi að ýmsir finna ekki nafnið i simaskránni, heldur leita að upplýsingaþjónustu húsmæðra o.s. frv. Leiðbeiningarstöðin hefur simatima á milli klukkan þrjú og fimm hvern virkan dag, og alltaf jafn mikið hringt. Við hér á Innsiðu litum inn hjá Sigriði Haraldsdóttur i leiðbeiningar- stöðinni, þar sem hún er til húsa að Hallveigarstöðum við Tún- götu, og ræddum litillega við hana um starfið og fleira. — Koma stöðugt simahringingar og fyrirspurnir á hverjum einasta degi? ,,Já, alla daga er hringt, og mér virðist sem fyrirspurnum fari fjölgandi. 1 byrjun vissu konur ekki að þetta væri til, en nú gera þær flestar sér það ljóst. Margar konur, sérstaklega utan af landi, hafa kvartað yfir þvi að hér sé alltaf á tali á þessum tima, og það er reyndar alveg satt, þvi að um leið og samtali er lokið við eina, þá hringir önnur.” — Ýmsar skemmtilegar fyrirspurnir hljóta að berast, en um hvað er mest spurt? ,,Um helmingur allra fyrirspurna fjallar um innkaupin. Konan veltir ef til vill ekki ýkja lengi fyrir sér, hvort hún á að kaupa eina marmelaðidós, sem kostar þetta eða hitt, en þegar komið er út i vélar, uppþvottavélar, eða annað, sem kosta 20—60 þúsund krónur, þá fer hún að hugsa sig vel og vandlega um.” „Við getum þó ekki sagt alveg nákvæmlega hvað réttast er að kaupa. En við höfum fengið leyfi til þess að fletta upp i rannsóknarritum erlendis frá, þar sem ýmsar leiðbeiningar eru gefnar En það er spurt um margt fleira. I sumar var til dæmis mikið spurt um Sigríður Haraldsdóttir — Fyrirspurnum fjölgar stöðugt. berjasultu og hvernig gera skuli saft, nú verður sennilega mikiö spurt um slátrið, og svo er lika mikið spurt um baksturinn, til dæmis fyrir jólin. En svo vikið sé aftur að heimilisvélunum, þá er allra mest spurt um þær á’ haustin.” „Kona hringdi eitt sinn og spurði hvað hún gæti búið til, sem yrði góður söluvarningur.! Akaflega oft er hringt, ef eitthvað misheppnast, til dæmis brúnkökudeigið, sem ekki vill tolla saman. Svo er mjög algengt slys að kaffikannan detti og allt fari úr henni og skaði teppi eða annað. Það getur lika verið slæmt að fá mjólkurhyrnur á teppalagðan stigagang. — Margir hringja einnig og spyrja, hvar hægt sé að fá viðgerðarþjónustu, sér- staklega i sambandi við kúnst- stopp eða viðgerð á barnavagni. Og þannig mætti telja áfram.” — Mætti ekki lengja þann tima dag hvern sém húsmóðir hefur tækifæri til þess að hringja og leita ráðlegginga eða upp- lýsinga? „Jú, það mætti svo sannarlega gera og veitti ekki af. Ef við aðeinshefðum fjármagn til þess að hafa meiri starfskraft, þá myndum við lengja þann tima. Efn það þarf að taka þetta til at- hugunar, þvi að stundum koma upphringingar á öðrum tim- um, sem er ekki rétt gott. Ég hef til dæmis fengið upphringingu á gamlárskvöld. Þá festist nælonhárborði við straujárn á einu heimilinu. Svo vilja verða vandræði með steikina eða gæsina um helgar eða hátiðar, og þá er stundum hringt.” — Þið vinnið meira starf i sam- bandi við sjálfa leiðbeiningar- stöðina? „Já, við vinnum upp úr þeim fyrirspurnum sem við fáum. Ef mikið er til dæmis spurt um slátur, þá getum við unnið grein um slátur i málgagnið Húsfreyjuna. Sýningin i Nor- ræna húsinu, „Vörulýsing, vörumat”, kom til dæmis aðal- lega af þeim ástæðum að svo mikið var spurt um vörukaup. Þá beittum við okkur fyrir þessari sýningu, sem við hefð- um reyndar ekki haft bolmagn til þess að halda nema i sam vinnu við Norræna húsið.” „Sýninguna höfum við nú sétt upp á sex stöðum, Selfossi, Borgarfirði, Blönduósi, Akur- eyri, Egilsstöðum og Isafirði. Sennilega förum við svo með hana til Húsavikur i októberlok. En á meðan ferðazt er með sýninguna, verður að loka leið- beiningarstöðinni, þvi að starfs- kraftinn vantar.” „Bæklingar hafa einnig verið skrifaðir út frá fyrirspurnunum, t.d. um frystingu matvæla, en frystikistur voru efst á dagskrá, þegarstöðin byrjaði. Um bletta- hreinsun hefur verið skrifað, um sjálfvirkar þvottavélar og margt fleira. Og nú vinn ég að bæklingi um uppþvottavélar, þvi að mikið er spurt um þær. Einnig er unnið að bæklingi um næringarefnafræði.” Af þessu má þvi sjá, að húsmæðurnar vinna sennilega óafvitandi gagn með fyrir- spurnum sinum, þar sem þvi efni, sem mest er spurt um hverju sinni, verða gerð nánari og betri skil á þennan hátt, sem fyrr segir. Og það má svo bæta þvi viö, að þýðingarmesta ráðið frá leiðbeiningarstöðinni núna er það, að heimilin verða að sjá til að gefa börnunum góðan og undirstöðumikinn morgunverð, áður en þau halda i skólann. Námsárangur verður með þvi móti betri, að börnin