Vísir - 20.07.1973, Qupperneq 7
Visir. Föstudagur 20. júli 1973.
7
hafa það að leiðarvita að uppfylla
þessa þörf borgarbúanna og
tryggja það að nautn náttúrunnar
geti orðið almenn og réttlátleg.
Þvi miður sjáum við, hvernig mál
geta þróast með ólikum hætti,
hvernig dýrðarstaður eins og
Skorradalurinn er lokaður fyrir
almenningi, likt og hann væri
kjarnorkuæfingastöð og hvernig
Norðurárdalurinn svona rétt fyrir
utan rykkóf þjóðvegarins er að
breytast i lokaðar einkalendur.
Það verður að hafa það i huga,
að islenzk náttúra er i eðli sinu al-
menningseign. Landbúskapur
krefst eignaryfirráða og algerra
eignanytja til heyskapar og beita,
en það væru mikil mistök, ef út
frá þvi verða dregnar ályktanir
um að jarðareigendurnir skuli
hafa alger eignaryfirráð yfir
fegurð landslagsins og ilminum
af birkiskógunum.
En þessi gæði, sem eiga að
standa öllum jafnt til boða, eru nú
að verða hin grimmilegasta
verzlunarvara og i mörgum til-
fellum miklu meiri gróðalind en
túngresið. Útsýn til snjóhvitrar
bungu Eiriksjökuls i svo sem 50
km fjarlægð er nú orðin meira
virði en ein túnslétta. Og hver
hefur þó fengið þinglýst eignar-
yfirráðum sinum á hvita litnum á
gamla Eika.
A grundvelli slaukinnar eftir-
spurnar er svo allt að fara i kaf i
braski með Iaxveiöar, bjarkar-
skóga, bunulæki og fossa, skjól-
góðar hliðar og útsýn til fjalla-
toppa. Þvi ömurlegra er þetta,
þegar við sjáum aukaáhrifin að
heiðarlegur búskapur með venju-
legar kýr og rollur verður smám-
saman að vanræktu og fyrirlitnu
aukaatriði i sveitunum og hæðzt
aö þeim, sem eru svo fáfengilegir
að vilja gera sér hann að lifsat-
vinnu.
Ennþá svæsnara verður brask-
ið þó á næstu jöðrum þéttbýlisins.
Þar verður áreksturinn harðastur
og svæsnastur milli borgar og
sveitar, þar sem borgin teygir sig
út i sveitina, og þó það sé nokkuð
annars eðlis er ekki siður ástæða
til að vera þar á verði. Við höfum
nú mjög greinilegt dæmi um það
fyrir augunum:
Nú á siðasta ári hefur verið lögð
dásamleg en dýr hraðbraut upp I
Kollabjörð. Þessi framkvæmd
hefur kostað hundruð milljóna
króna, sem teknar hafa verið úr
vösum almennra skattborgara,
en þó einkum frá bilaeigendum.
Fyrir þá upphæð hljóta bilaeig-
endur nú minna slit á faratækjum
og mikla og dýrðlega salibunu við
upphaf og endi hvers ferðalags
vestur eða norður i land. Eru
milljónirnar mörgu vel þess virði.
En vegurinn hefur haft aðrar og
óvæntar aukaverkanir Fasteigna
og landverð upp um Mosfellssveit
hefur rokið upp úr öllu og stór-
kostlegt brask er að hefjast á
þessum slóðum. Það er næstum
hægt að Imynda sér, að nærri allt
kostnaðarverð vegarins vinnist
inn af landeigendum á þessu
svæði, svo stórfellt virðist braskið
ætla að verða. Þarna er um að
ræða tugmilljóna og hundraða-
milljóna heildarávinning, sem
landeigendur hljóta án nokkurra
sérstakra eigin verðleika. Sök sér
hefði nú verið, ef gull hefði fundizt
I svo stórum stil i einhverri
mýrarkeldunni við Mosfell, en
það er nú ekki einu sinni svo,
heldur eru það samfélagslegar
aðgerðir, sem hafa aukið svo
verðmæti landsins.
Meðan hinn steypti vegarspotti
verður óviðkomandi aðiljum að
sllkri féþúfu, eru bileigendurnir,
sem mest hafa borgað til hans
ekki nema hálftima að aka spott-
ann á enda, en þar við tekur svo
sami gamli malarvegurinn með
kæfandi moldryki, sem breytir
skemmtiferðunum um helgar i
martröð.
Moldarrykið á þjóðvegunum er
eitt vandamálið I samlifi borgar-
fólksins við sveitirnar. Að aka i
gegnum þennan óþverra svo
klukkustundum skiptir væri ekki
bjóðandi neinum dýrum, það væri
þá bannað sem dýraplagari.
En það er vist ekkert hægt að
gera annað en velta vöngum og
hrista hausinn og segja, að svona
hafi það verið og svona eigi þetta
alltaf að vera.
Jæja, ég byrjaði vist greinjna á
einum skitnum grænköflóttum
hundraðkalli, — en áður en við er
litið er maður kominn upp i
milljónirnar, svo það er vist bezt
að hætta leik áður en hærra fer.
