Vísir - 02.01.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 02.01.1973, Blaðsíða 7
Visir. Þriðjudagur 2 janúar 1973 cTVIenningamiál Innri maður og borgararnir: Guðrún Ásmundsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Helga Bachmann, Borgar Garðarsson og Gisli Halldórsson: Poche. Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Það var Poche! En hvað sem liður kenninga- smið stafar skemmtun sú sem farsi veitir augljóslega einkum af hraðri og ólikindalegri atburða- rás hans, af þvi að sifellt er eitt- hvað nýtt og óvænt að gerast, aldrei gefið tóm til að doka við og hugsa sig tvisvar um sama hlut- inn. Georges Feydeau var á sinni tið mikill meistari hringekju- leikja af þessu tagi, og það hefur sýat sig á seinni árum að farsar hans eru enn i dag prýðilega nota- drjúgir bæði leikendum og áhorf- endum. Farsaleikir Feydeaus eru orðnir að minnsta kosti hálf- klassisk leikhúsverk, leiknir á seinni árum i mikilsmetnum leik- húsum hvarvetna um Evrópu. Og það er ekki aðeins útsmog- inn leikur Gisla Halldórssonar sem gerir Fló á skinni svo gleði- lega sem raun ber vitni i Iðnó — heldur er sýningin i heild sinni furðu jafnvig, gædd þeim hraða og smitandi kimni sem farsanum er lifsnauðsyn. Ég hygg að sýning Leikfélags Reykjavikur mundi standast furðuvel samanburð við hvaða leikhús annað sem vera skal. t gervi Chandebise-Poche birt- ist mannlegleikans kraftur i sýn- ingunni: Gisli Halldórsson sýnir það svo glöggt hve grunnt er ofan á Poche innan við vestið á Chandebise, landeyðuna innra með góðborgaranum. Vitaskuld mætti hugsa sér þessa mann- lýsingu, hins ytri og innri manns, miklu meinlegri, kvikindislegri éf svo má að orði kveða. En spurs- mál er hvort þá væri ekki verið að færa leikinn út úr ramma fars- ans: hinn góðmótlegi manns- bragur þeirra tvifaranna, þetta er bezta sál inni við beinið, er leiknum alveg fullnægjandi mannskilningur og lifspeki. t kringum hinn afklædda borg- ara hverfist ærslafengin atburða rás leiksins þar sem misskilning- ur læsist við misskilning, ævin- saman háðulegum manngerving- um hins fina Parisarlifs um alda- mótin. Vel má vera að þetta fólk nyti góðs af ýtarlegri stilfærslu, meiri meinfýsi i leiknum — en ástæðulaust er samt að kvarta um þann góðgjarna kátinubrag sem Jón leikstjóri Sigurbjörnsson hefur samið sýningunni, af þvi hvað hann hæfir leiknum og leik- endunum prýðilega vel. Það er þrátt fyrir allt'.hið ánægjulegasta við sýninguna hversu jafn-vel hún er skipuð, léttvig og leikandi fyndin frá fyrstu stund. I farsa er við ekkert hlifzt: fyndnin er verk- leg og klúr og veltur mest á fimi, hraða og úthaldi sýningarinnar að hún lifni og njóti sin. Og það tekst sem sé með fjarska ánægju- legu móti i Iðnó i þetta sinn: hér er áreiðanlega kominn upp leikur til langrar göngu i leikhúsinu. Og það sýnir sig að Leikfélag Reykjavikur á fleiri góðum gamanleikurum á að skipa en Gisla Halldórssyni. Ég nefni hér aðeins Guðrúnu Ásmundsdóttur, frú Chandebise, Kjartan Ragnarsson, Etienne þjón, og Þorstein Gunnarsson, Camille frænda. I farsa fæst maður til að hlæja að öllum sköpuðum hlut- um: Camille er svona hlægilegur af þvi að hann er málhlatur og kemur engu hljóði upp nema sér- hljóðum! Upp á svipaðan máta gerir Helgi Skúlason sér og sýn- ingunni mikinn mat úr blóðheit- um frönskum kavalér og hans skringilega málfari og fram- gangsmáta: útlendingar eru ævinlega svo skrýtnir! 