Vísir - 06.03.1973, Blaðsíða 2
2
Vísir. Þriðjudagur 6. marz, 1973.
VÍSUtSFTB:
Finnst yður, að gefa ætti
rekstur útvarpsstöðva
frjálsan hér á landi?
Þráinn Sigurjónsson, endur
skoðandi: Þvi ekki það. Fyrst
yrði þó að setja lög um það, þvi að
ekki dygði að hafa sjálfdæmi um
slikt, og það verður að vera innan
skynsamlegra marka.
Agúst Walterss., bifreiðarstjóri:
Mér fyndist ekkert þvi til fyrir-
stöðu. Ég álit, að rikisútvarpið
hefði gott af'samkeppni.
Jón Sigþórsson, bifreiðarstjóri:
Nei, það álit ég ekki að væri
heppilegt. Rikisútvarpið getur
alveg séð fyrir þörfum okkar i
þessu efni.
Þorgils Georgsson, eftirlits-
maður: Mér fyndist það vel
koma til greina. Ég álit, að öll
einokun sé óæskileg, samkeppnin
gæti haft góð áhrif.
Frfða Hjaltested húsmóðir: Já,
ég sé ekkert á móti þvi. Ég álit að
slikt hefði góð áhrif á rikisút-
varpið.
Haukur Kjartansson, bifvéla-
virki: Nei, það finnst mér ekki.
Okkur nægja alveg þær stöðvar,
sem við getum nú þegar hlustað
á.
„Sízt af öllu áttum við von
á að verða lögreglumenn'7
segja þrír Vestmannaeyingar á lögreglunámskeiðinu
,,Sizt af öllu áttum við von á
að starfa einhvern tfma sem
lögreglumenn”, sögðu Vest-
mannaeyingarnir þrír, þeir
Arngrimur Magnússon, Helgi
Gunnarssonog Snorri Ólafsson,
,,Við megum ekki vera svartsýnir”. Frá vinstri: Arngrfmur Magnússon, Helgi Gunnarsson og Snorri
Ólafsson.
sem Visismenn ræddu við á lög-
reglustöðinni I gærdag, en þeir
eru meðal þeirra, sem nú sitja á
skólabekk I lögregluskólanum
og búa sig undir starf I heima-
byggð sinni.
í bigerð er að fækka utanað-
komandi mönnum i Eyjum,
þeim mönnum, sem eru i föstu
starfi hér i Reykjavík, og fá
frekar Vestmannaeyinga sjálfa
til starfa i Eyjum, sem þeir
kjósa lika sjálfir. Til dæmis
hefur mönnum úr Slökkviliði
Reykjavikur verið fækkað niður
I fjóra I Eyjum.
Tólf menn sitja á skólabekk lög-
reglunnar, én námskeið það,
sem þeir sækja, hófst siðast-
liðinn miðvikudag, og á morgun
verða þeir siðan sendir til Eyja.
„Það er áætlað, að við
verðum i 12 daga, en siðan
fáum við fri I fjóra daga og
fáum þá að koma hingað. Ætli
við þiggjum það ekki að sjá ætt-
ingja og vini, þó að við viljum
helzt vera i Eyjum”, sögðu
þremenningarnir.
„1 Eyjum verðum við að
minnsta kosti i tvo mánuði við
störf á venjulegum lögreglu-
taxta.
Við byrjum á þessu nám-
skeiði klukkan 8 á hverjum degi
og erum til 5. Og lærum allt á
milli himins og jarðar. Svo sem
Lesendur
J5 hafa
„Það er sýknt og heilagt verið
að hnýta í leigubflstjóra fyrir þá
sök, að það er hörgull á leigu-
bilum við skemmtistaðina að
loknum dansleikjum um helgar.
Það er leiðinlegt að liggja undir
ámæli fyrir þetta, þvi að okkur
tekur það sárt að sjá fólk hrekjast
I allavcga veðri um göturnar og
vanta leigubíl — og finna, að við
getum ekki veitt því lið”.
Þannig hófu mál sitt tveir
leigubilstjórar, sem tóku okkur
tali vegna leigubilaeklunnar á
helgarkvöldum. Þeir telja, að fólk
mundi sjá, hve ómaklegt þetta
hnútukast er, ef athygli þess yrði
vakin á ýmsu, sem snertir þennan
helgarakstur.
„T.d. hve bilaflotinn nýtist illa
þessar nætur fyrir hringlanda og
snöfl farþega, sem hirða ekkert
um það — eftir að þeir eru sjálfir
búnir að ná sér 1 leigubil — að
eftirstendur fólk, sem biður eftir
þvi, að leigubillinn losni og komi
aftur að sækja fleiri.
Einungis eitt einasta laugardags
kvöld höfum við sloppið við það —
það sem af er þessu ári — að aka
með farþega beint út á nætur-
afgreiðslu Umferðarmiðstöðvar-
innar, þar sem maður er oft
látinn biða timunum saman,
meðan farþeginn fær sér pylsu,
tekur farþega i næstu bflum tali,
hlerar eftir þvi, hvar sé parti, fær
sér kók, meiri pylsu, hittir
kunningja sina og tekur þá tali,
blandar sér I umræðurnar um,
hvar halda skuli partiið.. og
svona endalaust.