Þorsteinn Thorarensen
Hér sjáum við, hvernig hægt
er að byggja borð við hllð
glóðarinnar, og slðan geta
gestirnir fengið sér matarbita
á gióðinni og brauð, grænmeti
og öl með á borðinu.
Umsjón:
l>érunn Sigurðardóttir
nokkrum
múrsteinum,
Svona litur lítil og einföld
útiglóð út. Hana er hægt að
setja upp næstum hvar sem er
úti i náttúrunni, aðeins ef það
er sæmilega lygnt og ekkert
eidfimt i næsta nágrenni. Ekk-
ert þarf að skilja eftir sig. þeg-
ar haldið er heimleiðis. þar
sem kolin eru I ofnskúffunni.
Við byggjum
ótiglóð
— með
Glóðarsteiktur matur er
hið rriesta lostæti og hollur
þar að auki. Á meðan
sólin vermir höldum við
okkur gjarnan utandyra
og fáum okkur jafnvel
matarbita úti, þegar okk-
ur svengir. Að glóðar-
steikja úti í sólinni, þykir
mörgum skemmtilegt,
ekki sízt þegar gesti ber
að garði.
Hægt er að kaupa fjöldamarg-
ar tegundir af útiglóðum i
verzlunum, en það er lika hægt
að útbúa glóð á fáeinum minút-
um með litlum tilkostnaði. Allt
sem við þurfum eru trékol, rist,
múrsteinskubbar, eða plötur úr
einhvers konar steypu. Óþarfi
ætti að vera að múra plöturnar
saman, en nauðsynlegt er að
velja glóðinni stað i sæmilegu
skjóli, fjarri öllu eldfimu. Ef
glóðin er litil, getur hún gjarnan
verið á gömlu borði, þannig að
allir geti setið i kringum hana
og steikt sér sina bita sjálfir.
Lítil útiglóð
Auðveldast er að byggja litla
glóð með tveimur flötum
steinkubbum, eða raða fleiri
upp eftir stærð kubbanna.
Gangstéttarhellur mætti lika
nota. Eru endarnir grafnir niður
i jörðuna, en ofan á er lögð rist
úr venjuíegum ofni. Undir er
svo sett skúffa, gjarnan einnig
úr bakarofninum. Þar i eru svo
viðarkolin látin, og glóðin er
tilbúin. Bezt er að ristin, sem
maturinn er settur á, sé u.þ.b.
20-25 sm frá glóðinni.
Stærri útiglóð
Með þessari glóð er hægt að
hafa borð, til þess aö láta mat-
inn standa á og jafnvel til þess
að borða við. Bezt er að
kubbarnir séu úr léttsteypu, þá
á að vera auövelt að gera göt inn
i þá, þar sem járnteinar eru
settir, sem liggja undir ristinni.
Onnur rist er fest neðar og á
hana er siðan skúffan meö
viðarkolunum sett. Undir
kolaskúffunni má svo geyma
kolapoka og vökva til þess að
kveikja upp með. Ef nóg er til af
steinkubbunum, er tilvalið aö
byggja borð við hlið glóðarinnar
og nota það til þess að setja
matinn á. Þar má t.d. bera fram
salöt og annað meðlæti með þvi,
sem steikt er á glóðinni. Gest-
irnir sækja sér svo bita i glóðina
og fá meðlætið á borðinu við
hliðina. ölkassa er tilvalið að
geyma undir borðinu, þar helzt
ölið sæmilega kalt.
Hvað er bezt að glóðar-
steikja og hvernig?
íslenzkt lambakjöt er ljúffengt
glóðarsteikt, en nauðsynlegt er
að kjötbitarnir seu fremur
þunnir og vel barðir. Ristin er
oliuborin, áður en hún er sett yf-
ir eldinn. Nóg af kolum verður
að vera i skúffunni, þar sem
erfitt er að bæta við, eftir að
byrjað er að steikja. Kveikt er i
kolunum 20-30 minútum áður en
byrjað er að steikja og maturinn
ekki settur upp fyrr en glóðin er
orðin jöfn og logarnir horfnir.
Ef bjóða á upp á snarl i garðin-
um er tilvalið að steikja pylsur,
epli, beikonbita, nautakjötsbita,
tómata, lauk og kartöflusneið-
ar. Þetta má steikja á teini i litl-
um bitum. Krydduð olfa er borin
á bitana, og gott er að nudda þá
Hér hefur veriö sett upp grind meö strigadúk á bak viö, til þess
aö tryggja gott skjól. Möl er ákjósaniegust undir útiglóöina,
einkum ef mikiö á aö steikja.
rist og skúffu
úr ofninum
og kolum,
getum við
byggt okkur
fyrsta flokks
útiglóð
með hvitlauksgeira. Lamba-
kótilettur verður að krydda vel,
áður en þær eru steiktar, en bezt
er að leggja þær i kryddlög áð-
ur. Er gott að gera kryddlög úr
oliu, hvitlauk, basilikum,
rosmarin, salti, nýrri steinselju
eða sólselju, svörtum pipar og
paprikusneiðum. Er kjötið látið
liggja i leginum i um 30 minútur
áður, en það er tekið upp, þerr-
að og steikt.
IÚ(rf.LO