Vísir - 29.01.1973, Side 10

Vísir - 29.01.1973, Side 10
KR-ingarnir ungu i 1. deildinni i handknatt- leiknum eru orðnir afar auðveldir mótherjar — það er orðið létt að sigra þá. í gærkvöldi léku ÍR- ingar sér að þeim i Laugardalshöllinni og sigruðu með sjö marka mun — 22:15. Leikurinn Heimsmet í stangarstökki Bandarikjamaðurinn Steve Smith setti aðfaranótt laugardags nýtt heimsmet i stangarstökki innanhúss á móti i New York. Hann átti sjálfur eldra metið 5.46 m. sett i Los Angeles i fyrri viku, og bætti það um 3. sm. i New York, stökk 5.49 metra. Erfiðasti mótherji HSK-manna i leik þeirra gegn ÍR á laugardaginn reyndist hinn harðsnúni miðherji ÍR, Einar Sig- fússon. Einar þekkti greiniáe^a leiðina i gegnumívörnina hjá sin- um fyrrverandi sam- herjum, og skoraði hvorki meira né minna en 33 stig i leiknum. ÍR veittist létt að sigra HSK með 108 stigum gegn 62, enda skartar ÍR nú með fínustu skrautfjaðrirnar úr hatti HSK-liðsins, Einar Sigfússon og Anton Bjarnason. En fleira hjálpar til við að gera Auðunn Óskarsson er i góðri æfingu nú og leikur með landsiiðinu á mið- vikudagskvöld. Hér skorar hann eitt af fimm mörkum sinum f lcik Armanns og FH i gærkvöldi. Ljósmynd Bjarnieifur. Enn töpuðu Vals- menn í körfunni! Seint mun það verða að iþróttirnar hætti að koma manni á óvart. Hið unga, fríska og sérstaklega efni- lega 1. deildar lið Vals í körfuknattleik hafði sann- fært mann um það með ágætri frammistöðu sinni í fyrraveturog í vetur, þegar Valursigraði meðal annars Úrslitin i gœrkvöldi Tveir leikir voru háðir f 1. deildarkcppninni I körfubolta f gærkvöldi. Fyrst léku KR og Armann og sigruðu KR-ingar með 76-64, en siðan vann Valur Njarðvik með 101 stigi gegn 67 og hlutu þar með sin fyrstu stig i mótinu. Nánar á morgun. Þór vinnur stöðugt Tveir leikir voru háðir I 2. deild tslandsmótsins i handknattleik á Akureyri um helgina. tJrslit urðu þessi: KA—IBK 16-18 Þór—tBK 22-16 Staðan I deildinni er nú þannig: Þór 5 5 0 0 102-55 10 Grótta 5 4 0 1 116-88 8 ÍBK 5 4 0 1 94-91 8 KA 6 3 0 3 136-103 6 Breiðablik 6 3 0 3 115-135 6 Þróttur 5 2 0 3 93-72 4 Stjarnan 4 0 0 4 62-111 0 Fylkir 6 0 0 6 83-146 0 Leik Þróttar og Stjörnunnar, sem vera átti i gær I Laugardals- höllinni, varð að fresta vegna þess að dómarar mættu ekki. IR, að liðið færi senn að blanda sér í baráttuna um toppsætið í íslenzkum körfuknattleik. En, eftir þrjá leiki í yfirstandandi Islandsmóti hefur liðinu enn ekki tekizt að krækja sér í stig — hvað þá heldur að það sé í námunda við toppinn. Aö visu hafa mótherjar Vals, það sem af er mótinu, ekki verið af lakara taginu, eða KR, 1R og á laugardaginn Armann, en ein- hvern veginn haföi sá grunur. læðzt að, aö Valur mundi gera betur en aö sitja á botninum, eins og liðið gerir nú ásamt Þór. En þetta á áreiðanlega eftir að breyt- ast, þótt öll toppbarátta sé nú sennilega úr sögunni i þetta sinn. En, á meðan Valsmenn glima við erfiöleika af þessu tagi, fagna Armenningar velgengni á ný eftir óvenju langdregiö öldudalstima- bil. Með sigri sinum gegn Val á laugardaginn hefur Armann unn- iö þrjá af fjórum fyrstu leikjum sinum i mótinu, og skipar nú þriðja sætið, með risana tvo, KR og 1R aðeins i