Þá er ekki verið að hugsa um
það, að hundruð manna séu á
hrakhólum i bænum og vanti til-
finnanlega far heim til sin.
Eða þá hitt, sem er orðið svo al-
gengt, að það gerist i fleiri til
vikum en ekki. — Nefnilega, að
menn eru ekki með greiðslu
handbæra fyrir aksturinn, þegar
svo loks ferðin er á enda. Þeir
þurfa að fara inn og sækja
greiðsluna. „Verð enga stund!”.
0, jæja, það er upp á fjórðu og
fimmtu hæð að fara. Og eitthvað
vefst að finna peningana, nema
það liða minúturnar, fimm, tiu,
kannski, fimmtán, og loks kemur
maðurinn. „Ha, hvað, ertu búinn
að hækka fargjaldið? Annaö
„Margir leigubílar fró
helgarakstri — vegna
koma I þúsundatali út úr
skemmtistöðunum — allir á sömu
mlnútunni, eða hér um bil.
Kannski eru næturklúbbar eina
lausnin? — Þetta minnkaði til
mikilla muna, þegar þeir voru
hér hvað flestir. fiða kannski væri
ráð að láta samkomuhúsin loka á
mismunandi timum eins og
stungið hefur verið upp á?—
(Þeir, sem erú svolitið klókir,
fara venjulega út af skemmti-
stöðunum tiu minútum áður en
lokað er, þvi að þá biða leigubilar
i hrönnum fyrir utan.)
Annars veitir maður eftirtekt
einu skrýtnu i þessu starfi.
Enginn farþegi frá Hótel Sögu
ætlar á Melana, heldur I austur-
bæinn. Enginn farþegi frá Glæsi-
bæ fer I Vogana, heldur I vestur-
bæinn! — Það er eins og allir fari
yfir i allt annað hverfi, ef þeir
ætla út að skemmta sér. Alveg
eins og tófan bitur aldrei nærri
greninu, virðast menn sniðganga
samkomuhúsið i nágrenni
heimilis sins!
En að öllu gamni slepptu verður
að benda á, að það er hægara að
heimta úrlausn en finna hana
sovna I snarhasti. Þvi hefur ein-
hvers staðar verið slegið fram, að
nær 12.000 Reykvikingar séu á
samkomustöðunum að skemmta
sér á laugardagskvöldi. Ef við
hugsuðum okkur að hafa tiltæka
bila við hvern skemmtistað, svo
að hægt væri að útvega fólki far
án þess að láta það biða mjög
lengi — kannski i mesta lagi hálf-
tima eða þrjú kortér — þá þyrftu
aö minnsta kosti að vera staddir
kl. tvö 300 bílar við Hótel Sögu,
300 bilar við Hótel Loftleiðir, 180
bflar við Sigtún, 150 við Hótel
Borg, 250 við Klúbbinn, 150 við
Rööul, 200 við Þórskaffi, 150 við
Glæsibæ. = Samtals 1680 leigu-
bilar!
Þá eru ekki talin Ingólfskaffi,
Leikhúskjallarinn, Silfurtunglið
o.s.frv.
Leigubilaflotinn i Reykjavik er
sennilega um 900 bflar i dag, og
þar af aka á laugardagskvöldum
milli 600 og 700 bilar.
Svoaðmennsjá, að það er rétt
meiraenbara að segja það — að
kippa þessu i lag.
hringlanda"
— segja leigubílstjórar
sem leiðist ámœlið
sagöirðu áðan, maður! Hvað á
þetta að þýða?” Þannig kemur
töf og meira þref.
Ekki er heldur þá verið að
hugsa um það, að hundruð manna
biða....
Menn geta rétt imyndað sér,
hvernig tekið er I það hjá far-
þeganum, ef bilstjórinn imprar
eitthvað á þvi, hvort ekki megi
sleppa einhverjum af þessum
töfum. — Óskammfeilni! Aldrei
hugsið þið um neitt nema
peninga! Maður veit svo sem, að
þið hafið mest upp úr start-
gjaldinu og viljið fá sem flesta
túra! — Og svo náttúrlega enn
verri svivirðingar.
Það er annars einkennilegt að
fólki, sem greinilega nýtur þess
vel að eiga fri þessi helgarkvöld,
—og mundi örugglega ekki gera
handtak á þessum tima eða tylli-
dögum, nema fá góða borgun
fyrir — skuli finnast það svona
svivirðilegt, að við, sem erum að
vinna á þessum óguðlega tima,
skulum gera það fyrir peninga!
Það mundi að visu ekki leysa
allan vandann, þótt svona hringl
út á Umferðarmiðstöðina eða
töfin, meðan beðið er eftir
greiðslum, fengist lagt af. —
Menn hafa mikið lagt heilann i
bleyti, hvernig hægt er að leysa
þessi óskapa vandræði, sem
skapast, þegar Reykvikingar