Vísir - 22.10.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 22.10.1973, Blaðsíða 2
2 Visir. Mánudagur 22. október 1973. vismsm: Eruö þér fylgjandi eða andvigur aöild Isiands aö Atlantshafs-. bandalaginu. Sverrir Garöarsson, hljómlistar- maöur, form. FÍH. Ég er henni fylgjandi, tel það öruggara. Sið- ustu áratugir hafa að minu áliti sýnt okkur og sannað að aðild að Atlantshafsbandalaginu er okkur nauðsyn. Þorfinnur Kristjánsson, sjó- maður. Ég er eiginlega alveg hlutlaus ogalvegsama hvort við erum i þvi bandalagi eða ekki. Pétur Orri Þóröarson, kennari. Ég er fylgjandi aðild. Afstaöa min hefur að visu breytzt nokkuð vegna atburðanna i landhelgis- málinu en þó er ég enn fylgjandi aöild okkar að bandalaginu. Kormákr Sigurösson, póst- maöur. Mjög fylgjandi aðild. Island er vestrænt land og við eig- um að vinna með öðrum vestræn- um löndum. Þessar þjóðir hafa svipaðan hugsunarhátt og menn- ingu og við. Þórarinn Stefánsson, stýrimaður. Ég er andvigur Atlantshafs- bandalaginu og aðild íslands að þvi. Að minu áliti er Atlantshafs- bandalagið og stefna þeirra rikja, sem i þvi eru, ekki samboðin okk- ur. Haukur Jacobsen, kaupmaöur. Ég er fylgjandi aðild. Oryggis- málin i heiminum núna og áður gera það nauðsynlegt. Auk þess tel ég að við eigum heima meðal hinna vestrænu þjóða. 101. skoðanakönnun Vísis: Eruð þér fylgjandi eða andvígur aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu? // GEFUM ÞEIM TÆKIFÆRI // „Það yrði svolitið háskalegt að vera utan banda- lagsins”. — „Gefum þeim tækifæri i landhelgismál- inu”. — ,,Ég hef alltaf verið fylgjandi NATO”. — ,,Þeir eiga að reka öll brezku herskipin burt, ef ekki þá mun ég endurskoða afstöðu mina”. — ,,Við skul- um hafa þetta eins og það hefur verið”. ,,Það er engin ástæða til að vera i NATO eftir framkomu eins bandalagsrikisins, Bretlands, gagn- vart okkur”. — ,,Eins og málum er háttað, finnst mér, að við höfum þar ekkert að gera”. — ,,Við eig- um litið erindi i bandalagi með heimsvaldaþjóð- um”. — ,,Ég var lengi andvigur NATO, og er enn, en áhugi minn hefur minnkað”. ,,Það er erfitt að vega og meta þetta”. — ,,Ég hugsa ekkert um þessi mál”. Niðurstöður könnunarinnar urðu þessar: Fylgjandi oðild oð NATO 129 eða 58,6% Andvígir 47 eða 21,4% Óákveðnir 44 eða 20,0% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, eru niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi aðild 73,3% Andvígir 26,7% islendingar eru i Atlantshafs- bandalaginu og andstæðingar okkar, Bretar, eru þar kallaðir „bandamenn” okkar. Þvi hafa margir litið til bandalagsins og vonazt eftir (og krafizt), að NATO gerði gangskör að þvi að lækka rostann i Bretum. Joseph Luns framkvæmdastjóri NATO er talinn hafa átt mikinn þátt i þvi, að Heath skipaði herskipun- um og dráttarbátum út fyrir landhelgismörkin á elleftu stundu, áður en koma átti til slita stjórnmálasambands. Finnst tslendingum, að þeir eigi að vera áfram i NATO, að öllu samanlögðu? Hefur deilan við Breta breytt afstöðu manna? Stjórnarandstöðuflokkarnir og Framsóknarflokkurinn vilja, að íslendingar séu i NATO. Hanni- balsflokkurinn virðist einnig á þvi, en Alþýðubandalagið er á móti. Stefna ríkisstjórnarinnar i varnarmálum er ekki ýkja