seilingarfjarlægð. Leikur Armanns og Vals var frekar jafn allan timann, en þó hafði Ármann ávallt nauma for- ystu — allt þar til á 17. minútu sið- ari hálfleiks, þegar Valur jafnaði. Eftir það hefði allt getaö gerzt, en Armenningarnir voru haröari af sér siðustu minúturnar, og tókst að sigra naumlega með 77 stigum gegn 73. bær eru orönar margar hildirn- ar sem hinn margreyndi lands- liðsmaður BirgirBirgis hefur háð á körfuknattleiksvellinum um dagana, enda leynir það sér ekki að þar er leikreyndur maöur á ferð. Birgir tók aö sér það erfiða hlutverk að hafa hemil á stór- skyttu Vals, Þóri Magnússyni, sem getur, þegar sá gállinn er á honum, „raðað” þetta 30-40 stigum á leik, og hefur gert bezt 57 i einum leik, og var þaö ekki sizt góður varnarleikur Birgis gegn bóri, sem færði Armanni sigurinn, þvi Þórir skoraði innan viö 10 stig i leiknum. Þaö munar um það hvort Þórir skorar 5 stig eða 30 — og þegar Þórir skorar 5 stig er Valur i vanda. Armann hafði 6 stig yfir hléi, 37- 31, og þótt Valur minnkaði mun- inn i 1 stig, 39-38, jók Armann enn forystuna, og hafði 8 stig yfir um miðjan siðari hálfleik, 57-49. En skyndilega tóku Valsmenn að draga mjög á Armenningana, og loks á 17. minútu jöfnuðu þeir, 65- 65. Hélzt staöan lengi vel hnifjöfn, en hinn trausti leikmaður Armanns, Sveinn Christensen gerði út um leikinn meö þvi að hitta tveimur vitaskotum þegar Armann hafði aðeins 2 stig yfir, 73-71, og tæpar 2 minútur voru til leiksloka — og tryggði Ármanni þar meö þá forystu, sem Vals- mönnum reyndist um megn aö yfirvinna. Jón Sigurðsson átti aö vanda góðan leik fyrir Armann, og skor- aði 23 stig, en Birgir Birgis skor- aði 20. Segir sú tala litið um Birgi, þvi hann gæti skorað miklu meira, enda ein öruggasta skytta sem maður sér — en liöið gengur fyrir. Stefán Bjarkason átti ágæt- an leik fyrir Val. Hann hitti vel, og skoraði 19 stig, en Kári Maris- son skoraði 16 stig. gÞ Aðalfundur hjó Víkingum Aðalfundur Knattspyrnudeildar Vikings verður haldinn mánudag- inn 5. febrúar kl. átta i Neðri-Bæ viö Siðumúla. Þoð er orðið létt verk að sigra KR! Afar auðveldur sigur ÍR, þar sem Brynjólfur skoraði 11 mörk Ingólfur fyrirliði í sterku pressuliði! Það verður mikið um að vera i Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöld — pressuleikur i handknatt- leikog þar gefst tækifæri til að sjá okkar beztu menn í leik fyrir landsleikinn við Sovétríkin (eða Grúsíu- menn). Bæði liðin hafa verið valin og er pressuliöið — lið Iþróttafrétta- manna þannig skipað: Ólafur Benediktsson, Val, bor- steinn Björnsson, Fram, Sigfús Guðmundsson, Viking, Viðar Simonarson, FH, Brynjólfur Markússon, 1R, Páll Björgvins- son, Viking. Vilberg Sigtryggs- son, Armanni, Jón Sigurðsson, Viking, Ingólfur óskarsson, Fram, fyrirliði, Ágúst Svavars- son, 1R, Stefán Gunnarsson, Val, og Jón Karlsson, Val. Lið landsliðsnefndar HSl er þannig skipað. Hjalti Einarsson, FH, Birgir Finnbogason, FH, Geir Hallsteinsson, FH, Auðunn Óskarsson, FH, Björgvin Björg- vinsson, Fram, Sigurbergur Sig- steinsson, Fram, Axel Axelsson, Fram, Gunnsteinn Skúlason, Val, fyrirliði, Agúst ögmundsson, Val, Ólafur H. Jónsson, Val, Einar Magnússon, Viking, og Guðjón