fái nóg af hollum og næringarrikum mat”. -EA. cTVIenningannál Sœmundur Guðvinsson skrifar um kvikmyndir: Mánudagsmyndin, Sorg í hjarta: Með gleði í hjarta í Hóskólabíó Háskólabió Mánudagsmynd Sorg í hjarta Leikstjóri: Louis Malle I þessari kvikmynd tekur leik- stjórinn fyrir hinar ýmsu til- finningar sem bærast i brjósti drengs á 13. ári. Hugleiöingar hans um lifið og dauðann og allar þær hugsanir sem skjóta upp kollinum um hina ólíklegustu hluti. Eitt er það þó framar öllu öðru sem er áleitnast, og það er vaknandi kynhvöt og samskiptin við liitt kynið. Laurent Chevalier býr með for- eldrum sinum og tveim eldri bræðrum i bænum Dijon i Frakk- landi. Faðirinn er læknir og strangur heimilisfaðir, bræðurnir ærslafullir unglingar, en það er móðirin Clara, sem hann hallast mest að. Enda er hún allt i senn heillandi fögur og ungleg, full af lifsgleði og jafnframt móðurlegri umhyggju. Um leið og hann leitar hennar sem móður virðir hann fyrir sér fegurðina. Það fer svo, að i gegnum ást hans á henni sem móður, festir hann um leið sifellt meiri ást á henni sem konu. Clara Chevalier er full af lifs- þrótti og á ekki auðvelt með að standast ásókn annarra karl- manna. Laurent verður það mikið áfall þegar hann af tilviljun kemst á snoðir um að móðir hans eigi sér elskhuga. Hann fyllist af- brýðisemi, verður bitur og von- svikinn og fer með bræðrum sinum i vændiskvennahús. Tekur drengurinn þvi sem að höndum ber án svipbrigða, en verður hins vegar æfur þegar bræðurnir ryðj- ast inn i herbergi flennunnar, þegar fram fer hans fyrsta reynsla á þessu sviði. Stuttu seinna veikist hann og er slæmur fyrir hjarta á eftir. Er ákveðið að hann fari ásamt móður sinni á hressingarhæli. Fram að þessu hafði margt spaugilegt skeð, enda óspart hlegið. Raunar er myndin öll fyrst og fremst gamanmynd, en gamanið nær þó aldrei alveg yfir- höndinni. Myndin er látin gerast árið 1954, þegar Frakkar voru önnum kafnir i striði sinú i Indó-Kina og það er viða látið koma við sögu. Það er rætt um það fram og aftur á heimilunum ekki siður en það er umtalað i Bandarfkjunum eftir að Kanar tóku þar við af Frökkum. Læknirinn Chevalier hneykslast á fréttum um að franskir hermenn drýgi ódæðisverk þar eystra. Slíkt geri ekki hermenn hins sið- menntaða Frakklands. Kannast ekki margir við hliðstæðu frá Bandarikjunum áður en fréttir fóru að berast þaðan af striðs- glæpum beggja aðila. Mæðginin halda nú á hress- ingarhælið, og það fer strax að krymta i eitt þúsund unglingum sem fylltu Háskólabióið á mánu- dagskvöldið, þegar það kemur i ljós að þau búa i tveim samliggj- andi herbergjum. 1 frétt um kvik- myndina hafði það sumsé verið tekið fram, að i henni mætti sjá blóðskömm. Þarna lendir hin lifsglaða Clara i ástarævintýri, sem fær þó skjót- an endi, og Laurent gengur litið i tilraunum sinum til að komast yfir ungu stúlkurnar. Þetta knýtir þau fastari böndum, og eftir æðis- lega skemmtun á þjóðhátiðar- daginn fer svo að þau hátta saman. Móðirin talar við hann á eftir og skýrir fyrir honum hvers vegna þetta hafi komið fyrir „i fyrsta og siðasta skipti”. Hann fer frá henni og heimsækir unga stúlku i herbergi hennar þarna um nóttina, og upp frá þvi er hann vaxinn frá móður sinni. Myndin endar á allsherjar hlátri fjöl- skyldunnar, en mæðginin hafa sinar leyndu ástæður fyrir að hlæja. Þetta umtalaða atriði tekur ekki langa stund, en aftur á móti hafa áhorfendur vitað um að svo mundi fara, enda ótal atriði sem sýna kynferðislegan áhuga drengsins á móðurinni. Þó, þegar á myndina „Sorg i hjarta” er litið i heild, þá eru gamanatriðin langtum minnisstæðari en þetta stutta atriði sem sýndi mæðginin i sænginni. Og það kemur i ösköp eðlilegu framhaldi af þvi sem áður hefur skeð og ætti ekki að sjokkera neinn. Þegar Malle undirbjó fram- leiðslu myndarinnar var honum tilkynnt af franska kvikmynda- eftirlitinu, að myndin yrði að lik- indum bönnuð þar i landi. Hún var þvi gerð i samvinnu við italska aðila, og stóð i miklu stappi áður en hún var tekin til sýningar. Soninn Laurent leikur Benoit Ferraux og gerir það snilldarvel. Móðirin Clara er leikin af itölsku leikkonunni Lea Massari, og er hún ekki siður sannfærandi. Gifurleg ásókn var að myndinni á mánudagskvöldið og var hægt að imynda sér að um skólasýningu væri að ræða, þar sem sárafátt var af fullorðnu fólki. Það voru unglingar sem fylltu sætin og langt i frá að þeir færu út með sorg i hjarta, enda er þessi kvik- mynd snilldarvel gerð gaman- mynd sem óhætt er að mæla með.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.