Vísir - 07.11.1973, Síða 2

Vísir - 07.11.1973, Síða 2
2 Vísir. Miövikudagur 7. nóvember 1973. risntsmt: Teljiö þér, aö rlkisstjórnin falli á samningsdrögunum um iand- helgismálið? Þórarinn Nielsen, fyrrv. banka- maöur: — Eftir þvi sem Þjóðvilj- inn segir, þá ætla Alþýðubanda- lagsmenn ekki að gefa sig. Ef rikisstjórnin getur ekki verið sammála i þessu máli, þá fellur hún. Stefán ólafsson, sölustjóri: — Eg geri ráð fyrir þvi aö hún falli. Ég held einhvern veginn, að það sé ekki næg samstaða innan rikis- stjórnarinnar til að hún geti stað- iö áfram. Egill Jónsson, nemandi: — Ég vona a.m.k. aö hún falli ekki. Mér finnst ágreiningurinn ekki það mikill, að ástæða sé til stjórnar- slita. Ég vona, að Framsókn láti undan. Þorsteinn Sigurösson, bóndi: — Ég held það ekki. Allt samkomu- lag byggist á þvi, að báðir aðilar slaki til. Alþýðubandalagið er bara að þenja sig i þessu máli. Matthías Kristjánsson, fyrrv. sjómaður: — Ætli Alþýðubanda- lagsmenn verði ekki þrjózkir, ég held það. Samt býst ég við, að stjórnin haldist saman. Annars er ekki gott að spá neinu um þetta. Ólafur Axelsson, lögfræöingur: — Já, ég tel það liklegt. Að öllum likindum verður það Alþýðu- bandalagið, sem veldur stjórnar- slitunum. AF HVERJU NAKINN? Brynja Ben. leikstjóri og Jón Júlíusson leikari svaro spurningunni Nakinn karlmaöur kom í fyrsta skipti fram á sviöi Þjóðleikhússins á frumsýningu Klukku- strengja eftir Jökul Jakobsson, sem vary siðastliðið föstudagskvöld. Við spurðum Brynju Benedikts- dóttur, leikstjóra verksins, og Jón Júiíusson, sem leikur „nakta gestinn", hvers vegna þetta hefði verið gert og hvernig til hefði tekizt að þeirra áliti. „Þessu mætti svara á margan hátt, og auðvitaö er þaö fremur áhorfandans en mitt. Hugmyndin er meðal annars að stilla upp andstæðum á sviöinu,” sagði Brynja Benediktsdóttir. „Annars vegar aðkomumanninum, hreinum og beinum — hins vegar heimilisfólkinu, sem lifir ( sinni gerviveröld. Þegar við unnum þetta verk, þá kom upp fjöld- hugmynda, og viö gættum þess að vinna úr þeim og sleppa þeim ekki, fyrr en full- reynt var, hvort þær þjónuðu sýningunni á réttan hátt eða ekki.” Jón stóðst eldraunina „Það, að gesturinn birtist nakinn — þannig að þaö virki ekki dónalegt, heldur veröi fagurt og upphafiö, byggist fyrst og fremst á hugrekki og heiðarleika leikarans. Þaö er aö segja, að hann geti leikið þetta með glæsi- brag og skömmustulaust — Og Jón Júllusson stóðst eldraunina. — Það er ekki allra að fara f fötin hans Jóns! — Hann birtist 1 fjarlægö sem falleg táknmynd I upphafi. Gengur svo niöur til heimilis- fólksins. Þau sjá hann ekki nakinn, heldur taka honum sem hverjum öðrum gesti. Andartaki siðar verður þeim það ljóst, og þá skynjar gesturinn að hann er eitthvaö ööruvisi, og hverfur á braut. Siðan er hann ekki látinn f friði. A hann er hlaöiö blekkingum og draumórum. Konurnar þrjár i leiknum gera úr honum miðil — draumaprins og fyrrverandi elskhuga. Hann tekur þátt i „deilunni” um stund, en aö lokum hefur hann fengið nóg af þessu rugli og fer á brott — samur og hann kom.” Vekur hneykslan sumra „Auðvitaö er mér ljóst, að þetta vekur hneykslan sumra. En er það ekki skrýtið, að nakinn eðli legur maður skuli hreyfa þannig við okkur — þegar viö erum hætt aö kippa okkur upp við hörmungar, hungur og neyð náunga okkar? — Erum viö þá ekki á leið til úrkynjunar? Sem sagt, við viljum undir- strika, að þegar gesturinn gengur nakinn inn i stofuna, veröi það heimilisfólkið sem verði aðhlátursefni. — Fólkið, sem Jökull Jakobsson lætur lifa i heimi draumóra og gerviveru- leika veröi hlægilegt — ekki gesturinn i nekt sinni.” Nektin og aðsóknin? — opna augu áhorfenda Við spuröum Brynju, hvort hún hefði I og með haft þetta „nektar- atriði” meö tilliti til aðsóknar aö leikritinu. Brynja Benediktsdóttir leikstjóri Klukkustrengja, leikrits Jökuls Jakobssonar, sem frumsýnt var á föstudaginn var. „Ég gæti svo sem snúið þessu öllu upp I grin og sagt — Ég hef alltaf einhvern nakinn i leikriti, sem ég stjórna. Til dæmis Hárinu, Lysiströtu og nú Klukku- strengjum,- Tilgangurinn með þessu er meðal annars sá að fá áhorf- andann strax til að sjá, hvert viö erum að fara. Opna