Magnússon, Viking, og er Guðjón eini maður liðsins, sem ekki hefur leikið i landsliði áöur. A undan þessum leik verður leikur milli unglingalandsliða og jafnvel eitthvað fleira. var nánast þrautleiðin- legur allan timann — þrátt fyrir sæmileg til- þrif einstakra leik- manna — þvi hann varð fljótt Ójafn — íR-ingar náðu góðri forustu. Brynjólfur Markússon átti létt með að skora i gær og leikur hans og Gunnlaugs Hjálmarssonar var i sérflokki. Brynjólfur skoraði 11 mörk, þar af tvö úr vitaköstum, og jafnaöi þar með markamet einstaklings I leik á mótinu. Einar Magnússon, Viking, skoraði 11 mörk i leiknum við KR i fyrri um- feröinni — tíu mörk i siðari leik KR og Vikings, og Geir Hall- steinsson hefur einnig skorað 10 mörk i leik. Þaö var gegn ÍR. Markvarzla KR var i algjörum molum I fyrri hálfleiknum og það notuöu IR-ingar sér vel. Þeir skoruðu 13 mörk I hálfleiknum og það þótt aðalmarkskorari ÍR fyrir leikinn, Vilhjálmur Sigur- geirsson, léki ekki með sökum meiðsla. En það kom ekki að sök. Brynjólfur gat skorað nánast þegar hann vildi, en hins vegar fór hann nokkrum sinnum illa að ráði sinu i siöari hálfleiknum og bætti þvi ekki markametiö veru- lega. Þá var Gunnlaugur Hjálmars- son I skemmtilegu „stuði” og var maðurinn bakvið flest mörkin með góðum linusendingum eða langsendingum fram i hraðupp- hlaupum. Auk þess átti Gunn- laugur fjögur skot á mark i leikn- um og skoraði fallega úr þremur þeirra. Hins vegar var það ekki gott hjá 1R i gærkvöldi að aöeins fjórir leikmenn liðsins skoruðu i Svíar unnu Sovétménn! Sviar sigruðu Sovétrikin i landsleik i handknattleik, sem háöur var i Eskiistuna á föstudag með 15-14. Staðan i hálfieik var 10-7 fyrir Svia. Lennart Ericsson var markhæsti Ieikmaðurinn með sex mörk. Liðin iéku einnig á miövikudag og þar unnu Sviar einnig með eins marks mun, 11-10. leiknum — Brynjólfur 11, Agúst Svavarsson 5, Gunnlaugur 3, og Þórarinn Tyrfingsson 3. En verra var þaö þó hjá KR. Þar skoruðu tveir leikmenn, Björn Pétursson og Haukur Ottesen nær öll mörkin, 13 af 15. Björn skoraði niu mörk, en Haukur 4. Þeir Ævar Sigurðsson og Geir Friðgeirsson skoruðu sitt markiö hvor — en leikmenn eins og Þorvaröur Guðmundsson, Bjarni Kristinsson og Bogi Karls- son komust ekki á blaö. Björn Blöndal var illa fjarri i þessum leik og hefur komið vel fram I þeim leikjum, sem hann hefur ekki leikið meö KR, hve þýöing- armikill leikmaður hann er orö- inn fyrir liðið. bað skapast alltaf talsvert spil i kringum Björn Blöndal, auk þess sem hann er hættulegur skotmaður. IR-ingar náöu fljótt tökum á leiknum. beir voru komnir fjór- um mörkum yfir eftir 10 min. og þá var spennan að mestu búin. Staðan i hálfleik var 13-8 fyir fyrir 1R. Framan af siðari hálfleiknum minnkuðu KR-ingar aðeins mun- inn, en siöan kom langur kafli — heilar 13 minútur, sem þeir skor- uðu ekki mark. 1R komst átta mörkum yfir 19-11 og lokatölurn- ar urðu svo 22-15. — hsim. m IR-ingar fyrstir í Kambahlaupinu! Fyrsta Kambaboöhiaupið var háð i gær. Illaupið var frá Kambabrún til Reykja- vikur i fjögurra manna sveitum, þannig, aö hver keppandi hljóp 10 km. Sveit 1R sigraði örugglega. í henni hlupu Gunnar Páll Jóakimsson (timi 51-52). Sigfús