Vísir - 20.07.1973, Side 2
2
Vfsir. Föstudagur 20. júli 1973.
VÍSIRSOT
Sækiö þér oft sundlaugar, þegar
veöriö er gott?
Þóra Guöjónsdóttir, skrifstofu-
stúlka: Já, ef ég hef tima til, og
þá geri ég þaö aöallega eftir
vinnu. Ég geröi þaö t.d. á hverj-
um degi i fyrra, þvi þaö er leiöin-
legt aö vinna inni i góöu veöri, og
maður lyftir sér upp meö þessu.
Björgvin Finnsson, læknir: Helzt
ekki i góöu veöri, þvi aö þá er allt-
of mikill troöningur, en annars
geri ég þaö daglega, og finnst þaö
bezt i frosti. Ég hef nú synt I yfir
30 ár.
Kristján Sveinsson, verzlunar-
maöur: Ég er frá Akranesi, og
þar er innisundlaug, en i góöum
veörum er hægt aö synda i sjón-
um úti af Langasandi. Ég reyni
aö fara i sund á hverjum morgni,
og syndi einnig oft I sjónum. Ég
vil eindregið hvetja fólk til að
taka sér flugferö uppeftir og
prófa aö fara I sjóbaö.
Daviö Hálfdánarson, rannsókn-
arlögreglumaöur: Fjórum sinn-
um i viku, og áöur sótti ég einnig
mikið i góðu veðri i laugarnar.
Þaö er virkilega mikil afslöppun
aö fara i laugar.
Ragnheiður Davíösdóttir, hús-
móöir: Nei, til þess hef ég ekki
tima, er húsmóðir og þarf aö sjá
um barniö. En mig langar virki-
lega i svona góöu veöri, og vona
aö tækifæri gefist til þess.
Þóra, Rósa, Guörún og Sigriöur,
10 og 11 ára: Já viö förum mjög
oft, helzt einu sinni á dag, en i dag
fórum við ekki, af þvi að ein okk-
ar á afmæli.
Einar „ríki" er ríkastur
— segir skattskráin. — Greiðir mestan eignaskatt einstaklinga
Einar Sigurösson, útgeröar-
maöur og fiskverkandi, greiöir
hæstan eignaskatt einstaklinga i
Reykjavik. Einar greiöir rúma
eina milljón, en þaö er tæplega
einn hundraöasti af öllum
eignaskatti, sem einstaklingar
greiöa I Reykjavik.
Asbjörn Ólafsson, stórkaup
maöur, annar hæsti eigna
skattsgreiöandi I Reykjavik.
Friörik Kristjánsson, forstjóri
er þriöji hæsti eignaskattsgreiö-
andinn. Friörik er fram-
kvæmdastjóri Kr. Kristjánsson
hf., sem flytur inn Ford bifreiö-
ar og einnig er hann hótelstjóri
Hótel Esju.
Þorvaldur Guömundsson, sem
um árabil hefur veriö meöal
hæstu skattgreiöenda er fjóröi
hæsti eignaskattsgreiöandinn,
en hann rekur meöal annars:
Hótel Holit', Sild og Fisk, Þjóö-
leikhúskjallarann og fleira.
Oft velta menn þvi fyrir sér, hverjir séu mestir
eignamenn, það er að segja, hver sé hrein eign,
eftir að búið er að draga frá allar skuldir.
