Vísir - 05.06.1973, Qupperneq 5
Visir. Þriðjudagur 5. júni 1973.
5
AP/IMTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Bandaríkin krefjast
afkrtokmorkunar eða
hœtta samstarfinu
Hóta að hœtta í fiskveiðinefnd N-Atlanzhafsins,
ef nefndin hefst ekkert að
Bandaríkin hótuðu í gær
að hætta störfum í fisk-
veiðinefnd Norður-Atlants-
hafsins, ef ekki næðist
samkomulag um að draga
úr veiðinni fyrir austur-
strönd Bandaríkjanna.
Verzlunarráðherra USA,
Fredercick Dent, lýsti þvi
yfir, að hinum auðugu
fiskistofnum Norður-
Atlantshafsins væri hætta
búin af ofveiði og tilraunir
manna til að vernda þá
hingað til hefðu reynzt
haldlitlar.
Nefndin kemur saman til fund-
ar i Kaupmannahöfn i dag,
þriðjudag, og sagði Dent
ráðherra, ,,að þá mundi reynt til
þrautar, hvort nefndinni er
treystandi fyrir þvi að viðhalda
fiskistofnunum og stjórna ásókn-
inni.”
„Tillögur USA um aðgerðir til að
draga úr heildaraflamagninu, og
um ýmsar reglur og eftirlit verða
þá lagðar fram,” sagði Dent.
„Ef það verður ekki tryggt með
alþjóðlegu samkomulagi á næsta
fundi fiskveiðinefndarinnar, að
stöðvuð verði þessi skipulagða of-
veiði út af austurströnd USA, þá
verðum við að taka til alvarlegr-
ar endurskoðunar aðild Banda-
rikjanna að nefndinni i framtið-
inni,” sagði ráðherrann ennfrem-
ur.
Hann lagði áherzlu á, að
það væri brýn þörf á að draga
mjög úr fiskisókninni. Og... „við
getum ekki haldið áfram að horfa
upp á það, að atvinnu banda-
riskra fiskimanna sé ógnað vegna
aðgerðarleysis annarra aðila
fiskveiðinefndarinnar."
f fiskveiðineíndinni eiga sæti
fulltrúar 16 þjóða, sem hafa fisk-
veiðihagsmuna að gæta i Norður-
Atlantshafi. Þær eru: Bandarik-
in, Búlgaria, Kanada, Danmörk,
V-Þýzkaland, Frakkland, tsland,
ttalia, Japan, Noregur, Pólland,
Portúgal, Rúmenia, Ráðstjórnar-
rikin, Spánn og Bretland.
Nefndin hefur sina eigin eftir-
Leita orsakarinnar
Segulspóla úr TU-144 er ófundin, en hún gœti
kannski skýrt slysið
Franska lögreglan og
trúnaðarmenn frá Sovét-
ríkjunum héldu áfram leit
sinni í dag í leifum TU 144-
þotunnar að „svarta kass-
anum", sem hugsanlega
gæti veitt upplýsingar um,
hvað olli slysinu, þegar
þotan hrapaði fyrir utan
Paris á flugsýningu þar í
fyrradag.
„Svarti kassinn” er sjálfriti,
sem tekur upp á segulband sam-
töl flugstjórans við flugum-
ferðarstjórnina og tekur um leið
kvikmynd á ferð þotunnar. —
KasSinn sjálfur.eða öllu heldur
hlutar af honum, fundust i garði i
Goussainville i gær. Kvikmynda-
vélin fannst i kassanum, en hún
hafði opnazt og filman eyðilagzt.
Hins vegar hefur segulbandið
ekki fundizt, og leitar lögreglan
þess, þvi að þar gæti fundizt lyk-
illinn að gátunni.
Frönsk yfirvöld hafa lagt fram
190.000 franka til ráðstöfunar
fyrir þá, sem eiga um sárt að
binda i Goussainville eftir slysið.
Af þessu fé fengust 100.000
frankar i framlögum franska
flugvélaiðnaðarins.
Ibúar á svæðinu umhverfis Le
Bourget-flugvöllinn hafa mót-
mælt þvi, að haldnar hafa verið
flugsýningar yfir ibúðarhverfum.