Jónsson (37.48 min.) Agúst Asgeirsson (37.52) og Július Hjörleifsson (38.10)n Timi samtals 2:45.42. Sveit UMSK varð önnur á 2:49.43. Þar hlupu Gunnar Snorra- son, Markús Einarsson, Er- lingur Þorsteinsson og Einar Óskarsson, sem hljóp á 38.25. Sveit HSK varð i 3ja sæti á 2:58.35. Jón H. Sigurðsson náði bezta tima hlaupara HSK 38.52 min. 1 fjórða sæti varð sveit Ármanns á 3:04.56 og i fimmta sæti sveit UNÞ á 3:11.07. Sigursveit 1R í Kambaboöhlaupinu. Frá vinstri Agúst Asgeirsson, Július Hjörleifsson, Sigfús Jónsson og Gunnar Páll. — Ljósmynd Bjarnleifur. Brynjólfur Markússon jafnaði markamet einstaklings 11. deild I vetur — skoraði eliefu sinnum gegn KR. Þarna hefur KR-vörnin opnast eins og flóðgátt og auðvelt fyrir Brynjólf að skora. Aðrir á myndinni frá vinstri eru ólafur Tómasson, Jakob Möller, Bogi Karlsson, Gunnar Idómari Gunnarsson, sem dæmdi vel ásamt Sigurði Hannessyni, Jóhannes Gunnarsson, og svo Brynjólfur. Ljósmynd Bjarnieifur. Gamli samherjinn reynd- ist erfiðasti mótherjinn! HSK-mönnum lifið erfitt i 1. deild að þessu sinni. Ofan á „mannfall- ið,” sem varð I liði þeirra i vetur, bætist það, að þær tvær æfingar, sem liðið hefur i viku hverri, lenda einmittá keppnistimanum i 1. deild, siðdegis á laugardögum og á sunnudagskvöldum. Þar við bætist svo, þá sjaldan þeir fá æfingar, að liðið er dreift um allar jarðir — ýmist austur á Laugar- vatni eða i Reykjavik — svo það er ekkert grin fyrir Guttorm Ólafsson þjálfara að halda liði sinu saman til æfinga. Astand liðsins er lika i sam- ræmi viö þessar erfiðu aðstæður. Þótt éinstaklingsgetan, sem mögnuð er upp i darraðardansi körfuknattleikskeppna i iþrótta- salnum á Laugarvatni, allt frá 1. bekk i „gaggó” upp i 4. bekk i „menntó,” sé i flestum tilfellum mjög frambærileg, er liðið greini- lega mjög sundurlaust, og skortir mjög samæfingu til að geta sýnt hvað það getur. IRingarnir tóku lika strax for- ystuna,þótthún væri ekkert mjög afgerandi i fyrstu. 1R skoraði 24 stig gegn 14 fyrstu 10 minúturnar, en fram að hléi komu veikleikar HSK-liðsins berlega i ljós. Á meðan IRingarnir komu sér upp 26 stiga forystu, 53-27 eins og staðan var i hléi, minntu körfu- skot HSK-manna stundum á leik sem kallaður var „yfir” i gamla daga. Oft kom fyrir að þeir næðu að skjóta þrisvar til fjórum sinn- um á körfuna i sama upphlaupinu — þvi harðir voru þeir i fráköst- unum — en sjaldnast fór boltinn i körfuna. Það er ekki ástæða til að orð- lengja það, að 1R hafði algera yfirburði það sem eftir var leiks- ins. Taflan sýndi 65-31, 75-35, og sama áframhald varð þar til yfir lauk. Hin háa skorun Einars Sigfús- sonar, sem fyrr er greint frá er ef til vill athyglisverðari fyrir þá Þá kom að þvi, að nýr sigur- vegarikom fram i keppni kvenna um heimsbikarinn I aipa greinum. Litla Marilyn Cochran frá Bandarfkjunumskauzt Tramf yfir allar evrópsku stórstjörn urnar og vann f svigakeppninni í Chamonix i Frakklandi. Cochran var um háifri sekúndu á undan Rosi Mittermaier, Vestur-Þýzkalandi, en f 3ja sæti sök að hún starfar af þvi að nú eru ÍRingarnir loksins farnir að treysta á miðherja sinn. Það hefur viljað brenna við mörg und- anfarin ár að miöherjinn væri „sveltur” i