Skattskráin getur gefið um það nokkra hug-
mynd,og til gamans birtum við lista yfir nokkra
hæstu eignaskattsgreiðendur einstaklinga i
Reykjavik. Kr
Einar Sigurösson,útvegsmaöur (riki) 1.005.123
Ásbjörn Ólafsson, stórkaupm. 505.738
Friðrik Kristjánsson, framkvstj. 441.208
Þorvaldur Guömundsson, hótelhaldari 420.601
Bragi Jónsson, tæknifr. Háteigsv. 10 377.908
Ólafur Jónsson, framkvstj. (Miöneshf.) 375.825
Magnús Þorgeirsson, forstj. Barónsst. 80 362.830
Emil Hjartarson, (Trésmj. Meiður) 332.242
Ragnheiður Einarsdóttir, (Hekla hf.) 331.547
Einar Arnason, útgm. (fyrrv. flugstj.) 287.741
Vladimir Askenazy, tónlistarmaöur 282.108
Kornelius Jónsson, úrsmiður 264.004
Albert Guömundsson, stórkaupm. 243.660
Geir Hallgrimsson, alþm. 240.542
Guöm. Guðmundsson, forstj. (Viöirhf.) 238.629
Ólafur Johnson, stórkaupm. 234.476
Óskar Þorkelsson, Flókagötu 47, 227.848
Karl Lúðviksson, apótekari 227.704
Haraldur V. Ólafsson, forstj. (Fálkinn) 226.223
Bragi Ólafsson, verkfræðingur 220.197
Halldór H. Jónsson, arkitekt 220.001
Árni Gislason, bifreiöasmiður 210.228
Sigmundur Guömundsson, Laugarásv. 52, 200.809
Þessir ofangreindu aöilar greiöa meira en 200 þúsund krónur i
eignaskatt og sem eignarskattur er um það bil 1% af hreinni eign
mun skattskyld eign þeirra vera 20 milljónir eða meira. Viö verðum
þó aö hafa þann fyrirvara á, aö viö gerö listans hafa hugsanlega
falliðniður einhverjir aöilar, sem greiöa meira en 200 þúsund f eign-
arskatt sérstaklega, ef tekjur þeirra eru fremur lágar.
Þegar þessar tölur um eignaskatt eru skoðaðar veröur ávallt aö
hafa I huga, að hér er um mat eigna til skatts að ræöa og þá eru
hlutabréf til dæmis metin á nafnveröi, sem oftast er lægra en raun-
virði. Fasteignir og jaröeignir eru metnar á fasteignamati en raun-
viröi þeirra getur þó verið verulega hærra. —ÓG
LESENDUR
HAFA
ORÐIÐ
Askorun til Reykvikinga-
félagsins
Fyrir nokkru las ég ágæta
grein eftir Einar Magnússon,
fyrrverandi rektor Menntaskól-
ans i Reykjavik. Einar benti þar
fyrstur manna opinberlega á þær
hörmulegu framkvæmdir, sem nú
eru að hefjast meö þvi að byggja
stórhýsi á norð-austurhluta
Arnarhólstúnsins, þaö er,
væntanleg húsbygging Seðla-
banka Islands. Færöi Einar mjög
ljós rök fyrir þvi, hve mikið tjón
þessi staður, Arnarhóll, myndi
biöa við byggingu þessa, enda
þótt byggingarstillinn i sjálfu sér
væri ekki gagnrýndur. Benti
Einareinnig á staö við Skúlagötu,
sem á engan hátt væri lakari fyrir
starf.rækslu Seölabankans, þar
sem byggingin yrði jafnframt til
prýöi fyrir borgina, og yrði eigi
siöur ánægja aö lita út um giugga
þeirrar byggingar, sem þar yröi
byggö, heldur en úr gluggum
byggingarinnar, sem staösett
væri á Arnarhóli.
Einar Magnússon rektor, hefi
ég þekkt i yfir 40 ár og að engu
ööru en góðu. Þaö er eðlilegt, aö
slikur maður höföi til drengskap-
ar og þegnskapar, sem hann
væntir, að búi i öðrum sem i hon-
um sjálfum.
Þvi miöur hefir Einari ekki orö-
iö aö von sinni. Ekki eitt orð hefur
heyrzt frá forráðamönnum Seöla-
bankans um það, hvort þeir telji
ekki ástæöu til aö ihuga tillögur
Einars, svo sjálfsagt sem þaö þó
Reykvíkingafélagið
verndi Arnarhólinn
er, þar sem mál þetta snertir
hvorki meira né minna en um 85
þúsund manns. En það, sem
verra er, ef Seölabankinn heldur
fast við ákvöröun sina nú, verður
henni aldrei breytt, húsiö verður
ekki rifiö, búið væri að stór-
skemma einn hjartfólgnasta blett
allra Reykvikinga.
Þarna renndum við okkur á
sleðum, þegar viö vorum ung,
þarna og á Lækjartorgi — vorum
við 18. júni 1944, þegar viö fögnuö-
um loksins fullkomnu sjálfstæöi
Islands, þarna höfum við oftsinn-
is komið saman til aö fagna þjóö-
hátiðardeginum 17. júni, og þang-
aö förum við á sumarkvöldum
eftir venjulegan vinnudag til þess
að lita yfir elzta hluta Reykjavik-
ur og fjöllin frá norðaustri til
vesturs.
