Vísir - 02.01.1973, Síða 6
6
Visir. Þriftjudagur 2 janúar 1973
visir
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiösla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Valdimar H. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 32. Simi 86611
Siðumúla 14. Simi 86611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Ó, ÞVILIKT AR!
'
Gott og vont ár 1972
Stækkun islenzku landhelginnar var minnisstæð-
ust flestum þeim, sem Visir hafði viðtal við i siðasta
blaði i tilefni áramótanna. Enginn vafi er á, að sú|
stækkun er örlagarikasti atburðurinn á innlendum
vettvangi árið 1972. Hann skyggir á brokkgengið i
efnahagslifinu, þótt það hafi verið óvenju hryss-
ingslegt á árinu. Útfærslan veldur okkur verulegum
timabundnum erfiðleikum, en felur um leið i sér
von um bætta efnahagslega framtið.
Ef frá er skilin alvara efnahags- og stjórnmála, er
heimsmeistaraeinvigið i skák tvimælalaust atburð-
ur ársins, enda véku margir viðmælendur Visis að
þvi. Einvigið var glæsileg hátið i þjóðlifi okkar. Og
það er ekki laust við, að mönnum hafi fundizt tóm-
legt að þvi loknu.
Enn eitt mál ársins var hin uggvænlega út-
breiðsla fiknilyfja, bæði áfengis og hinna nýju efna.
Þvi miður er ástæða til að ætla, að nýju lifsflóttaefn-
in breiðist mun örar út en ætla mætti af þvi litla,
sem frá þeim er sagt i fjölmiðlum. Sú þögn er farin
að minna á strútinn, sem stingur höfðinu i sandinn.
Þessi þróun var verulegt áhyggjuefni sumra þeirra,
sem Visir ræddi við i tilefni áramótanna.
Nixon Bandarikjaforseti er i brennidepli minn-
inga manna frá erlendum vettvangi á liðnu ári.
Annars vegar fagna menn sáttastefnu hans gagn-
vart Kinverjum og minnast sérstaklega ferðar hans
til Kina. Hins vegar harma menn, hve gersamlega
hann hefur snúið við blaðinu i Indókina eftir
kosningasigur sinn og tekið að fremja striðsglæpi i
stórum stil. Sem betur fer lét hann aftur af loftárás-
um um áramótin. Og menn vona, að ferðin til Kina
verði varanlegri minnisvarði um valdatið Nixons,
en hernaðurinn gagnvart óbreyttum borgurum i
Vietnam.
Annar maður ársins að dómi viðmælenda Visis er
Willy Brandt, kanzlari Vestur-Þýzkalands. Um
hann og austurstefnu hans hafa menn gott eitt að
segja. Það er eins og mönnum finnist, að hann hafi
tekið siðferðilega forustu i hinum vestræna heimi.
Menn vona, að sáttastefna hans muni smám saman
leiða til friðsamlegrar sambúðar austurs og vest-
urs. Fyrir nokkru eru lika hafnir fundir tii undir-
búnings öryggismálaráðstefnu Evrópu. Ef þessi
þiða verður varanleg næstu misserin, má senn fara
að búast við gagnkvæmum samdrætti vigbúnaðar.
Þá fæst loks reynsla á, hve mikil alvara er i þeirri
þiðu, sem nú virðist rikja i samskiptum austurs og
vesturs.
Að öðru leyti eru morðin i Munchen atburður árs-
ins að flestra dómi. Sá viðurstyggilegi verknaður
hefur rækilega vakið athygli á þvi, hve nauðsynlegt
er fyrir vestrænar þjóðir að taka höndum saman i
vörninni gegn hermdarverkamönnum, einkum
þeim, sem klæða geðveiki sina i voðir hugsjóna og
valdatafls. Hinn nýi framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, Kurt Waldheim, gekk sjálfur fram fyrir
skjöldu til að fá Sameinuðu þjóðirnar til að berjast
gegn flugránum. Þvi miður reyndist skilningur á
þvi máli ekkí vera nægur meðal þjóða samtakanna.
Árið 1972 var þvi bæði gott og vont ár. Heima fyrir
var það ár landhelginnar, skáklistarinnar og fikni-
efnanna. Á alþjóðlegum vettvangi var það annars
vegar ár hermdarverka og striðsglæpa, en hins
vegar ár óvenjulegrar þiðu i samskiptum rikja. Við
vonum, að á þvi ári, sem nú er byrjað, megi iiinir
jákvæðu atburðir verða yfirgnæfandi.