sókninni, en þessi breyting, þótt hún kunni ef til vill að lækka eitthvað skorunina utan af velli, á eftir að styrkja liðið, og gera það heilsteyptara. Kolbeinn Kristinsson átti skinandi góöan leik, og skoraöi 21 stig, en auk hans voru Kristinn Jörundsson og Agnar Friðriksson ágætir. Ólafur Jóhannsson skoraði 16 stig fyrir HSK. gþ varð Monika Kaserer, Austur- riki. Norska stúlkan Toril Förland varö I fjórða sæti og hlaut þvi 11 stig í keppninni um heimsbikarinn og hefur nú sam- tais 21 stig. Anna Maria Pröll frá Austurriki varö I sjötta sæti — svigið er hennar lakasta grein — en hún hefur mikla forustu i stigakeppninni. Nánar verður sagt frá mótinu sfðar. LITLA USA-STÚLKAN VANN I SVIGKEPPNI Staðan í 1. deild og markahœstu leikmenn Tveir leikir voru háðir í 1. deild Is- landsmótsins í handknattleik í Laugardalshöllinni. úrslit urðu þessi: IR—KR.... Armann— FH 22-15 18-26 Staðan i mót FH .......... Víkingur.... Valur...... IR......... Fram....... Ármann .... Haukar..... KR......... nu er nú þanrtig: 8611 154-142 13 8 5 1 2 183-163 11 0 2 149-113 10 0 3 161-145 10 138-126 140-171 119-136 1 1 0 1 8 152-200 9 5 3 1 Markhæstu leikmenn í deildinni eru nú þessir: Geir Hallsteinsson, FH,......... 56 Einar Magnússon, Víking,........ 55 Brynjólfur Markússon, ÍR,....... 47 Haukur Ottesen, KR,............. 44 Ingólfur Öskarsson, Fram,....... 43 Björn Pétursson, KR,............ 39 Vilberg Sigtryggsson, Á,........ 39 Vilhj. Sigurgeirsson, IR,....... 39 Bergur Guðnason, Val,........... 38 Ólafur Ólafsson, Haukum,........ 36 Hörður Kristinsson, Á,......... 32 Guðjón Magnússon, Víking,...... 29 Viðar Símonarson, FH,.......... 26 Ágúst Svavarsson, ÍR,.......... 24 Ólafur H. Jónsson, Val,........ 24 Björgvin Björgvinsson, Fram, ... 21 Björn Jóhannesson, Á,.......... 21 Ágúst ögmundsson, Val, ........ 21 Auðunn Óskarsson, FH, ......... 20 Gunnar Einarsson, FH,.......... 19 Sigurb. Sigsteinsson, Fram,.... 19 Páll Björgvinsson, Víking,..... 18 Stefán Halldórsson, Víking,.... 18 Þórður Sigurðsson, Haukum,..... 18 Björn Blöndal, KR,............. 17 Gunnsteinn Skúlason, Val,...... 17 Jón Sigurðsson, Víking,........ 17 Þórarinn Tyrfingsson, (R,...... 17 Jón Karlsson, Val,............. 16 Gunnl. Hjálmarsson, [R,........ 15 Jón Ástvaldsson, Ármanni,...... 15 Ólafur Friðriksson, Vík., ..... 14 Ragnar Jónsson, Ármanni,....... 14 Viggó Sigurðsson, Víking,...... 14 Axel Axelsson, Fram, .......... 13 JóhannesGunnarsson, ÍR, ....... 13 SigfúsGuðmundsson, Vík.,....... 12 Guðm. Haraldsson, Haukum, .... 11 Sigurg. Marteinsson, Haukum,... 11 Stefán Gunnarsson, Val,........ 11 Bjarni Kristinsson, KR,.........10 Guðm. Sveinsson, Fram,......... 10 Pétur Jóhannsson, Fram, ....... 10 Svavar Geirsson, Haukum,....... 10 Næstu leikir verða í kvöld. Þá leika fyrst Valur og Víkingur. Leik- urinn hefst kl. 8.15 og getur haft mikil áhrif á úrslit mótsins— þetta er einn af stórleikjum mótsins. Síðan leika Fram og Haukar. Leikið verður í Laugardalshöllinni. Á sunnudag 4. febrúar verða tveir leikir í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Þá leika FH og KR, síðan Haukar og Víkingur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.