Vísir - 20.07.1973, Síða 1

Vísir - 20.07.1973, Síða 1
VÍSIR «:f. árg. — Föstudagur 20. iúli 1973 — 164. tbl. Sprakk á Fokker í lendingu Þegar ein af Fokker Friendship flugvélum Flugfélagsins var að lenda á Reykjavikurflugvelli. festist vinstra vænghjól hennar þannig að það snerist ekki þegar flugvélin snerti brautina. Sprakk umsvifalaust á hjólinu, en flug- mönnunum fataðist þó ekki lendingin og tókst að halda vélinni réttri á meðan hún fór eftir flugbrautinni. Farþegar,sem með vélinni fóru, gengu siðan til afgreiðslunnar, i góða veðrinu i morgun. Hafizt var handa um að rannsaka orsökina svo að segja samstundis, og siðan að skipta um dekk, og vélin átti að fara i loftið aftur um klukkan 11, ef ekkert kæmi i ljós sem ylli þvi að hún þyrfti að fara á verkstæði. Engir sjúkrabilar eða slökkvi- bilar komu á vettvang, þegar óhappið varð. Sverrir Jónsson hjá Flugfélag- inu, sagði. að það kæmi stundum fyrir að spryngi á flugvélum, en frekar óvenjulegt væri að spryngi á þeim á þann hátt að hjól festust. — ÓH Byggingarmeisturum fjölgar á toppnum Laugarásinn í sérflokki af hverfunum Loksins fór sólin að skína . . Loksins fór sólin að skina og Reykvikingar voru ekki lengi að grípa tækifærið. Eftir að vera búnir að þramma um undir þungbúnum himni og stundum i rigningu var aldeilis timi til kominn að vippa af sér nokkrum spjörum og láta sól og sumar leika um sig. A grasblettum i bænum safnast fólk saman. Hinn almenni borgari, sem vinnur sinn 8 stunda vinnudag, notar hádegið og kaffitímann til þess að leggjast út i sólina og ná sér i brúnan lit. Og nú er aðeins að vona að sólskinsstundirnar verði sem flestar það sem eftir er af sumri. — EA Samkvæmtspá veðurfræðinga megum við eiga von á þvi hér i Reykjavik að geta haldið áfram að sóla okkur, hvort sem við gerum það i sundlaugunum eða bara heima hjá okkur i róleg- heitum. Spáð er bjartviðri á Suður - og Vesturlandi og um 12 gráðu hita hér i Reykjavik um miðjan daginn og sennilegast helzt veðrið svona yfir helgina. Þokubakkinn, sem var hér i Reykjavik i morgun á að hverfa og svo verður litils háttar hafgola i dag. Á Norður- og Austurlandi er skýjað og heldur er nú svalt, ekki nema 5-7 gráður út við sjóinn og i morgun var aðeins 3ja gráðu hiti við Hornbjargsvita blindþoka og kaldur sjór. Gróskan i byggingar- iðnaðinum kemur glögg- lega i ljós, þegar starfs- heiti manna á listanum yfir hæstu skattgreið- endur á blaðsiðu 4, er skoðaður. Miklu fleiri byggingameistarar eru með meiri gjöld en eina millj- ón heldur en i fyrra. Rúmlega helmingur á þessum 107 manna lista er innan fjögurra starfsgreina: Stórkaupmenn og smásalar eru 20, byggingameist- arar 20, læknar, 13 og forstjórar og framkvæmdastjórar 11. Engan veginn er það þó þannig, að starfsheiti manna sé einhlit og til dæmis er töluvért misjafnt hvenær menn eru nefndir fram- kvæmdastjórar eða forstjórar. Hvað á að kalla byggingameist- ara, sem rekur stórt verk- takafyrirtæki? Lögfræðing, sem er alþingismaður o.s.frv. En vafalaust er þó að starfs- heitin gefa nokkuð góða vibendingu i þessu tilfelli. Stórkaupmenn og kaupmenn eiga marga fulltrúa i þessum hópi, en athuga þarf i sambandi við þá og reyndar lika byggingameistarana og aðra, sem mikinn atvinnurekstur hafa, að heildargjöldin þurfa ekki nauðsynlega að sýna miklar tekjur. En i listanum á blaðsiðu 4 er einnig gefin upp út- svarsupphæðin og ef hún er margfölduð með 10, þá má sjá brúttótekjur viðkomandi aðila. Læknarnir eru að venju fjölmennir i hópnum eða 13 og auk þess eru þarna 5 lyfsalar, svo ekki er annað hægt að segja en heilbrigðisstéttirnar standi sig vel. Þar kennir auðvitað ýmissa- grasa, alþingismaður er einn, arkitektar 4, limasmiður 1, skip- stjóri 1, erfðafræðingur 1, verkfræðingur 3, og svona má telja. Að venju búa flestir hæstu skattgreiðendanna við Laugarás- veginn, eða 6 talsins og nokkrir eru búsettir við aðrar götu i Laugarásnum, svo hverfið er vel setið í þessu tilliti. — ÓG Seðlabankahúsið: LAUSNIN FUNDIN? Hvernig væri að leysa hús- næðisvandaniál Seðlabank- ans með þvi að leggja Fram- kvæmdastofnunina niður og flytja Seölabankann i höllina við Rauðarárstig? 1 leiðara Visis i dag er fjallaö um framlag Framkvæmdastofn- unarinnar til deilnanna um staðsetningu Seðlabanka- hússins. Sjá bls. 6 GOTT VEÐUR ÁFRAM Börnin mesta eignin Viðtal við Einar „ríka" og forróða- menn hœstu fyrirtœkja Sjá bls. 16 • •• Einar er raunveru- lega „rík- astur" Hœstu greið- endur eignar- skatts Sjá bls. 2 • •• 107 hœstu einstakl- ingarnir, atvinna þeirra og röð í fyrra Sjá bls. 4 • •• ÁTVR hefur yfirburði í skattinum Sjá bls. 3 —EVI

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.