1 farsaleikjum Feydeaus er bió- farsinn á næsta leiti, einfaldir manngervingar, ör og öfgafengin framvinda atburða, sibylja fyndninnar á sviðinu er alveg af sama tagi hér og þar. Þessi arfur ávaxtaðist i þöglu skopmyndum fyrri daga, af honum kom Chapl- in. Það er ekki tilefnislaust ef glannafengnir farsar Feydeaus Leikfélag Reykjavikur: FLÓ A SKINNI Gamanleikur i þrem þáttum cftir Georges Feydeau Þýðing: Vigdis Finnbogadóttir Leikmyndir og búningateikning- ar: Ivan Török Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson. Þeir sem fýsir að lengja lif sitt með ærlegum hlátri — þeir eiga ekki að vera í neinum vandræðum á ný- byrjuðu ári. Fló á skinni er einhver hinn ærlegasti hlátursleikur sem hér hefur sézt síðan Þjófar, lík og fal- ar konur var leikið í Iðnó um árið. Eins og þá veltur lika farsæld leiksins i þetta sinn að verulegu leyti á þvi hvilikum afburða- gamanleikara Leikfélag Reykja- vikur hefur á að skipa þar sem Gisli er Halldórsson. Gisli er sýn- ingunni sannkallaður máttar- stólpi i hinu tviskipta aðalhlut- verki leiksins: annars vegar virðulegur kaupsýslumaður, Victor Emmanuel Chandebise, sæmdur lúxus-konu og heimili, hins vegar Poche, fordrukkinn þjónn á þriðja klassa hóteli. Ýmiss'konar spakleg fræði hafa verið saman sett um það hvaða gagn ærsla- og hlátursleikir af þessu tagi geri áhorfendum sin- um, eða með öðrum orðum, hvers vegna við hlæjum að þeim eins og raun ber vitni. Ein er sú kenning að i öfgaheimi farsans veitist áhorfandanum færi á að lifa i meinlausri mynd sinar villtustu óskir og dulda dagdrauma, og létta af huga sér alls konar grill- um, vanahugsun og hleypidóm- um. Það má svo sem leiða getum að þvi hver léttir það sé eða hafi verið áhorfendum að sjá að ,,inn- st inni” sé hinn vegsæli auðborg- ari nákvæmlega jafn-umkomu- laus og við hin i gervi Poche sem allir mega skeyta á skapi sinu. Að hinu leytinu er Poche ósnertanlegur og ósæranlegur i öllu sinu umkomuleysi, kemur alla tið niður á fæturna hvaða kollhnisa sem hann tekur inn eða út um glugga og dyr, umber allt og yfirvinnur allt. ,,Það var Poche! Það var Poche! ” Þetta er hin endanlega skýring fyrirfólks- ins i leiknum, þegar allt færist i samt lag i leiksiok, á öllum þeim Ósköpum sem það hefur orðið að ganga i gegnum. Og þannig séð felst gildi farsans i þvi að snúa hversdagsheimnum stundarkorn við, láta borgarana dansa á svið- inu eins og fló á hörðu skinni: hann er aðferð til að sætta sig við og fagna heiminum eins og hann er. Engin hljóð nema sérhljóðar: Þorsteinn Gunnarsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Helga Bachmann, Guðrún Ásmundsdóttir. Borgaraskapur um aldamót: Helgi Skúlason, Carlos Homénides de Histangua, og GIsli Halldórssou, Vitctor Emmanuel Chandebise lega skeður það sem sizt skyldi, og væri óðs manns æði að ætla sér að fara að endursegja þau atvik eða lýsa þeim i annarri mynd en leiksins sjálfs. Og þar er skipað eru orðnir klassisk leikhúsverk — og manndómsmark á islenzku leikhúsi að skila einnig slikri klassik með svo listfengu móti sem nú gerist i Iðnó. Skrifstofustúlka Óskum eftir að ráða skrifstofustúlku, nokkurra ára reynsla ásamt góðri énsku- kunnáttu nauðsynlegt, þýzkukunnátta æskileg. Ráðning nú þegar eða eftir sam- komulagi. Þcim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavik og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar eigi siðar en 5. janúar 1972 í pósthólf 244, Hafnarfirði. íslenzka Álfélagið H.F. Straumsvik

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.