greinileg, en þó virðist utanrikis- ráðherra að minnsta kosti hafa hugmyndir i þá átt, að íslending- arreki áfram NATO-stöð á Kefla- vikurflugvelli, verði áfram i NATO en láti hermennina banda- risku fara heim til sin. Visir hefur fjórum sinnum, að þessari könnun meðtalinni, gert skoðanakönnun um afstöðu al- mennings til aðildar að Atlants- hafsbandalaginu. Niðurstöður könnunarinnar nú leiða i ljós, að fylgi við NATO hefur verið meira en nú er i könnunum, sem voru gerðar siðs.umars 1969 og i árs- byrjun 1972. Hins vegar eru held- ur fleiri fylgjandi aðild að NATO nú en þeir voru i könnun, sem var gerð á miðju sumri 1968. Andstæðingar aðildar eru nú fleirien þeir hafa verið i neinni af þessum könnunum. Þeir eru meira en tvöfalt fleiri nú en þeir voru samkvæmt könnuninni i ársbyrjun 1972. Ef við tökum aðeins þá, sem svöruðu „fylgjandi” eða „and- vigir”, fáum við þá útkomu, að hlutföllin séu nú svipuð og þau voru 1968 en til mikilla muna óhagstæðari NATO en þau voru 1969 og 1972. Arið 1969 voru hlutföllin 83:17 NATO i vil, og 1972 88:12 NATO i vil. Nú er hlutföllin 73,3:26,7 NATO i vil, og er það nærri alveg sömu hlutföll og voru i könnuninni 1968, þegar búið var að taka út úr þá, sem voru óákveðnir. 1968 voru um 30% óákveðnir en nú aðeins um 20%. Bandalagið á heldur meira fylgi i Reykjavik en úti á landi. Töluvert fleiri konur en karlar eru fylgjandi bandalaginu. En bandalagið hefur yfirgnæf- andi meirihlutafylgi i borg og sveit meðal karla og kvenna. Þótt meirihluti þess hafi stund- um verið öflugri en nú, þá munar enn litlu, að fyrir hvern einn Is- lending sem er andvigur aðild- inni, komi þrir, sem eru fylgjandi aðild. 1 svo stórpólitisku máli er það vissulega mikill meirihluti. Það hefur tvimælalaust valdið þvi, að fylgismönnum bandalags- ins hefur fækkað siðan 1972, að margir telja sig hafa orðið fyrir vonbrigðum með áhrif banda- lagsins á Breta i landhelgisdeil- unni. Margir hafa krafizt þess, að bandalagið stöðvaði Bretann.HH. Luns i Reykjavik. MORGtlNBI.AÐIB. I.AUGARDAGUR 13 OKTOBER 1973 I STAKSTEINÁR Langminnst endurnýjun Athyglisverð grein vflir ungan frams/tknarmann. Svein HrrjAlfsson. birtist á síðu Sl'K I Tlmanum ( fyrradag. rn I hrnni íjallar hofundur um þingflokk Framsóknarf lokkv ins. »-ndurn>jun hans og skort á tengslum vlð flokksmenn. Ifofundur segir: ..I»að er engum blöðum uro það að fletta. að á undanförnum áratug hefur endurnýjunin orðið lan>;- minnst ( þíngliði Framsóknar- flokksins Að þvl leyti hefur hann algjöra sérstöðu ( h6pi stjórnmálaf lokkanna bcði er meðalaldur þingmanna hans h»rri en annarra flokka og endurnýjunarhlutfallið lcgra. Sé þetta skoðað betur. kemur I Ijða. að þeir 6 þingmenn ílokksins, sem sátu á þingi 1959, en gera það ekki nú, hafa hartt af einungis tveimur ástcðum: Keppni í háum aldri í Timann um daginn skrifuð var gagnmerk grein um gamalmennin, sem Alþingissalirnir vista. Þar var undantekningin aldrei nein. Alltaf var Framsóknarþingiiðið efst á þeim lista. Staksteinum Mogga fannst þetta geysi vel gert, og svo gott hjá Sveini, að þeir kunnu sér ekki læti. En hitt er svo sem ekkert „athyglisvert” , að íhaldið skyldi vera i öðru sæti. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.