Vísir - 06.03.1973, Síða 7
Vísir. Þriöjudagur 6. marz, 1973.
7
Umsjón:
Edda
Andrésdóttir
Þó að lögin um fria
tannlækningaþjónustu
fyrir börn á skóla-
skyldualdri i
Danmörku séu ennþá
ekki ýkja gömul, hafa
þau þegar borið góðan
árangur. Á hinum
ýmsu stöðum landsins,
þar sem komið hefur
verið upp tannlækna-
stofum fyrir börn, er
aðsóknin stöðugt að
aukast.
En samt sem áður hafa um
það bil 70% af börnum á þriggja
ára aldrinum skemmdar
tennur. Sum hafa jafnvel upp i
5-6 holur i tönnum sinum. Þvi
þykir það sýnt, að enn má gera
meira til þess að bæta úr
ástandinu, en tannlæknar telja
það stórt hlutverk foreldranna
sjálfra að halda tönnum barna
sinna heilum og hreinum.
Enn hefur litið komið fram
um breytingar á tannlæknalög-
gjöfinni hér á landi, en gaman
verður að sjá, hvaða breytingar
munu eiga sér stað.
Danskur læknir, Mogens A.
Hansen i Árósum, hefur hvað
mest séð um fræðslu fyrir
foreldra varðandi tennur og
tannburstun barna.
Hann segir meðal annars, að
þar til barn hefur náð 9-10 ára
aldri, sé það hlutverk foreldr-
anna að hjálpa þeim við tann-
burstunina. Hann tekur sem
dæmi son sinn, sem er niu ára
gamall. Hann hefur burstað
tennur sinar sjálfur á morgnana
i nokkur ár, og engin af tönnum
hans er skemmd. En það verður
ekki fyrr en eftir ár, sem hann
getur stjórnað vöðvum sinum
nógu mikið til að geta burstað
tennur sinar alveg hreinar.
En það er hlutur, sem er
nauðsynlegur á kvöldin, áður en
börnin fara að sofa. Tennurnar
hreinsast ekki á sama hátt á
nóttunni og þær geta gert á dag-
inn. Einmitt þá geta karlar eins
og „Karius og Baktus” vaðið
uppi og gert ýmiss konar upp-
steyt, ef tennurnar eru ekki
hreinar.
En hvernig á að bursta tennur
barnsins? Svarið er einfalt:
Eins og manni finnst eðlilegast:
Það mikilvægasta er, að
tennurnar séu hreinar. En það
skiptir ekki öllu máli, hvort
tannburstinn er hreyfður upp
eða niður og svo framvegis. En
bezta aðferðin er að standa á
bak við barnið og láta það halla
höfði sínu að sér. Þegar burstað
er, er um að gera að leyfa barn-
inu að spýta út úr sér eins og þvi
þóknast, þvi að annars verður
erfitt að bursta tennurnar.
Tannburstinn má ekki vera of
stór, þvi að þá er erfiðleikum
bundið að komast nógu vel inn i
alla króka og kima.
Nauðsynlegt er, að tannkrem-
ið innihaldi flúor, enda er tann-
krem af þeirri tegund það
algengt hérlendis, að liklegast
yrðu öllu erfiðara að fá
tannkrem, sem inniheldur ekki
flúor.
Þó að tannlæknirinn kenni barninu i fyrsta sinn aö bursta tennurnar, er ekki þar meö sagt aö þaö sé fært
um aö hreinsa tennur sinar sjálft. Tannlæknirinn innleiöir aöeins hjá þeim þennan ágæta vana.
FYRST NÍU TIL TÍU ÁRA
GETA BÖRN BURSTAÐ
TENNUR SÍNAR HREINAR
Þess vegna er nauðsynlegt að foreldrarnir hjólpi til í baróttunni við
„Karíus og Baktus", jafnvel fró því að fyrsta barnatönnin kemur upp
mikilvæg, ef heilbrigði tanna
barnsins skiptir foreldrana
einhverju máli.
Sælgætið er versti óvinurinn.
Það er erfitt að forðast sæl-
gætið,.og sjálfsagt gildir ekki
nein ein aðferð. Það er eingöngu
undir foreldrunum komið,
hversu vel gengur að forðast
sælgætið. En það skiptir miklu
máli, að tennurnar séu burstað
ar, eftir að sælgætið hefur verið
borðað.
Ýmsir halda, að tyggigúmmi
sé ekki slæmt fyrir tennurnar.
Sumir halda þvi jafnvel fram,
að það hreinsi tennurnar. En
það er ekki rétt. Það er ekki nóg
með það, að tyggigúmmi sé
alsett sykri að utan, heldur
inniheldur það mikið
sykurmagn, sem er talsvert
lengi að leysast upp.
Það fyrirfinnast þvi miður
foreldrar, sem eru tilneyddir til
að gefast upp i baráttunni við
heilbrigði tannanna i börnum
sinum, vegna þess að tennurnar
eru svo „veikar”. Það er slæm
og skrýtin afsökun, þvi að engin
tönn er svo veik, að það sé ekki
hægt að vernda hana með
daglegri burstun og umhugsun.