Spurning: „Maftur heyrir sagt,
aö árift 1972 hafi verift afdrifarikt
ár. Hvernig farnast mannkyninu?
Svar: „Si svona, Vietnamar
eru enn að berjast við Vietnama
og Bandarikjamenn, Irar lumbra
á írum, Kóreubúar nista tönn-
um framan i Kóreubúa, Filipps-
eyingar herja á Filippseyingum,
Múhameðstrúarmenn fyrirlita
Hindúatrúarmenn og svo fram-
vegis. — Þetta er mest allt við
sama heygarðshornið.”
SpJ: „Hvaft var þá svona
sérstakt við þetta ár?”
Sv.: „Hvernig hlutirnir breytt-
ust”.
Sp.: „Þetta er of flókift. Getum
vift ekki byrjaft aftur?”
Sv.: „Nú jæja, byrjum þá á
kalda striðinu, sem hófst við lok
heita striösins 1945. Bandarikin
eru i dag i Vietnam, vegna þess
að allan þennan tima hafa þau
verið að verja lýðræði og hindra
útþenslustefnu kommúnista, eins
og hún hefur verið rekin af Kin-
verjum og Rússum.”
Sp.: „Svo aft kalda striðið er
Ó, þviliktár! —varð WilliamL. Ryan, einum
af greinarhöfundum Associated Press-frétta-
stofunnar, að orði, þegar hann leit yfir árið,
sem nú var að liða. Hann er höfundur þessarar
greinar.
'enn i algleymingi?”
Sv.: „0, ekki aldeilis. Arið 1972
uppgötvaði Nixon forseti, að það
stafaði litil hætta af Moskvu og
jPeking (og þar sáu menn það
sama i honum), svo að hann
heimsótti báða staðina. Og báðir
veittu honum inngöngu i klúbb-
■ _ »»
mn.
Evrópu og fullmótun öryggisráðs
Evrópu. Sovézkir verzlunarfull-
trúar hegða sér eins og vestrænir
iðjuhöldar og sækjast eftir stór-
viðskiptum við bandariska auö-
valdiö. Peking hefur rætt um
aukna verzlun, menningarsam-
skipti og fleira ánægjulegt.”
Sp.: „Er þá friftur að færast
yfir Evrópu?”
Sv.: „Tja, stjórn Willy Brandts
hefði orðiö að slita samstarfinu
við stjórn Willy Brandts, ef slð-
ustu atburöir I Þýzkalandi hefðu
skeð fyrr á árum. Viðhorf Bonn-
stjórnarinnar var þannig, að sér-
hver sá, sem viðurkenndi Austur-
Þýzkaland, varð að komast af án
Vestur-Þýzkalands. Núna hafa
þessi tvö Þýzkalönd tekið upp
eitthvað i likingu viö utanrikis-
samskipti.”
Sp.: „Þá hljóta framtíðarhorf-
urnar að vera nokkuö góðar?”
Sv.: „Maður verður að lita á
hinar bjartari hliðar. Bandarikin
og Rússland hafa komið sér upp
Kai-Shek, 84 ára gamlan, fyrir
forseta sjötta kjörtimabilið og
furöaöi engan. Hann var eini
frambjóöandinn. Chiang, sem
glataði meginlandinu i hendur
Mao Tse-Tung, var hylltur sem
„bjargvættur Kina”.
Fyrri kynslóð Moskvu kallaði
Titó þeirra i Júgóslaviu öllum
þeim illum nöfnum, sem fyrir-
finnast i orðabókum kommún-
ista. En 1972 veitti Moskva Titó
sitt æðsta heiðursmerki, Lenin-
oröuna. Titó veittist hins vegar
sjálfur hart að sinum eigin flokki
fyriraðumbera billjónamæringa.
Júgóslavneskur billjónamæring-
ur er braskari, sem hefur tekizt
aö öngla saman dinörum að verð-
mæti um 60 milljónir króna.
1 Afriku sparkaði Idi Amin, ein-
ræðisherra, Asiumönnum út úr
landi til að bjarga Uganda frá út-
lendingum og lagði með þvi efna-
hagslif landsins i rúst.
í Kaliforniu sýknaði dómstóll
kommúnistann Angelu Davis af
.Rænum flugvél, sagftirftu....Förum til Kúbu, sagðirðu.