— Robert Galley, samgöngu-
málaráðherra, hefur hins vegar
lýst þvi yfir, að flugsýningin 1975
muni verða haldin þarna, eins og
ráðgert hafi verið
Meðal þeirra, sem vinna að
rannsókn slyssins, er Andrei
Tupolev, sem stjórnað hefur
smiði rússnesku hljóðfráu
þotunnar. Hann tók við stjórninni,
eftir lát föðurs sins, sem hannaði
þotuna á sinum tima. — Enn
hefur þó ekkert fundizt, sem bent
gæti til þess, hver var orsök
slyssins. En ýmsar getgátur eru á
lofti um, að það hafi að flestum
likindum verið mistök flug-
stjórans.
Einn þeirra verksniiðjutogara, sein mjög hafa sótt i fiskinn fyrir
austurslröml USA, sést hér i Sundahöfn.
litssveit manna, sem hefur leyfi
til að stiga um borð i fiskveiðiskip
aðildarþjóðanna. En þeir geta að-
eins kært reglugerðarbrot til
heimalands viðkomandi skips og
það riki á siðan að framfylgja
réttu máli.
Talsmaður Bandarikjastjórnar
segir, að þeir muni hlutast til um
það, að á fundi nefndarinnar i
Kaupmannahöfn verði teknar til
umræðu tillögur um hert eftirlit
jafnframt tillögunni um að uraga
úr aflamagninu.
Verkfallsslagur í CHILE
Nómamenn beita dynamíti og skotvopnum gegn her Allende
Chile er mikill vandi á
höndum, eftir að rikis-
stjórnin stöðvaði út-
skipun á koparmálmi
vegna verkfalla i tveim
stærstu koparnámum
landsins.
Stjórn Allende forseta
sakar hægrisinnaða
stjórnmálamenn i land-
inu um að standa að baki
verkföllunum, og hefur
hún slegið á frest út-
skipun þeirra kopar-
birgða, sem enn eru
fyrirliggjandi. Átti sá
kopar aðallega að fara
til Bretlands og V-
Þýzkalands.
1 bænum Rancagua hafa
öflugar lögreglu- og hersveitir
safnazt saman, en námamennir-
nir i E1 Teniente-námunni, sem er
stærsta koparnáma heims, hafa
krafizt hærri launa. Yfirvöld
segja, að verkfallið sé af póli-
tiskum toga spunnið.
Til árekstra kom milli lögreglu
og verkfallsmanna, þegar þeir
lögðu niður vinnu fyrir sjö vikum.
Lýst var yfir neyðarástandi i
héraðinu, og herinn tók yfirstjórn
þar.
Lýst var þá yfir samúðarvekfalli i
Chuquicamata i norðurhluta
Chile. Leiðtogar námaverka-
manna halda þvi fram, að rúm-
lega helmingur 10.000 verka-
manna i Chuquicamata séu i
verkfalli.
Verkfallið i E1 Teniente leiddi
til þess, að einn verkamaðurinn
var drepinn i siðustu viku. 7000
verkamenn mættu við jarðar-
förina, og réðust þeir að henni
lokinni á skrifstofur þeirra
stjórnmálafiokka, sem standa að
rikisstjórninni. Verkfallsmenn
notuðu dynamit úr námunum og
skotvopn. — 86 þeirra voru
handsamaðir.
Þeir taka ekki lengur hjálminn
sinn ofan fyrir dr. Allende for-
seta, (t.h. veifandi mannfjöld-
anum), námamennirnir.
Aðalorsök þessa verkfalls er sú,
að verkamenn telja, að þeir hafi
verið sviknir um launahækkun. I
fyrra fengu allir launþegar i Chile
hækkun, sem nam 100% til
uppbótar gegn hækkandi dýrtið,
en i E1 Teniente var dregið frá
þeiri hækkun 41%, sem náma-
mennhöfðu fengið skömmu áður.
Þvi vilja þeir ekki una.
Tveir Skylab-geimfaranna eiga
i dag að skriða út úr geim-
rannsóknarstöðinni og reyna
að gera við cinn hinna föstu
sólskerma, sem ekki breidd-
ust út, cftir að geimstöðin kom
á rétta braut. Þessir skermar
eiga að breyta sólargeislunum
i rafstraum, sem er undir-
staða þeirra tilrauna, sem
gera átti. Takist þeim þctta
ekki, verður að hætta við
margar þýðingarmestu til-
raunirnar.