Engin tönn er heldur svo
sterk, að hún geti ekki eyðilagzt
vegna skorts á umhugsun og
hreinsun.
Barnatennurnar
þarfnast mikillar
umhirðu.
Margir foreldrar imynda sér,
að það skipti ekki svo ýkja
miklu máli, þó að barnatenn-
urnar skemmist. „Þær koma til
með að detta úr.” En tennurnar
— og einnig barnatennurnar —
vinna þá fæðu, sem barnið
þarfnast til þess að þroskast og
alast á eðlilegan hátt. Ef barnið
fær verki i tennurnar, þegar það
tyggur, vegna skemmda i tönn
treystir það sér ekki tilað borða
aðra fæðu en mjúkar
fæðutegundir, sem auðvelt er að
tyggja.
En skemmist barnatönn mjög
mikið, er nauðsynlegt að taka
hana burt, annars getur hún
haft slæm áhrif á fullorðins-
tennurnar. En margar mæður
halda, að þaö geti haft slæm
áhrif á vöxt fulloröinstannanna,
ef barnatönn er tekin burt. Að
það geti þá haft þau áhrif, að
komandi tennur verði skakkar
og komi upp á réttan hátt.
Sllkt getur átt sér staö, en
engin skemmd eða eyöilögð
barnatönn ætti að vera kyrr, þar
sem það getur ekki siður haft
slæm áhrif á tennur og nýtt
tannhold, sem kemur til með að
vaxa.
Þess vegna er ekki siður
nauðsynlegt, að litil börn fari til
tannlæknisins en þau eldri. Það
er jafnvel nauðsynlegt fyrir
minni börnin að fara oftar en
þau eldri.
— EA
Tennurnar burstaðar
frá fyrstu
barnatönninni.
Foreldrarnir ættu að byrja að
bursta tennur allt frá þvl að
fyrsta barnatönnin kemur upp.
Ög eins og áður segir ættu þeir
að halda þeim vana, þar til
barnið hefur náð 9-10 ára aldri.
En eftir að þau hafa náð þeim
aldri, ættu foreldrarnir að full-
vissa sig um, að barnið svikist
ekki um, jafnvel þó að það sé
þreytt og syf jað að kvöldi til, því
að tannburstunin er miklu
mikilvægari en margur gerir
sér grein fyrir.
Margir foreldrar halda, að
barnið geti sjálft séð um burst-
unina, eftir að það hefur einu
sinni lært aðferðina, til dæmis
hjá tannlækni. En tannlæknir-
inn kennir börnunum eingöngu
að bursta tennurnar til þess að
reyna að innleiða hjá þeim
þennan vana, á meðan tlmi er
til. Og þvl fyrr, þvi betra.
En það þýðir ekki, að barnið
geti séð um það sjálft. Það ætti
að hafa leyfi til þess að bursta
tennurnar sjálft, en foreldrarnir
ættu að bursta tennur þess að
minnsta kosti einu sinni á dag.
Sllk „eftirburstun” er mjög
+ ÖSKUDAGSMERKJASALA
RAUÐA KROSSINS
Á ÖSKUDAGINN er hinn árlegi merkjasöludagur Rauða kross-
ins. Merkin verða afhent á neðantöldum útsölustöðum frá kl. 9.30.
Bömin fá 10% sölulaun og þau söluhæstu fá sérstök verðlaun.
Vesturbær og Miðbær:
Skrifstofa R.K.I.,
öldugötu 4
Efnalaug Vesturbæjar,
Vestugötu 53.
Melaskólinn
Sunnubúöin, Sörlaskjóli 42.
Kron, Dunhaga 20
Skerjaver, Einarsnesi 36
Austurbær:
Fatabúöin, Skólavöröustig
Axelsbúö, Barmahltð 8
Silli og Valdi, Háteigsvegi 2
Sunnukjör, Skaftahllð 24
Hliöarskóli, Hamrahllð
Dagheimilið Lyngás,
Safamýri 5
Austurbæjarskóli
Skúlaskeið, Skúlagötu 54
Smálbúða- og Fossvogshverfi:
Breiðagerðisskóli
Fossvogsskóli
Vefnaðarvöruverzl.
Faldurinn,
Háaleitisbraut 68
Laugarneshverfi:
Laugarnes-apótek,
Kirkjuteig 21
Kleppsholt, Vogar og Heimar:
Kjörbúöin Laugarás,
Noröurbrún 2
Verzl. Búriö, Hjallavegi 15
Verzl. Þróttur,
Kleppsvegi 150
Langholtsskóli
Vogaskóli
Þvottahúsiö Fönn,
Langholtsvegi 113
Arbær:
Arbæjarskóli
Arbæjarkjör, Rofabæ 9
Breiöhoit:
Breiöholtsskóli,
Arnarbakka
Matvörumiöstööin,
Leirubakka 36
Seitjarnarnes:
Mýrarhúsaskóli
Kópavogur:
Kópavogsskólinn
v/Digranesveg
Kársnesskóli
v/Skólageröi
21