Sp.: „Þá er Nixon forseti ekki
lengur i andstöðu við kommún-
ista?”
Sv.: „Auðvitað er hann það.
Meðan hann var I Peking, háðu
Bandarikjamenn og bandamenn
þeirra styrjöld við kommúnista i
Vietnam. Meðan hann var i
Moskvu, héldu Bandaríkjamenn
uppi hafnbanni á hafnarborgir
Norður-Vietnam til þess að aftra,
að vopnasendingar Rússa og Kin-
verja berist til Vietnam.”
Sp.: „Svo að Moskvu hlýtur að
vera I nöp viö Nixon forseta,
þegar allt kemur til alls?”
Sv.: „Það var ekki að sjá á
stærstu sjónvarpsútsendingu
Rússa á árinu. Þarna á sjón-
varpsskerminum trónaði maður-
inn, sem Rússum hafði verið sagt,
að sameinaði i einni persónu allt,
sem þeim átti að vera fjandsam-
legt. Og upp úr honum vall angur-
bliður orðastraumur um gildi
friðsamlegrar sambúðar.”
Sp.: „Almáttugur! Hata þá
Moskva og Peking kapitalistanna
ekki lengur?”
Sv.: „Sussu jú. Leonid Brezh-
nev, höfðingi Rússa, varar sýknt
og heilagt við hinum lævisa
kapitalisma. Peking klifar sleitu-
laust á heimsvaldastefnu Banda-
( rikjanna.”
Sp.: ,ER þá ekki voniaust verk
að tala við þessa menn?”
Sv.: „Nei, nei. Rússar og
Bandarikjamenn eiga viðræður
um bann við framleiðslu kjarn-
\orkuvopna, fækkun herliðs i
llllllllllll
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
nægum kjarnorkuvopnabirgðum
til þess að sprengja hvort annað i
tætlur. Bjarta hliðin er svo sú, að
Moskva og Washington eru á móti
mengun. Þær hafa ákveðið að
vinna saman til þess að vernda
fólkið gegn henni.”
Sp.: „Hlutirnir hafa þá til-
hneigingu til þess að vera flókn-
ir?"
Sv.: Litillega. Svo að tekin séu
nokkur dæmi:
Undir lok október var friður
„á næsta leiti” i Vietnam. Tveim
mánuðum siðar voru loftárásir
Bandarikjanna ákafari en nokkru
sinni áður.
Thieu forseti Suður-Vietnam
tryggði viðgang lýðræðisins með
þvi að afnema kosningar til sveit-
arstjórna og láta skipa embættis-
menn, allt frá bæjarstjórum og
niðurúr.
Formósu-Kina kaus Chiang
ákærum um samsæri. Hún rauk
þegar i ferðalag til kommúnista-
rikjanna og fullvissaði fólk þar
um, að það hefðu einungis veriö
hin kröftugu mótmæli kommún-
ista, sem björguðu henni frá þvi
að vera pislarvottur hugsjóna
sinna. Það verður huggun þeim
sovézku rithöfundum, sem dvelja
i fangabúðum fyrir þá synd að
hafa hugsað á eigin spýtur.”
Sp.: „Almáttugur! Hvað eru
kommúnistar eiginlega öflugir i
Bandarikjunum, fyrst þeir fengu
frelsað Angelu Davis?”
Sv.: „Kommúnistar smöluðu
saman 25 þúsund atkvæðum af
þeim 77 milljónum, sem kusu i
forsetakosningunum 1972.”
Sp.: „Hefðurðu þá engar góðar
fréttir meö tilliti til bandariskra
viöhorfa?”
Sv.: „Það er nú undir viðhorf-
unum komið. En það má nefna,
að...:
Bandarikjamaður er nú
heimsmeistari i skák, Moskvu til
óumræðanlegrar sálarkvalar.
Á meðan 60 flugrán voru framin
1972, þá virðast Alsir og Kúba
orðin leið á nafnbótinni, „vinir
flugræningjanna”.
Fidel Castro á Kúbu, sem átti
heimsmetið i óstöðvandi mælsku,
skipti um hlutverk. I siðasta
mánuði varð hann að sitja og
þykjast áhugasamur undir
þriggja og hálfrar stundar ræðu
Brezhnevs.
Árið 1972 á sinar ánægjulegu
hliðar, þegar að er gáð.”