Siðastliðinn mánudag 16.
júli rakst ég á aöra grein i dag-
blaðinu Visi. Var sú grein rituö
með nokkuð öðrum hætti en grein
Einars, þvi aö greinarhöfundur
benti glaðlega, en þó hæðnislega,
með réttu á eindæma hégóma-
skap ráðamanna Seðlabankans,
að ætla sér aö reisa bankabygg-
ingu á Arnarhólstúni.
En hvernig má þetta verða?
Hvernig getur slikt átt sér staö, ef
99 af hverjum 100 ibúum
Reykjavikur eru þessu mótfalln-
ir?
Ef hér væri um einhverjar
náttúruhamfarir að ræða, væri
sennilegt, aö ekki yröi rönd viö
reist. Nei, viö berjumst hér ekki
við náttúruhamfarir, sem betur
fer. Auðvitaö geta Reykvikingar
ráöið farsællega fram úr þessu
vandamáli, ef þeir aöeins nenna
þvi.
1 lesendabréfi i Visi 16. júni,
sem ég gat um áðan, stingur
bréfritari upp á mjög einfaldri
lausn. Tillaga hans er; að dreift
verði i sem flestar verzlanir
borgarinnar tvenns konar undir-
skriftalistum. A annan listann
skrifi þeir nöfn sin, sem eru fylgj-
andi þvi, að Seðlabankinn reisi
hús sitt á Arnarhólstúni, en á hinn
listann skrifi þeir, sem mótmæla
þessum byggingaráformum. Ég
er i engum vafa um, að 99 af
hverjum 100, ef ekki 99,9 af 100,
mótmæla byggingaráformunum.
Verði svo, sé ég ekki, að borgar-
yfirvöld geti leyft bygginguna,
hvaöa loforð', sem þau kunna að
hafa gefið forsvarsmönnum
Seölabankans. í annan stað get ég
heldur ekki séð, aö forsvarsmenn
Seðlabankans hafi þá nokkra
heimild til þess að framkvæma
þessi áform sin. Ekki eru það
þeir, sem eiga bankann, þvi mega
þeir ekki gleyma. Það er nefni-
lega islenzka þjóöin, sem á bank-
ann. Það er þeim hollt að hafa i
huga.
Sá aðili, sem þetta mál stendur
næst, er Reykvikingafélagið. Það
hefir oft áður i verki sýnt ræktar-
semi við gamlar minjar Reykja-
vikur, og einmitt nú má félagiö
ekki bregðast hlutverki sinu.
Ég er sannfæröur um, að hvaða
starfandi prentsmiöja, sem er ,i
Reykjavik, mun meö ánægju
prenta umrædda undirskriftar-
lista, Reykvikingafélaginu að
kostnaðarlausu, og ætti formanni
þess, Vilhjálmi Þ. Gislasyni ekki
að verða skotaskuld úr þvi aö
semja stutta greinargerð fyrir
báða listana. Vil ég þvi hér meí
skora á Reykvíkingafélagið, og
sérstaklega formann þess,
Vilhjálm Þ. Gislason, að taka mál
þetta að sér, og jafnframt skora
ég á prentsmiðjurnar i Reykjavik
að veita Reykvikingafélginu lið-
sinni sitt með þvi að bjóða þvi að
prenta listana, félaginu að
kostnaðarlausu.
Þegar þessu er lokið, þarf
Reykvikingafélagið aðeins að
birta eina auglýsingu i Rikisút-
varpinu, þar sem óskað væri eftir
sjálfboðaliðum, til þess aö dreifa
listum þessum i verzlanir borgar-
innar. Vafalaust munu kaupmenn
borgarinnar taka þessari
hugmynd vel, og koma listunum
til skila fyrir þann tima, sem
Reykvikingafélagið ákveður.
Ekki mun standa á undirskriftun-
um.
Reykvikingar góðir, látum nú
hendur standa fram úr ermum,
áður en allt er orðið um seinan.
Alfur I Arnarhóli.
P.S. Ef Reykvikingafélagiö óskar
ekki eftir að láta til sin taka i
þessu máli, vildi ég beina þvi til
Náttúruverndarráðs að það taki
málið að sér.