augu hans og athygli, beina huga hans strax inn á linu verksins. Auðvitað er þetta hættulegt atriöi og mundi ekki nýtast nema vegna þess að leikararnir — með Jóni — standa svo sannarlega fyrir sinu. Að aðsóknin, sem er mjög góð, sé vegna nakta gestsins — það er af og frá. íslendingar eru leikhús- elskandi þjóö — Nakið fólk geta þeir séð heima hjá sér.” —óG AÐ NEKTIN YRÐIHREINN OG EÐLILEGUR TONN „Það tók okkur nokkurn tfma að æfa þetta atriði, þannig að það næði tilætluðum áhrifum,” sagði Jón Júliusson leikari I viðtali við Visi. Jón leikur hlut- verk gestsins — orgelstillarans — I Klukkustrengjum. „Brynja Benediktsdóttir leik- stjóri lagði áherzlu á, að atriðið yrði þannig, ef hægt væri að vinna nægilega úr þessari hug- mynd.Þaðer að segja, ef hægt væri aö vinna hana þannig, að nektin yrði eins og hreinn og eölilegur tónn. Tónn sem hristi upp I áhorfendum og opnaði augu þeirra fyrir framhaldinu. Þeir Jökull Jakobsson, höfundurinn, og Sveinn Einars- son þjóðleikhússtjóri voru Brynju sammála, eftir að þeir sáu atriöið fullæft.” Við spurðum Jón, hvernig honum hefði orðið við að standa nakinn fyrir framan fullan sal af fólki. „Það er nú ekki svo gott að svara þvi,” sagöi hann, „en satt að segja hafði þetta engin áhrif á mig, og ég vissi nánast ekki af þessu.” Jón Júliusson sagði okkur, aö hann væri varla fyllilega dóm- bær á hvaða áhrif þetta hefði haft á áhorfendur i salnum. „Þó fannst mér þetta vekja mikla athygli, en fann ekki neina hneykslisöldu — og enginn mótmælti i sal.” Um tilgang þess, að hann kemur nakinn fram i leikritinu, var Jón fáorður, en sagði, aö hann væri vafalaust margþætt- ur. „Með þessu er meðal annars verið að undirstrika, að orgel- stillarinn er aðeins réttur og sléttur maður. Hann er umfram allt eðlilegur, þó aðrar persónur leiksins liti á hann sem upp- hafinn og æðri.Þær reyna siðan að klæða hann óbeint i fötin eftir sinu höfði og hugmyndum. An árangurs og hann hverfur á brott nakinn i leikslok. -ÓG. Jón Júliusson leikur orgelstill- arann I Klukkustrengjum Jökuls — gestinn sem kemur nakinn. LESENDUR HAFA ORÐIÐ HRINGIÐ I SÍMA 8-66-11 KL. 13-15 Fá ekki að reykja í húsakynnum skólans Ncmandi I Gagnfræöaskóla Austurbæjar hringdi: ■ „Ég var að lesa þarna það, sem einhver nemandi i kvöldskóla, hrjáöur reykingamaður, sagði i lesendaþættinum i föstudagsbl. Hann segir, að i Gagnfræð- askóla Austurbæjar hafi nemend- ur sina reykingastofu og þurfi einungis að sýna skriflegt vottorð foreldra sinna um, að þau hafi þeirra leyfi til að reykja. Þetta er meira endemis ruglið. Alger firra. Það er ekki stafur fyrir þessu. Hvaðan hefur maður- inn þessa vitleysu? Ég ætla bara að láta ykkur vita þaö, að þetta á sér enga stoð i raunveruleikanum. t Gagnfræðaskóla Austurbæjar eru hafðir tveir verðir til þess að sjá um að við reykjum ekki i húsakynnum skólans. — Það er að minu áliti leiðinleg afstaða.” HONUM FANNST TOLSTOJ SLAKUR, OJÁ A. og G. skrifa: „Þegar maður les bréf, eins og það, sem „Grandvar” skrifar i Visi á mánudaginn um „það ömurlegasta, sem sjónvarpið hef- ur boðið upp á”, verður manni ósjálfrátt á að spyrna við fótum. Slík ofstækisblinda af pólitik hélt maður, að hefði liðið undir lok með risaeðlum fornalda, og svo skýtur hún upp kollinum þarna — 5. nóv. 1973. Það er von, aö manni bregði ögn við. Það er ekkert við þvi að segja, að menn hafi stjórnmálaskoðan- ir, eins og greinilega kemur fram, að Grandvar hefur i rikum mæli. En að þær loki alveg sjónum hans fyrir gildi skáldverka á borð við „Striö og frið”, það gengur nokk- uð langt. Um Leo Tolstoj, höfund verks- ins, er það sagt, að hann hafi ver- ið meðal fremstu höfunda siðari helmings 19. aldar. (Hann dó 1910). Að áliti sumra bókmennta- fræðinga er skáldverk hans. „Striðog friður”, hafið „yfir allar aörar skáldsögur, sem samdar hafa verið I heiminum” — svo að brugðið sé fyrir sig einhverjum ummæla þeirra. En þetta finnst Grandvörum vera með einhverju þvi ömurleg- asta, sem sjónvarpið hefur boðið upp < — sjónvarpsþáttur, sem unninn er upp úr þessum efnivið. Tja, hann er ekkert smátækur i kröfum sinum, þessi Grandvar. Það verður að segjast.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.