Tíminn - 05.01.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.01.1966, Blaðsíða 1
janúar 1966 — 50. árg. Gerizt áskrifendur að I'ímanum Hringlð i síma 12323 ! Auglýsing > rtmanum kemur dagiege fyrir augu 80—100 Þásund lesenda. TOLF FARAST í 0LÍUL0GUM 34 saknað og 65 særðir eftir gífur- lega sprengingu í olíuhreinsunarstöð NTB-Lyon, iþriðjudag. Að minnsta kosti 12 manns létu lífið og 65 særðust, þar af margir hættulega, í þrem sprengingum og geysilegu eldshafi í nýrri olíu- hreinsunarstöð við Feyzin, um 20 km. fyrir sunnan Lyon í Frakk- landi í dag. 34 er saknað. Slökkvi liðinu tókst seint í kvöld að ein- angra eldinn, en hitinn var svo of- boðslegur, að þeir urðu að halda sig langt frá miðbiki eldsins. Mik- ill hluti geymslusvæðisins við olíu hreinsunarstöðina hefur orðið eld inum að bráð. Hinir særðu voru fluttir á sjúkra hús og þar gert að sárum þeirra. Frá Lyon sást mikil svört reykjar súla stíga til himins. Ekki er talin hætta á nýjum sprengingum, en þó er álitið að slökkviliðið muni fyrst fá vald yfir eldinum í nótt eða fyrramálið. Meðal hinna látnu eru sjö slökkviliðsmenn og 34 aðr ir særðust, þar af sex alvarlega. Er hér eingöngu um brunasár að ræða. Olíuhreinsunarstöðin er ein hin stærsta í Frakklandi og er í eigu Union generale des petroles. Um 250 manns vinna við stöðina. Talið er að orsök eldsins hafi verjð leki í einum geymslutankn- um. Mun eitthvað hafa runnið nið ur á aðalveginn og er talið að neistar frá vörubifreið hafi kveikt í olíunni. Rétt á eftir sprakk einn geymanna. Þegar slökkviliðið kom á staðinn titraði allt og skalf vegna nýrrar sprengingar, og ein- um klukkutíma síðar sprakk þriðji geymirinn. Gluggar í nær- Framhald á 14. síðu. Myndin hér að ofan sýnir flutningaverkamenn í New York taka við spjöldum, þar sem á stendur, að þeir séu komnir í verkfall. Verkfall verkamannanna hófst á nýársdag og hefur skapað mikið umferðaröngþveiti i New York. N-York settir í fangelsi BILIÐ BREIKKAR NTB-Washington, þriðjudag. Landbúnaðarframleiðslan í heim inum jókst aðeins um 1,5% í fyrra en fbúar jarðarinnar um 2%, að því er segir í skýrslu, sem landbúnaðarráðuneyti Bandaríkj- anna birti í gærkveldi. f Austur- löndum fjær, þar sem mannfjölg- unin varð mjög mikil, jókst land- búnaðarframleiðslan einungis um 1%, segir í skýrslunni. NTB-New York, Þriðjudag. Michael Quill, leiðtogi þeirra 35.000 flutningaverkamanna, sem fóru í verkfall í New York á ný ársdag, var í dag handtekinn^ á. samt fjórum nánustu samstarfs- mönnum sínum, í húsi þvf, sem samningaviðræðurnar um nýjan kjarasamning fara fram, og voru verkalýðsleiðtogamir settir í fangelsi. Gerðist þetta eftir að hæstirétturinn í New York-ríki hafði fyrirskipað verkalýðsleiðtog unum að aflýsa verkfaliinu, eða fara í fangelsi að öðrum kosti. Quill og samstarfsmenn hans kváðust heldur vilja fara i fang elsi. New York-borg átti í dag við geysilegt umferðaröngþveiti að striða vegna verkfallsins, þar sem mrun flciri fóru í dag á einkabíl um sínum til vinnu sinnar en daginn áður. Það var Abraham N. Celler, hæstaréttardómari, sem á mánu- dagskvöldíð fyrirskipaði flutninga verkamönnunum að hætta verk fallinu. Voru verkalýðsleiðtogarn- ir sakaðir um að hafa ekki hlýtt dómsúrskurði, sem bannaði verk fallið. Leiðtoguhum fimm var gef inn kostur á að aflýsa verkfallinu fyrir kl. 11 í morgun að New York-tíma, annars yrðu þeir handteknir- Quill hélt blaðamannafund í hóteli því, sem samningaviðræð- urnar fara fram í, 29 mínútum áð- ur en fresturinn rann út. Hann sagðist ekki ætla að áfrýja úr- skurði Cellers. og kvaðst myndi bíða komu lögreglumannanna. Quill var mjög ákveðinn á blaðamannafundinum. — Dómstóllinn hefur sent út bann, og margir okkar munu lenda í fangelsí, — sagði hann, Framhaid a bis 14 SÍÐUSTU FRÉTTIR Seint í gærkvöld bárust ■ þær fréttir, að Michael Quill hafi ver ið ekið á sjúkrahús hálfri ann arri klst. eftir handtökuna. og hafi hann líklega fengið slag. Honum var gefið súrefni áður en honum var ekið á siúkrahúsið. Foreldrar Tlnu. Bamsræningja er heitiö 100.000 kr. dönskum ef hann skilar NTB—Kaupmasmah. þriðjudag. 71 «rs gamall forstjóri í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að greiða konu þeirri, sem rændi Tinu litlu, 100.000 dansk . ar krónur, ef hún skilar barn inu aftur til foreldra þess barninu - dönsk lögregla mótmælir Það er Villy Holm Hvjlsby, sem hefur ákveðið þetta Hann sagði í viðtali í dag, að hann vissi að þag væri í grundvall aratriðum rangt að verðlauna glæp, en sagðj, að í þessu til- felli væri aðalatriðið. ag for- eldrarnir fengju Tinu aftur og tilgangurinn helgaði því meðaljð. Hvilsby hefur hugsað sér að láta peningana inn á sparisjóðs bók. sem ránskonan getur síð an náð i. Mun tilboð hans standa til 1. apríl n k. en þó bannig, að upphæðin mjnnkar um 4000 danskar krónur á viku hverri Á þetta að vera til að flýta fyrir endurheimt Tinu Tjnu-málið var rætt i þing inu í dag og var dómsmálaráð herrann, Axel Nielsen, ag því Framhald á 14. síðu Michael Qulll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.