Vísir - 23.01.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 23.01.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Miðvikudagur 23. janúar li)74. vímsm: Eruð þér hlynnt(ur) ritskoðun innlcnds sjónvarpsefnis? Guðni Erlcndsson, kaupmaður: — Alls ekki. Umsjónarmenn inn- lendra þátta eiga að bera sjálfir fulla ábyrgð á þeim. Það er alveg óþarfi að láta þættina ganga i gegnum einhverja, sem vinza úr. Það á bara að hafa hæfa menn til að sjá um þættina. Nanna Þorleifsdóttir, húsfrú: — Ekki vissi ég, aö ritskoðun ætti sér stað hjá sjónvarpinu. Ef svo er, þá er ég algerlega andvig þvi. Jón Nordgulen, sjómaður: — Já, það finnst mér. Aftur á móti eiga forráðamenn sjónvarpsins ekki að hafa rétt til að varpa hverju sem er út þrátt fyrir það. Jón Þorsteinn Gunnarsson, starfsmaður: — Tvimælalaust ekki. Þeir, sem hafa með þætti i sjónvarpinu að gera, eiga að vera það viti bornir, að þeir viti, hvað þeir eru að bera á borð fyrir landsmenn. Sigmar Pétursson, veitinga- maður: — Nei, þvi ábyrgðarmenn þáttanna eiga að bera fulla ábyrgð á þvi efni, sem þeir bera fram. Til þess eru þeir lika ráðnir. Margrét R u n ó 1 f s d ó 11 i r , afgreiðslustúlka: — Nei, ekki, þvi þeir, sem sjá um þætti, eiga að bera ábyrgðina. Annars er bara orðið allt of mikið um komma- áróður i sjónvarpinu. Slikt mætti gjarnan minnka. ,, Barnakjallarmn'' í „Ég á sjálf fjögur ung börn, og þar sem fyrir- sjáanlegt er aö ég verö bundin yfir þeim næstu árin, fannst mér allt í lagi aö taka að mér umsjón eins og fimmtán stykkja í viðbót". Sú sem er svo órög við barnauppeldið heitir Aðalheiður Guðmundsdóttir, húsmóðir i Kópavogi. Aðalheiður hefur nú komið á fót barnaheimili i Kópavogi, þar sem hún hefur milli 10 og 20 börn daglega i um- sjá sinni, ásamt annarri stúlku, Ingveldi Þorkelsdóttur. Barnaheimi1 ið rekur Aðalheiður heima hjá sér i Kópavogi, og hefur til þess lagt undir allan kjallara hússins. ,,Ég byrjaði á þessu barnastússi fyrir nokkrum árum og tók þá nokkur börn á heimili mitt. En það var bara orðið fullerfitt i framkvæmd, svo við innréttuðum kjallarann fyrir börnin i haust”, sagði Aðalheiður. Inngangurinn i barnaheimilið er innan úr bilskúrnum. Bil- skúrinn gegnir ekki siður mikil- vægu hlutverki en kjallarinn sjálfur, þvi þar stendur einn tugur barnavagna, og i helmingnum af þeim eru sof- andi ungabörn. Þegar Visismenn heimsóttu barnaheimilið i gær, var „drekkutimi”. Allir sátu i röð við stórt borð, drukku kakó og mauluðu normalbrauð með. „Börnin eru hvaðanæva að af Stór-Reykjavikursvæðinu. Eitt þeirra kemur meira að segja allt frá Seltjarnarnesi og hingað. En það er alveg gifurleg þörf fyrir barnaheimili, og ég tel að þetta barnaheimili leysi vissan vanda. Ég reyni svo að taka inn börn eftir þvi sem plássið leyfir”, sagði Aðalheiður ennfremur. Félagsmálaráð Kópavogs gaf fullt samþykki fyrir starf- rækslu barnaheimilisins, og nú liggur fyrir umsókn til mennta- málaráðuneytisins á viður- kenningu þess. Vonar Aðal- heiður að riki og bær taki þátt i kostnaði foreldranna vegna gæzlu barnanna, eins og er á öðrum barnaheimilum. „Þrátt fyrir að ég er ekki menntuð fóstra, þá hef ég alið upp börn i þrettán ár, svo ekki skortir æfinguna”, sagði Aðalheiður og hló við. A barnaheimilinu eru börnin á aldrinum frá 2ja mánaða og upp i 5 ára. Einn pilturinn hefur verið hjá Aðalheiði frá þvi hann var sjö mánaða, en nú er hann þriggja ára. Þrátt fyrir að um enga niðurgreiðslu á rekstrinum sé að ræða, hefur tekizt að koma Kópavogi — 4 barna móðir bœtti við sig 15 í viðbót, úr því að hún var á annað borð við barnagœzlu „Það er drekkutlmi hjá okkur,” sögðu börnin á barnaheimilinu I Kópavogi. Drykkjan fór fram með miklum siðmenningarbrag, og allir kepptust við að sulla ekki út. Ljósm: Bragi. gjaldinu fyrir hvert barn niður fyrir það sem kostar i raun og veru að hafa eitt barn á öðrum barnaheimilum. — ÓH Aðalheiður Guðmundsdóttir með einn skjólstæðing sinn. „Þetta er oft á tiðum þreytandi starf, en skemmtilegt,” segir hún. Barna,,kjallarinn” er að engu leyti öðrum baruaheimilum frábrugðinn — þar er leikið og ærslazt svo lengi sem kraftar endast. Og stundum getur það verið anzi lengi. HRINGIÐ í SÍMA 8-66-11 KL13-15 SVONA A HATIÐAR- LJÓÐIÐ EKKI AÐ VERA Engan konung veit ég frægari en Halfdan svarta. Hann drukknaði i nautabrunni á vatninu Rönd og var skorinn i fjóra parta og urðaður i fjórum fylkjum i Noregi. Haraldur sonur hans, sem siðar var nefndur „hinn hárfagri (lúfa)” var þá stráklingur, 10 eða 12 ára, og hefir þvi ekki verið beysinn til stórræðanna, enda var það vist Guthormur móðurbróðir hans, sem var honum drýgstur til frægðarinnar i upphafi...Nú hafa þrir eða fjórir tugir stórskálda og menningarvita þjóðarinnar setið með sveitta skalla, svo mánuðum skiptir, við að semja afmælis- hátiðarljóð i tilefni af að 11 hundruð ár eru talin frá landnámi Islands. Þetta hefur vist að beztu manna yfirsýn ekki tekizt...Yfir- helling andans ekki verið nógu sterk. Hér upplögð eldskirn fyrir atóm-skáldin okkar. Nú er andlaga landið vist þeirra, og svo mætti semja elektróniska tónlist við afurðirnar...Þarna gæti svo komið rannsóknarefni fyrir óbornar kynslóðir.. .t.d. við samanburð á „Brennið þið vitar með snilldar tónverki Páls tsólfs- sonar við” og ellefu hundruð ára óðnum til fósturjarðarinnar. Ef til einhvers gagns gæti komið, sem viðmiðun, þá er hér tilraun til að sýna, hvernig hátiðarljóðið á „EKKI” að vera, hvorki að þvi er snertir efni eða rim..Bezt þvi að láta vaða á súðum með hvort tveggja... Svo óska ég stórskáldum okkar og menningarvitum til hamingju með tvö hundruð þúsund kallinn. Þórarinn frá Steintúni ► D

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.