Vísir - 07.11.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 07.11.1973, Blaðsíða 1
63. árg. — Miöv ikudagur 7. nóvember 1973— 257. tbl. Urgur á miðunum fyrir austan og vestan: „SJÓRÁN", segja þeir f Borgarfírði eystra — baksíða r-.* jjg Brotnar fjöreggið í höndum Alþýðu- bandalagsmanna? Möguleikar: Stjórnin frá ■ Ragnar ráðherra Magnús formaður r Olafur með þings- ályktunartillögu um samninga Fellur rikisstjórnin, jafnvel strax á morgun? Forsætisráðherra krefst þess, að hann fái stuðn- ing allra ráðherra við samningadrögin við Breta, ella fari hann frá. Miðstjórn Alþýðubanda- lagsins tekur ákvörðun á fundi i kvöld um það, hvort flokkurinn gefi stjórnarsamstarfinu grið eitthvað lengur eða ekki. Magnús Kjartansson er ókyrr i ráðherrastóli og talinn vera helzt á þvi að hætta fremur en að beygja sig fyrir kröfum forsætis- ráöherra. Ef Alþýðubandalagið tekur þann kost að sitja áfram i stjórn, gæti farið svo, að Magnús hætti ráðhcrradómi. Ragnar Arn- alds, formaður flokksins, er tal- inn liklegastur eftirmaður Magnúsar, ef til þess kemur. Ragnar hefur lýst þvi yfir, að hann muni láta af formennsku eftir ár, þegar flokksþing banda- lagsins skal haldið. Nú leiða menn getum aö þvi, að Ragnar sé með þvi að halda opinni leið i ráð- herrastólinn. Alþýðubandalagiö hefurhaftá stefnuskrá að „dreifa valdinu” og Ragnar hefur jafnan bent á það, þegar hann hel'ur ver- ið spurður, hvers vegna hann, formaðurinn, væri ekki ráðherra. Mögulciki gæti verið, að Ragnar yrði ráðherra en Magnús tæki við flokksformennsku. t>aö gæti orðið fljótlega, ef Alþýðubandalags- menn vilja. Til dæmis mætti halda auka-flokksþing o.s.frv. Olafur .Jóhannesson forsætis- ráðherra er talinn vera staðráð- inn i að leggja fram þings- ályktunartillögu um, að Alþingi feli rikisstjórninni að semja við Breta á grundvelli samnings- draganna, sem liggja fyrir, hvort sem Alþýðubandalaginu likar það vel eða illa. Eins og skýrt var frá i blaðinu i gær, var fundi i rikisstjórninni i gærmorgun frestað vegna ágreiningsins, fyrst i einn sólar hringensiðan var frestunin lengd I tvo sólarhringa. Fundur á að verða i rikisstjórn- inni i fyrramálið. Mun þá væntanlega liggja fyrir úrslita- orð Alþýðubandalagsins, sem ræður lifi og dauöa stjórnarinnar. — 1111. Þeir hjara á voninni l>:ið eru undarlegir menn, þeir sem stunda i aö gera út skutlogara. I>eir lialda stöö- ugl áfram úlgeröinni, þótt þeir lapi stórfé á liverri veiöil'erö skipa sinna. Og þaö er engu likara en útgeröin hjari einlivern veg- inn á voninni einni saman. Kekstrardæmi eins skut - togara er á bls. 3. VIÐ STYÐJUM ÍSRAEL Kfnahagsbandalag Kvrópu er harölega gagn- rýnt i leiöara Visis i dag fyrir undanlátsseini gagnvart oliukúgun Arabarikjanna. I>ar er þvi haldiö frain, aö uppgjöfin i oliumálinu muni hafa alvarleg áhrif á póliliska stööu Kvrópu i framliöinni. I>á segir ennfremur i leiöaranum: „llvergi I heiminum er stuöningurinn viö tsrael eindregnari en einmitt hér á islandi. Samband landanna hefur veriö sérlega náiö siö- ustu tvo áratugina, enda þykjumst viö sjá ýmsar hliöstæöur i gamaili og nýrri sögu þjóöanna. Viö vonum þvi, aö rikisstjórn okkar haldi uppi heiöri okkar og geri á alþjóðavcttvangi sitt til aö styöja vinaþjóö okkar, scm á nú um sárt aö binda vegna ægivalds Sovétrikj- anna og Araharikjanna og ræfildóms Kvrópurikjanna”. Sjá leiðara á bls. 6 AF HVERJU NAKINN í KLUKKUSTRENGJUM? Sjá viðtöl við Brynju Benediktsdóttur leikstjóra og Jón Júlíusson leikaru, á bls. 2. MíNN BIOTNUÐU HRlSSIlíGA! Úrkoma mœldist 68 mm á Stórhöfða á síðasta sólarhring. — 31,6 mm í Rvfk Reykvíkingar og reyndar flestir lands- menn hafa svo sannar- lega vöknað nú síðasta sólarhringinn. úrkoma var sums staðar allnokk- ur, þó ekki væri slegið met neins staðar, að sögn Páls Bergþórssonar veðurfræðings. Orkoma var mest i Vest- mannaeyjum. Og þar er óhætt að segja, að hún hafi verið mikil. Hvorki meira né minna en 68 mm úrkoma mældist á Stórhöfða, frá þvl kl. 9 i gær- morgun til kl. 9 i morgun. A timabilinu frá kl. 9-18 i gær mældust 58 mm. I Reykjavík mældist úrkoman 31,6 mm á sólarhringnum. Þar af mældust 19,2 mm á timabil- inu kl. 9 til kl. 18,12,4 mm mæld- ust frá klukkan sex i gærdag til klukkan niu i morgun. Segja má, aö það sé mikið miðað viö aðstæður okkar á landinu. Sums staðar rigndi meira en i Reykjavík, t.d. á Þingvöllum, þar sem mældust 32 mm og á Eyrarbakka, þar sem 37 mm mældust frá kl. 9-18 i gærdag. — EA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.